Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍHLUTUN vegna samkeppnishaml- andi hegðunar markaðsráðandi fyrir- tækis er meðal vandmeðförnustu verkefna sem við er að fást við fram- kvæmd samkeppnisreglna. Því er bæði þarft og tímabært að ræða þær leiðir sem koma til greina við eftirlit með þessari tegund samkeppnis- hamlna. Þetta kom fram í máli Val- gerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráð- herra, á ráðstefnu Samtaka verslun- arinnar í gær undir yfirskriftinni „Er uppskipting markaðsráðandi fyrir- tækja lausnin?“ Valgerður fjallaði m.a. um svokall- aða „kartela“, þ.e. skaðlegt samráð fyrirtækja um verðlagningu, skipt- ingu markaðar og gerð tilboða. „Kartelar eru taldir uppspretta al- varlegustu samkeppnishamlana og því er fyrirsjáanlegt að starfsemi samkeppnisyfirvalda muni í vaxandi mæli miða að því að afhjúpa og upp- ræta þá. Þar er Ísland ekki eitt á báti, þar sem afhjúpun kartela er for- gangsverkefni í Evrópu og Ameríku, enda litið á starfsemi þeirra sem al- varlegt samsæri gagnvart neytend- um. Það er ekki einfalt mál að afhjúpa kartela og það er í raun ekki fyrr en erlend samkeppnisyfirvöld hófu að bjóða niðurfellingu sekta til handa þeim fyrirtækjum innan kartela sem greina yfirvöldum frá tilvist þeirra að vaxandi árangur hefur náðst í afhjúp- un þeirra. Reglur um niðurfellingu eða afslátt á sektum eru nú í und- irbúningi hér á landi og eru bundnar vonir við að þær skili árangri með sama hætti og þær sem tíðkaðar hafa verið annars staðar.“ Ráðherra sagði að þrátt fyrir að megináherslur samkeppnisyfirvalda hafi undanfarið beinst að kartelum og eftirliti með opinberum samkeppnis- hömlum þá hafi þau einnig beint sjón- um að mörkuðum þar sem hætt er við að markaðsyfirráð séu misnotuð. Það sé hins vegar vandasamt vegna erf- iðrar sönnunarbyrði að beita sam- keppnisreglum gegn misbeitingar á markaðsráðandi stöðu. Hegna þeim sem stendur sig best Ráðherra sagðist ekki hafa svar við því hvort heimila eigi að skipta upp markaðsráðandi fyrirtæki. Taldi hún ljóst að markaðsráðandi fyrirtæki sem eigi velgengni sína að þakka heiðarlegri samkeppni verði ekki refsað með þvi að skipta því upp. „Það gengur ekki að hvetja til samkeppni og hegna síðan þeim sem stendur sig best. Enda er það ekki markmið sam- keppnislöggjafar að skipta upp einka- fyrirtæki einfaldlega vegna þess að það er markaðsráðandi. Það er síðan önnur spurning hvort í samkeppnislögum eigi að vera úrræði sem heimila að mælt sé fyrir um uppskiptingu markaðsráðandi fyrir- tækis sem annaðhvort hefur náð markaðsyfirráðum með því að beita samkeppnishamlandi viðskiptaað- ferðum og/eða vinnur að því mark- visst að viðhaldi markaðsráðandi stöðu sinni með því að misnota hana.“ Valgerður sagði almennt ekki að finna í samkeppnislögum í Evrópu slík úrræði til að skipta upp markaðs- ráðandi fyrirtæki. „Það er hægt að beita fyrirtækið háum sektum en ekki að mæla fyrir um að tilteknir hlutar þess skuli seldir óháðum aðilum.“ Umdeildar lögskýringar Davíð Þór Björgvinsson, lögfræð- ingur hjá EFTA-dómstólnum í Lúx- emborg, fjallaði í erindi sínu um evr- ópskan samkeppnisrétt með tilliti til heimilda til uppskiptingar fyrirtækja. Að hans sögn er ekkert sem bannar í EES-samningnum að fyrirtæki hafi markaðsráðandi stöðu á svæðinu sem samningurinn tekur til heldur er mis- notkun eins eða fleiri fyrirtækja á yf- irburðastöðu bönnuð að því leyti sem hún kann að hafa áhrif á viðskipti milli samningsaðila. Í máli Davíðs Þórs kom fram að slík misnotkun geti einkum falist í því að beint eða óbeint sé krafist ósanngjarns kaup- eða sölu- verðs eða aðrir ósanngjarnir við- skiptaskilmálar settir. Settar séu tak- markanir á framleiðslu, markaði eða tækniþróun neytendum til tjóns. Öðr- um viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar við- skiptum og samkeppnisstaða þeirra þannig veikt. Sett sé það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjend- urnir taki á sig viðbótarskuldbinding- ar sem tengjast ekki efni samning- anna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju. Davíð Þór segir