Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
AUÐUR í krafti kvenna er aðmörgu leyti merkilegt fyrir-
bæri og verkefnið „Dæturnar með í
vinnuna“ ugglaust líka, en Auður...
stendur fyrir því einu sinni á ári. Þá
er blásið í lúðra og hvatt til þess að
„dætur“ landsmanna fái að fara með
foreldrum sínum í vinnuna.
Gott og blessað, en Víkverji spurði
sjálfan sig að því í tilefni þessa merk-
isdags, á þriðjudaginn, hvort að því
kæmi að fólk yrði líka hvatt til þess
að taka synina með í vinnuna. Er það
ef til vill svo sjálfsagt að ekki taki því
að minnast á það? Eða er jafnfrétt-
isbaráttan svo skrýtin í raun að mis-
mununin sé enn talin vænleg til ár-
angurs?
Víkverji hefur reyndar heyrt af
vinnustöðum, til dæmis bæjarskrif-
stofunum á Akureyri, þar sem dætur
og synir máttu koma með foreldri
sínu til vinnu, og vonandi hefur svo
verið víðar. Víkverji leyfir sér a.m.k.
að hvetja til þess að fyrirkomulagið
verði þannig í framtíðinni. Mismun-
un er ekki vænleg til árangurs í jafn-
réttisbaráttunni, að mati Víkverja,
hvorki þegar börn eiga í hlut eða aðr-
ir. Til dæmis í pólitík, þannig að fólk
sé valið eftir kyni á lista stjórnmála-
flokka. Vera kann nauðsynlegt að
reyna að hafa hlutfall kynjanna
nokkurn veginn jafnt, en það að velja
karl og konu (eða ætti Víkverji ef til
vill að segja konu og karl?) til skiptis
í sæti á listum getur auðvitað skapað
vandræði. Víkverji er á þeirri skoðun
að þann hæfasta eigi að velja í hvert
skipti; í tiltekið starf eða sæti á lista
stjórnmálaflokks, svo dæmi séu tek-
in, en kyn eða litarháttur eigi ekki að
skipta máli.
x x x
VÍKVERJI er mikill áhugamaðurum kvikmyndir og fylgdist því
með því hvernig viðurkenningar
dreifðust á Óskarsverðlaunahátíð-
inni sem fram fór í Hollywood um
síðustu helgi. Og sumt kom honum
satt að segja á óvart.
En fyrir því eru eflaust góðar og
gildar ástæður. Eða hvað? Fróðlegt
hefur verið að fylgjast með lesenda-
bréfum á heimasíðu bandaríska dag-
blaðsins Los Angeles Times um
þetta efni síðustu daga. Þar segir til
dæmis einn bréfritara að óskiljan-
legt sé að Russell Crowe hafi ekki
hlotið Óskarinn fyrir besta leik í að-
allhlutverki í kvikmyndinni „A
Beautiful Mind“. Flestir meðlimir
akademíunnar (sem kýs um það
hverjir hljóta verðlaun) viti að
frammistaða Crowe hafi verið mun
betri en leikur Denzel Washington í
„Training Day“, en það hafi komið
Crowe í koll að hann er hvítur á hör-
und.
Víkverji getur vel trúað því að ein-
hvers konar pólitík af þessu tagi
skipti máli við slíkt kjör. Bréfritari
segir: Washington var valinn besti
karlleikari í aðalhlutverki vegna
þess hvernig komið hefur verið fram
við þeldökka leikara fram að þessu.
Aðeins einn svertingi, Sidney
Poitier, hafði verið valinn besti leik-
ari í aðalhlutverki þar til um síðustu
helgi, að bæði Washington og Halle
Berry hlotnaðist sá heiður.
Washington og Berry eru vita-
skuld bæði frábærir leikarar, en er
ekki hætt við því að þarna sé á ferð-
inni ámóta „mismunun“ í jafnréttis-
átt og tíðkast hér á landi með því að
hvetja fólk til þess að taka dæturnar
með sér í vinnuna? Ef svo er þykir
Víkverja það ekki gott.
Fyrirspurn
MIG langar að vita af
hverju afnotagjöld símans
hafa hækkað svona mikið.
Grunngjaldið hefur hækk-
að úr 820 í 1.111 og númera-
birting úr 63 í 90 kr. – og
svo er búið að taka af okkur
ókeypis skrefin. Mér finnst
þetta mikil hækkun. Eins
finnst mér að Íslendingar
eigi að eiga sinn síma sjálf-
ir.
Símnotandi.
