Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
31. marz 1992: „Öryggishags-
munir Íslands og breytt staða
vegna þróunarinnar und-
anfarin misseri eru til umfjöll-
unar í skýrslu um utanrík-
ismál, sem utanríkisráðherra
hefur lagt fram á Alþingi. Þar
segir m.a.: „Á eftirstríðs-
árunum hefur íslenzka þjóðin
notið öryggis, stöðugleika og
velmegunar sem aldrei fyrr.
Tekizt hefur að standa vörð
um sjálfstæði landsins og ná
fram mikilvægum mark-
miðum í samskiptum við aðr-
ar þjóðir. Staða Íslands í ver-
öldinni hefur verið örugg og
traust.
Breyttar aðstæður í al-
þjóðamálum, ekki sízt í Evr-
ópu norðanverðri og aust-
anverðri, munu að öllum
líkindum hafa djúpstæð áhrif
á stöðu landsins í framtíðinni.
Af þeim sökum er óhjá-
kvæmilegt, að stjórnvöld beiti
sér á næstunni fyrir ítarlegu
endurmati á veigamiklum
þáttum utanríkisstefnunnar.“
. . . . . . . . . .
31. marz 1982: „Ráðherrar í
ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sens sýnast einbeita sér að
öllu öðru en því, sem er raun-
verulegt hlutverk stjórnmála-
manna. Ráðherrarnir sinna
ekki öðru en fyrirgreiðslu og
ákvörðunum frá degi til dags,
annaðhvort vegna innbyrðis
ágreinings í ríkisstjórninni,
innan stjórnarflokkanna eða
milli þeirra þingmanna, sem
ríkisstjórnina styðja. Ráð-
herrarnir eru orðnir kolfastir
í eigin feni og allur þeirra
kraftur fer í að sinna vanda-
málum, sem eiga rætur að
rekja til stjórnarsamstarfsins
sjálfs. Ráðherrarnir láta með
öllu undir höfuð leggjast að
skýra höfuðdrættina í þjóð-
arbúskapnum, þróun efna-
hagsmála, framtíðarverkefni
og markmið.“
. . . . . . . . . .
30. marz 1972: „Bandaríkja-
stjórn hefur fyrir sitt leyti
lýst sig reiðubúna til þess að
standa straum af kostnaði við
lengingu flugbrautar á Kefla-
víkurflugvelli og aðrar end-
urbætur. Í fréttatilkynningu,
sem Morgunblaðið birti í gær,
segir m.a.: „Ákvörðunin um
að fallast á ofangreindar
framkvæmdir byggist á þeirri
skoðun ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna að lenging þver-
brautarinnar og bætt aðstaða
fyrir flugvélar varnarliðsins
sé hagsmunamál bæði hvað
snertir flugöryggi og varn-
armátt Atlantshafs-
bandalagsins.“
Í fréttatilkynningu Banda-
ríkjastjórnar kemur fram, að
framkvæmdir þessar geti haf-
izt innan tíðar, ef samþykki ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar
liggi fyrir. Í viðtali við Morg-
unblaðið í gær lýsti utanrík-
isráðherra því yfir, að rík-
isstjórnin mundi taka þessa
ákvörðun fljótlega eftir
páska. Hennar verður beðið
með eftirvæntingu. Annað
helzta málgagn ríkisstjórn-
arinnar, Þjóðviljinn, lýsti því
yfir í gær, að tilboð Banda-
ríkjastjórnar væri „ógeðfellt“.
Hins vegar birti málgagn ut-
anríkisráðherra fréttina undir
fyrirsögninni: „Bandaríkin
samþykkja brautina“, en fellir
niður meginefni frétta-
tilkynningarinnar. Engum
getum skal að því leitt, hvort
þessi mismunandi viðbrögð
stjórnarblaðanna bendi til
þess, að ágreiningur verði um
málið innan ríkisstjórn-
arinnar. Það kemur í ljós eftir
páska.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KRISTUR LIFIR!
