Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 18
LANDIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR skömmu bættist nýr bátur í
flota Húsvíkinga þegar Hraunút-
gerðin ehf. keypti Eyvind KE 99
frá Keflavík. Báturinn sem er 40
brl. að stærð hlaut nafnið Sæborg
og einkennisstafina ÞH 55.
Hraunútgerðin sem er í eigu
Karls Óskars Geirssonar og fjöl-
skyldu hóf útgerð sl. haust með því
að taka Keili SI 145 á leigu til eins
árs. Keilir sem er 50 brl. var gerður
út á dragnót í fyrstu en hefur verið
á þorskanetum að undanförnu. Sæ-
borgin verður gerð út á dragnót og
hefur þegar hafið róðra.
Segja má að báturinn sé kominn
heim aftur því hann var smíðaður
árið 1977 fyrir Húsvíkinga og hét
upphaflega sama nafni, Sæborg ÞH
55. Það var afi Karls, Karl Að-
alsteinsson og synir hans þeir Að-
alsteinn og Óskar sem létu smíða
hann hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs
og Trausta á Akureyri. Þeir gerðu
bátinn út til ársins 1991 að hann
var seldur til Keflavíkur. Karl Ósk-
ar er ekki með öllu ókunnugur
bátnum því hann var í áhöfn hans
þegar hann var gerður út frá Húsa-
vík.
Svo skemmtilega vill til að Keilir
var einnig smíðaður fyrir Húsvík-
inga á sínum tíma. Það var Útgerð-
arfélagið Korri hf. sem lét smíða
bátinn hjá skipasmíðastöðinni
Skipavík í Stykkishólmi árið 1975.
Báturinn hlaut nafnið Kristbjörg og
einkennis-stafina ÞH 44, Korri
gerði hann út fram á mitt ár 1992
þegar hann var seldur Höfða hf. á
Húsavík og hlaut nafnið Kristey og
einkennisstafina ÞH 25. Höfði hf.
sameinaðist síðan Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur hf. og var báturinn seld-
ur frá Húsavík 1997.
Þessir tveir bátar eru með þeim
síðustu sem smíðaðir voru úr eik á
Íslandi af stærðinni 20-50 brúttó-
rúmlestir. Sæborgin var síðust í
röðinni hjá þeim Gunnlaugi og
Trausta, Kristbjörg næstsíðust í
Skipavík en Ásbjörg ST 7 frá
Hólmavík var sá síðasti, henni var
hleypt af stokkunum 1977.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sæborg ÞH 55 er komin aftur í húsvíska flotann.
Sæborgin komin aftur heim
Nýr bátur bæt-
ist í flotann
Húsavík
GRÁGÆSIN SLU er komin heim
á Blönduós til sumardvalar. SLU
var merkt ásamt 117 öðrum grá-
gæsum á Blönduósi sumarið 2000.
Fleiri merktar gæsir hafa sést
þótt ekki hafi verið lesið á háls-
merki þeirra. Vart varð við
fyrstu grágæsirnar í byrjun mán-
aðarins en um helgina fjölgaði
verulega í hópnum og eins hefur
sést til helsingja í túnum bænda í
A-Húnavatnssýslu allra síðustu
daga.
Húnavatnssýslur og Skaga-
fjörður munu víst vera einn helsti
vordvalarstaður fyrir helsingjann
en hann verpir mikið á Græn-
landi.
Víst er að grágæsin SLU og fé-
lagar eiga eftir að setja mikinn
svip á bæjarlífið í sumar þegar
gæsirnar rölta með ungahópana
yfir Norðurlandsveg, milli bithag-
anna við Héraðshælið og lög-
reglustöðina.
SLU er
komin
heim
Blönduós
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
AÐALFUNDUR Barra ehf. á Eg-
ilsstöðum var haldinn fyrir
skemmstu. Fyrirtækið er nú
stærsti einstaki trjáplöntufram-
leiðandi landsins og er
nú framleidd ríflega
ein og hálf milljón
plantna á ári í stöðinni,
einkum lerki.
