Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 13 HÚSNÆÐISMÁL Mennta- skólans í Reykjavík voru í brennidepli á fjölmennum fundi sem Skólafélag MR, Framtíðin og Foreldrafélag MR stóðu fyrir í Ráðhúsinu í fyrrakvöld að viðstöddum menntamálaráðherra, borg- arstjóra og oddvitum fram- boðslista Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra vegna borg- arstjórnarkosninga. Meðal þess sem þar bar á góma var svokölluð einkaframkvæmd- arleið við fjármögnun á ný- byggingum gömlu framhalds- skólanna og nauðsyn þess að taka heildarafstöðu til við- halds og nýbygginga áður en af frekari framkvæmdum við MR getur orðið. Einnig kom fram að rekstr- ar- og viðhaldskostnaður við framhaldsskólana er alfarið á hendi ríkisins. Steingrímur Ari Arason, fulltrúi foreldra, sagði að deilurum aðkomu Reykjavík- urborgar að framkvæmdum við gömlu framhaldsskólana í borginni hefðu bitnað á ný- sköpun, stefnumótun og upp- byggingu skólastarfs í Reykjavík. Hann sagði ýmis teikn á lofti um að menn hefðu slíðrað sverðin og benti í því sambandi á að mennta- málaráðuneytið hefði í sinni áætlanagerð lagt áherslu á nauðsyn framkvæmda við gömlu framhaldsskólana í Reykjavík og stefnt væri að því að veita um milljarð króna á næstu fjórum árum til uppbyggingar skólanna. Þá hefði borgarráð samþykkt í febrúar síðastliðnum að styrkja uppbyggingu MR. Hann nefndi í þessu sambandi að gerð hefði verið áætlun um allt að 2.500 fermetra ný- byggingar á reit Mennta- skólans í Reykjavík. Steingrímur Ari sagði brýnt að menn settust niður og ræddu í alvöru hvort borg- aryfirvöld, líkt og önnur sveitarfélög, væru reiðubúin að leggja sitt af mörkum til allra nýframkvæmda, hvort heldur við gömlu eða nýju framhaldsskólana. Á móti mundi ríkið viðurkenna eign- arhlut borgarinnar og tryggja eðlilegt endurgjald fyrir húsnæðið. Hann benti á að eins og málum væri háttað í MR í dag lægju menningar- söguleg verðmæti undir skemmdum auk þess sem skólinn væri stærsti vinnu- staður miðborgarinnar. Stór hluti framkvæmda viðhaldsverkefni Bolli Thoroddsen, in- spector scholae, reifaði í stuttu máli hvernig að- stöðuleysið blasir við nem- endum skólans. Hann sagði leikfimiaðstöðu nemenda í gamla leikfimihúsinu óvið- unandi, bæði væri of þröngt um nemendur og lofthæð undir því sem eðlilegt gæti talist. Hann sagði aðstöðu nemenda í Casa nova mjög bágborna og að viðhald á hús- inu væri fjármagnað með sjóðum nemenda. Að auki væri mikill skortur á bíla- stæðum við skólann sem gerði nemendum erfitt fyrir á morgnana og fjárhagur þeirra leyfði ekki að lagt væri í gjaldskyld bílastæði. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði að ekki væri unnt að standa að ný- framkvæmdum við fram- haldsskólana í Reykjavík með öðrum hætti en gert væri annars staðar á landinu og að borgin yrði að koma að fram- kvæmdunum til móts við ríkið með 40% framlagi. Hins veg- ar virtist sér í fljótu bragði sem stór hluti þeirra fram- kvæmda sem stæðu fyrir dyr- um, m.a. við MR, væru við- haldsverkefni en þau væru alfarið á hendi ríkisins og hlutur borgarinnar því ekki jafnstór og ætla mætti. