Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 47
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 47
EINU sinni voru tveir litl-ir ungar í eggi. Þar varlítið pláss, svo að þeirvoru í einu hnipri sam-an. Þetta voru tvíbu-
raungar. Einhvern tíma sagði
annar við hinn:
„Heyrðu, bróðir minn sæll,
heldurðu að það sé eitthvað utan
við eggjaskurnina?“
„Það held ég ekki, systir góð;
mikið spyrðu nú heimskulega.“
„Nei, mér datt þetta bara svona
í hug,“ hélt systirin áfram, og
klóraði sér hugsi í kollinum, með
vængstubbinum, sem var kirfi-
lega fastur upp við eggja-
skurnina. „Ég var nefnilega að
vona að ungamamma væri þar.“
„Ungamamma,“ sagði bróð-
irinn hneykslaður. „Það er ekkert
til, sem heitir ungamamma.“
„En svo var ég líka að velta því
fyrir mér hvað við erum orðin
stór. Ég man þegar var nægilega
mikið rúm hérna fyrir okkur
bæði. Þá gátum við farið í eltinga-
leik og synt í eggjahvítunni, hleg-
ið og leikið okkur. En núna getum
við naumast hreyft okkur.“
Og það var satt. Ungarnir voru
allt að því vafðir hvor um annan.
Fóturinn á öðrum þeirra var
flæktur upp við stélið á hinum, og
svo þröngt var orðið, að þeir gátu
varla opnað gogginn til þess að
ræða saman af einhverju viti.
„Veistu það, systir mín góð,“
sagði bróðirinn, „að ég á afar bágt
með að trúa að það sé nokkur fyr-
ir utan eggjaskurnina. Ég held að
þar sé ekkert, bara myrkur, svart
og tómt.“
„Nei, bróðir, ég trúi því að eitt-
hvað mjög fallegt sé utan við
eggjaskurnina, og nú ætla ég að
gogga í hana og athuga hvort ég
get búið til lítið gat!“
„Nei, ekki gera það; ekki gera
það,“ hrópaði bróðirinn, örvænt-
ingarfullur. „Myrkrið, sem er fyr-
ir utan, gæti lekið hingað inn til
okkar, og hvað verður um okkur
þá?“
„Ég er ekkert hrædd við það,
bróðir, enda er ekki pláss fyrir
okkur hérna miklu lengur. Svona,
hjálpaðu mér nú!“
Og systirin byrjaði að gogga í
eggjaskurnina.
Bróðirinn lokaði augunum, og
hélt skelfdur fyrir hlustirnar, með
vængjunum.
„Hættu þessu undir eins, plís,“
sagði hann. En systir hans lét öll
mótmæli sem vind um eyru þjóta
og hélt ótrauð áfram.
„Ég held að það sé að koma
gat,“ sagði hún loks hreykin og
spennt.
„Nei, ekki gera þetta!“ hélt
bróðirinn áfram, nú volandi.
„Nei... hvað sé ég!“ Systirin var
meira en lítið undrandi. „Það er
ekki myrkur þarna úti!“
„Nú? Hvað er það þá,“ spurði
bróðirinn önugur og vantrúaður.
„Það er örugglega ekkert þarna.“
„Ó, jú.“ Það er skjannabirta!
Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt!
Komdu og sjáðu!“
Bróðirinn mjakaði sér hægt
nær opinu og kíkti út. Það var
ekki um að villast. Hvílík birta!
Þau flýttu sér að gogga stærra op
á eggjaskurnina. Þau gogguðu og
gogguðu og gogguðu. Og að lok-
um var gatið orðið það stórt, að
þau gátu rekið kollana út um það.
„Leyfðu mér fyrst,“ sagði bróð-
irinn, og tróðst í gegnum gatið og
út í stóru veröldina, sem hann
aldrei trúði að væri þarna. Og á
eftir kom systir hans. Þau sáu
varla nokkurn hlut fyrir sólarljós-
inu.
Er þau voru farin að venjast að-
eins birtunni, spurði bróðirinn allt
í einu:
„Bíddu nú aldeilis, hvað er nú
þetta?“ Systirin leit upp, og við
henni blasti hvítur fugl, sem
horfði til þeirra glaður og bros-
andi.
„Þetta hlýtur að vera unga-
mamma,“ sagði hún því næst. „Ég
vissi að hún væri til, ég sagði
það!“
Og litlu ungarnir tveir, þreyttir
eftir átökin við eggjaskurnina,
flýttu sér undir hlýjan og mjúkan
væng móður sinnar, og hvíldust
þar í skjóli fjaðranna.
Þessi saga, eftir einhvern mér
óþekktan höfund, er allra besta
guðfræðilega útlistun, sem ég hef
augum litið, á afleiðingum þeirra
atburða, sem gerðust á Hausa-
skeljastað úti fyrir Jerúsalem fyr-
ir 2000 árum.
Í bókinni „Táknmál trú-
arinnar“, eftir Karl Sigurbjörns-
son biskup, segir orðrétt:
„Í frumkirkjunni litu menn á
eggið sem tákn upprisunnar. Eins
og unginn lifir í egginu og brýst út
úr því þegar tíminn er fullnaður,
þannig munum við og lifa og losna
úr viðjum dauðans vegna upprisu
Krists. Í grísku kirkjunni setja
menn um páskana egg á leiði
hinna látnu sem tákn uppris-
unnar. Á eggin er ritað fanga-
mark Krists.“
Páskaegg nútímans eiga ættir
að rekja til hins gamla tíma.
Það var upprisan, sem breytti
ótta Péturs í djörfung, og efa-
semdum Jakobs í trú. Það var
upprisan, sem breytti hvíldardeg-
inum, sem þá var laugardagur, í
sunnudag, og hópi gyðinga í
kristna menn. Og það var upp-
risan, sem breytti faríseanum Sál
í leiðtogann Pál, breytti ofsækj-
anda í boðbera þeirra trúar, sem
hann áður hafði sleitulaust reynt
að þurrka burt af yfirborði jarðar.
Á bak við þessa umsköpun er
hinn krossfesti og upprisni, er síð-
an þá bíður allra lærisveina sinna
með opinn faðminn, bæði hér á
jörðu sem á himni.
Ekki ósvipað og ungamamma.
Gleðilega páska!
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Páskarnir eru ekki
minningarathöfn um
Jesú Krist, heldur vitnis-
burður um það, að hann
er á meðal okkar í dag.
Sigurður Ægisson fjallar
hér um sigurhátíð lífsins
yfir dauðanum.
Landið
hinumegin
Við tökum við ávísunum
www.spar.is
Spariskírteini ríkissjóðs verða greidd út 1. apríl næstkomandi.
Þá er gott að vita af fjölbreyttum ávöxtunarleiðum Sparisjóðsins.
Hvort sem þú hyggst ávaxta sparifé þitt til lengri eða skemmri
tíma býður Sparisjóðurinn ávöxtun sem er með því besta sem
gerist á íslenskum fjármagnsmarkaði.
Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar.
Komdu í Sparisjóðinn
með ávísunina
frá Seðlabankanum.
Tryggðu þér
betri ávöxtun
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
S
PA
1
71
88
03
/2
00
2