Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 1

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 1
88. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. APRÍL 2002 RÉTTARHÖLD yfir fimm ísl- ömskum öfgamönnum hófust í gær í Frankfurt í Þýskalandi. Eru þeir sakaðir um að hafa ráðgert sprengjutilræði í Strassborg og talið er, að þeir hafi verið þjálfaðir til hryðjuverka í búðum al-Qaeda í Afganistan. Er lögreglan í borginni með mikinn viðbúnað og öryggis- gæslu vegna réttarhaldanna. Réttarhöldin fóru af stað með látum en draga þurfti einn sak- borninga úr réttarsal eftir að hann tók að hrópa ókvæðisorð að rétt- arskipuðum lögmönnum sínum, sem hann sakaði um að vera gyð- inga. Fjórir sakborninganna eru sak- aðir um að hafa ætlað að koma sprengju fyrir á fjölsóttum jóla- markaði í Strassborg í Frakklandi árið 2000. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um morð og fyrir að tilheyra hryðjuverkasam- tökum. Fimmti maðurinn, sem var handtekinn í apríl í fyrra, er ákærður fyrir aðild að hryðju- verkasamtökum en er ekki talinn viðriðinn ráðgert sprengjutilræði. Allir eru mennirnir frá Alsír. Enginn mannanna er talinn hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september en þýskir saksóknarar halda því fram, að þeir hafi allir fengið þjálfun í búðum al-Qaeda, hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens, í Afganist- an á árunum 1998 til 2000. Réttað yfir fimm íslömskum öfgamönnum í Þýskalandi Ráðgerðu hryðju- verk á jólamarkaði Reuters Meintur félagi í hryðjuverkasamtökum í lögreglubíl í Frankfurt eftir að réttarhöld hófust þar í máli hans og annarra íslamskra öfgamanna. Frankfurt. AFP. ÞÚSUNDIR manna komu saman á Santa Croce- torginu í miðborg Flórens í gær, en þá var efnt til allsherjarverkfalls á Ítalíu, með þátttöku milljóna launþega. Meðlimir í þrem stærstu launþegasam- tökum landsins fóru í átta tíma verkfall til þess að mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnar Silvios Berl- usconis forsætisráðherra sem miða að því að gera fyrirtækjum auðveldara um vik að segja upp starfs- fólki. Stjórnvöld segja nauðsynlegt að gera þær um- bætur sem fyrirhugaðar eru til þess að Ítalía verði betur samkeppnisfær og laði að erlenda fjárfesta. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið sem efnt er til á Ítalíu í hátt í tvo áratugi. Verksmiðjur, bankar, skólar og pósthús voru lokuð og almennings- samgöngur lágu að mestu niðri. Á sjúkrahúsum var aðeins veitt neyðarþjónusta. Samningaviðræður milli ríkisstjórnarinnar og launþegasamtakanna fóru út um þúfur í liðnum mán- uði. Berlusconi sagðist hins vegar í gær reiðubúinn til frekari viðræðna þó að hann ítrekaði jafnframt nauðsyn þeirra breytinga sem stjórnvöld vilja stuðla að. Það eykur á spennuna á Ítalíu að einn helsti höf- undur endurbótanna sem ríkisstjórnin hyggst gera hefur verið myrtur, og hafa hermdarverkasamtökin Rauðu herdeildirnar lýst ábyrgð á hendur sér. Reuters Allsherjarverkfall á Ítalíu COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sló í gær á vænting- ar manna um vopnahlé í Mið-Aust- urlöndum en sagði þó að miðað hefði í rétta átt í viðræðum hans við leið- toga Palestínumanna og Ísraela. Fulltrúar Palestínumanna sögðu þetta hins vegar af og frá og lögðu áherslu á að ekkert þýddi að ræða um vopnahlé fyrr en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kallaði her sinn frá heimastjórnarsvæðum Pal- estínumanna. Powell ræddi við Sharon þriðja sinni í gær en hann fer frá Ísrael í dag, miðvikudag. Fyrst mun hann þó eiga viðræður við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Gert er ráð fyrir að Powell komi við í Egyptalandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna og mun hann ræða við ráðamenn í Kaíró í heimsókninni. Enn barist í Betlehem Sharon hafði á mánudag fyrirskip- að að dregið skyldi nokkuð úr að- gerðum hersins á svæðum Palestínu- manna. Í gær gerði Ísraelsher hins vegar atlögu að flóttamannabúðum í borginni Nablus og lést tólf ára gam- all palestínskur drengur í aðgerðun- um. Þá réðust Ísraelar inn í bæinn Tulkarem að nýju og í Gazaborg beið einn Palestínumaður bana. Harðir skotbardagar geisuðu jafn- framt við Fæðingarkirkjuna í Betle- hem en þar sitja ísraelskir hermenn um 200 Palestínumenn sem hafast við í kirkjunni, en þar er um að ræða bæði eftirlýsta byssumenn og óvopn- aða borgara. Haft í hótunum við Sharon Fréttaskýrendur segja ólíklegt að Powell muni takast það ætlunarverk að koma á vopnahléi og fá Ísraela til að kalla her sinn frá herteknu svæð- unum. Bandarískir stjórnarerind- rekar voru að vísu sagðir vinna að yf- irlýsingu sem deilendur myndu senda sameiginlega frá sér þar sem sjálfsmorðsárásir væru fordæmdar og kveðið á um stofnun sjálfstæðs, palestínsks ríkis. Ekki yrði þó um eiginlega vopna- hlésyfirlýsingu að ræða og sagði Mahmud Abbas, háttsettur fulltrúi Palestínumanna, að á meðan Ísr- aelsher héldi uppteknum hætti á svæðum Palestínumanna væri óhætt að segja að för Powells hefði litlu skilað. Lét annar ónafngreindur pal- estínskur embættismaður hafa eftir sér að Powell myndi í besta falli geta lýst því yfir við brottför sína að áfram yrði unnið að því að draga úr ofbeldi í heimshlutanum. Hamas-samtökin brugðust í gær hart við þeim fréttum að Ísraelar hefðu handtekið Marwan Barghuti, náinn samstarfsmann Arafats og forystumann Fatah-hreyfingar Ara- fats. Hótuðu þeir að ráða Sharon, forsætisráðherra Ísraels, af dögum. Powell segir að miðað hafi í rétta átt Jerúsalem, Betlehem. AFP.  Eyðileggingin/22 RÍKISSTJÓRN Hollands sagði af sér í heild sinni í gær vegna gagnrýni sem sett er fram á hendur hol- lenskum stjórn- völdum í nýrri skýrslu um fjölda- morð Bosníu- Serba á múslim- um í bænum Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Stjórnin mun þó starfa áfram til bráðabirgða fram yfir kosningar sem þegar höfðu verið boðaðar 15. maí nk. Fimm ár eru liðin síðan hollensk stjórnvöld ákváðu að láta fara fram rannsókn á tildrögum þess að Bosn- íu-Serbar komust upp með að myrða um 7.500 íbúa Srebrenica þrátt fyrir að svo ætti að heita að bærinn nyti verndar hollenskra friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaða rannsóknarnefndar- innar, sem kunngjörð var í síðustu viku, var sú að ekki væri hægt að kenna friðargæsluliðunum um hvernig fór. Hins vegar voru hol- lensk stjórnvöld, yfirmenn hollenska hersins og SÞ gagnrýnd fyrir að hafa sent út af örkinni friðargæslusveitir sem ljóst var að gætu ekki sinnt verkefni sínu sem skyldi. Sagði í skýrslunni að aðgerðin hefði verið „illa ígrunduð og nánast vonlaus“. Í kjölfar þess að skýrslan var gerð opinber sögðust tveir ráðherrar rík- isstjórnar Hollands hugsanlega ætla að segja af sér. Að loknum neyðar- fundi í gær tilkynnti Wim Kok for- sætisráðherra hins vegar að stjórnin myndi öll fara frá. „Alþjóðasam- félagið hefur enga eina ásýnd og get- ur því ekki tekið ábyrgð í nafni fórn- arlambanna í Srebrenica. Ég get það hins vegar og geri það hér með,“ sagði Kok er hann ávarpaði hol- lenska þingið í gær. Kok, sem var forsætisráðherra þegar atburðirnir í Srebrenica áttu sér stað, hafði þegar tilkynnt að hann gæfi ekki kost á sér til endur- kjörs í kosningunum í maí. Ríkisstjórn Hol- lands segir af sér Haag. AFP, AP. Wim Kok

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.