Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ J.R. CASH, sem kallaður er Johnny Cash, varð sjötugur fyrirrúmum mánuði og hefur verið fagnað víða um heim. Hann er ris- inn í bandarískri tónlist; það kemst enginn þar sem hann hefur hælana, enda einstakt að menn njóti annarrar eins hylli að segja samfellt í 47 ár. Ferillinn hefur verið ævintýri lík- astur en að því er Cash hefur sjálfur rakið söguna var hann ákveðinn í að helga sig tónlist frá því hann var far- inn að semja eigin lög tólf ára gamall, 1944. Fyrir nokkrum árum virtist sem sagan væri öll, plötusala dvínaði og aðsókn á tónleika, en Cash end- urreisti sjálfan sig ef svo má segja, breytti um stíl og tók að syngja lög eftir unga tónlistarmenn í bland við eigið efni. 1.500 lög á yfir 500 plötum Johnny Cash hefur komið 48 lög- um á Billboard breiðskífulistann vest- an hafs, sem er betra en flestir hafa gert, þar með taldir Michael Jackson og Elton John. Á listann yfir sölu- hæstu sveitartónlistarskífur hefur hann átt 130 lög. Afköst hans eru með ólíkindum; hann hefur tekið upp um 1.500 lög og komið hafa út á um 500 plötum. Af þeim plötum öllum, hljóðvers- plötum, tónleikaplötum og allskyns safnplötum, er á fimmta tug fáan- legur og á næstu dögum bætast fimm plötur við sem hingað til hafa aðeins verið fáanlegar á vínyl og í raun ófá- anlegar með öllu: The Fabulous Johnny Cash og Hymns By Johnny Cash frá 1959, Ride This Train, sem kom út ári síðar, en þetta eru fyrstu plötur hans af áttatíu sem hann tók upp fyrir Columbia, Orange Blossom Special frá 1965 og Carryin’ On With Johnny Cash and June Carter frá 1967. Fimm skífur til viðbótar koma síðan út í sumar. Fyrir stuttu kom einnig út tvöföld safnskífa með lögum Cash og merki- leg meðal annars fyrir það að á henni er í fyrsta sinn komið saman á einn stað úrvali laga hans frá öllum ferl- inum, allt frá því hann tók upp fyrstu lögin fyrir Sun útgáfuna í Memphis 1955, en þar var hann til 1958. Síðan eru lög frá Columbia árunum sem stóðu frá 1958 til 1986, en samkvæmt því sem kom fram í grein með safn- plötu sem kom út 1987, tók hann upp 1.450 lög fyrir Columbia á þessum 28 árum. Cash gerði eina plötu fyrir Epic 1986 og samdi síðan við Merc- ury þar sem hann var frá 1987 til 1991. Eftir það gerði hann samning við útgáfu furðufuglsins Rick Rubin, American Recordings, sem hét Def American í eina tíð og meðal annars þekkt fyrir þungarokk, Slayer og System of a Down. Ást, guð, morð Á síðasta ári komu einnig úr þrjár forvitnilegar safnplötur þar sem Cash valdi sjálfur saman lög undir yf- irskriftinni Love-God-Murder, ást, guð, morð, en plöturnar voru ýmist seldar saman eða hver í sínu lagi. Það er reyndar umhugsunarefni að af þessum plötum þremur er ást- arplatan sterkasta safnið, þá guð- splatan og loks morðplatan, en flestir hefðu eflaust búist við að því væri þveröfugt farið. Þó kemur ekki á óvart að morðplatan selst þeirra best, tvöfalt á við hinar. Endurútgáfuveislan hófst á síðasta ári því Columbia nýtti sér stemmn- inguna vestan hafs í kjölfar árásanna á New York og Washington og gaf út aftur America (A 200-Year Salute In Story And Song), sem kom út 1972, og Ragged Old Flag frá 1974. Utan á síðarnefndu plötunni stendur Cash og bendir á rifinn og slitinn þjóðfána Bandaríkjanna, enda var platan gefin út til að glæða föðurlandsást á erf- iðum tímum, þegar hart var deilt um mannréttindi, stríðið í Víetnam og Watergate hneykslið. Vildi syngja trúartónlist Johnny Cash gekk í herinn þegar Kórustríðið hófst og stuttu eftir að hann kom úr hernum fluttist hann til Memphis. Þar setti hann á stofn hljómsveit sem lék trúarlega sveit- artónlist og leitaði eftir því við Sam Phillips, sem rak aðalútgáfuna í Memphis, Sun plötufyrirtækið, að komast á samning. Sagan segir að Phillips hafi loks fengist til að hlusta en ekki litist á tónlistina, fannst ekki vera markaður fyrir trúartónlist. Hann bað Cash þó um fleiri lög og leist svo vel á lagið Hey Porter að hann samdi við Cash, gaf lagið út á smáskífu og breytti nafni hans í Johnny, sem hefur loðað við Cash síð- an, en fram að því var Cash kallaður John. Enginn virðist vita fyrir hvað R-ið stendur í nafninu og reyndar áhöld um hvort J-ið sé fyrir John. Plötumarkaður á þeim tíma var smáskífumarkaður, en fyrsta breið- skífan sem Sun gaf út var fyrsta breiðskífa Johnny Cash, Johnny Cash With His Hot And Blue Guitar. Hún seldist vel en Phillips vildi ekki halda slíkri útgáfu áfram, vildi halda sig við smáskífurnar, og þegar við bættist að hann hafði ekki áhuga á að gefa út breiðskífu með trúarlögum eins og Cash lagði mikla áherslu á hætti Cash hjá Sun og fór yfir til Col- umbia. Þjóðlagatónlistin sækir á Cash er alinn upp við Mississippi- fljót og lærði að meta sveitartónlist af föður sínum. Hann lærði líka að meta líf