Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ H IN frjósama velvild: Um samskipti Jóhanns Jóns- sonar og Jóns Leifs nefnist grein eftir Árna Heimi Ing- ólfsson í hausthefti Skírnis 2001. Fyrirsögnin vakti strax athygli mína því að ég minnist þess að hafa heyrt Jón Leifs ræða um lög sín við ljóð Jó- hanns Jónssonar og einnig það að hann harm- aði að hafa ekki samið fleiri lög við ljóð og kenndi um tímaleysi vegna annarra verkefna. Þekktust eru lög Jóns við ljóð Jóhanns, Vögguvísu og Máninn líður, samin í Þýska- landi á árunum 1929–30. Eins og Árni Heimir bendir á hafa lögin verið meðal þekktari verka tónskáldsins, sér- staklega lagið við Vögguvísuna, „sem hefur notið mun meiri hylli en almennt gengur og gerist um verk Jóns“. Áður óþekkt bréf og póstkort Jóhanns til Jóns auk afrita Jóns af bréfum til Jóhanns eru tilefni rit- gerðar Árna Heimis en heimildum um Jóhann Jónsson hefur sem kunnugt er fjölgað á und- anförnum árum. Það kemur ekki á óvart að Jóhann Jónsson mun hafa haft næmt tóneyra. Honum var um- hugað um tónræna eiginleika ljóða sinna eins og Árni Heimir skrifar og hann gleymir ekki að minna á hve góður upplesari Jóhann þótti. Jóhann og Jón náðu vel saman, enda við- horf þeirra til lífs og listar lík og Jóhann vildi gera hlut Jóns sem mestan. Á það skyggði að vísu þverúð Jóns sem loddi við hann og kom sér stundum illa á ferlinum. Halldór Laxness sá um útgáfu Kvæða og ritgerða Jóhanns, 1952. Þar er frægast kvæð- ið Söknuður um dagana sem glata lit sínum og skáldið spyr hvar? Einnig eru þar önnur merk kvæði, m. a. Vögguvísa sem í upphaflegri gerð hljóðar svo: Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir alt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir alt. Það þarf ekki að lesa lengi í JóhanniJónssyni til að gera sér grein fyrirhinu tónræna, áherslunni sem skáldiðleggur á hrynjandi og hljóm. Þessi einkenni eru meða helstu töfra ljóða hans, ekki síst í Söknuði. Jón Leifs átti það til að breyta texta Jó- hanns eins og hann taldi henta best fyrir laga- smíð sína. Þetta féll ekki alltaf Jóhanni í geð og varpaði það ásamt ýmsu öðru skugga á vin- áttu þeirra. Það eru þýsku gerðirnar, t. d. á Máninn líður með breytingum Jóns sem reyna á vináttuna, Mánavísan í „endurbót- inni“ er orðin afleitur skáldskapur að mati Jó- hanns. Jóhann fær tilefni til að tjá sig um Wagner í því sambandi, talar um „kveðskap“ Richards Wagners sem „viðurstygð er hverju sæmilega hreinu eyra!“ Jón gerði breytingar á íslenska frumtext- anum, eftirfarandi líklega án vitundar Jó- hanns: „Skuggar fölir hljótt yfir hjarnið sveima./Gaman er um gleymda gæfu að dreyma“. Máninn líður er eins og Vögguvísa fallegur og einfaldur skáldskapur, með því eft- irminnilegasta eftir Jóhann: Máninn líður. Dauðinn ríður. Skuggar gráir hljótt yfir hjarnið sveima. Gaman er um gæfu horfna að dreyma. Máninn líður. Aftur á móti eru önnur mál sárari milli þeirra vinanna. Ljóð sem Jóhann orti til Annie, konu Jóns, vekur tortryggni. Sömu- leiðis er skeytingarleysi Jóns um veikindi Jó- hanns og jafnvel efasemdir hans um þau af hinu illa, en Jón átti það til að hrinda vinum sínum frá sér með kuldalegri framkomu og einsýni. Þetta rifjar Árni Heimir upp og ýmislegt fleira sem varpar ljósi á tónskáldið. Mest er þó um vert hve náið samband tónskálds og skálds hefur verið eins og fram kemur í bréf- unum. Þau eru staðfesting. Jóhann Jósson vildi veg Jóns sem mestan. Um velvildina og samheldnina skrifar hann í bréfi til Jóns: „Ég veit nú ekki, hvernig yður er farið í þessu efni, en af mér er það að segja, að ég líð svo árum skiptir af vinaleysi og einstæðings- skap. Þér afsakið þessa opinskáu játningu, ég er að öllum jafnaði ekki nærgöngull við aðra um raunir mínar. En hafið þér ekki sjálfur reynt nægilega mikið af einhverju svipuðu til þess að geta skilið þessi harmkvæli mín? Raunar hefur vinina ekki skort hjá mér, yf- irborðsvini, eins og við eigum þá allir. En ég á við hina andlegu frændsemi, ég á við þessa frjósömu velvild skyldra sálna, sem öllu sönnu andlegu lífi er svo nauðsynleg, ef það á að ná nokkrum verulegum þroska.