Á undanförnum dögum hefur písl-arsögu Jesú Krists verið miðlaðog minnzt með ýmsum hætti; með
guðsþjónustuhaldi, upplestri og tónlist-
arflutningi í kirkjum landsins, með
bæna- og „píslargöngum“ og þannig
mætti áfram telja. Píslarsagan segir frá
ofsóknum á hendur Kristi og fylgismönn-
um hans, hvernig hann var tekinn og
dæmdur sem loddari, ásakaður um að
vera ekki sá sem hann sagðist vera, Guðs
sonur. Píslarsagan segir frá því hvernig
hann var aflífaður eins og glæpamaður á
föstudaginn langa og hvernig fylgismenn
Jesú misstu vonina og afneituðu honum
jafnvel.
Píslarsagan segir þannig frá upphafi
þess mótlætis, sem Kristur og fylgjendur
hans hafa oft mátt þola. Á fyrstu öldum
kristni sætti kirkjan oft ofsóknum. Síðar
meir gekk ríkisvaldið í lið með kristninni
víðast hvar í Evrópu, sem styrkti vissu-
lega stöðu hennar á ýmsan hátt. En allt
fram á daginn í dag hefur það þó öðrum
þræði unnið gegn tiltrú manna á kirkj-
unni að þjónar hennar eru breyzkir
menn, sem stundum hafa misnotað guðs-
orðið í pólitískum tilgangi eða persónu-
legum. Það hefur líka hent aftur og aftur
í aldanna rás að pólitískir lýðskrumarar
hafa notað kirkju og kristni til að rétt-
læta grimmdar- og ofbeldisverk af ýmsu
tagi og er þar nærtækast að minnast
hryðjuverka og þjóðernisátaka á Írlandi
og Balkanskaga.
Á 20. öldinni spruttu upp voldug ríki,
byggð á pólitískri hugmyndafræði sem
afneitaði kristninni og trúarbrögðum yf-
irleitt en setti „vísindalegar“ kennisetn-
ingar alráðra stjórnmálaflokka í staðinn.
Í nafni nazisma og kommúnisma voru
kristnir menn enn á ný ofsóttir.
Á seinni áratugum hefur það færzt í
vöxt á Vesturlöndum að menn tefli skyn-
semi og vísindum fram gegn kristninni,
þótt fæstar séu þær tilraunir jafnógeð-
felldar og mannfjandsamlegar og þeirra
Stalíns og Hitlers. Margir virðast eiga
erfitt með að sætta sig við að til sé afl
æðra manninum, sannindi sem ekki séu
af þessum heimi. Þannig eru þeir til enn í
dag, rétt eins og fyrir tvö þúsund árum,
sem draga í efa að Kristur sé sá sem hann
sagðist vera, sonur Guðs, lausnari lífs
okkar, ljós heimsins. Í ræðu og riti hafa
menn rætt „dauða Guðs“ fram og aftur
allt fram á þennan dag.
En hví ættum við að leita hins lifanda
meðal hinna dauðu, svo notuð séu orð
englanna sem mættu konunum er komu
að vitja grafhvelfingar Krists eftir kross-
festinguna? Í dag, á páskadag, minnumst
við þess atburðar, sem sannaði fyrir
fyrstu fylgismönnum Krists að hann væri
sá, sem hann sagðist vera. Hann var ekki
í gröfinni, hann var upprisinn. Maðurinn,
sem hafði verið fjötraður, hæddur og
smáður, dæmdur og loks tekinn af lífi og
greftraður, reis upp frá dauðum. Upprisa
hans er enn í dag jafnmikilvæg sönnun
þess fyrir alla kristna menn að Kristur
var Guðs sonur, og jafnframt fyrirheit
um að þeir sem trúa á hann munu öðlast
eilíft líf.
„Ég lifi og þér munuð lifa,“ sagði
Kristur. Fyrirheit upprisunnar um sigur
á dauðanum og eilíft líf er mikilvægasta
uppspretta trúar á Krist. Kærleiksboð-
skapur hans er áfram jafnhreinn og tær
og fyrir tveimur árþúsundum og heldur
áfram að laða þúsundir manna til fylgis
við sig ár hvert. Boðskapur Krists lifir,
fylgjendur hans um allan heim hafa aldr-
ei verið fleiri en í dag. Kristin kirkja hef-
ur aldrei haft fleiri leiðir til að miðla boð-
skap sínum og starf hennar hefur aldrei
verið fjölbreyttara og öflugra en í dag.