Dapurlegur endir á
skemmtiferð
FIMMTUDAGURINN 22.
mars endaði dapurlega hér
á leikskólanum Fífusölum í
Kópavogi. Að morgni þess
dags fóru hressir 3–5 ára
krakkar ásamt leikskóla-
kennurum í strætóferð frá
Salavegi og aðeins upp í
Salahverfið og ætluðu svo
að ganga aftur í leikskólann
sinn. Í gönguferðinni átti að
taka myndir og videomynd-
ir af hópnum og umhverf-
inu og voru því leikskóla-
kennararnir með
videoupptökuvél leikskól-
ans og eina digital-ljós-
myndavél í tösku með sér.
Þessi taska gleymdist í
strætó og hefur enn ekki
skilað sér í leikskólann. Í
videovélinni var spóla sem
inniheldur dýrmætar minn-
ingar frá starfi og leik okk-
ar á leikskólanum og það
sama er að segja um
myndakortið í myndavél-
inni. Okkur finnst grátlegt
að hafa tapað þessum eign-
um skólans og börnin eiga
erfitt með að skilja af
hverju þeim hefur ekki ver-
ið skilað. Við biðjum um að
þessu verði skilað til okkar
á leikskólann, þetta eru eig-
ur og minningar barnanna
okkar. Leikskólinn stendur
við Salaveg í Kópavogi og
er síminn hér 5704200.
Börn og starfsfólk
leikskólans Fífusalir.
Pistlahöfundi sagt upp
MÉR brá í brún, er ég las í
DV h. 20.3. að Karli Th.
Birgissyni hefði verið sagt
upp hjá RÚV.
Ég hef alltaf hlustað á
Karl. Pistlar hans í Spegl-
inum á þriðjudögum hafa
mér þótt framar öðrum, að
mörgum öðrum ólöstuðum.
Karl er beinskeyttur og
þorir að taka á ýmsum mál-
um, sem koma upp í þjóð-
félaginu, og kitlar oft fínu
taugarnar hjá fólki, ekki
síst þeim sem við á hverju
sinni.
Ég vona að Karl fái inni
hjá öðrum miðli, því af pistl-
unum hans vil ég ekki
missa. Virðingarfyllst.
Svanur Jóhannsson.
Varasamir
pottaleppar
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda og vildi hún
koma því á framfæri að hún
hefði keypt sér pottaleppa
sem voru fallegir fyrir aug-
að en hún segir að þeir séu
stórvarasamir því þeir þoli
engan hita. Innan í hönsk-
unum stendur að þeir þoli
40 gráða hita. Vildi hún
vara fólk við þessu.
Tapað/fundið
Fermingarpeningar
týndir
MÁNUDAGINN 25. mars
varð ungur fermingar-
drengur fyrir því óláni að
tapa veskinu sínu sem er
svart leðurveski með 60
þúsund krónum í. Pen-
ingana fékk hann í ferming-
argjöf. Drengurinn kom
m.a. við í versluninni Mótor
á Laugavegi og gæti hafa
misst það þar. Eins og gef-
ur að skilja er drengurinn
mjög miður sín og biður þá
sem hafa orðið varir við
veskið að hafa samband í
síma 823 2752.
Dýrahald
Páfagaukur í óskilum
GRÁR dísarpáfagaukur er í
óskilum á Dvergabakka.
Þeir sem kannast við fugl-
inn hafi samband í síma
895 2900.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 brotsjór, 8 ganga, 9
naga, 10 gréru, 11 sjó-
ferð, 13 rödd, 15 mjög
hallandi, 18 vinningur, 21
bætti við, 22 sára, 23
framleiðsluvara, 24
leyndardómsfull.
LÓÐRÉTT:
2 angist, 3 stólpi, 4 baun-
ir, 5 jarðeignar, 6 heitur,
7 fjötraði, 12 blóm, 14
fæði, 15 hryggs, 16 stirð-
lyndu, 17 bik, 18 hristist,
19 heilabrot, 20 gler.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hrjúf, 4 völva, 7 offur, 8 rímur, 9 kið, 11 afar, 13
arar, 14 egnir, 15 jálk, 17 illt, 20 búk, 22 fangi, 23 álkan,
24 rimma, 25 tuðra.
Lóðrétt: 1 hrota, 2 jafna, 3 fork, 4 værð, 5 lemur, 6 aur-
ar, 10 innbú, 12 rek, 13 ari,15 jöfur, 16 lúnum, 18 líkið, 19
tunna, 20 biða, 21 kátt.