“ Að síðustu er það Jón Leifs sem yfirmoldum Jóhanns biður skáldið fyr-irgefningar fyrir hönd þjóðar þeirra:„Ísland biður þig og þína buguðu samherja fyrirgefningar. – Vor alda gamla neyð, líkamleg og andleg hungursneyð, teygir arma sína fram í nútímann og eyðir enn list- rænum frjóöngum Íslands, lætur þá deyja, áð- ur en þeir fá borið sína bestu ávexti. Vjer Ís- lendingar höfum ekki lært að sigra þá neyð að fullu. Þess vegna varð líf þitt aðeins hálft líf við sársauka, skort og vonbrigði.“ Og hann vitnar í Vögguvísuna: „Við höfum vakað nóg./ Værðar þú njóta skalt.“ Aftur á móti má segja að þegar Jóhann Jónsson lést úr berklum úti í Þýskalandi hafi hann einmitt ekki vakað nóg. Óunnin verk biðu og enginn tími var til stefnu. Hann gerðist engu að síður brautryðjandi í skáldskap og lærimeistari annarra skálda. Auk fyrrnefndra ljóða má bæta við ómet- anlegum ljóðum í íslenskum nútímaskáldskap, til að mynda ljóðum eins og Haust, Hvað er klukkan, Landslag og Vindur um nótt. Minna má enn á ný á orð Halldórs Laxness í formála Kvæða og ritgerða: „ ... harpan er í kvæðum þessum svo lágstilt og slegin svo mjúklega að næsta stigið er þögn; það er að minsta kosti ekki hægt að komast nær þögn- inni, og vera þó kvæði.“ Skuggar sveima yfir hjarnið AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is JÓN LEIFS OG JÓHANN JÓNSSON náðu vel saman, enda viðhorf þeirra til lífs og listar lík og Jó- hann vildi gera hlut Jóns sem mestan. Á það skyggði að vísu þverúð Jóns sem loddi við hann og kom sér stundum illa á ferlinum. Í síðustu viku nefndi éghversu ótrúlega raun-sætt listform banda-rískar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eru og þá í tengslum við ástina og sam- skipti kynjanna. Hinn skáld- aði heimur og hinn raun- verulegi heimur eru líkir á mun fleiri sviðum og virðist áhugasvið fólks gjarnan svipað hvað skáldskap og raunveruleika varðar. Vin- sældir sjónvarpsþátta og kvikmynda um réttarhöld og lögfræðinga (svokölluð ,,réttarsals-drama“) eru óumdeilanlegar og það sama verður sagt um fréttir á þessu sviði. Eitt stærsta málið í fréttum seinni hluta vetrar hér á San Francisco- svæðinu hafa verið rétt- arhöld þar sem miðaldra hjón eru kærð fyrir mann- dráp vegna þess að hund- urinn þeirra drap nágranna þeirra. Efnisatriði málsins eru með nokkrum ólíkindum og raun það sápuóper- ukennd að ef þetta væri ,,réttarsals-drama“ yrði það líklega gagnrýnt fyrir að vera of ótrúverðugt. En slík gagnrýni á víst ekki við í raunveruleikanum og hefur málið valdið svo miklu fjöl- miðlafári að færa þurfti réttarhöldin til Los Angeles til að losna undan ágangi fjölmiðla og annarra áhuga- samra. Réttarhöldin fóru samt fram fyrir algjörlega opnum tjöldum og fólk fylgdist spennt með, rétt eins og um væri að ræða íþróttakeppni, hver með sína uppáhaldsleikmenn og óskaleikslok í huga. Málsatvik eru þau að hjónin Marjorie Knoller og Robert Noel bjuggu í fjöl- býlishúsi á sömu hæð og Dianne Whipple og ástkona hennar Sharon Smith. Hjónin áttu nokkra hunda sem voru þjálfaðir til að drepa fólk og réðst einn þeirra á Whipple á gang- inum fyrir utan íbúðina hennar með þeim afleið- ingum að hún lést. Hjónin, sem eru lögfræðingar, höfðu tekið hundanna að sér eftir að eigendur þeirra (skjól- stæðingar hjónanna) fóru í fangelsi fyrir morð. Kom í ljós að umræddir náungar sátu ekki auðum höndum í fangelsinu en stýrðu þaðan umfangsmikilli (dráps) hundarækt og -þjálfun fyrir mexíkönsku mafíuna, með aðstoð ýmissa utan veggja fangelsisins – þar á meðal hjónanna. Réttarhöldin voru einn stór