Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 15

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 15
94.3 Útvarp Saga 94,3 mun frá og með 2. apríl 2002 bjóða upp á dagskrá sem er eingöngu byggð á fréttum, spjalli og sporti. Þekktir stjórnendur munu stýra gagnrýnni, pólitískri og þjóðfélagslegri umræðu um allt það sem efst er á baugi hverju sinni, auk umfjöllunar um íþróttir og fjölda beinna útsendinga frá íþróttaviðburðum. TIL HAMINGJU, ÍSLENDINGUR, MEÐ FYRSTU TALMÁLSRÁSINA Sigurður G. Tómasson verður með hlustendum Útvarps Sögu 94,3 alla virka daga milli kl. 9 og 11. Sigurður og þjóðarsálin áttu um árabil samleið í íslensku útvarpi og því er kærkomið að þjóðin láti í sér heyra hjá Sigurði að nýju. Sigurður mun stjórna umræðu um þjóðmálin og kalla til fólk sem hefur eitthvað til málanna að leggja og gefa hlustendum kost á að taka virkan þátt í umræðunni. Ingvi Hrafn Jónsson fylgir eftir fréttum á Hrafnaþingi í hádeginu alla virka daga. Ingva Hrafn þarf vart að kynna. Hann var á sjónvarpsskjám þjóðarinnar á uppgangstímum þess miðils og stjórnaði helstu fréttastofum landsins, og fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar kemur að fréttum og fréttaskýringum. Ingvi Hrafn mun á Hrafnaþingi fjalla um helstu mál virka daga í kjölfar hádegisfrétta fréttastofu Stöðvar 2 til kl. 13. Ingvi Hrafn verður í loftinu frá og með 15. apríl en þangað til munu fréttamennirnir Róbert Marshall og Árni Snævarr stjórna Hrafnaþingi. Hallgrímur Thorsteinsson sér um dagskrána á Útvarpi Sögu 94,3 alla virka daga milli kl. 14 og 16. Hallgrímur er einn af frumkvöðlum á Íslandi í því sem kallast dægurmálaútvarp og hefur verið lengi að. Hann mun skoða málin frá öllum hliðum og fjalla um þau með sínum sérstaka hætti svo eftir verður tekið. Alla daga verða fluttar fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 Viðskipti, íþróttir og sérþættir Viðskiptaþátturinn verður daglega á dagskrá Útvarps Sögu 94,3 kl. 16-17. Stjórnandinn, Hermann Guðmundsson, fjallar um allar hliðar viðskiptalífsins á faglegu máli. Þór Bæring Ólafsson færir hlustendum Útvarps Sögu 94,3 ítarlegan íþróttapakka alla virka daga milli kl. 17 og 18.30. Boðið verður upp á ýmsa sérþætti um íþróttir, t.d. box, veiði, Formúlu 1, golf og hesta. Sportið verður einnig á dagskrá alla laugardaga kl. 13-18.30. Alla virka daga verður boðið upp á sérþætti sem taka á ýmsum málum, hver með sínum hætti. Neytendamál, málefni húseigenda, sjávarútvegsmál, stjórnmál og margt fleira verður í brennidepli. FRÉTTIR, SPJALL OG SPORT!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.