Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÓTETTAN Jesu, meine Freude eftir Johann Sebastian Bach er meðal glæsilegustu kirkjuverka meistarans og eitt snjallasta dæmið um tækni hans og sterka tilfinningu fyrir form- skipan. Verkið er í ellefu köflum og segja má að form þess sé samhverft. Verkið hefst og því lýkur á sálma- laginu Jesu, meine Freude. Annar og tíundi þátturinn eru skyldir að efni og innþættirnir eru með ýmsum hætti unnir á sama veg en miðþátturinn, sá sjötti, möndulás verksins, er fúga. Einn fegursti þáttur verksins, Gute Nacht nr. 9, er að formi til kóralfor- spil, þ.e. að sópranraddirnar (I. og II.) og tenórinn flytja sjálfstæða tón- smíð en altröddin flytur sálmalagið með 6 til 8 takta hvíldum, þetta er vinnuaðferð sem Bach leikur sér oft- lega með á ótrúlega glæsilegan máta. Verkið var í heild mjög vel sungið, svolítið jafnt í áferð, t.d. hefði fúgan mátt vera skarpari og innkomur stefsins og melismalínurnar skýrari. Þarna er um smekksatriði að ræða, en einna fegurst sungnu þættir verksins voru þar sem sálmurinn kom fram í breytilegum myndum og sérstaklega Gute Nacht-þátturinn, er var sérlega fagurlega sunginn. Sem hvíldarstund fyrir kórinn lék Lára Bryndís Eggertsdóttir sálmfor- leikinn O Mensch, bewein’ dein’ Sünde gross (BWV 622). Af leik hennar er ljóst, að þar fer efnilegur orgelleikari en hún hyggur á fram- haldsnám erlendis á vetri komanda. Lokaverk tónleikanna var messa eftir Igor Stravínskí, verk sem hann ætlaði til nota við guðsþjónustur, nokkuð sem ekki gekk eftir, því þrátt fyrir einfaldleika tónmálsins og skýr- leika varðandi meðferð textans er það í heild erfitt hvað snertir tónskip- an. Tónmálið í Credo-kaflanum, trúarjátningunni, minnir á messu- söng í rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni, þar sem textinn er sunginn lengi á sama tóni, og er þessi sér- stæði kafli nánast eins og tónles, sem flytja á nær því án undantekninga veikt (p). Í heild var verkið vel flutt en helst til á látlausan máta hvað snertir hrynskipan og styrkleika- breytingar. Sama má segja um ein- söngsatriðin, sem voru sungin af Sig- ríði Gröndal og Maríu Mjöll Jóns- dóttur, er fóru vel með sitt en karl- einsöngvararnir voru hins vegar í veikara lagi og vantaði mikið á að söngur þeirra lifnaði. Hljóðfæraleik- urinn var mjög vel útfærður og hall- aði aldrei á kórinn í styrk en Stra- vínskí var mjög snjall í að rita þannig fyrir hljóðfæri, að varla þurfti að merkja styrkleika. Það sem á vantaði í messu Stravínskís stafaði ef til vill af reynsluleysi kórs og stjórnanda í að flytja tónlist eftir hann, en tónlist Stravínskís er sérstæð, hrynhvöss og jafnvel köld en glæsileg og djörf. Þetta vantaði að nokkru í þessa sér- stæðu messu, sem að öðru leyti var fallega flutt. Messur tveggja tíma TÓNLIST Langholtskirkja Kór Langholtskirkju, tvöfaldur blásara- kvintett og Lára Bryndís Eggertsdóttir fluttu verk eftir J.S. Bach og Stravínskí. Stjórnandi Jón Stefánsson. Föstudaginn 29. mars. Kórtónleikar Jón Ásgeirsson UNGUR maður (Hilmir Snær Guðnason), gengur um íbúðina sína, þrífur og snurfusar, hagræðir hlut- unum. Hann er huggulegur og snyrtilegur. Segist heita Jóhann eins og pabbi hans, og föðurbróðir hans reyndar líka. Það hljóti að hafa valdið misskilningi. Allt virðist í jafnvægi – uns síminn hringir. Við komumst að því að heimili hans er einnig gisti- heimili og hann svarar að því miður sé allt fullt þótt ekkert lífsmark sé sjáanlegt í húsinu annað en vertinn. Síðan hringir dyrabjallan og Jóhann skríður í felur. Jóhann Jóhannsson á í alvarlegri tilvistarkreppu. Hans heimur er agn- arlítill og brothættur. Pabbi hans ný- látinn og móðirin dó frá drengnum ungum. Eftir föðurmissinn virðist Jó- hann ekki geta staðið á eigin fótum, allt utanaðkomandi álítur hann meiri og minni ógn við örveröldina innan veggja gistiheimilisins, – sem voru svo þykkir og traustir á meðan pabbi lifði. Maðurinn sem knýr dyra er eig- andi City hótels, sem er við hlið gisti- heimilisins, hann vill kaupa og stækka við sig en fær enn eitt afsvar- ið frá Jóhanni. Skömmu síðar fær Jó- hann aðra utanaðkomandi truflun. Að þessu sinni af völdum dálítið ryk- aðrar starfsstúlku á City (Margrét Vilhjálmsdóttir). Hún fær að sofa úr sér í rúminu hans. Litlu síðar sér hann að Finnur (Stefán Eiríksson), níu ára strákur