Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENN fara páskar í hönd. Og föstudagurinn langi að baki. Hugurinn leitar til baka í tíma og sögu og minnist aftökunnar á Golgata. Krossfestingar, þjáningar, sektarfórnar. Og myrkurs um miðjan dag. Óra- fjarlægð dregur úr skörpum línum. En andinn hrærir hjörtu og nærvera við heilög orð daganna yljar, vökvar og blessar: ,,Ég bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim sem hafa sundurkram- inn og auðmjúkan anda, til þess að lífga anda hinna lítil- látu og til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu.“ Sundurkramin hjörtu? Auð- mýkt? Lítillæti? Hver temur sér slíkt orðalag nú, á tímum hraða, harðýðgi og græðgi? Hver sest við fætur Krists með smyrsl og vökvar þær með tárum sínum og kossum? Mundi það ekki þykja helv... væmið, eins og útvarpsmaðurinn komst að orði í þætti sínum á liðnu ári um ýmsa trúarlega söngtexta? Í hugann kemur heimsókn í Louvre-safnið í París. Í einum löngu salanna var nokkur fjöldi verðandi listmálara með trönur sínar við eitt verkanna. Þeir máluðu eftir því. Tók hver þeirra lítinn hlut þess fyrir. Fyr- irmynd þeirra var stórt og mikið mál- verk af atburði í frásögu læknisins Lúkasar. Þar segir frá málsverði sem Jesús þáði hjá farísea nokkrum. Ber- syndug kona í bænum varð þess vís, að Jesús var þar. „Kom hún þá með krukku með smyrslum, nam staðar að baki honum til fóta hans grátandi, tók að væta fætur hans með tárum sínum, þerraði þá með höfuðhári sínu, kyssti þá og smurði með smyrslun- um.“ Málverkið var áhrifamikið og grípandi. Það túlkaði vel þær sterku tilfinningar sem frásagan greinir frá. Tilfinningar mikillar elsku, einlægrar trúar, þakklætis og ástríðufullrar bænar. Allt í senn. Grátandi með tár- um. Ástríðufull bæn. Þegar horft er til baka í sögunni, dagar dymbilviku í ritningunni skoðaðir og gerð tilraun til að meta hverjir úrslitaþættirnir voru á þeim þýðingarmiklu dögum mannkynssögunnar, þá beinast aug- un fljótlega að bæn Krists í Grasa- garðinum nóttina fyrir aftökuna. Að honum setti ógn og angist. Þrisvar sinnum vék hann frá lærisveinunum og baðst fyrir. Þrisvar sinnum ákall- aði hann föður sinn í himninum af öll- um lífs og sálar kröftum. Þrisvar sinnum bað hann um þrek til að taka Guðs vilja fram yfir sinn eigin. Þrjár ástríðufullar sárbeiðnir. Um nótt. Bænin er úrslitamál í samlífi við Guð. Þá er ekki átt við bænaþulur sem fólk kann utanað og fer með án þess að leggja nokkuð af sál sinni og kröftum í, né heldur bænir annarra sem lesnar eru upp af bókum. Vitur maður hefur sagt: „Vertu varkár í bæn. Varastu að hafa bæn þína hvers- dagslega. Hafðu hana innilega sár- beiðni til Guðs.“ Það fer ekki fram hjá neinum sem íhugar frásögurnar af píslargöngu Jesú Krists, að þar eru ekki gaman- mál til umræðu. Atburðir allir eru hinir átakanlegustu. Þeir eru yfir- þyrmandi og mörgum lítt skiljanleg- ir. Kannske var þeim aldrei ætlað að verða skildir nema í neyð og angist sundurkramins, auðmjúks hjarta. En því meira er mikilvægi þeirra og markmið Guðs stórkostlegra. Að hugga, græða og hughreysta þar sem menn og menntir þrýtur. Krossins helga tré. Hauskúpuhæð. Jesús Kristur. Þegar menn og menntir þrýtur. Þegar óendanleg elska Jesú Krists ein ber nægilega öflugan góðilm til þess að vekja von í hjörtum sem borist hafa af leið og megna sig hvergi að hræra. Vekur von. Fyrirgefur. Græðir. Það er boð- skapur föstudagsins langa. Hann ætti að hljóma í sérhverri kristinni kirkju daginn þann. Frá morgni til kvölds. Og ekkert annað. Góða páska. ÓLI ÁGÚSTSSON. Háaleitisbraut 109, Reykjavík. „Í gegnum móðu og mistur“ Frá Óla Ágústssyni: Hver temur sér auðmýkt og lítillæti á tímum hraða, harðýðgi og græðgi? Morgunblaðið/Kristinn Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.