Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 5

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 5
HVATNINGARVER‹LAUN RANNÍS afhent á ársfundi Rannsóknarráðs Íslands Hvatningarverðlaun RANNÍS eru stærstu verðlaunin í íslenska vísindasamfélaginu. Þau eru veitt vísindamönnum sem líklegir eru til að ryðja brautina í uppbyggingu þekkingarþjóðfélagsins. Á ársfundi Rannsóknarráðs Íslands 18. apríl á Hótel Loftleiðum verða Hvatningarverðlaunin afhent fyrir árið 2002. Tilvitnanir eru úr rökstuðningi dómnefndar Hvatningarverðlauna RANNÍS. „...ötull brautryðjandi í því að innleiða þekkingu á líftækni hér á landi og [...] nýta þá þekkingu til hagsbóta fyrir íslensk atvinnulíf.“ Jakob K. Kristjánsson forstjóri Prokaria hf. 1987 „...valinn formaður tölfræðinefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins, sem með öðru sýnir að hann á unga aldri er orðinn einn af fremstu vísindamönnum heims á sínu sviði.“ Gunnar Stefánsson tölfræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni og dósent í stærðfræði við Háskóla Íslands. 1988 „...lagt mikilvægan skerf til landnýtingar og landgræðslumála á Íslandi [rannsóknir hennar bjóða] upp á gífurlega möguleika til að auka árangur við uppgræðslu landsins.“ Áslaug Helgadóttir sviðsstjóri jarðrækarsviðs Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins 1990 „...sýnt mikinn brautryðjendakraft og aflað mikilvægrar þekkingar fyrir Ísland [...] aðal- maðurinn á bakvið það að Marel hefur tekist að þróa og markaðssetja [tölvusjón] í harðri samkeppni við mörg stór alþjóðleg fyrirtæki.“ Hörður Arnarson forstjóri Marels hf. 1992 „...hefur á undanförnum 5 árum unnið braut- ryðjendastarf í rannsóknum á algengu og oft alvarlegu þungunarvandamáli, svokallaðri meðgöngueitrun [...] myndað stóran, fjölþjóð- legan rannsóknahóp, þar sem ástralskir, skoskir, íslenskir og franskir vísindamenn hafa lagt til efni og þekkingu.“ Reynir Arngrímsson læknir og dósent í erfðafræði við Háskóla Íslands 1994 „...[starf hans er] lýsandi dæmi um þær öflugu rannsóknir sem stundaðar eru á sviði lyfja- fræði hér á landi í dag og sýna á áhrifamikinn hátt hvernig grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir fara saman, vísindum til framdráttar og landsmönnum til hagsbóta.“ Sveinbjörn Gizurarson prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar hf. 1996 „...sýnir á áhrifamikinn hátt hvernig hægt er að tengja saman alþjóðlegar stefnur og strauma og íslenskan bókmenntaveruleika.“ Ástráður Eysteinsson prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands 1996 „...afkastamikill fræðimaður og einstaklega duglegur að birta verk sín bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.“ Kristján Kristjánsson prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri 1997 „...þegar aflað sér alþjóðlegrar viðurkenningar sem frumkvöðull á sínu sviði [...] birt margar vísindagreinar í virtustu tímaritum heims á sínu fræðasviði.“ Jón Atli Benediktsson prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands 1997 „...skrifað fjölmargar fræðigreinar í virt vísindarit [...] Vísindaleg vinna hennar, þekking og viðhorf til rannsókna og vísindalegra vinnubragða er öðrum til eftirbreytni.“ Ingibjörg Harðardóttir dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands 1998 „...afkastamikill fræðimaður og er einnig orðinn eftirsóttur fyrirlesari bæði innan lands og utan [...]leiðandi í að endurlífga og alþjóðavæða íslenska sagnfræði um þessar mundir.“ Valur Ingimundarson lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1999 „...byggt upp eina öflugustu vöruþróunardeild áÍslandi sem byggir bæði á eigin rannsóknum og samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla víða um heim [...] einn af þeim ungu vísinda- mönnum sem leitt hafa þá miklu þekkingar- væðingu sem við sjáum nú allt í kringum okkur að er að gjörbylta íslensku atvinnulífi.“ Hilmar B. Janusson þróunarstjóri Össurar hf. 1999 ,,...rannsóknir þær sem hann hefur leitt hafa vakið athygli á ráðstefnum og eflt almennt rannsóknastarf læknadeildar á sviði sameindalíffræði og erfðafræði." Eiríkur Steingrímsson sagnfræðingur 2000 ,,...býsna magnað dæmi um það hvernig grunnvísindi og hagnýtar rannsóknir geta orðið eitt og sama ferlið sem tengist jafnframt þjóðarhag með afdrifaríkum hætti." Anna K. Daníelsdóttir stofnerfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnunni 2000 ,,... hefur haslað sér völl á alþjóðavísu sem virtur fræðimaður á sínu sviði og hefur setið í skipulagsnefndum margra alþjóðlegra ráð- stefna. Þá er það sérlega athyglisvert hvernig hann hefur hagnýtt sér tölvutæknina til þess að halda uppi árangursríku og þróttmiklu sam- starfi við vísindamenn víða um heim." Magnús Már Halldórsson prófessor við tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands 2001 ,,...[vann] ötullega að þeim verkefnum sem leiddu til stofnunar Fornleifastofnunar Íslands árið 1995. Í tengslum við vísindalegt starf verður fyrirtækið að teljast gagnmerkt frumkvöðulsverkefni sem lýsir miklu áræði og stórhug." Orri Vésteinsson forstöðumaður rannsókna- og kennslusviðs Fornleifastofnar Íslands 2001 RANNÍS LE T U R V A L - H A LL D Ó R B .K R IS T JÁ N S S O N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.