skrípaleikur. Hjónin komu illa fyrir, fengu litla samúð fjölmiðla og almenn- ings, en helstu mistök þeirra að mati fréttaskýr- enda var að ráða gamla vin- konu sína Nedru Ruiz sem verjanda sinn. Ruiz er lög- fræðingur sem hefur lítið sést í réttarsalnum, en eftir þessi réttarhöld er talið ljóst að hún geti lagt laga- bækurnar alfarið á hilluna. Hún er líka menntuð leik- kona, sást heldur ekki mikið á fjölunum, en leiktilburðir hennar fengu að njóta sín allt frá fyrsta degi rétt- arhaldanna þegar hún fór niður á fjóra fætur og lék árásina. Þótti frekar ósmekklegt en fjölmiðlarnir átu þetta allt saman upp og daginn eftir var Ruiz í hundastellingu á forsíðum allra dagblaða hér á svæð- inu. Ruiz lét eins og brjál- æðingur öll réttarhöldin. Hún grætti Smith, kærustu Whipple, í vitnaleiðslunum þegar hún sagði að ef Smith hefði haft rænu á því að leggja fram formlega kvört- un vegna hundanna þá væri Whipple á lífi í dag. ,,Það er því alveg eins þú sem berð ábyrgð á dauða hennar, ekki satt?“ sagði Ruiz og Smith brotnaði saman. Þetta þótti afar ósmekklegt líka en komst að sjálfsögðu á allar forsíður. Á lokadegi réttarhaldanna hótaði dóm- arinn að setja Ruiz í fang- elsi fyrir framíköll hennar þegar sækjandi flutti lok- aræðu sína. Tók svo stein- inn úr þegar Ruiz sagði við fjölmiðla á tröppum dóms- hússins að sókn saksóknara- embættisins gegn skjól- stæðingum sínum hefði verið jafnhörð og raun bæri vitni vegna þrýstings hags- munahópa samkynhneigðra. Enn og aftur ósmekklegt og komst náttúrlega á allar forsíður. Dramað var ekki minna saksóknara megin þar sem saksóknarinn Terence Hall- inan, sem hefur augastað á borgarstjórastól San Frans- isco sem losnar á næsta ári, sá í hendi sér gullið tæki- færi til að auka hróður sinn og frægð. Ljóst var að þetta væri ,,stærsta“ málið á ferli hans og að framtíð hans ylti á því að allt gengi vel. Jim Hammer, lögfræðingur á skrifstofu saksóknara og að- alsækjandi málsins, átti líka hagsmuna að gæta því hann eygir embætti saksóknara (sem kosið er í af almenn- ingi) fari svo að Hallinan komist til æðstu metorða í borginni. Hammer er því búinn að vera duglegur að dansa fyrir framan mynda- vélarnar og hefur fyrir bragðið fengið viðurnefnið Hollywood-Hammer. Senu- þjófurinn hefur hins vegar verið Kimberly Newsom, lögfræðingur á skrifstofu saksóknara og fyrrverandi tískumódel. Hún er svaka- lega falleg og klár, fjölmiðl- arnir elska hana og vilja miklu frekar fá hana í viðtöl en Hallinan og Hammer, en það pirrar þá náttúrlega óendanlega. Þar að auki er hún nýgift lögfræðingi að nafni Gavin Newsom en hann er einn af hugs- anlegum keppinautum Hall- inan um borgarstjórastól- inn… Öfundsýki Hammer og Hallinan í garð hennar hefur verið nokkuð áberandi (hún fær ekki að spyrja áhugaverðu vitnin, situr til hliðar á blaðamanna- fundum) og hún á samúð fjölmiðla fyrir vikið, er reyndar að hugsa um að flytja sig frá skrifstofu sak- sóknara yfir í dóms- málaráðuneytið eftir öll þessi ósköp, blessunin. Nú, en hvernig fór málið? Kviðdómur (þess má geta að meðlimir kviðdómsins hafa flestir fengið sínar 15 mínútur og hafa úttalað sig um málið í blöðum, útvarpi og sjónvarpi), fann hjónin sek. San Francisco Chro- nicle kvaddi málið í leiðara með þeim orðum að loksins væru þessi fáránlegu rétt- arhöld á enda. Samt hlýtur blaðið a) að sjá sinn þátt (þátt fjölmiðla) í því að rétt- arhöldin voru slíkur skrípa- leikur og b) að kveðja þessa endalausu uppsprettu for- síðufrétta með einhverjum trega. Maður þarf greinilega ekki að spyrja sig hvaðan Hollywood fær hugmynd- irnar. Stundum er raun- veruleikinn samt svo skrýt- inn að það þyrfti að tóna hann niður til að gera hann að trúverðugum skáldskap. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Golli Ótrúverðugur raunveruleiki bab@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.