Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 41

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 41 TILBOÐ / ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í malbikun gatna. Verkið nefnist: Malbikun gatna í Reykjavík 2002. Helstu magntölur eru þessar: Malbikslög 4,5-6 sm þykk: u.þ.b. 58.000 m2 Malbik Y16: u.þ.b. 7.800 t Malbik Y11: u.þ.b. 800 t Malbik U16: u.þ.b. 250 t Áætluð verklok nóvember 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 27. mars 2002 gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. GAT 23/2 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í frágang innanhúss í Klé- bergsskóla. Stjórnunarhluti 1. hæðar viðbyggingar: Innrétting hluta 1. hæðar fyrir skrifstofur skól- ans, ca 230 m2 að gólffleti. Helstu verkþættir: Gólf, léttir veggir, loft, mál- un, innréttingar og lagnakerfi. Niðurrif og endurbætur á eldra húsnæði: Innrétta skal rými fyrir kennslustofur í eldra húsnæði, ca 100 m2 að gólffleti. Helstu verkþættir: Niðurrif, gólf, léttir veggir, loft, málun, innréttingar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 27. mars 2002 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 17. apríl 2002 kl. 11.00 á sama stað. FAS 24/2 ------------------------------------------------------------------ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu, sund- og heilsu- miðstöðvar í Laugardal. Um er að ræða tvo verkkaupa, Reykjavíkurborg og Laugar ehf. Helstu heildarmagntölur eru: Uppgröftur: 41.000 m³ Fleygun: 5.500 m³ Fyllingar: 10.000 m³ Verklok: 31. júlí 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: 10. apríl 2002, kl. 14.00, á sama stað. FAS 19/2 ÚU T B O Ð 12993 — Hönnunarsamkeppni Skrifstofubygging fyrir stjórnarráðið Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd forsætis- ráðuneytisins, býður til opinnar hönnunarsam- keppni um hönnun skrifstofubyggingar fyrir þrjú ráðuneyti á Stjórnarráðsreitnum í Reykja- vík. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Arki- tektafélag Íslands. Byggingin á að rúma þrjú ráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auk sameiginlegra fundarsala og mötuneytis. Gert er ráð fyrir að byggingin verði allt að 4.800 m² á fjórum hæðum ásamt tveggja hæða bíla- kjallara. Samkeppnisgögn verða seld á kr. 2.000 hjá Ríkis- kaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 3. apríl 2002. Skila skal tillögum til Ríkiskaupa, í síðasta lagi miðvikudaginn 19. júní 2002, kl. 16.00. ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * Nýtt í auglýsingu 12988 Sjóflutningur, uppskipun og akstur á ræsarörum. Opnun 10. apríl 2002 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. 13002 Starfsmannahús við Þingvelli. Opn- un 9. apríl 2002 kl. 14.00. Verð útboðs- gagna kr. 3.500. 13003 Leiga á girðingu v/utanríkisráð- herrafundar Atlantshafsbandalags- ins. Opnun 10. apríl 2002 kl. 14.00. Verð útboðsgagna kr. 2.000. 12987 Skálholtsskóli í Biskupstungna- hreppi — Viðbygging. Opnun 15. apríl 2002 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 6.000. 12896 Rammasamningsútboð — Umferð- armerki. Opnun 16. apríl 2002 kl. 14.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. 12996 Sjómannaskólinn — IV áfangi — viðgerðir og endurbætur utanhúss. Opnun 16. apríl 2002 kl. 15.00. Verð út- boðsgagna kr. 8.500. Vettvangsskoðun verður fimmtudaginn 4. apríl kl. 13.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. * 12997 Lyf vegna bólusetninga barna gegn meningókokkasjúkdómi C. Ríkiskaup, fyrir hönd Landlæknisem- bættis/sóttvarnalæknis með hliðsjón af lögum um sóttvarnir nr. 19/1997, óska eftir tilboðum í bóluefni gegn men- ingókokkasjúkdómi C fyrir árið 2002— 2003. Um er að ræða kaup á bóluefnum fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar um land allt. Opnun 14. maí 2002 kl. 11.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með miðviku- deginum 3. apríl. * 12994 Póstflutningar milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir Íslandspóst. Opn- un 9. maí 2002 kl. 11.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með miðvikudeginum 3. apríl. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Laut Samkvæmt 1. mgr 25. gr. og 2. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997 með síðari breytingum er hér með lýst eftir athuga- semdum við tillögu að deiliskipulagi í Laut. Svæðið afmarkast af Ásabraut að norðan, Staðarvör að vestan, Garðhúsatún að sunnan, Dalbraut, Sunnubraut og Hellubraut að austan. Skipulagsuppdráttur, líkan og greinargerð munu liggja frammi til sýnis á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, frá 3. apríl 2002 til 1. maí 2002. Athugasemdum skal skila til bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar fyrir 15. maí 2002 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Grindavíkur. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í málmiðngreinum, netagerð, gull- og silfursmíði, skósmíði, úrsmíði, söðlasmíði, hársnyrtiiðn og snyrtifræði verða haldin í maí og júní 2002, ef næg þátttaka fæst. Sveinspróf í vélvirkjun verða í október 2002. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi og burtfararskírteini með einkunnum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heima- síðu Umsýsluskrifstofu námssamninga og sveinsprófa, veffang: www.uns.is og á skrifstofunni. Leyfisgjald fyrir sveinsbréf er 5.000 kr. Annar kostnaður, s.s. efniskostnaður, er háður hverri iðngrein. Umsýsluskrifstofa námssamninga og sveinsprófa, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4740, bréfsími 562 1774, netfang: uns@uns.is . Auglýsing um afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur á deiliskipulagsáætlunum Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýstar af- greiðslur borgarráðs Reykjavíkur eftir- töldum deiliskipulagsáætlunum. Skúlagötusvæði, stjórnarráðsreitur, deili- skipulag. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 4. september 2001 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lindargötu og Ingólfsstræti. Skipulagsáætlunin var samþykkt með nokkrum breytingum þar sem komið var til móts við athugasemdir sem bárust við kynningu hennar. Athugasemdaaðilum hefur verið send umsögn um athugasemd- irnar og þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni. Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlun- arinnar birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. febrúar sl. Skeifan, Fen, deiliskipulag. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 6. nóvember 2001 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af Suðurlandsbraut, Skeiðavogi, Miklubraut og Grensásvegi. Skipulagsáætlunin var samþykkt með nokkrum breytingum þar sem komið var til móts við athugasemdir sem bárust við kynningu hennar. Athugasemdaaðilum hefur verið send umsögn um athuga- semdirnar og þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni. Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlun- arinnar birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. desember 2001. Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúli 15-27. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 21. ágúst 2001 nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 18-28 við Suðurlandsbraut og 15-27 við Ármúla. Skipulagsáætlunin var samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu. Ein athugasemd barst við kynningu tillögunnar og hefur athuga- semdaaðila verið send umsögn um hana. Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlun- arinnar birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. febrúar 2002. Nánari upplýsingar eða gögn um framan- greindar skipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs að Borgar- túni 3, Reykjavík. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavík, 27. mars 2002. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.