K r o s s g á t a
NÚ hefur spurn-
ingakeppni framhalds-
skólanna verið háð síðan
1987 og framan af var
frekar jöfn skipting á
sigrum milli skóla. En nú
ber svo við að Mennta-
skólinn í Reykjavík hefur
unnið þessa keppni tíu ár í
röð og eru margir orðnir
frekar pirraðir á því. Ég
man þegar ég var í
Menntaskólanum við
Hamrahlíð að þá var þetta
alltaf svo mikil gleði og
spenna í lofti. En nú virð-
ast lið hreinlega leggja ár-
ar í bát þegar þau dragast
gegn MR.
Þessari þróun verður að
breyta og setja þarf ein-
hvers konar kvóta á sig-
urlið. Ein hugmynd sem
komið hefur upp er sú að
hafi lið sigrað þrjú ár í röð
sé því einfaldlega meinuð
þátttaka að ári til að aðrir
skólar fái að njóta sín. Það
hefur viljað bera á svo-
litlum hroka hjá MR-
liðunum sem hafa keppt
undanfarin ár því að þeir
sem eru í MR núna og hafa
verið a.m.k. síðustu sex
árin þekkja ekkert annað
en að MR sigri í Gettu bet-
ur. Þess vegna verðum við
að snúa þessum hroka við
og meina þeim keppni í
t.d. eitt keppnistímabil.
Örvar Gröndal,
Vesturgötu 62, R.
Gettu betur skal breytt
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í gær
fóru út Vigri RE og
Ottó N. Þorláksson RE.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
gær fór Ljósifoss út.
Mannamót
Aflagrandi 40. Afla-
grandi. Búnaðarbank-
inn verður á Aflagranda
40 þriðjudaginn 2. apríl
kl. 10.15. Verslunarferð
í Hagkaup í Skeifunni
miðvikudaginn 3. apríl
kl. 10 frá Grandavegi
með viðkomu á Afla-
granda. Kaffiveitingar í
boði Hagkaups. Skrán-
ing í afgreiðslu og í
síma 562-2571. Nýtt
jóganámskeið hefst
fimmtudaginn 4. apríl.
Kennt verður tvisvar í
viku á þriðjud. og fimm-
tud. Kennsla hefst kl. 9.
Skráning í afgreiðslu í
síma 562-2571. Opið hús
fimmtudaginn 4. apríl.
Húsið opnað kl. 19.30.
Félagsvist kl. 20. Léttar
kaffiveitingar.
Eldri borgarar, Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið Hlaðhömr-
um er á þriðju- og
fimmtudögum kl. 13–
16.30, spil og föndur.
Lesklúbbur kl. 15.30 á
fimmtudögum. Jóga á
föstudögum kl. 11. Kór-
æfingar hjá Vorboðum,
kór eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. 2. apríl vinnu-
stofa, kl. 13.30 spilað í
Kirkjuhvoli, kl. 13 mál-
un, kl. 13.30 tréskurður.
3. apríl: Kl. 11.15 og
12.15 leikfimi. Kl. 13.05
róleg stólaleikfimi, kl.
13 vinnustofa, kl. 13.30
handavinnuhornið, kl.
16 trésmíði. 4. apríl: Kl.
9.45 boccia, kl. 9 vinnu-
stofa, kl. 13 málun, ker-
amik og postulín.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Opið hús
verður í Gullsmára 13
laugardaginn 6. apríl kl.
14. Dagskrá: Upplestur,
hljóðfæraleikur o.fl.
Kaffi og meðlæti.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á þriðju-
dag brids, nýir spilarar
velkomnir. Saumur
undir leiðsögn og frjáls
handavinna kl. 13.30,
spænskukennsla kl.
16.30. Leikhúsferð mið-
vikudaginn 10. apríl kl.
14 að sjá leikritin Í lífs-
ins ólgusjó og Fugl í
búri er Leikfélagið
Snúður og Snælda sýna
í Ásgarði, Glæsibæ.
Skráning og allar upp-
lýsingar í Hraunseli og í
síma 555-0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ.
Kaffistofan opin alla
virka daga frá kl. 10–13.
Kaffi – blöðin og matur
í hádegi. Félagsstarf
fellur niður um
páskana. Hefst aftur
þriðjudaginn 2. apríl.
Þriðjudagur: Skák kl.
13 og alkort spilað kl.
13.30.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Söngvaka kl. 20.45
umsjón Sigurbjörg
Hólmgrímsdóttir.
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði
í Glæsibæ, félagsheim-
ili Félags eldri borgara
söng- og gamanleikinn
„Í lífsins ólgusjó“
minningar frá árum
síldarævintýranna. Og
„Fugl í búri“, drama-
tískan gamanleik.
Næstu sýningar: Mið-
vikudaginn 3. apríl kl.
