Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARANDSTAÐAN í Írak
hefur að undanförnu lagt áherslu á
að fá til liðs við sig ýmsa fyrrver-
andi foringja úr Íraksher sem hrak-
ist hafa í útlegð en forystumenn
stjórnarandstöðunnar eru sann-
færðir um að Bandaríkin hyggist
senn láta til skarar skríða gegn
Saddam Hussein, forseta Íraks.
Vilja stjórnarandstæðingar funda
með herforingjunum á næstunni í
því skyni að ræða hverjir gætu tek-
ið við yfirstjórn hernaðarmála í Írak
ef Saddam yrði velt úr sessi.
Um er að ræða samtök stjórn-
arandstæðinga, Þjóðþing Íraks, sem
njóta velvildar Bandaríkjastjórnar.
Hefur undirbúningi vegna hugsan-
legs fundar með útlægum liðsmönn-
um Írakshers verið hraðað í kjölfar
þess að Dick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, hélt í för sína til
Mið-Austurlanda, að því er fullyrt
er í því skyni að óska eftir stuðningi
við áætlanir Bandaríkjamanna um
hernaðaraðgerðir gegn Írak.
Stjórnarandstaðan er að sögn að-
eins að leita manna sem tekið gætu
við yfirstjórn Írakshers en frétta-
skýrendum þykir ekki ólíklegt að
viðkomandi einstaklingur fengi enn
veigameira hlutverk við stjórn
landsins í ljósi þess hversu mikil-
vægu hlutverki herinn hefur gegnt í
Írak.
Sömuleiðis er hin borgaralega
stjórnarandstaða í Írak afar veik
eftir langvinnar innbyrðis illdeildur.
Til að mynda er þriggja manna ráð
Þjóðþings Íraks óstarfhæft sökum
persónulegra deilna og þó að nokkr-
ir liðsmenn samtakanna séu í Írak
og reyni þar að virkja andstöðu
gegn Saddam, þá njóta þau í reynd
lítils fylgis meðal almennings í land-
inu.
Al-Khazraji líkt
við Hamid Karzai
Meðal þeirra foringja úr hernum
sem hrakist hafa í útlegð og sem
þykja koma til greina sem framtíð-
arforystumenn hersins í Írak, verði
Saddam steypt af stóli, er Nizar al-
Khazraji hershöfðingi sem gat sér
gott orð heimafyrir vegna frammi-
stöðu sinnar í stríðinu við Írani
1980–1988 en sem býr nú í Dan-
mörku og hefur óskað þar eftir hæli
sem pólitískur flóttamaður. Al-
Khazraji er súnní-múslimi en þeir
hafa ráðið ríkjum í Írak frá því að
landið hlaut sjálfstæði 1922. Hann
er hæst setti yfirmaðurinn úr her
Saddams sem flúið hefur land og
talið er að hann njóti enn talsverðr-
ar virðingar meðal liðsmanna hers-
ins. Þessir kostir – sem og sú stað-
reynd að hann hefur ekki blandað
sér í pólitískar væringar innan
stjórnarandstöðunnar – gera að
verkum að margir líkja
al-Khazraji við Hamid
Karzai, sem gerður var
að forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnarinn-
ar í Afganistan í haust.
Aðrir hafa þó verið nefndir til
sögunnar sem hugsanlegir liðsmenn
bráðabirgðastjórnar í Írak, s.s.
Fawzi al-Shamari, sem flúði land
um miðjan níunda áratuginn og sem
nú býr í Bandaríkjunum. Jafnframt
hefur Jalal Talabani, leiðtogi Þjóð-
arsamtaka Kúrdístans, verið nefnd-
ur til sögunnar en hann gæti reynst
verðugur fulltrúi minnihlutahóp-
anna í Írak, þ.e. Kúrda og shíta-
múslima. Al-Khazraji er hins vegar
atvinnuhermaður, vel metinn yfir-
foringi sem gæti fylkt Íraksher á
bak við sig, að sögn Haroun Mohha-
med, írasks blaðamanns sem þekkir
feril hans.
Virðist sem Saddam sjálfur meti
hlutina eins og sjái al-Khazraji sem
hættulegan keppinaut. Þannig hefur
Babil, dagblaðið sem lýtur stjórn
elsta sonar Saddams, reynt að eyði-
leggja það orðspor sem af al-Khaz-
raji fer, með því að velta upp spurn-
ingum um hátterni eiginkonu hans.
