Vísir - 10.05.1980, Page 20

Vísir - 10.05.1980, Page 20
VISIR Laugardagur 10. mal 1980 hœ kiakkar! 20 Umsjdn: Anna Brynjúlfsdóttir í snjó Einu sinni var stelpa, sem hét Ása. Hún var 8 ára gömul.Það var kominn vetur og henni fannst mjög gaman að leika sér í snjónum.Einn daginn spurði hún mömmu sína: „Má ég fara að leika mér úti, mig langar til að byggja snó- hús og snjókarl". Þegar hún var búin að byggja, fékk hún út í snjóhúsið kerti, kökur og heitt kakó. Brátt var komið kvöld og hún fór inn að borða og sofa. Daginn eftir, þegar hún vaknaði, var komin hláka og ekkert eftir af snjó- húsinu nema lítill haugur, þar sem það hafði verið. Laufey, 1. E.S. Krummi í afmæli Einu sinni var litill fugl, sem átti hreiður. Einn góðan veðurdag átti fugl- inn afmæli. Hann bauð Krumma. Þau fengu súkkulaðiköku. Um kvöldið var af mælið búið. Þá fór hann að sofa. Hildur Björg, 6 ára J. STEINAKAST Lárus litli er góður strákur. Hann fer oft í sendiferðir f yrir mömmu sína. Einu sinn þegar hann var búinn að vaska upp fyrir mömmu sína ætlaði hann í búðina að kaupa í matinn, en þá var hringt á dyrabjöll- unni og það var Pétur, vinur Lárusar, sem var kominn Lárus sagði eins og var, að hann væri að fara út í búð. Pétur bauðst til að fara með og Lárus sam- þykkti það. En þegar þeir voru komnir hálfa leið upp í búð, hittu þeir stóra stráka, sem voru að henda smásteinum í bílana.Lárus kallaði í þá og sagði, að þeir rispuðu bílana á þessu.Þá voru strákarnir reiðir og hentu steinunum í Lárus. Þegar Pétur sá þetta, hljóp hann heim og sagði mömmu hans frá þessu. Þá kom mamma hans og skamm- aði stóru strákana. Éftir það held ég að þeir pafi ekki hent steinum í1 bíl- ana. Borghildur 3.E.R. Sex ára b ö r n i Kársnes- s k ó I a i Kópavogi. Börn að I e i k á skólalóð Kársnes- skóla. Krakkar í Kársnesskóla i Kópavogi gefa arlega út vandað skólablað með aðstoð kennara. Blaðið heitir Kári og i þvi eru frásagnir, ljóð, skrýtlur og gátur. Hér á siðunni birtast nokkur sýnishorn af frásögnum og ljóðum nem- enda. Þú ljósið, sem kviknar og slökknar á vixl. Birtan frá þér lýsir mér. Ef ég hefði ekki haftþig og þú, hefðir ekki haft mig. Það er svo leitt að þú ert að slökkna. Þú vindur sem blæst. Þú vindur sem feykir rusli sem ligguf hér og þar. Þvi ferðu ekki að hátta. Ég er orðinn leiður áþér. ísleifur 6.H.G. í sveitinni hjá afa og ömmu Það er að koma sumar. Hafdís og Jonni hlakka mikið til að geta farið í sveitina til afa og ömmu, því að þar er mikið af dýrum. Þar eru 12 hestar, 100 kindur, 10 hænur og 20 beljur. Svo eru líka Sturla og Frekja, en það eru kind- urnar okkar. Mín kind heitir Sturla, en Jonna kind heitir Frekja, af því að hún er svo frek. Mamma og pabbi verða bara 2 daga, en það er allt í lagi, svo koma pabbi og mamma að sækja okkur eftir 2 vikur. Sigríður Lilja, 3.J.C. Sigurvegarar í sveitakeppni grunnskólanna i Reykjavík í skák Nýlega er lokið sveitakeppni grunn- skólanna i Reykjavik i skák. Alítamýrarskól- inn, A sveit, bar sigur úr býtum. Þetta er i þriðja skipti i röð, sem sveit Álftamýrarskóla sigrar i keppninni. Á myndinni eru talið frá vinstri: Þorfinnur Ómarsson, Páll Þór- hallsson, Haraldur Snjólfsson, Lárus Jó- hannesson, en hann tefldi á 1. borði og vann allar sinar skákir, og Gunnar Rúnarsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.