Tæplega einnar
milljónar króna tap
varð á rekstri Barra á
síðasta ári, sem er ríf-
lega fjórum milljónum
króna betri afkoma en
árið áður. Skýrist það
einkum af sölu vöru-
lagers Fossvogsstöðv-
ar á rekstrarárinu.
Rekstrartekjur voru
44,9 milljónir en 50
milljónir árið áður.
Rekstrargjöld námu
42 milljónum, sem er
10 milljónum króna
minna en á fyrra ári. Tap hefur
verið á rekstri félagsins síðan árið
1997, en á yfirstandandi rekstr-
arári verður líklega gert ráð fyrir
2–3 milljóna króna hagnaði.
Jón Kr. Arnarson framkvæmda-
stjóri Barra mun láta af störfum í
haust og hefur Rúnar Ísleifsson,
skógfræðingur hjá Héraðsskógum,
verið ráðinn í hans stað. Aðrir um-
sækjendur um starfið voru Katrín
Ásgrímsdóttir og Loftur Jónsson.
Hjá fyrirtækinu starfa nú auk
framkvæmdastjóra 3 fastráðnir
menn og 10 manns í hlutastörfum.
Ekki er reiknað með sérstökum
áherslubreytingum í rekstri, en þó
verður bókhald og þess háttar nú
unnið í stöðinni, en sú vinna var öll
aðkeypt áður. Frestað verður
byggingu 2000 fermetra gróður-
húss um ótilgreindan tíma eða þar
til séð verður fram á
verkefni fyrir það.
Talinn hafði verið
grundvöllur fyrir
byggingu þess vegna
stórra verkefna sem
talin voru líkleg á
þessu ári, en þær von-
ir brugðust.
Rekstur Barra mun
þannig verða nokkuð
fyrirsjáanlegur næstu
árin. Helstu kaupend-
ur að plöntum Barra
eru nú Héraðsskóga-
verkefnið, einstak-
lingar og stofnanir.
Árleg plöntukaup
Héraðsskóga velta þó
alltaf á fjárlögum
hvers árs til þess
verkefnis. Ef fjárveiting ríkisins
lækkar milli ára, eins og gerðist á
þessu ári, hefur það mikil áhrif á
alla samninga um plöntukaup og
þannig keðjuverkandi áhrif á stöðu
ræktenda.
Stjórn Barra hf. skipa nú Helgi
Hjálmar Bragason og Hlynur Hall-
dórsson frá Félagi skógarbænda á
Fljótsdalshéraði, Broddi Bjarna-
son tilnefndur af landbúnaðarráðu-
neyti, fulltrúi almennra hluthafa,
og stjórnarformaður er Hilmar
Gunnlaugsson og Ólafur Sigurðs-
son situr í stjórn fyrir hönd Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur.
Gert ráð fyrir
hagnaði í fyrsta
sinn í fimm ár
Egilsstaðir
Rúnar Ísleifsson, nýr
framkvæmdastjóri
Barra, Egilsstöðum.
OPINN fundur verður haldinn á
Hvanneyri föstudaginn 19. apríl kl.
13–18, í mötuneyti Landbúnað-
arháskólans á Hvanneyri, um
markaðsmál lífrænna afurða á Ís-
landi.
Markmiðið með fundinum er að
fá fulltrúa sem flestra er koma að
ferlinu frá moldu til matar til að
kynna sín sjónarmið og skapa
þannig umræðu er getur styrkt og
eflt stöðu lífrænna matvæla á
markaðnum í dag. Gert er ráð fyr-
ir aðstöðu á staðnum til kynningar
á tengdu efni.
Framsöguerindi halda m.a.:
Gunnar Gunnarsson framkvæmda-
stjóri Vottunarstofunnar Túns,
Þórður Halldórsson formaður
VOR, Kristján Oddsson mjólkur-
framleiðandi í Neðra-Hálsi í Kjós,
Steinþór Skúlason og Auðunn
Hermannsson ræða málið frá sjón-
arhóli afurðastöðva, Rúnar Karl
Sigurkarlsson og Erna Sif Arn-
fjörð Smáradóttir verða fulltrúar
Yggdrasils og Nýkaupa.
