Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
f
í
t
o
n
/
s
í
a
www.bi.is
Þú fellur
aldrei á tíma
í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans
TVEIR menn voru hætt komnir
þegar jeppi þeirra féll um 30–40
metra niður í geil við Þursaborgir
á Langjökli á föstudag. Vegna
slæms skyggnis gat þyrla Land-
helgisgæslunnar ekki athafnað sig
á staðnum og voru mennirnir því
fluttir landleiðina niður af jöklin-
um.
Mennirnir voru í jeppaferð
ásamt mönnum í fjórum öðrum
jeppum og voru á leiðinni milli
slóða þegar þeir fóru fram af. Var í
fyrstu talið að þeir væru alvarlega
slasaðir en svo reyndist ekki vera.
Félagar þeirra komust akandi að
þeim og náðu þeim út úr bílnum,
sem hafði lent á hvolfi. Var síðan
ekið með þá áleiðis niður af jökl-
inum á móts við björgunarsveit-
arfólk og lækna.
Á meðan beið þyrla Landhelg-
isgæslunnar í Húsafelli, en þangað
voru mennirnir fluttir, og kom
þyrlan þeim síðan á Landspítala –
háskólasjúkrahús í Fossvogi í
Reykjavík. Samkvæmt upplýsing-
um þaðan liggja þeir á almennri
deild og er líðan þeirra þokkaleg.
320 björgunarsveitarmenn
voru við leit og björgun
Björgunarsveitir á sunnan- og
vestanverðu landinu höfðu í nógu
að snúast frá föstudegi og fram eft-
ir gærdeginum. Alls komu 320
björgunarsveitarmenn, 35 jeppar,
40 vélsleðar og sex snjóbílar að
leitar- og björgunaraðgerðum á
einum sólarhring skv. upplýsingum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Um klukkan 14. á föstudag slas-
aðist maður á vélsleða sunnan við
Kerlingarfjöll. Komu börgunar-
sveitarmenn manninum til aðstoð-
ar og var hann síðan fluttur tölu-
vert mikið slasaður með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í
Reykjavík.
Um áttatíu björgunarsveitar-
menn hófu leit að kvöldi föstudags
að vélsleðamanni sem saknað var
við Veiðivötn. Voru allar björgun-
arsveitir frá höfuðborgarsvæðinu
og austur að Vík kallaðar út. Mað-
urinn fannst heill á húfi um klukk-
an sjö í gærmorgun.
Aðstoðuðu fólk sem hafðist
við í jeppum í vonskuveðri
Björgunarsveitarmenn þurftu
einnig að aðstoða fólk í jeppum við
Frostavatn að fjallabaki. Fólkið
hafðist við í bílum sínum í fyrrinótt
þar til þrír öflugir jeppar björg-
unarsveita komu þeim til aðstoðar
og fluttu inn í Landmannalaugar.
Einnig fóru björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
inn á Sigölduheiði í gærmorgun að
aðstoða fólk sem þurfti að hafast
þar við í einum jeppa í fyrrinótt.
Þá óskaði hópur þrettán útlend-
inga í Landmannalaugum eftir að-
stoð við að komast til byggða. Út-
lendingarnir ætluðu að ganga
niður í Hrauneyjar, en treystu sér
ekki til þess sökum veðurs og
ófærðar og fóru björgunarsveitir
og aðstoðuðu fólkið.
Skv. upplýsingum Valgeirs Elí-
assonar, upplýsingafulltrúa Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, var
veður á þessum slóðum slæmt,
þungt færi og snjókoma og tals-
verður vindur. Var sérstaða við all-
ar björgunar- og leitaraðgerðirnar
sú að treyst var á öflug farartæki,
mikið breytta og öfluga jeppa, vél-
sleða og snjóbíla, að sögn hans.
Óku bílstjórar eftir GPS-staðsetn-
ingartækjum sem tengd eru far-
tölvum með kortagrunnum af Ís-
landi, oft í blindhríð.
Jeppi með tveimur mönn-
um féll 30 til 40 metra
Morgunblaðið/Júlíus
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti í Reykjavík með mennina tvo af Langjökli í fyrrinótt. Voru þeir flutt-
ir á Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem líðan þeirra er sögð þokkaleg.
Ekki hægt/4
TILKYNNT var um meðvitundar-
lausan mann í heimahúsi á Bárugötu
til lögreglu í gærmorgun en maðurinn
hafði fyrr um nóttina lent í áflogum í
miðbænum.
Að sögn lögreglu var hann fluttur
rænulítill á Landspítala – háskóla-
sjúkrahús í Fossvogi þar sem hann
var lagður á gjörgæsludeild. Sagði
læknir þar í samtali við Morgunblaðið
að líðan mannsins væri stöðug.
