Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 23 ÍHVERJU felst það að verða fulltíðamanneskja? Þótt eflaust megi lengi deilaum það, held ég að flestir geti verið sam-mála um að í því felist ákveðið frelsi ogum leið ábyrgð á eigin gerðum. Það er einnig fremur óumdeilt að það sem hvað mestu ræður um þessar gerðir þegar upp er staðið er það veganesti sem fólk er útbúið með að heim- an, áður en hin ævintýralega gönguför um fjöll og dali mannsævinnar hefst fyrir alvöru. Eitt af því sem tilheyrir páskum eru ferm- ingar. Vítt og breitt um landið láta misjafnlega vaxin og hormónavædd ungmenni það yfir sig ganga að klæðast drifhvítum englabúningi og sitja, standa og krjúpa samkvæmt fyrirmælum í kirkjum landsins eina dag- stund í þeim opinbera til- gangi að staðfesta sjálf og ein að þau séu kristin líkt og foreldrar þeirra. Miðað við almennt trúarlíf Íslendinga er vart hægt að segja að í slíkri staðfestingu felist umfangsmikil skuld- binding. Athöfnin sjálf er auðvitað aðeins myndbirt- ing afar mikilvægra þáttaskila í lífi fólks sem ekki hafa endilega mikið með trúmál að gera. Hún er táknræn útskrift frá leikskóla bernsk- unnar og felur meðal annars í sér formlega við- urkenningu á því að barnið sé um það bil að verða fullgildur þjóðfélagsþegn. Fermingin táknar á vissan hátt lok bernskunnar með in- dælu andvaraleysi sínu og sakleysi. Táningsárin sem blasa við um fermingu eru auðvitað ekki síður en bernskan mikilvæg mót- unarár í lífi hverrar manneskju. Á þeim árum reynir í fyrsta sinn á það hvernig til hefur tek- ist með þá uppeldislegu forritun sem átt hefur sér stað fyrir þann tíma. Táningurinn lendir HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Endimörk uppeldisins óhjákvæmilega í aðstæðum og samskiptum sem foreldrarnir eiga enga aðild að og verður þá að treysta á eigin þekkingu og dómgreind er kemur að úrræðum og ákvörðunum. Í vissum skilningi má því segja að fermingin marki endimörk uppeldisins, eða sé einhvers konar táknrænn lokapunktur þess. Augljóslega er fermingin mikilvæg fyrir fermingarbarnið sem stendur á þröskuldi sjálf- stæðis. Þó er fermingin ef til vill enn mikilvæg- ari fyrir foreldrana sem verða nú að horfast í augu við það, að mikilvægasta og besta tæki- færið til að nesta barn sitt fyrir lífsreisuna sé hérmeð horfið og í besta falli hægt að bregðast við aðsteðjandi vanda og vafamálum héðan í frá að því marki sem ungmennið kýs. Margt for- eldrið uppgötvar á þeim árum sem í hönd fara að það hefði betur lagt meiri rækt við börn sín en raun ber vitni, meðan þess var enn kostur. Í því ljósi er áhugavert að velta því fyrir sér hvort við sem fyllum flokk foreldra íhugum nokkurn tíma nógu vandlega hvernig við sinn- um þeim áralanga fermingarundirbúningi sem ekki er í höndum presta eða borgaralegra fermingarfræðara og heitir einfaldlega uppeldi. Hvernig eru blessaðir englarnir okkar með fílapenslana í stakk búnir til að takast á við lífið sem sjálfstætt fólk þegar skjannahvíti kyrtill- inn er kominn í þvott og fermingarpeningarnir í kassann hjá öflugum verslunareigendum? Sú spurning verður stundum býsna áleitin og því miður fullseint að velta henni fyrir sér eftir að gestirnir eru farnir úr fermingarveislunni. Í raun ætti að gera það að skyldu nýbakaðra foreldra að sækja eins og eina fermingarmessu um það leyti er þeir skíra barn sitt, til að festa þeim þá þegar í minni hve stuttan tíma þeir hafa til að búa yndið sitt undir að verða fulltíða manneskja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.