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri sagðist líta svo á að borginni bæri ekki að fjármagna fjörutíu prósent af framkvæmdum við gömlu framhaldskólanna, MR, MH og MS, sem væru 100% í eigu ríkisins. Skyldur gagnvart þessum skólum væru því lög- um samkvæmt fyrst og fremst á herðum ríkisins. Hún sagði að borgin hefði ákveðið að styrkja að hluta endurbætur á húsnæði MR við Amtmannsstíg 2 en áætl- að er að þær framkvæmdir kosti um 40 milljónir króna. Aðspurð sagði hún það fyrsta áfanga í stuðningi borg- arinnar við uppbyggingu skólans. Ingibjörg lagði til að í þeim tilvikum þar sem ríkið treysti sér ekki til að koma með framlög til framhalds- skólanna á fjárlögum yrði farin leið einkafram- kvæmdar. Mannvirkin yrðu þá greidd til baka á tilteknu árabili með eðlilegu endurgjaldi til að standa undir stofnkostnaði og sem að lokum yrðu í eigu rík- isins. Heildarafstaða tekin til viðhalds og nýbygginga Björn Bjarnason, borg- arstjóraefni Sjálfstæð- isflokksins, sagðist líta svo á að ríki og borg ættu að vinna sameiginlega að fram- kvæmdum við framhalds- skólana. Hann sagði mögu- legt að velta fyrir sér nánar leið einkaframkvæmdar líkt og gert hefði verið við bygg- ingu Iðnskólans í Hafnarfirði en að hann myndi beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg axlaði sömu ábyrgð og önnur sveitarfélög gerðu í sambæri- legum málum. Ekki væru efn- isleg rök fyrir afstöðu Reykjavíkurborgar í málinu. Ólafur F. Magnússon frá Frjálslynda flokknum sagði mögulegt að nýta sér kosti einkaframkvæmdarleið- arinnar við byggingu skóla- húsnæðis og tryggja þannig að fjármunum við fram- kvæmdir yrði betur varið. Fjölmargar fyrirspurnir bárust úr sal og m.a. var spurt hvort ekki væri eðlilegt að ríki veitti meira fé til hús- næðismála framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu í ljósi þess að 52% framhaldsskóla- nemenda væru þar við nám. Menntamálaráðherra sagði að menn gerðu sér grein fyrir að um uppsafnaðan vanda væri að ræða í höfuðborginni og að á þeim vanda yrði að taka. Spurt var hvort mennta- málaráðuneytið myndi beita sér fyrir því að farið yrði í viðhaldsverkefni á húsum MR og gamla skólahúsið m.a. endurnýjað, í ljósi þess að ráðherra hefði sagt að við- haldið væri á ábyrgð ráðu- neytisins. Í svari mennta- málaráðherra kom fram að mikilvægt væri að forgangs- raða í viðhaldsverkefnum því ljóst væri að gera þyrfti end- urbætur á fjölmörgum bygg- ingum í eigu ríkisins. Björn Bjarnason bætti við að í dæmi MR blandaðist saman ný- byggingar- og viðhaldsverk- efni sem líta þyrfti á sem eina heild. Ágúst Jónsson, sem sæti á í byggingarnefnd MR, vakti máls á því að framkvæmdum við MR yrði ekki haldið áfram fyrr en tekin yrði heildar- afstaða til viðhalds og ný- bygginga við skólann. Þá var Björn Bjarnason spurður hvort hann myndi beita sér fyrir því að borgin greiddi 40% af stofnkostnaði við ný- byggingar yrði hann kosinn borgarstjóri. Sagði Björn að það mál væri á sinni stefnu- skrá og að hann væri tals- maður þess að svo yrði. Leið einkaframkvæmdar rædd á fjölmennum fundi um húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík Viðhaldskostnaður al- farið á hendi ríkisins Morgunblaðið/Þorkell Bolli Thoroddsen, inspector scholae, Steingrímur Ari Arason, fulltrúi foreldra, Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins til borgarstjórnarkosninga, Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Jens Þórðarson fundarstjóri. Miðborgin FUNDARGESTIR á opnum fundi hverfasamtaka Vatns- endahverfis „Sveit í borg“ og frambjóðendum þeirra fjög- urra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi sveita- stjórnarkosningum í Kópa- vogi á mánudagskvöld, voru ekki alls kostar ánægðir með svör fulltrúa