Vísir - 06.06.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 06.06.1980, Blaðsíða 27
27 4 vtsm Föstudagur 6. júnf 1980. Ólafur Jensson framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar i sýningarsal fyrirtækisins. Tæknilegar upplýsingar. Fóik kemur hingaö til aö þreifa fyrir sér um hvaöa leiöir þaö eigi aö fara, spyrjast fyrir um lána- möguleika og leita upplýsinga um ýmis tæknileg atriöi,” sagöi Ólafur. „Meöal annars er algengt aö fólk spyrji hvernig þaö geti hljóö- einangraö ibúöir sinar. Eins er mikiö spurt um innréttingar, leitaö ráöa um efnisval og litaval og tilögun herbergjaskipunar. Viö ætlum aö hafa hér arkitekta til viötals, sem almenningur get- ur leitaö til maö vandamál sin. Eins vonumst viö til aö ná sam- vinnu viö húsgagna- og innan- hússarkitekta og fleiri ráögjafa. Viö erum nú þegar komin meö nokkuö gott safn tæknibóka og timarita, erlendra og Islenskra um byggingamál. I framtiöinni ætlum viö okkur aö hafa hér auk þess safn af öllum lögum og reglugeröum, sem snerta hús- næöi. Auk þess er hægt aö fá hér týpuhúsateikningar Húsnæöis- málastofnunar og Arkitekta- félagsins.” Fleiri rekstraraðilar. Arkitektafélag islands stofnaöi Byggingaþjónustuna fyrir nær 20 árum, en nú hafa fleiri aöilar komiö til sögunnar: Húsnæöis- málastofnun rikisins, Rann- sóknastofnun byggingariönaöar- ins, Akureyrarbær, Félag Isl. iön- rekenda, Iöntæknistofnun tslands. Landssamband iönaöarmanna og Reykjavikurborg hafa gengiö til liös viö arkitekta viö rekstur fyrirtækisins. „Viö þetta hefur aöstaöan gjörbreyst,” sagöi Ólafur. „Aukiö samstarf þessara aöila tryggir hagkvæmni og viö fáum meö þvi til samráös menn, sem eru aö vinna aö þessu málum daglega. Viö viljum gjarnan fá fleiri sam- tök I félag viö okkur.” Timburhús og náttúruleg efni. —Hvaöa þróun veröiö þiö vör viö I smekk fólks? „Þaö er áberandi hvaö fólk spyr mikiö meira um timburhús og náttúruleg efni núna en veriö hefur. Vinsældir timburhúsanna hafa aö einhverju leyti aukist vegna hræöslu viö alkali- skemmdir. En yngra fólk viröist hafa meiri tilfinningu fyrir aö vera i náttúrulegu umhverfi. Þaö eru lika komin betri efni til aö verja viöinn. Mér finnst ekki nægilega vel rannsakaö hver reksturskostn- aöur timburhúsanna er. Fyrir nokkrum árum var þetta athugaö og þá var dýrara aö búa i timbur- húsum en steinhúsum. Iögjöld voru hærri, upphitunarkostnaöur meiri og meira viöhald. Nú hefur timbur hækkaö mikiö og þaö er spurning hvort steypu- skemmdir vega þar á móti. Þaö er mál málanna hjá rann- sóknarstofnunum aö finna lausn á steypuskemmdunum. Þaö er ekki spennandi fyrir menn sem eru aö byrja aö byggja aö vita ekki hvaö er best aö gera til aö foröast slikar skemmdir. Ég hef haldiö þvi fram, aö þaö hafi veriö slakaö á kröfum undan- farin ár varöandi rakavörn aö innan. Aöur fyrr var feitur fernis borinn á veggina aö innan, en þaö er svo til horfiö. Ég held aö gömlu mennirnir hafi alveg vitaö hvaö þeir voru aö gera. Þetta hefur ekki veriö staöfest sem ein orsök fyrir alkaliskemmdum, en ég tel mikilvægtaö verja steypuna fyrir raka, sem alltaf myndast i hús- um”. Vinnukostnaður. Ólafur sagöi aö fólk vildi gjarnan fá upplýsingar um þaö hvaöa efni væri hagkvæmast aö nota. „Þaö er þó erfitt aö segja til um þaö. Þetta fer eftir þvi hvaöa kröfur fólk gerir um gæöi, verö, viöhald, samsetningu teppa, os.s.frv. Eins er mikilvert atriöi hvaö kostar aö vinna efniö. Þvi miöur höfum viö ekki nægilega miklar upplýsingar um þaö. Þaö er veriö aö vinna aö veröbanka hjá Húsnæöismálastofnun og Rannsóknastofnun byggingariön- aöarins og viö vonumst til aö eiga aöild aö honum. Þetta er alltí mikilli framþróun hjá okkur og ég vona aö viö getum komiö okkur upp fullkomnum upplýsingum um allt efni og vinnu i byggingariönaöi. Þaö fer eftir fjármagni hvaö langan tima þaö tekur. Ef fjármagniö fæst, þá ætti ekki aö taka meira en hálft ár aö koma spjaldskránni hjá okkur I gott lag. Þaö bætist daglega i safniö.” STÁLPRÝÐI HE" Skipasund 14, Simi 83050 Smiðum ýmsar gerðir af hring- og pallastigum. Höfum einnig inni- og útihandrið i fjölbreyttu úrvali. SENDUM UM LAND ALLT Fljót og örugg þjónusta Stærsta og fullkomnasta steypustöð landsins, strangt framleiðslueftirlit, 17 steypubílar og þrautreyndir starfsmenn eru trygging húsbyggjenda fyrir góðri þjónustu. Fljót afgreiðsla og stuttur steyputími er raunhæfasti sparnaður allra steypukaupenda. B.M. VALLAf STÆRSTA STEYPUSTÖÐIN HATUNI 4 A STEYPUSTOÐIN 26266 85833 ÁRTÚNSHÖFÐA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.