Sú hugmynd, skoðun eða trú er vand-
fundin, sem hefur jafnoft verið rengd,
forsmáð og afflutt, herjum og lögreglu
beitt gegn henni og færð gegn henni alls
konar gáfuleg rök – en lifir þó jafngóðu
lífi og trúin á Krist í brjósti hundraða
milljóna manna um allan heim. Hún hef-
ur verið huggun í sorg, leiðarljós í erf-
iðleikum, siðferðileg kjölfesta, innblást-
ur til góðra verka.
Íslendingum hefur trúin á Krist verið
okkar mikilvægasta lífsakkeri og leið-
sögn í meira en þúsund ár. Því breytir
ekkert, þótt menn deili um tengsl ríkis og
kirkju eða þeir séu fyrirferðarmiklir í
umræðunni, sem draga kenningu Krists í
efa.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum
og landsmönnum öllum gleðilegra páska.
E
rlendur Einarsson, forstjóri
Sambands ísl. samvinnu-
félaga í rúmlega þrjá ára-
tugi, sem var jarðsettur sl.
miðvikudag, var hin unga
stjarna í viðskiptalífi okkar
Íslendinga á fyrstu árum
lýðveldisins. Hann vakti at-
hygli kornungur vegna uppbyggingar Samvinnu-
trygginga, sem hann leiddi í upphafi, en þjóð-
arathygli þegar hann var valinn til þess að gegna
starfi forstjóra Sambands ísl. samvinnufélaga 33
ára gamall. Sambandið var þá orðið umfangs-
mesta viðskiptaveldi á Íslandi og átti eftir að efl-
ast mjög í forstjóratíð Erlends. Almannarómur á
þeim tíma taldi það til marks um dirfsku og fram-
sýni Vilhjálms Þórs, þáverandi forstjóra SÍS, að
velja svo ungan mann í þetta veigamikla starf.
Mestan hluta 20. aldarinnar stóðu hörð átök
um Sambandið og samvinnuhreyfinguna yfir-
leitt. Þeir sem þurftu að keppa við samvinnu-
hreyfinguna á vettvangi viðskiptalífsins töldu vit-
laust gefið í upphafi. Samvinnuhreyfingin nyti
pólitísks skjóls frá Framsóknarflokknum langt
umfram það, sem einkaframtakið gæti búizt við
frá Sjálfstæðisflokknum og samvinnuforminu
væri m.a. ætlað að tryggja samvinnufyrirtækj-
unum skattalegt hagræði, sem einkareksturinn
nyti ekki. Á haftaárunum var það útbreidd skoð-
un, sem studd var sterkum rökum, að Sambandið
og fyrirtæki þess fengju helming af öllu, hvort
sem um væri að ræða innflutningsleyfi eða fjár-
festingarleyfi. Af þessum sökum var mikil harka
í átökum á milli samvinnuhreyfingarinnar og
einkarekstrarins. Samband ísl. samvinnufélaga,
kaupfélögin og dótturfyrirtæki þeirra og Sam-
bandsins efldust mjög í forstjóratíð Erlends Ein-
arssonar. Á síðari hluta þess tímabils var sú til-
finning sterk hjá einkarekstrarmönnum, að
Sambandið væri orðið að heimsveldi á íslenzkan
mælikvarða og að hvergi mætti frumkvöðlum
ganga vel í uppbyggingu á nýjum atvinnugrein-
um án þess að Sambandið kæmi til sögunnar og
hæfi samkeppni á því sviði með því ofurvaldi, sem
það réði yfir.
Morgunblaðið, sem á sterkar og djúpar rætur í
verzluninni í landinu hafði jafnan haldið uppi
harðri baráttu við Sambandið og skilgreint það,
sem einokunarveldi. Þessi barátta blaðsins
magnaðist mjög á síðari hluta forstjóratímabils
Erlends Einarssonar og má segja að upp úr hafi
soðið um og upp úr 1980. Þá gagnrýndi Morg-
unblaðið harkalega kaup Sambandsins á frysti-
húsi á Suðureyri við Súgandafjörð og taldi þau
kaup m.a. til marks um að Sambandið stefndi að
því að verða allsráðandi í íslenzku atvinnu- og
viðskiptalífi.