meirihluta bæj- arstjórnar við fyrirspurnum varðandi Vatnsendasvæðið. Gengið var hart eftir svör- um um skipulag á frestuðum skipulagsreit, svokölluðum F- reit á Vatnsenda, sem Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingar, sagði að vitnaði um að meirihlutinn hefði uppi hugmyndir á reitnum „sem menn halda að sé ekki gott að kynna fyrir kosningar“. „Þessi frestun er náttúr- lega algjörlega óviðunandi fyrir þá íbúa sem eru á þess- um frestaða reit. Enn sem komið er, er eina skipulags- hugmyndin sem fram hefur komið á svæðinu, að setja blokk ofan á húsið þeirra,“ sagði Flosi. Gunnar I. Birgisson Sjálf- stæðisflokki sagði að þegar skipulagi á reitnum hefði ver- ið frestað á sínum tíma, hefðu hann og Sigurður Geirdal lýst því yfir að hæð húsa á reitnum yrðu lægri en sú tillaga sem hefði legið frammi og yrðu í samræmi við skipulag á Norð- ursvæði Vatnsendans. Gunn- ar lýsti því yfir aðspurður að hann væri ekki tilbúinn til að taka upp kaupsamninga við landeigendur á Vatnsenda, enda hefðu þeir verið mjög hagstæðir fyrir Kópavogsbæ. Íbúar vilja 3 þúsund manna vistvæna byggð Á fundinum voru kynntar helstu hugmyndir íbúa á Vatnsenda um framtíðar- skipulag svæðisins þar sem fram kom í máli Rutar Krist- insdóttur, formanns hverfa- samtakanna „Sveit í borg“, að samtökin legðu áherslu á að Vatnsendinn allur yrði að sveit í bæ og áhersla væri lögð á vistvæna byggð. Íbúar vildu 3 þúsund manna byggð er félli vel að umhverfinu og þess væri gætt að náttúruverð- mætum yrði ekki spillt. Hún minnti á athugasemdir hverfasamtakanna við deili- skipulag Kópavogsbæjar fyr- ir svæðið þar sem fram kom m.a. að íbúum þætti skorta á að bærinn gætti að réttarör- yggi íbúa og sumarhúsaeig- enda þótt þau mál hefðu færst nokkuð til betri vegar. Rut lagði til að tekið yrði upp virkt samráð bæjaryfirvalda og íbúa er fælist í því að að skiptast á hugmyndum. Enn- fremur að tekið yrði upp virk- ara skipulag varðandi heild hverfisins í stað hluta þess „þannig að við fáum gott sveitahverfi sem við erum sátt við,“ sagði Rut. „Ég held að Kópavogsbær verði samt að marka sér sýni- lega stefnu og að það hljóti að vera hluti af góðum stjórn- sýsluháttum að hafa bæjar- búa upplýsta,“ sagði hún. Ármann Kr. Ólafsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulagsnefndar Kópavogs, sagði að gert væri ráð fyrir 5 þúsund manna byggð á Vatnsendasvæðinu samkvæmt aðalskipulagi 2000–2012. Hefði bærinn við gerð deiliskipulags á Norður- svæði Vatnsendans þar sem gert er ráð fyrir 1.500 manna byggð, tekið tillit til athuga- semda íbúa svæðisins. „Það var gagnrýnt að við værum með byggð of nálægt Elliða- vatni. Við færðum helgunar- svæði 50 metra frá vatninu og nú eru engar nýjar íbúðalóðir innan þessa svæðis,“ sagði Ármann. „Við vorum gagnrýndir fyr- ir að upphafleg byggð væri of háreist og við lækkuðum hæstu byggingarnar þar og fórum hæst í þrjár hæðir fjærst vatninu.“ Þá sagði hann veghelgunarsvæðið í gegnum Norðursvæðið hafa verið mjög mikið gagnrýnt fyrir að þar kæmist 4 akreina vegur fyrir í framtíðinni og því var það þrengt úr 60 metr- um í 40. „Auðvitað má alltaf auka samráð við íbúa og við teljum okkur hafa haft mikil samráð við þá.