Þá hefur Íraksstjórn farið fram á að
al-Khazraji verði framseldur til
Íraks á þeirri forsendu að hann sé
grunaður um að hafa orðið valdur
að árekstri þar sem annar ökumað-
ur lést eða slasaðist illa.
Kveðst ekki hafa
áhuga á stóli Saddams
Al-Khazraji, sem verið hefur í út-
legð síðan 1995, hefur sjálfur rætt
opinberlega áætlanir um
stjórnarskipti í Írak þar
sem her landsins tæki
að sér stjórn mála tíma-
bundið, uns búið væri að
kjósa nýja ríkisstjórn.
Hann neitar því hins vegar að hann
hafi nokkurn hug á því að setjast
sjálfur í stól Saddams.
„Hlutverk hersins er að steypa
Saddam af stóli og láta svo stjórn-
málamennina, fólkið sjálft, sjá um
framhaldið,“ segir hann. „Ég er
hermaður og hyggst láta það duga.“
Helsti dragbítur al-Khazrajis er
ásakanir um að Íraksher hafi beitt
eiturefnavopnum gegn kúrdíska
minnihlutanum í Írak á meðan hann
veitti hernum forystu. Al-Khazraji
heldur hins vegar fram sakleysi
sínu og segir að það hafi verið Sadd-
am sem réð yfir efnavopnaforða
hersins. Segir hann að Saddam hafi
fyrirskipað efnavopnaárásirnar og
að náinn samverkamaður forsetans
hafi stýrt aðgerðunum. Hafa nokkur
samtök Kúrda sagt að þau taki
þessar staðhæfingar al-Khazrajis
trúanlegar.
Dönsk yfirvöld hafa á hinn bóginn
fyrirskipað rannsókn á ásökunum
og al-Khazraji getur ekki ferðast
frá Danmörku á meðan verið er að
ákveða hvort ástæða sé til að kæra
hann fyrir stríðsglæpi vegna beit-
ingar efnavopna. Kveðst al-Khazraji
hvort eð er ekki hafa ætlað að vera
viðstaddur hershöfðingjafund þann,
sem íraska stjórnarandstaðan und-
irbýr nú af kappi, og segir betra að
allar meiriháttar ákvarðanir séu
teknar fjarri vökulu auga fjöl-
miðlanna, en þeir myndu
óhjákvæmilega fylgjast
grannt með gangi mála á
fyrrnefndum fundi.
Nokkrir fyrrverandi
foringjar úr Íraksher
hafa boðað þátttöku sína en margir
aðrir hafa lýst efasemdum eða bein-
línis gefið afsvar, enda hafi samtök
stjórnarandstæðinga ekki lagt fram
nein bein áform um aðför gegn
stjórn Saddams. Segja sumir frétta-
skýrendur að stjórnarandstaðan sé
allt of veikburða til að hafa nokkurt
roð við Saddam.
Najib al-Salehi, útlægur hers-
höfðingi sem nú fer fyrir Samtökum
frjálsra íraskra liðsforingja, kveðst
hins vegar bjartsýnn. Segir hann að
Bandaríkjastjórn virðist nú staðráð-
in í að velta Saddam úr sessi, jafn-
vel þó beita þurfi valdi til þess.
„Þess vegna getum við ekki bara
setið með hendur í skauti,“ segir
hann.
Hafa verið leiddar að því líkur að
stjórnarandstaðan sjái fyrir sér
uppreisn sem ætti sér stað á sama
tíma eða strax í kjölfar árása
Bandaríkjahers gegn helstu stoðum
Írakshers. „Bandaríkjamenn hafa
rætt um stjórnarskipti í Írak sem
þýðir að daginn eftir [að þeir láta til
skarar skríða] þarf einhver að vera
til staðar til að taka við stjórninni,“
segir Mohammed Kardri Saeed,
sérfræðingur í hernaðarmálum við
Al Ahram-stofnunina í Kaíró í
Egyptalandi.
