Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alfa-námskeið hjá KFUM og KFUK Árangur mælist af ánægju LAUST eftir páskastanda KFUM ogKFUK fyrir svo- kölluðu Alfa-námskeiði, en þau eru allviðamikil nám- skeið um kristna trú og til- gang lífsins, hvorki meira né minna. Framkvæmda- stjóri KFUM- og K í Reykjavík er Kjartan Jónsson guðfræðingur m.m. og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins um nám- skeiðið. – Á hvað er lögð áhersla á Alfa-námskeiðum? „Þetta eru tíu vikna námskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Það er sérstaklega hugsað fyrir fólk sem er ekki kirkjuvant en vill kynna sér kristin- dóminn en það er einnig mjög gagnlegt fyrir fólk sem sæk- ir kirkju og samkomur að stað- aldri. Mikilvægur þáttur í nám- skeiðinu er umræður í hópum um innihald kennslunnar og ýmsar spurningar sem þátttakendur glíma við.“ – Segðu okkur aðeins frá Alfa- námskeiðunum... „Alfa-námskeiðið hófst í Holy Trinity kirkjunni í London. Upp úr 1990 var það gert aðgengilegt fyrir efahyggjufólk og þá sem hafa litla þekkingu á kristinni trú og þegar árið 1992 var farið að halda slík námskeið utan Holy Trinity-kirkjunnar. Árið 1993 voru haldin 200 Alfa-námskeið og það þótti ástæða til að efna til ráð- stefnu fyrir þá sem kenndu á nám- skeiðinu eða höfðu í hyggju að gera það. Slíkar ráðstefnur hafa síðan verið haldnar árlega í Lond- on. Fulltrúar frá Íslandi hafa sótt þær frá 1995 og síðan þá hefur námskeiðið verið kennt á Íslandi, í samfélögum og söfnuðum innan og utan þjóðkirkjunnar. Í júlí síð- ast liðnum höfðu verið haldin 18.200 Alfa-námskeið víðs vegar í heiminum með um þremur millj- ónum þátttakenda í 126 löndum. Meira en 1,2 milljónir manna úr öllum stéttum þjóðfélagsins hafa farið á Alfa-námskeið á Bret- landseyjum. Síðastliðið haust komu fulltrúar Holy Trinity- kirkjunnar í London og héldu fjöl- menna ráðstefnu í Grafarvogs- kirkju í Reykjavík fyrir Alfa- kennara og þá sem höfðu áhuga á að halda slík námskeið hér á landi. Á þessu ári hafa Alfa-námskeið verið kennd á 15 stöðum hér á landi. Biblíuskólinn við Holtaveg sem er í húsi KFUM og KFUK innleiddi námskeiðið hérlendis.“ – Hvar fer námskeiðið fram og hvernig er það uppbyggt? „Námskeiðið fer fram í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28 og hefst 2. apríl. Skráning fer fram á skrifstofu félaganna í sama húsi. Fyrsta kvöldið er kynning á nám- skeiðinu sem er öllum opin og án skuldbindingar um áframhaldandi þátttöku. Það hefst með sameig- inlegum kvöldverði klukkan 19. Þannig hefst námskeiðið í hvert sinn og þar gefst fólki kostur á að kynn- ast. Síðan er kennsla í 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Námskeiðinu lýkur klukkan 22. Þegar nám- skeiðið er um það bil hálfnað er farið út úr bænum í einn sólar- hring og hluti námskeiðsins kenndur þar. Þátttakendur hafa margsinnis lýst því yfir hve þeim hafi þótt helgarferðin góð. Einnig finnst mörgum gott að geta rætt málin í hópi með öðrum.“ – Er mikil aðsókn að Alfa-nám- skeiðum? „Já, hún er mikil og þegar hafa mörg hundruð manns sótt Alfa- námskeið hér á landi. Flestir þátt- takendur hafa lýst mikilli ánægju með það. Námskeiðið fer sigurför um heiminn og sífellt fleiri söfn- uðir taka það upp á arma sína. Enskt dagblað spurði í fyrirsögn á síðasta ári hvort Alfa-markaði nýtt upphaf kristninnar þar í landi en henni hefur hnignað mjög á síðustu árum. Víða hefur starf safnaða og kristilegra félaga lifn- að við með tilkomu námskeiðsins. Alfa-námskeiðið er orðið svo þekkt í Englandi að sjónvarps- maðurinn kunni David Frost gerði tíu klukkustundarlanga þætti um það, sem sýndir voru á ITV-sjónvarpsstöðinni þar í landi á síðasta ári.“ – Hvernig meta menn árangur af svona námskeiðum? „Árangurinn er margs konar. Hann mælist í ánægju flestra þátttakenda og því gagni sem þeir telja sig hafa af því. Margir spyrja að loknu námskeiði hvort ekki sé hægt að fá framhaldsnámskeið og því er boðið upp á svokallað Alfa- námskeið 2 sem fjallar um efni Filippíbréfsins í Nýja testa- menntinu. Slíkt námskeið hefst um leið og hið hefðbundna Alfa- námskeið, á sama tíma í húsi KFUM og KFUK. Það er eins uppbyggt. Margir sem farið hafa á Alfa-námskeið verða virkir þátttak- endur í safnaðarlífi eða starfi kristilegra fé- laga. Svo margir hafa bæst við söfnuðinn í Holy Trinity- kirkjunni í London að haldnar eru fjórar guðsþjónustur fyrir fullu húsi á hverjum sunnudegi og fólk úr söfnuðinum hefur tekið að sér að endurlífga dauða söfnuði í borginni. Alfa-námskeiðið er því mikilvægt tæki til að byggja upp starf safnaða og kristilegra félaga. Vonandi verður sú raunin hér á landi.“ Kjartan Jónsson  Kjartan Jónsson er fæddur 3. apríl 1954 í Reykjavík. Guðfræð- ingur frá Háskóla Íslands 1980, prestsvígsla 1981. Preststörf í Kenýa í 12 ár á bilinu 1981–1995. Meistarapróf frá Fuller Theo- logical Seminary, School of Worl Mission 1991. Er doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands. Starfsmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga til ársins 2000, síðan framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Er kvænt- ur Valdísi Magnúsdóttur kenn- ara og eiga þau börnin Ólöfu Inger og Jón Magnús. ...námskeiðið fer sigurför um heiminn Þessi verður ekki frek á plássið, systir. Passar í kústaskáp undir súð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.