“ Þarf að gefa sér góðan tíma Tryggvi Felixsson, fram- bjóðandi Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði áherslu á það í erindi sínu um framtíðarsýn á Vatnsendasvæðið að menn þyrftu að gefa sér góðan tíma til að skipuleggja svæðið og samráð við íbúa væru mikil- væg. Hann gagnrýndi máls- meðferð núverandi meirihluta í skipulagsmálum á svæðinu, m.a. vegna þess að horfið hefði verið frá upprunalegum hugmyndum í Hvörfum og breytt landnotkun miðað við deiliskipulag sem gert var. „Við reyndum ítrekað að koma í veg fyrir þetta en það lá svo mikið á að úthluta lóð- um að það var ekki hægt að bíða. Það þurfti að breyta og það tel ég að hafi verið afar óheppilegt,“ sagði hann. Hann taldi það hafa verið mikil mistök af hálfu bæjaryf- irvalda að ganga til samninga um yfirtöku lands á svæðinu þar sem inn í samningana hafi verið fléttaðar ýmsar kvaðir í byggingamálum milli Elliða- vatns og -vegar. „Sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir þetta svæði er að skapa þar einstaka byggð í jaðri höfuðborgar og vonandi verður hún þannig að allir þeir sem búa á þessu svæði í dag geti hugsað sér að búa þar áfram.“ Sigurður Geirdal bæjar- stjóri, Framsóknarflokki, sagði í erindi sínu að í skipu- lagsmálum Kópavogs hefði frá fyrstu tíð verið reynt að samræma ólík sjónarmið. „Vandamálið er alltaf að finna viðunandi lausnir fyrir alla að- ila,“ sagði hann. Hann taldi skipulagið fyrir Vatnsenda- svæðið bera vott um vönduð vinnubrögð af hálfu bæjaryf- irvalda og allra sem að því unnu. „Við teljum að hér séu um að ræða einkar glæsilegt íbúðahverfi í einkar fallegu umhverfi.“ Hann lagði áherslu á bland- aða byggð með fjölbýlis- og einbýlishúsum og sagðist ekki vilja vera talsmaður þess að eingöngu efnafólk byggði svæðið heldur líka ungt fólk með börn. „Svæðið í heild verður einhver glæsilegasta byggð höfuðborgarsvæðisins þegar uppbygginu er lokið, en ljóst er að það mun taka all- mörg ár að byggja allt þetta svæði.“ Vinstrihreyfingin – grænt framboð býður í fyrsta skipti fram í Kópavogi í komandi kosningum. Frambjóðandi Vinstri grænna, Ólafur Þór Guðmundsson, lagði í erindi sínu áherslu á samráð við íbúa við skipulagningu byggðar á Vatnsenda. Hugmyndir Vinstri grænna ganga út á 3 þúsund manna lágreista byggð og lofaði Ólafur hug- myndir íbúa um að gera svæð- ið að ferðaþjónustu- og úti- vistarsvæði. „Það hafa komið upp hugmyndir um að efla að- stöðu til veiða, gera göngu- stíga, skapa aðstöðu til skíða- göngu, útreiðartúra o.s.frv. Það á að markaðssetja svæðið með þetta í huga,“ sagði hann. „Við höfum líka horft til þess svæðis sem er óráðstafað hér. Ef það er mönnum svo mikið kappsmál að hafa hér 5 þúsund manna byggð, þá á að skipuleggja allt svæðið í einu með tilliti til þess,“ sagði hann og bætti við að lykilhugsunin við skipulagningu svæðisins fælist í að taka tillit við íbúana, náttúruna og ná- grannabyggðirnir. Fram kom á fundinum að hvorki Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, né Sig- urður Geirdal bæjarstjóri höfðu vitneskju um að 200 fer- metrar af landi íbúa í Hvarfa- hverfi höfðu verið teknir af lóðinni án þess að lóðareig- anda væri tilkynnt um það. Gjörningurinn uppgötvaðist þegar lóðin var mæld út vegna trjáræktar lóðareig- andans. Lýsti Gunnar þessu sem mistökum og Sigurður játaði að hann vissi ekkert um málið. Fjölmennur fundur kjósenda og frambjóðenda um framtíð Vatnsendasvæðisins Áhersla lögð á samráð við íbúa Morgunblaðið/Þorkell Íbúar Vatnsenda vilja 3 þúsund manna vistvæna byggð en gert er ráð fyrir 5 þúsund manna byggð í deiliskipulagi. Vatnsendi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.