Nokkur samtök útlægra Íraka
hafa þó lýst efasemdum um aðgerð-
ir, sem njóta myndu stuðnings
Bandaríkjamanna með
þessum hætti. Óttast
þeir að hverjir þeir að-
ilar, sem tækju við
stjórn landsins, yrðu
sakaðir um að vera leik-
brúður Bandaríkjastjórnar eða þá
að umbreytingarnar myndu einfald-
lega leiða til þess að herforingja-
stjórn tæki við í Írak. Sagði Tal-
abani, leiðtogi Kúrda, nýverið að sín
samtök legðu áherslu á að „lýðræð-
islegar breytingar“ ættu sér stað í
Írak. „Við styðjum ekki áætlanir
sem fela í sér að einum einræð-
isherra verður skipt út fyrir annan,“
sagði hann.
Brotthvarf Sadd-
ams undirbúið
Reuters
Hópur Íraka hrópar ókvæðisorð að Bandaríkjunum. Saddam Hussein, forseti Íraks, hefur nýverið reynt að
tryggja andstöðu annarra arabaríkja við hugsanlegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak.
Útlægur hers-
höfðingi nefnd-
ur sem líklegur
framtíðar-
leiðtogi Íraks
Kaíró. AP.
Ég er hermaður
og hyggst láta
það duga
Borgaraleg
stjórnarand-
staða afar veik
KIM Jong Il, leiðtogi Norður-
Kóreu, hefur brugðist með já-
kvæðum hætti við þeirri til-
lögu ríkisstjórnar Suður-Kór-
eu að teknar verði upp
viðræður á ný. Forseti
Indónesíu greindi frá þessu í
Seoul í Suður-Kóreu í gær.
Forsetinn, Megawati Suk-
harnoputri,
sagði á
blaða-
mannafundi
að hún
hefði fært
Kim Jong Il
skilaboð frá
Kim Dae-
jung, for-
seta Suður-
Kóreu.
Hefði sá fyrrnefndi brugðist
við „með jákvæðum hætti“.
Hún greindi ekki frá orðlagi
þeirra skilaboða né nánar frá
viðbrögðum Kim Jong Ils.
Hins vegar höfðu suður-
kóreskir embættismenn áður
greint frá því að skilaboðin
fælu í sér ákall frá forseta
Suður-Kóreu þess efnis að
hafnar yrðu viðræður Kóreu-
ríkjanna tveggja og Norður-
Kóreu og Bandaríkjanna.
Fréttir af viðbrögðum
Kims þóttu gefa til kynna að
auknar líkur væru á því að
Kóreuríkin tvö tækju á ný
upp viðræður um bætt sam-
skipti og aðgerðir til að draga
úr spennu í þessum heims-
hluta. Öryggisráðgjafi
Indónesíuforseta sagði við
blaðamenn í gær að skila-
boðin frá forseta Suður-Kór-
eu hefðu eingöngu varðað rík-
in tvö en ekki Bandaríkin.
Kosið
í Úkraínu
KOSNINGAR fara fram í
Úkraínu í dag, sunnudag, þær
þriðju í landinu frá því að það
hlaut sjálfstæði við hrun Sov-
étríkjanna fyrir tíu árum.
Alls bjóða
33 flokkar
og fylkingar
fram í þing-
kosningun-
um en
keppnin er
einkum talin
standa á
milli svokall-
aðs „Valda-
flokks“ sem
styður Leoníd Kútsma for-
seta og bandalags stjórnar-
andstöðuflokka en fyrir því
fer Viktor Júshenko, fyrrum
forsætisráðherra.
Almennt er talið að þessir
tveir menn muni síðan takast
á þegar forsetakosningar fara
fram eftir tvö ár.
Kosningarnar í dag eru
taldar mikilvægar með tilliti
til forsetakosninganna og
stöðu Kútsma sem berst nú
fyrir pólitísku lífi sínu eftir að
hafa verið vændur um spill-
ingu og valdníðslu í embætti.
Vilja hefja
hvalveiðar
NÆSTUM helmingur Japana
vill að hvalveiðar í ágóðaskyni
verði hafnar á ný. Þetta kem-
ur fram í könnun sem birt var
í gær, laugardag, í dagblaðinu
Asahi Shimbun. Alls kváðust
47% hlynnt því að slíkar veið-
ar yrðu hafnar á ný en 36%
sögðust því andvíg. Japanir
veiða nú um 400 hvali á ári í
nafni vísindarannsókna.
STUTT
Auknar líkur
á viðræðum
Kóreuríkja
Kim Jong Il.
Leoníd
Kútsma.