Vísir - 06.06.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 06.06.1980, Blaðsíða 31
Föstudagur 6. júnl 1980. væri við lok byggingartlmans. En með þvi að reikna lit hver bygg- ingarvísitalan hefði verð að meö- altali á byggingartimanum teld- ist sér til að þeir heföu byggt Engihjalla 19 a.m.k. 3% undir vfsitölunni en sá samanburður væri samt ekki nákvæmur. Stofnframlag og mánaðargreiðslur Hvernig dreifast greiðslurnar hjá þeim sem eru að byggja? „Við höfðum það fyrst þannig að menn greiddu stofnframlag, siðan mánaöarlega ákveðna upp- hæð og loks komu þrjú jöfnunar- framlög I febrúar, mai og ágúst sama árið og ibúðin er afhent en hún er afhent tæpu tveimur og hálfu ári eftir að stofnframlag er greitt. En þessu hefur verið breytt þannig að nú borga menn stofnframlag og breytilegar mán- aðargreiðslur. Stofnframlagið var 2.330 milljónir á 4ra her- bergja ibúð sem við afhendum i haust. Mánaðargreiðslur voru i byrjun 233 þúsund krónur en eru nú komnar i 420 þúsund krónur. Stofnframlagiö á 4ra herbergja Ibúðum sem verða afhentar haustiö 1981 var 3 milljónir króna og mánaðargreiðslur voru i byrj- un 300 þúsund krónur en þær eru nú komnar f 690 þúsund krónur”. Getur ungt fólk staöið undir slikum greiðslum? „Þaö hefur gengið nokkuð vel hingað til. Það er auðveldara nú en fyrir nokkuö mörgum árum og sist erfiðara en t.d. á árunum upp úr 1970. Það sem hjálpar er sifellt aukin sparimerkjaeign og meiri llfeyrissjóðsréttindi en áður”. Skrýtnar kvaðir Njóta byggingarsamvinnufélög einhverrar fyrir greiðslu umfram aðra byggingaaðila? „Nei, það tel ég ekki vera þau fá að visu svokölluð fram- kvæmdalán en þau standa fleir- um til boða en byggingasam- vinnufélögum. Hins vegar er það skrýtna við þetta að bygginga- samvinnufélögum fylgja ákveðn- ar kvaðir þannig aö viökomandi eigendur mega ekki selja íbúðim- ar á frjálsum markaði fyrr en fimm árum eftiraö framkvæmdir hófust. Þetta er þannig tilkomið að með lögum frá 1973 var ákveð- iö að veita byggingasamvinnufé- lögum ákveðna fyrirgreiðslu. Til þess að svo gæti orðiö þurfti nýja reglugerð en hún hefur aldrei séð dagsins ljós en kvaðirnar gengu strax í gildi, það þurfti enga reglugerð til þess”. Hægt aðbyggja ódýrara Telur þú aö hægt sé að byggja ódýrara en gert er? „Það er enginn vafi á þvl, en það er æöi margt I veginum og það verður ekki lagaö með einu pennastriki. Byggingaaðilar þurfa til dæmis að vera með I ráð- um við skipulag hverfa og frum- hönnun húsa. Það er búið að binda svo mörg atriði I reglum og samþykktum að þaö vantar ekk- ert nema að lóðum sé úthlutað með teikningum. Þaö yrði einnig mikið til bóta ef byggingaraðilum yrði tryggð lóöaúthlutun þannig aö reksturinn gengi ekki i sveifl- um. Þá held ég að það þyrfti að endurskoða uppmælingarkerfiö. Verkalýðsfélög þurfa einnig að hugsa til þess aö þaö eru félagar I þeim sem þurfa lika aö kaupa ibúðir, og þar af leiðandi að fá þær á lægsta verði. Kerfið er þannig að við megum ekki fá menn til aö vinna ákveðin verk nema borga um leið fyrir verk sem er ekki unnið. Uppmælingin er heldur ekki löguð nógu ört að breyttri verktækni og oft stendur hún í vegi fyrir þvi að menn til- einki sér nýjustu tækni og itrustu hagkvæmni”, sagði Grimur. Óvissa framundan Hvert verður svo framhaldið þegar þið hafið lokiö byggingum I Engihjalla? „Við fáum engan veginn nóg af lóðum og framundan er óvissa. Við höfum fengið vilyröi fyrir 2 húsum niðri i Ártúnslandi en það hefur gengið erfiölega að móta teikningar. Hvað svo tekur við veit enginn”. Byggingasamvinnufélag Kópa- vogs hefur árlega auglýst nýja byggingaflokka og hafa umsóknir um íbúðir ávallt verið miklufieiri en Ibúðirnar, frá helmingi fleiri allt upp í 3svar til fjórum sinnum fleiri. Grlmur sagði að það hefði oröiö athyglisverð breyting á slð- asta áratug. A árunum 1967-1969 byggðuþeir blokk þar sem aðeins var ein tveggja herbergja ibúð I og gekk hún seinust út en nú væri um 40% af öllum umsóknunum um 2ja herbergja ibúöir. „Ég tel að það eigi að gera byggingasamvinnufélögum hærra undir höfði en gert er i dag og löggjafinn á að ganga þar á undan og skapa þeim tryggari grundvöll. Það er bæði hagkvæmt fyrir viðkomandi bæjarfélög og einnig þjóðhagslega hagkvæmt ef hægt er aö ná byggingakostnaðin- um niður. Húsnæði er ein af frum- þörfum mannsins og sala þess á ekki að vera neinn gróðavegur eða einkamál þeirra sem hafa fjármagn undir höndum”, sagði Grímur aö lokum. Bílskúrshurðajárn NORSK GÆÐAVARA AKARN H.F.p Strandgötu 45, Hafnarfirði, sími 51103, heimasími 52784. IBUDARHUS DAGHEIMILI SUMARHÚS Verksmiöjuframleidd hús úr timbri Fjölbreytt úrval... Reynsla sem þú getur byggt á STOKKAHÚS „ ____ 26550 H KLAPPARSTÍG 8 F 101 REYKJAVÍK Samanburður Lauslegir útreikningar og saman- burður á verði og byggingartíma, hefur hvað eftir annað leitt í Ijós kosti húsanna frá Siglufirði. 110mJ einbýlishús hefur ekki veriö dýrara en 4. herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Gæði Húseiningar h.f. á Siglufiröí hafa umfram allt fengið orð fyrir efnis- gæði og vandaða framleiðslu. Margvíslegar teikningar, sem laga má að hugmyndum hvers og eins, ásamt öllum upplýsingum fást í bókinni „Nýtt hús á nokkrum dögum". SVARSEÐILL Vinsamlega sendið mér eintak Ókeypís bygglngabók Ef þú fyllir út svarseðii og sendir okkur, munum við senda þér ókeypis eintak af bókinni um hæl. „Nýtt hús á nokkrum dögum" er rúmlega 50 síður í stóru broti, með 48 tillöguteikningum af einbýlis- húsum, og ýmsum upplýsingum. Þú getur einnig fengið eintak með því að hafa samband við söluskrif- stofu okkar í síma: 15945. HÚSEININGARHF -xf af bókinni, mér að kostnaðarlausu! Núlm Heimilisfang: \ Póstnr.: Sími: /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.