Fyrir hönd neytenda tala þau
Jóhannes Gunnarsson og Anna
Guðrún Þórhallsdóttir.
Það er Lífræn miðstöð á Hvann-
eyri sem stendur fyrir fundinum
og fundarstjóri er Hákon Sigur-
grímsson frá landbúnaðarráðu-
neytinu. Þátttöku þarf að tilkynna
til Landbúnaðarháskólans og er
þátttökugjald 500 kr. Allir vel-
komnir.
Lífræn miðstöð
á Hvanneyri
Fundur um
markaðsmál
lífrænna
afurða
Hvanneyri
ÁRSÞING Héraðssambands Suð-
ur-Þingeyinga var haldið í Barna-
skóla Bárðdæla nýlega og voru
þar heiðruð nokkur ungmenni
sem unnu til afreka á árinu 2001.
Þar var Hildigunnur Káradótt-
ir valin íþróttamaður ársins auk
þess sem hún fékk bikar fyrir
góðan árangur í glímu, en hún
hefur stundað þá íþrótt frá unga
aldri og árangur hennar verið
mjög góður. Hún var í fyrsta sæti
kvenna á styrkleikalista Glímu-
félags Íslands fyrir árið 2001 og
vann þá Freyjumenið. Þá varð
hún í 1. sæti í Landsglímunni og í
1. sæti í Bikarglímunni. Einnig
varð hún í 1. sæti í 60 kg flokki á
Meistaramóti Íslands og á Lands-
móti UMFÍ varð hún í 1. sæti í 65
kg flokki. Hún vinnur mikið fyrir
glímumenn HSÞ og hefur stundað
þjálfun á yngri glímumönnum.
Héraðssambandið heiðraði
einnig Huldu Jónasdóttur sund-
konu en hún varð stigahæst
kvenna í sundi á héraðsmóti HSÞ
2001 og er í stöðugri framför. Þá
var Birkir Sveinsson frjáls-
íþróttamaður heiðraður en hann
var m.a. Íslandsmeistari í kúlu-
varpi í sínum flokki á Meist-
aramóti Íslands innanhúss og í
öðru sæti utanhúss. Hann bætti
héraðsmet sitt í sínum flokki um
heila þrjá metra og einnig er
hann talinn einn af efnilegustu
spretthlaupurum landsins.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hildigunnur Káradóttir, íþróttamaður ársins hjá HSÞ, með verðlauna-
gripina, ásamt Huldu Jónasdóttur sundkonu og Birki Sveinssyni frjáls-
íþróttamanni sem einnig voru heiðruð.
HSÞ velur íþrótta-
mann ársins
Laxamýri
AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, fé-
lags fatlaðra í A-Húnavatnssýslu,
var haldinn fyrir skömmu í Hnit-
björgum á Blönduósi.
Sigurður H. Pétursson dýralækn-
ir lét af störfum sem formaður og við
tók Ingunn María Björnsdóttir
sjúkraþjálfari. Guðfinna Einarsdótt-
ir gerði grein fyrir reikningum fé-
lagsins og kom fram að Sjálfsbjörg í
A-Húnavatnssýslu hefur styrkt
Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi
um rúmlega eina milljón króna á síð-
astliðnu ári og var sá stuðningur
fyrst og fremst fólginn í stuðningi við
endurhæfingu.
Bolli Ólafsson, framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar á Blöndu-
ósi, veitti gjafbréfum fyrir þessum
stuðningi viðtöku á aðalfundinum.
Guðfinna Einarsdóttir gjaldkeri,
sem hefur af mikilli elju unnið mikið
starf fyrir félagið, greindi frá því að
félögum í Sjálfsbjörgu A-Húna-
vatnssýslu hefði fjölgað um 10 á milli
ára og léti nærri að 12% íbúa A-
Húnavatnssýslu væru félagar og er
það án nokkurs vafa stærsta félag
innan landssambandsins miðað við
hina landsfrægu höfðatölu.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Sigurður H. Pétursson, fráfarandi formaður Sjálfsbjargar í A-Húna-
vatnssýslu, afhendir Bolla Ólafssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Blönduósi, gjafabréf.
Gjöf til endurhæfingar
Blönduós