bóndans sem er í nánum sam- skiptum við náttúruna og erjar jörð- ina í sveita síns andlitis og sú róm- antíska mynd hefur verið sterk í tónlist Cash alla tíð síðan. Tónlistin sem hann lék hjá Sun, rokkabillí, var aftur á móti borgartónlist þó hvar- vetna megi greina áhuga hans á sveit- artónlist og yrkisefnum úr banda- rískri sögu og þjóðlagahefð. Hjá Columbia varð þjóðlagatónlistin aftur á móti mun sterkari í verkum hans og enn sterkari eftir að hjónaband hans leystist upp fyrir drykkjuskap hans og amfetamínát í upphafi sjöunda áratugarins, en þá fluttist hann til New York og kynntist þjóðlagabylt- ingunni sem þar varð. Plötur hans frá sjöunda áratugnum eru flestar svo hlaðnar sögulegum staðreyndum að tónlistin er nánast í aukahlutverki og frá þeim tíma eru fyrstu plöturnar sem hann gerði þar sem hann bland- aði saman töluðu máli og söng. Dæmi um það er Ride This Train þar sem Cash fer um Bandaríkin í hlutverki almúgamanns og dregur upp myndir af því sem hann sér. Frægðarsól hans reis hæst á átt- unda áratugnum, en þá var hann laus við fíkniefnin og mikill kraftur í karli. Þá sendi hann frá sér margar af helstu plötum sínum, til að mynda Johnny Cash at Folsom Prison, en það var upptaka frá fyrstu tónleik- unum af mörgum sem hann hélt í fangelsum víða án þess að taka greiðslu fyrir. Þess má geta til gam- ans að þegar hann söng á tónleikum í San Quentin, en upptaka þaðan var líka gefin út á metsöluplötu, sat á fremsta bekk 22 ára gamall vand- ræðamaður, Merle Haggard, og hreifst svo af að hann hætti að drekka og djöflast og varð síðan gríð- arvinsæll sveitarsöngvari. Sérkennilegar plötur Á áttunda áratugnum komu líka út nokkrar af sérkennilegustu plötum Cash, fyrst Man in Black, þar sem hann syngur meðal annars lagið Singin’ in Viet Nam Talkin’ Blues, sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en gagnrýni á stríðsrekstur Bandaríkja- manna. Á sömu plötu syngur hann síðan dúett með Billy Graham, tákn- mynd íhaldssemi og trúarfordóma. Önnur einkennileg plata er Holy Land, sem er ferðasaga Cash frá Ísr- ael og áður er getið Ragged Old Flag. Á níunda áratugnum var Cash aft- ur kominn á sporið, lagði þemaplöt- urnar að mestu á hilluna, utan að hann tók upp mjög góðar skífur með trúartónlist, og hélt sig við það sem hann gerir best. Eins og áður er getið var hann hjá Columbia til 1986, fór þá til Mercury, og plöturnar sem hann gerði fyrir það fyrirtæki eru allar prýðilegar. Þeim samningi lauk síðan 1991 og þá tók við samningurinn við Rubin og American. Einn með gítarinn Að því er Rubin hefur sjálfur sagt frá leitaði hann mjög fast eftir því að fá Cash á samning við sig, en Cash segir að það hafi gert gæfumuninn þegar hann spurði Rubin hvað hann vildi að hann tæki upp. „Hann sagði mér að hann vildi að ég settist fyrir framan hljóðnemann og tæki upp öll þau lög sem mig langaði til að taka upp en hefði ekki komist í til þessa. Þegar ég sagði honum að þau gæti orðið ansi mörg sagði hann það ekki skipta máli, hann vildi heyra þau öll.“ Cash hefur nú tekið upp fimm plöt- ur með Rick Rubin, American Recordings kom út 1994 og var geysi- vel tekið en á henni er Cash að segja einn með gítarinn. Unchained kom út 1997, en þar var hann með Tom Petty og félaga með sér í flestum laganna, og síðan kom American III: Solitary Man út fyrir tveimur árum og þótti ekki síðri en hinar skífurnar. Að sögn er tilbúin ein plata þar sem Cash syngur trúartónlist, en einnig var hann að ljúka við nýja sólóskífu sem kemur út síðar á þessu ári. Það hefur haft sitt að segja um vinsældir platn- anna sem Cash hefur gefið út á veg- um American Recordings að á þeim hefur hann tekið lög eftir ýmsa unga tónlistarmenn. Þar á meðal er til að mynda snilldarútgáfa af U2 laginu One af síðustu plötu hans, lítt síðri út- gáfa af I See a Darkness eftir Will Oldham og mögnuð upptaka af Mercy Seat eftir Nick Cave. Á nýju plötunni heldur Cash uppteknum hætti og tekur þannig lag eftir Trent Reznor, leiðtoga Nine Inch Nails, sem Cash segir að hafi hljómað fyrir sér eins og lag sem hann hefði sjálfur getað samið á sjöunda áratugnum. „Það er meiri tilfinning í því, meiri sál og sársauki en í nokkru lagi sem ég hef heyrt lengi.“ Í bæklingnum sem fylgir safnskíf- unni nýju, The Very Best of Johnny Cash, og nefnd er hér fyrir ofan, segir Kris Kristofferson að Cash sé „gang- andi þversögn, hálfur sannleikur og hálfur tilbúningur“. Aðrir hafa sagt Johnny Cash vera eins og einn af spá- mönnum Gamla Testamentisins. Hvor tveggja lýsingin á vel við sé litið yfir upptökur hans. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Gangandi þversögn J.R. „Johnny“ Cash varð sjötugur um daginn. Á slíkum tímamótum er ekki úr vegi að spá í tónlistina sem liggur eftir hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.