14, kvöldsýning verður
fimmtudaginn 4. apríl
kl. 20. Sýningum fer
fækkandi. Miðapant-
anir í síma: 588-2111 og
568-9082.
Heilsa og hamingja
laugardaginn 13. apríl
nk. kl. 13.30 í Ásgarði,
Glæsibæ.
Hóprannsóknir á veg-
um Hjartaverndar. Vil-
mundur Guðnason, for-
stöðulæknir
Hjartaverndar.
Fræðslunefnd FEB
hvetur fólk til að mæta
og kynna sér málefnin.
Á eftir hverju erindi
gefst tækifæri til
spurninga og umræðna.
Sparidagar á Örkinni
14.–19. apríl, skráning
á skrifstofu FEB.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588-2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar
á skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Ath. í dag
sunnudaginn 31. mars
er lokað.
Félagsstarfið Furu-
gerði. Félagsstarfið
óskar öllum gestum
sínum gleðilegra páska
og opnar aftur þriðju-
daginn 2. apríl með
hefðbundinni dagskrá.
Gerðuberg, félagsstarf.
Starfsfólk óskar öllum
þátttakendum og sam-
starfsaðilum gleði-
legrar páskahátðiðar.
Gjábakki, Fannborg 8.
Einmánaðarfagnaður
verður í Gjábakka
fimmtudaginn 4. apríl
kl. 14. Fjölbreytt sköp-
unar- og skemmti-
dagskrá sem er sam-
starfsverkefni
Digranesskóla, Leik-
skólans Marbakka og
Gjábakka. Vöffluhlað-
borð. Allir velkomnir.
Handverksmarkaður
verður fimmtudaginn 4.
apríl. Vinsamlega pant-
ið borð sem fyrst í síma
554-3400.
Hvassaleiti 56–58. Á
þriðjudag er söngstund
við píanóið kl. 10.30.
Vesturgata 7. Starfs-
fólk Vesturgötu 7 óskar
gestum og velunnurum
gleðilegra páska.
Þriðjudaginn 2. apríl kl.
13.30–14 verður Lands-
banki Íslands hf. með
almenna bankaþjón-
ustu.
Fimmtudaginn 4. apríl
kl. 10.30 veður helgi-
stund í umsjón séra
Hjálmars Jónssonar
dómkirkjuprests, kór
Félagsstarfs aldraðra
syngur undir stjórn
Sigurbjargar Petru
Hólmgrímsdóttur, allir
velkomnir.
Orlofsnefnd húsmæðra.
Húsmæður athugið.
Eigum nokkur sæti laus
til Portúgals 9.–16. apr-
íl. Upplýsingar í síma
551-2617 og 864-2617.
Kvenfélagið Hrönn.
Farið verður í Kaffileik-
húsið í Hlaðvarpanum
föstudaginn 5. apríl.
Kvöldverður og
skemmtun.
Húsið opnað kl. 19.
Kemur í staðinn fyrir
aprílfund. Tilkynna þarf
þátttöku til stjórnar
fyrir 2. apríl.
Kvenfélag Garðabæjar
heldur aprílfund sinn á
Garðaholti þriðjudaginn
2. apríl kl. 20.30. Góð
skemmtiatriði. Stjórnin.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur fund
þriðjudaginn 2. apríl kl.
20 í Safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju.
Séra Jóna Hrönn Bolla-
dóttir kemur í heim-
sókn. Allar konur vel-
komnar.
Ferðaklúbburinn
Flækjufótur. Skráning
er hafin í sumarferð
sem farin verður 27.
júní til 3. júlí nk. Upp-
lýsingar í símum 557-
2468 og 898-2468.
Minningarkort
Rauða kross Íslands
eru seld í sölubúðum
kvennadeildar RRKÍ á
sjúkrahúsum og á skrif-
stofu Reykjavík-
urdeildar, Fákafeni 11,
s. 568-8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562-1581 og hjá Krist-
ínu Gísladóttur, s. 551-
7193 og Elínu Snorra-
dóttur, s. 561-5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Minningarkort
Vinafélags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn s. 555-0104 og
hjá Ernu s. 565-0152.
Minningakort
Breiðfirðingafélagsins,
eru til sölu hjá Sveini
Sigurjónssyni, s. 555-
0383 eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar
eru afgreidd á bæj-
arskrifstofu Seltjarn-
arness hjá Ingibjörgu.
Í dag er sunnudagur 31. mars, 90.
dagur ársins 2002. Páskadagur. Orð
dagsins: En Jesús sagði við þá:
„Gjaldið keisaranum það, sem keis-
arans er, og Guði það, sem Guðs er.“
(Mark. 12,17.)