og nágranni hans, verður fyrir áreitni af félögum sínum. Jóhann skakkar leikinn og býður Finni inn til sín. Finnur er einnig ein- mana strá í lífsbaráttunni, í skjóllitlu fóstri hjá ömmu sinni (Kristbjörg Kjeld), sem er illa aflögufær í flestum skilningi. Finnur sofnar innan skamms í herbergiskytru Jóhanns, sem þá fyrst virðist líða vel. Herra síns vígirta dvergríkis þar sem þegn- arnir sofa. Hvað er eiginlega í gangi? Ekkert ofbeldi, kynlíf né hávaðasamar per- sónur, þetta gamalkunna umhverfi sem hellist yfir mann í nánast hverri einustu mynd í dag. Þremenningarn- ir ungu sem standa að baki Reykjavík Guesthouse, Unnur Ösp, Björn og Bjarki, eiga heiður skilinn fyrir hug- rekkið að bjóða ráðandi tískustefnum kvikmynda samtímans byrginn og leggjast ótrauð til sunds á móti straumþunganum. Reykjavík Guest- house er ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk, en hiklaust frumkvæði hennar og þeir fersku vindar sem blása um efni, vinnu og efnistök hafa vinninginn þegar upp er staðið. Söguþráðurinn gerir ekki bet- ur en að duga í langa kvikmynd, hef- ur sennilega hlaupið um of í klippi- borðinu, líkt og sjá má í óglöggri tilvist gestanna (Kjartan Guðjónsson og Brynhildur Guðjónsdóttir), og að- eins meiri húmor hefði ekki skaðað. Þá geldur myndin þess að hafa ekki verið blásin upp en er sýnd af bandi. Hvað sem því líður tekst höfund- unum að skapa skýrt mótaðar, bráð- lifandi persónur í sínum eigin, af- markaða heimi. Það ber ekki mikið á því að um nýgræðinga sé að ræða í kvikmyndagerð, enda sagan sterk, svo langt sem hún nær; kvikmynda- tökumaðurinn vanur, en fyrst og fremst eru ofurviðkvæmar persón- urnar í öruggum höndum valin- kunnra listamanna á leiklistarsvið- inu. Hilmir Snær veltir upp enn einni, vel skapaðri persónunni. Jóhann er af öðrum toga en Pétur í Englunum, þótt báðir eigi við geðræn vandamál að stríða. Jóhann þjáist af fælni en hefur einnig staðnað í þroska, sem sýnir sig best í samskiptum hans við hinn 9 ára gamla Finn, sem hann ger- ir að trúnaðarvini sínum. Finnur er, þrátt fyrir ungan aldur, styrkur og trúverðugur í meðförum hins óreynda Stefáns Eiríkssonar, sem bæði er sjarmerandi strákur og með ósvikna meðfædda leikhæfileika, svo vel skilur hann og túlkar snúið hlut- verk Finns sem þrátt fyrir æsku sína, verður að að vissu leyti stjórnandinn í samskiptum þeirra Jóhanns. Skynjar að þau eru ekki alveg einsog þau ættu að vera, er þakklátur en á varðbergi. Kristbjörg Kjeld hittir í mark með túlkun sinni á konu sem gerir sér grein fyrir því að lífshlaupið hefur verið henni sem öðrum, samfelld von- brigði. Guðsvolaður einstæðingur og tæpast manneskja til að ala önn fyrir sjálfri sér, hvað þá dóttursyninum sem hvílir sem kross á hennar veik- burða herðum. Pétur Einarsson, ann- ar af okkar bestu skapgerðarleikur- um (sem eins og Kristbjörg, eflist við hverja raun), fer listilega með lítið hlutverk kaupmannsins á horninu; gerir hann að ómissandi hluta af heildarmyndinni. Eina persónan sem er dálítið í lausu lofti (e.t.v. sökum af- káralegrar upphafskynningar), er gengilbeinan á City hótel, enn ein einmana sálin, en leikur Margrétar er óaðfinnanlegur, ef undan er skilið að hún er ekki trúverðug sem drukk- in og ósofin. Áhorfandinn verður virkur þátt- takandi í þessum litla heimi Ránar- götunnar og stillist fyrirhafnarlítið inn á þá óræðu bylgjulengd sem þar ræður ríkjum. Er síðan skilinn eftir í þungum þönkum yfir örlögum sögu- persónanna í endinn. KVIKMYNDIR Háskólabíó, Smárabíó Leikstjórar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Björn Thors. Handrit: Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Björn Thors og Börkur Sigþórs- son. Kvikmyndatökustjóri: Börkur Sig- þórsson. Tónlist: Daníel Bjarnason. Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir. Leik- mynd og búningar: Sigrún Birta Þrast- ardóttir. Aðalleikendur: Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Stefán Eiríksson, Kjartan Guðjónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Pétur Einarsson. Sýningartími 80 mín. Réttur dagsins. Ísland 2002. REYKJAVÍK GUESTHOUSE  Vanmegna persónur í viðsjálum heimi „Ferskir vindar blása um efni, vinnu og efnistök,“ segir Sæbjörn Valdi- marsson í dómi um nýja íslenska kvikmynd Reykjavík Guesthouse. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.