Harkaleg gagnrýni blaðsins leiddi að lokum til
fundar sem ritstjórar Morgunblaðsins áttu með
Erlendi Einarssyni á skrifstofu hans í Sam-
bandshúsinu við Sölvhólsgötu. Ekki verður sagt
að sá fundur hafi verið friðsamlegur. Hann stóð í
fjóra klukkutíma og hófst með tveggja klukku-
tíma hörðum deilum á milli Erlends og ritstjór-
anna. Í þeim átökum kom í ljós að undir fáguðu
og kurteislegu yfirbragði leyndist harðsnúinn
viðskiptajöfur sem gaf ekkert eftir. Viðmælend-
ur Erlends skildu betur þá öflugu uppbyggingu
samvinnuhreyfingarinnar, sem orðið hafði undir
forystu hans, eftir það samtal.
Eftir tveggja klukkutíma harðvítugar deilur
varð að samkomulagi að Erlendur lýsti viðhorf-
um sínum í samtali við Morgunblaðið og fóru síð-
ari tveir klukkutímarnir í að taka það. Viðtalið
birtist hinn 15. september 1981. Þorsteinn Ólafs-
son vék að viðtali þessu í minningargrein um Er-
lend hér í blaðinu sl. miðvikudag og taldi að í því
hefði lífsviðhorf hans komið fram með eftirminni-
legum hætti.
Af sinni hálfu hóf Erlendur Einarsson viðtalið
með þessum orðum: „Ég tel að þessi gagnrýni sé
ákaflega ómakleg enda er hún byggð á tilbúnum
forsendum, sem ekki er fótur fyrir. Satt að segja
finnst mér þetta ljótur leikur hjá Morgunblaðinu
hvernig það stillir þessari gagnrýni upp.“
Ein af spurningum Morgunblaðsins var svo-
hljóðandi:
„Þú telur að Sambandið sé ekki nægilega stórt
og þurfi að auka hlutdeild sína í atvinnulífi lands-
manna. Hefur það aldrei hvarflað að þér sem for-
stjóra þessa mikla viðskiptaveldis, að úti í at-
vinnulífinu er mikill fjöldi einstaklinga, sem hafa
brotizt áfram af miklum dugnaði og með tak-
mörkuð fjárráð, sem eiga í örvæntingarfullri bar-
áttu við þetta mikla veldi? Hefur það aldrei
hvarflað að þér að ýmsir trúnaðarmenn sam-
vinnuhreyfingarinnar hafi ef til vill ekki þroska
og hógværð til þess að beita þessu mikla afli í
samkeppni við þessa einstaklinga? Hefur það
aldrei hvarflað að þér að það geti haft neikvæð
áhrif á svona lítið þjóðfélag að einn aðili verði svo
voldugur í atvinnulífinu, sem Sambandið er orð-
ið?“
Í svari sínu sagði Erlendur m.a.: „Ég tel að
spurningarnar séu byggðar á röngum forsend-
um, en ég hef einmitt verið að sýna fram á í þessu
viðtali, að samvinnuhreyfingin hefur aðeins
fjórðung hlutdeildar í ýmsum höfuðþáttum við-
skiptalífsins. Einkaframtakið hefur því um ¾ í
sinn hlut og við skulum ekki gleyma því að það
hefur sín samtök.
Engu að síður hefur samvinnuhreyfingin mik-
ið vald og stjórnendur hennar líka. Ég er sam-
mála því og tek heilshugar undir það að til að fara
með mikið vald þarf þroska og hógværð. Til að
mynda fer Morgunblaðið með mikið áróðurslegt
vald. Þar á það einnig við að því sé beitt af þroska
og hógværð og e.t.v. ekki sízt af umburðarlyn-
di...Í spurningu blaðsins er því slegið föstu, að
fjöldi einstaklinga í atvinnulífinu eigi í örvænt-
ingarfullri baráttu við veldi Sambandsins. Þetta
er fjarstæðukennd fullyrðing. Mesta samkeppn-
in á sér stað milli einstaklinga innbyrðis vegna
þess að á markaðnum hefur einkareksturinn ¾
hluta. Glöggt dæmi um þetta er að finna nýlega á
Akureyri. Þar urðu einstaklingar í verzlun, sem
höfðu brotizt áfram af dugnaði, að gefast upp eft-
ir að einkaframtakið Hagkaup færði þar út kví-
arnar.“
Í samtali þessu lýsti Erlendur þeirri skoðun,
að ekki væri óeðlilegt að samvinnuhreyfingin
hefði 20–30% hlutdeild í dagvöruverzlun á höf-
uðborgarsvæðinu. Því er ekki að leyna, að þessi
ummæli hafa orðið forsvarsmönnum Morgun-
blaðsins umhugsunarefni seinni árin, þegar einn
og sami aðilinn er kominn með um 60% hlutdeild
á þessu sama svæði.
