Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 38

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 38
38 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Vélstjóra vantar Vélstjóra vantar á Sunnu SI 67 sem gerð er út á rækjuveiðar á Flæmingjagrunn. Þarf að hafa 3000 kw réttindi (VFII). Upplýsingar veitir Þórður í síma 891 8399. Einnig má senda upplýsingar um nafn og fyrri störf á netfang thordur@rammi.is . Rafvirkjar óskast Næg vinna framundan Þurfa að geta byrjað fljótlega. Uppl. í símum 557 7132 og 693 0301 Markús og 693 0303 Guðmundur. Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum í 10. bekk 2002. Skilyrði er að umsækjendur hafi kennslu- reynslu í stærðfræði, íslensku, dönsku eða ensku í 10. bekk. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Námsmats- stofnun næstu daga í síma 551 0560 og á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknareyðublöð fást á stofnuninni Suður- götu 39 en einnig er hægt að sækja um á net- inu; slóðin www.namsmat.is . Hjúkrunarfræðingar Vegna sameiningar sérgreina og skipulags- breytinga í tengslum við hana eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á hágæsludeild B7 Fossvogi. Hágæsludeild er nýjung í þjónustu við sjúklinga á LSH. Deildin er 9 rúma deild sem sinnir bráðveikum einstaklingum með margvísleg flókin vandamál og þurfa mikið eftirlit. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu í hjúkrun bráðveikra s.s. af gjörgæslu, hjartadeild eða svæfingu. Leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum sem eru tilbúnir til að taka þátt í uppbyggingu deildarinnar. Upplýsingar veita Anna Sigríður Þórðardóttir, deildarstjóri í síma 525 1586, netfang annasth@landspitali.is og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar í síma 560 1303, netfang gudrakel@landspitali.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Lausar kennarastöður við Menntaskólann að Laugarvatni Við Menntaskólann að Laugarvatni eru eftir- taldar stöður lausar til umsóknar: ● Staða dönsku/íslenskukennara 1/1 staða ● Staða eðlisfræðikennara 1/1 staða ● Staða líffræðikennara 1/1 staða ● Staða stærðfræðikennara 1/1 staða ● Staða íþrótta- og íþróttafræðakennara 1/1 staða Við ML eru starfræktar þrjár námsbrautir, Nátt- úrufræðibraut, Málabraut og Íþróttabraut sem er þriggja ára starfsbraut með skipulögðu fjórða ári til stúdentsprófs. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkissjóðs og KÍ. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2002. Menntaskólinn að Laugarvatni er framhaldsskóli í mikilli þróun og sókn. Unnið er að framtíðarsýn hans og uppbyggingu á öllum sviðum gagnvart nemendum, starfsmönnum og samfélaginu á Laugarvatni. ML er þjónustustofnun í samkeppnisumhverfi. Á Laugarvatni er gott að búa enda er náttúrufegurð mikil, mannlíf gott og öflug menning. Vaxandi fjöldi ungs fjölskyldufólks býr á svæðinu. Samgöngur eru góðar, íþrótta- og útivistaraðstaða einstök, íþróttavöllur, sundlaug, íþróttasalur, tækjasalur, gufubað, stutt í heilsugæslu, banki og pósthús er á staðnum, leikskóli og grunnskóli, verslun og ýmis önnur þjónusta. Á döfinni er sameining þriggja sveitarfélaga sem mun hafa í för með sér hækkað þjónustustig. Vorið 2002 kemur 2Mb háhraðanettenging inn á svæðið með 11Mb hraða innan svæðis. 40 km. eru á Selfoss og 90 km. á Stór-Reykjavíkur- svæðið. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í símum 486 1156 og 861 5110. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar Sumarstörf Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf í sumar: ● Flokksstjóra í Vinnuskóla. ● Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeið. ● Leiðbeinendur í skólagarða. Umsækjendur um þessi störf þurfa að vera 21 árs á árinu (fæddir 1981) hið yngsta. Eftirtalin sumarstörf fyrir aldurshópinn 17—20 ára eru einnig laus til umsóknar: ● Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikja- námskeiðum. ● Störf í sláttu- og viðhaldshópum Vinnuskólans. Umsóknareyðublöð liggja á skrifstofu Vinnuskóla Hafnarfjarðar að Vesturgötu 11, (gamla bæjarútgerðarhúsið) inngangur er á móti bensínstöðinni. Þar verður tekið á móti umsóknum 2.—19. apríl, kl. 12.30—16.30 virka daga. Athugið að hægt er að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is . Allar nánari upplýsingar veittar í síma 565 1899, netf. vinnuskoli  Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði Sumarstörf Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa í garðyrkju. Lágmarksaldur umsækjenda er 17 ár (fæddir 1985). Eftirfarandi störf eru í boði: ● Störf í fegrunarflokki (blómaflokki), sláttuflokki og viðhaldsflokki garðyrkjustjóra. Þá eru einnig til umsóknar eftirtalin störf: ● Fuglagæsla og almenn umsjón með frið- landinu við Ástjörn. ● Umsjón með bonsai garðinum í Hellisgerði. Tekið verður á móti umsóknum í Þjónustumið- stöð Hafnarfjarðar við Hringhellu 9, 2.—19. apríl, kl. 9.00—12.00 og 13.00-16.30 virka daga nema föstudaga til kl. 15.00. Athugið að einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is . Allar nánari upplýsingar veittar í síma 585 5670, netf. boddi@hafnarfjordur.is . Æskulýðs- og tómstundarfulltrúinn í Hafnarfirði. Forstöðumaður Vinnuskólans í Hafnarfirði. Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði. Kennari Á Tálknafirði skiptir þekking höfuðmáli Viltu vinna milljón eða meira? Kennara vantar til almennrar kennslu og kennslu sérgreina í 1.—10. bekk, m.a. samfé- lagsgreina, UT og náttúrufræði. Mögulega einnig kennsla listgreina. Vinnuaðstaða kenn- ara er mjög góð, allgott tölvuver og hljóðver til tungumálakennslu. Kennarar fá fartölvur, sem gefur möguleika á sveigjanlegum vinnu- tíma. Nemendur við skólann eru um 65 í 1.—10. bekk. Samkennsla er allnokkur og eru 7 til 16 nemendur í hverjum hóp/bekk. Flutn- ingsstyrkur og niðurgreitt húsnæði. Tálknafjörður er skjólgóður, lygn og gróðursæll fjörður miðja vegu á milli Bíldudals og Patreksfjarðar. Fjölbreytt mannlíf, gott félagslíf, afar virkur og góður tónlistarskóli, íþróttamannvirki eins og þau gerast best og margt fleira. Í kauptúninu búa um 370 manns. Tálknfirðingar hafa alltaf verið afar lánsamir með presta. Nánari upplýsingar veitir: Ingólfur Kjartansson, skólastjóri, í símum 456 2537, 456 2538 og 897 6872. Kennarar óskast Grunnskóli Raufarhafnar óskar eftir kennur- um fyrir næsta skólaár. Um er að ræða al- menna kennslu á öllum skólastigum. Í skólan- um eru um fimmtíu nemendur en í hverjum bekk eru tveir árgangar (samkennsla). Skólinn er vel búinn tækjum en í honum er gott tölvu- ver og ágæt aðstaða að öllu leyti. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 465 1241 og 862 1241. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Raufarhöfn stendur við austanverða Melrakka- sléttu og eru íbúar þar á þriðja hundrað. Á staðnum er öll helsta þjónusta, m.a. verslun, leikskóli, hótel og íþróttahús með innisund- laug. Fuglalíf er mikið og ennfremur mikil nátt- úrufegurð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.