Meðvitund-
arlaus eftir
áflog
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út þriðjudaginn 2. apríl
nk. Fréttaþjónusta verður á
fréttavef Morgunblaðsins,
mbl.is, alla páskahelgina. Þar
er einnig að finna minnisblað
lesenda og upplýsingar um
kirkjustarf.
Fréttaþjón-
usta um páska
♦ ♦ ♦
ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipa sér-
staka viðræðunefnd til að fara yfir
möguleika á nýjum samstarfsaðila í
stað Norsk Hydro vegna byggingar
álvers í Reyðarfirði.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra sagði að sérstök viðræðunefnd
yrði skipuð strax eftir páska til að fara
yfir málið og halda utan um könnunar-
viðræður. Ekki væri hins vegar búið
að ákveða hvort þessi nefnd myndi
halda utan um málið yrði niðurstaðan
sú að fara áfram í samningaviðræður.
Nefndin myndi hafa það verkefni með
höndum að meta stöðuna og hafa sam-
band við þau fyrirtæki sem talið væri
að gætu haft áhuga.
Aðspurð hvort til greina kæmi að
athuga möguleika á byggingu
smærra álvers á Austurlandi sem
fengi orku sína frá gufuaflsvirkjunum
á Norðausturlandi sagði Valgerður að
menn væru ekkert að hverfa frá því
að virkja við Kárahnjúka. Hins vegar
væri gott að vera ekki of fastur í
ákveðinni stærð álvers. Áfram væri
stefnt að undirbúningi þessa stóra
verkefnis, sem hentaði álveri af þess-
ari stærð. Menn færu ekki í hálfa
Kárahnjúkavirkjun, það væri nokkuð
ljóst.
Sérstök við-
ræðunefnd
skipuð
Álver í Reyðarfirði
ÍSLENSKIR vísindamenn hafa í
samvinnu við vísindamenn í nokkr-
um löndum náð mikilvægum
áfanga við rannsóknir á tengslum
geðklofa og ákveðins erfðavísis
sem talinn er geta haft áhrif á
myndun sjúkdómsins. Skv. upplýs-
ingum dr. Tómasar Zoëga geð-
læknis, sem stýrir rannsókninni af
hálfu íslensku vísindamannanna,
hefur tekist að staðsetja svæði á
litningi nr. 8 sem hefur með boð-
efni (neuregulin) að gera, sem
virðist gegna hlutverki í þróun
miðtaugakerfisins.
Greint er frá þessum rannsókn-
arniðurstöðum í frétt AP-frétta-
stofunnar og þar segir að niður-
stöðurnar virðist marka þáttaskil í
leitinni að orsökum geðklofasjúk-
dómsins.
Rannsóknin hefur
staðið yfir í mörg ár
Tómas segir að þessar rann-
sóknir hafi staðið yfir í mörg ár.
Þarna sé um töluvert merkar nið-
urstöður að ræða þótt ljóst sé að
ekki sé með þessu fundin eina
skýringin á geðklofasjúkdóminum.
Eru vonir bundnar við að sú
vitneskja sem fengin er muni leiða
til þess að takast megi að þróa lyf
sem hafa áhrif á umrætt boðefni
og vinna gegn sjúkdómnum. Tóm-
as segir þó of fljótt að fullyrða
nokkuð um það.
Nær til 150 íslenskra sjúk-
linga og aðstandenda þeirra
Að sögn hans er efniviður rann-
sóknarinnar íslenskur en hún nær
til 150 íslenskra sjúklinga með
geðklofa og aðstandenda þeirra.
Að sögn Tómasar var rannsóknin
sem fram fer hér á landi í fyrstu
undir yfirumsjón Tómasar Helga-
sonar, þáverandi prófessors í geð-
lækningum. Einnig hefur Páll
Matthíasson, sem leggur stund á
sérnám í geðlækningum á Eng-
landi, unnið að rannsókninni hér.
Að rannsókninni stendur hópur
vísindamanna frá mörgum löndum
og er samstarfsverkefnið undir
stjórn dr. Hans Moises sem starf-
ar við háskólann í Kiel í Þýska-
landi. Auk íslensku vísindamann-
anna taka vísindamenn frá
Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ind-
landi, Kína og Bretlandi þátt í
rannsókninni.
Tómas segir að rannsókninni sé
hvergi nærri lokið en þær nið-
urstöður sem nú liggi fyrir séu
mjög athyglisverðar og mjög
spennandi verði að halda henni
áfram. Hann sagði að lengi hefði
verið vitað að geðklofi væri arf-
gengur sjúkdómur og staðsetning
þessa erfðavísis skyti frekari stoð-
um undir þennan arftæka þátt.
Eykur vonir um þróun
lyfja gegn sjúkdómnum
Íslenskir og erlendir vísindamenn ná áfanga í rannsóknum á geðklofa