Um það eru ófá dæmi í sögu Morgunblaðsins
að harðar deilur á milli blaðsins og ákveðinna
einstaklinga hafi leitt til langvarandi vináttu og
trausts. Sú varð raunin í þessu tilviki. Að hluta til
hafði sambandið á milli Morgunblaðsins og Er-
lends Einarssonar verið gott en þau samskipti,
sem hér hefur verið lýst að vísu mjög lauslega,
leiddu til vináttu og trúnaðar, sem stóðu til ævi-
loka Erlends Einarssonar.
Það kom skýrt í ljós, eftir að Erlendur hafði
látið af störfum forstjóra og hallaði undan fæti
hjá Sambandinu. Þá var Morgunblaðið gagnrýnt
harðlega af hálfu margra þeirra, sem lengi höfðu
staðið í baráttu við Sambandið og töldu, að nú
ætti að láta kné fylgja kviði. Afstaða blaðsins var
hins vegar sú, sem kom aftur og aftur fram í rit-
stjórnargreinum, að fall Sambandsins gæti haft
alvarleg áhrif fyrir íslenzkt viðskiptalíf og þess
vegna ættu menn að fara sér hægt.
Sá trúnaður, sem orðið hafði til nokkrum árum
áður og síðar innsiglaður með þessari afstöðu
blaðsins leiddi til þess að bæði Erlendur Ein-
arsson og eftirmaður hans, Guðjón B. Ólafsson,
veittu ritstjórum Morgunblaðsins meiri innsýn í
innri málefni og vandamál Sambandsins á síð-
ustu árum þess, en nokkurn hefði getað órað fyr-
ir í ljósi þeirra gífurlega hörðu átaka, sem verið
höfðu á milli Morgunblaðsins og Sambandsins
mestan hluta 20. aldarinnar. Raunar átti það
einnig við um Sigurð Markússon, sem fékk það
hlutverk í hendur að ljúka viðskiptaumsvifum
Sambands ísl. samvinnufélaga.
Að leiðarlokum vill Morgunblaðið votta minn-
ingu Erlends Einarssonar virðingu sína og send-
ir eiginkonu hans og fjölskyldu samúðarkveðjur
við andlát þessa merka forystumanns í viðskipta-
og atvinnulífi okkar Íslendinga á fyrstu áratug-
um íslenzka lýðveldisins.
Þjóðernisstefna
Morgunblaðsins
Í nýjasta tölublaði
Tímarits Máls og
menningar birtist
grein eftir Katrínu
Jakobsdóttur sem stundar MA-nám við heim-
spekideild Háskóla Íslands. Greinin nefnist Ís-
land í aðalhlutverki – þjóðernisstefna Morgun-
blaðsins. Í grein þessari lýsir höfundur
„þjóðernisstefnu“ á þennan veg: „Þjóðernisstefn-
an er náskyld ættjarðarást en hún byggist á al-
gjörri tryggð við eigin þjóð eða ríki.“
Í ljósi þess að Morgunblaðið hefur sl. hálfa öld
hvað eftir annað verið sakað um sviksemi við
sjálfstæði þjóðarinnar, landráð og að ganga í lið
með landsölumönnum af hálfu vinstrimanna get-
ur blaðið vissulega vel við unað að ungur há-
skólanemi lýsi þjóðernisstefnu blaðsins með
ofangreindum hætti.
Hins vegar gætir grundvallarmisskilnings hjá
hinum unga háskólanema, þegar kemur að því að
Katrín Jakobsdóttir lýsi því hvernig þjóðernis-
stefna Morgunblaðsins birtist henni á síðum
blaðsins.
Í greininni í Tímariti Máls og menningar segir
m.a.: „Fréttin um Alparósarhátíðina er dæmi um
íslenzka þjóðernisstefnu eins og hún birtist í