að meginkjarni ís- lensku samkeppnislaganna sé svipað- ur og í þeim evrópsku og í þeim sé kveðið á um aðgerðir sem Samkeppn- isráð getur beitt sé brotið sé gegn þeim. Aftur á móti sé spurning um hvort um nægjanlega lagastoð sé að ræða til þess að skipta fyrirtækjum upp. Að sögn Davíðs Þórs telur Sam- keppnisráð sig hafa heimild til þess ef markmið samkeppnislaga náist ekki fram öðruvísi. Vísaði hann þar til úr- skurðar ráðsins í máli Landssíma Ís- lands frá árinu 1998 vegna breið- varpsins en þar var Landssímanum gert að skilja breiðvarpið frá öðrum rekstri fyrirtækisins. Sagðist Davíð Þór ekki vera viss um að aðskilnaður eins og Samkeppnisráð telur sig hafa heimild fyrir að krefjast myndi halda fyrir dómstólum að minnsta kosti yrði um umdeildar lögskýringar að ræða. Davíð Þór sagði í erindi sínu að hann teldi að ef komist væri að því að heimild til þess að skipta upp fyrir- tæki væri ekki að finna í lögum þá þyrfti ekki að breyta stjórnarskránni til þess að hægt væri að lögfesta slík úrræði. Sagði hann það skoðun sína að ákvæði stjórnarskrár um eignarétt og atvinnufrelsi komi ekki í veg fyrir þá lagasetningu. Hins vegar þyrfti að gera vissar kröfur til slíkrar löggjaf- ar. Yfir 8% markaðshlutdeild óæskileg í Bretlandi Á ráðstefnunni kynnti John Ward, lögfræðingur hjá bresku samkeppn- isstofnunni, breskar siðareglur um samskipti stórmarkaða og birgja á matvörumarkaði. Í erindi hans kom m.a. fram að samkvæmt þeim hafi stórmarkaðir með meira en 8% mark- aðshlutdeild markaðsráðandi stöðu í Bretlandi. Í siðareglunum er m.a. kveðið á um að viðskipti við matvöru- birgja skuli vera sanngjörn og gagnsæ, þau skuli vera skrifleg, allar greiðslur og verð skuli vera undir eft- irliti og fyrirvara skuli hafa um verð- breytingar frá birgjum. Markmiðið með siðareglunum á að vera að við- skiptin séu til hagsbóta fyrir neytend- ur og þær gilda um alla birgja, hvar sem er í heiminum, enda ekki settar til að íþyngja breskum birgjum um- fram aðra. Ræða þarf íhlutun vegna sam- keppnishamlandi aðgerða Morgunblaðið/RAX MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s In- vestors Service tilkynnti í gær að minnkandi þjóðhagslegt ójafnvægi styddi óbreytt mat á horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Í nýrri ársskýrslu nefnir Moody’s nokkrar ástæður fyrir óbreyttum horfum á lánshæfiseinkunnum Ís- lands, sem eru Aa3 á lánum í erlendri mynt og Aaa á skuldabréfaútgáfu rík- issjóðs í íslenskum krónum. Þar er nefnt þróað hagkerfi, háar og jafnar þjóðartekjur á mann og stöðugt stjórnmálaástand. Skipulagsumbæt- ur liðins áratugar juku fjölbreytni í efnahagslífinu, leiddu til mikils hag- vaxtar, verðstöðugleika og verulega minni skulda hins opinbera, að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðla- banka Íslands. Áhyggjur Moody’s af þjóðhagslegu ójafnvægi í kjölfar mikils hagvaxtar sem varði í nokkur ár hafa sefast að hluta vegna umtalsverðrar aðlögunar á liðnu ári sem réttlætir óbreyttar horfur (fyrir lánshæfismatið). Við- skiptahallinn minnkaði um meira en helming í kjölfar mikillar gengis- lækkunar og vegna þess að stórum fjármagnsfrekum verkefnum á veg- um erlendra aðila er nú lokið. Þrátt fyrir að erlend nettóstaða þjóðarbús- ins hafi versnað verulega á árinu 2001 er búist við að minnkandi viðskipta- halli og styrking krónunnar að und- anförnu bæti erlend skuldahlutföll þjóðarbúsins þegar á þessu ári. Mjúk lending kemur á óvart Matfyrirtækið greinir enn fremur frá því í skýrslu sinni að komið hafi á óvart hve lending efnahagslífsins hafi verið mjúk fram að þessu. Hagvöxtur hafi verið 3% þrátt fyrir hraðvaxandi verðbólgu og fyrstu vísbendingar um aukið atvinnuleysi. Verðbólgumark- mið Seðlabankans var tekið upp við erfiðar aðstæður og verðbólgan var ítrekað vanmetin. Skuldir og greiðslubyrði ríkissjóðs eru enn í góðu horfi, þrátt fyrir að gengislækk- unin hafi hækkað umtalsvert þann hluta skuldanna sem eru í erlendri mynt og að gert sé ráð fyrir að rekstrarafgangur ríkissjóðs verði að engu á þessu ári um leið og lands- framleiðsla dregst saman. Ýmsir óvissuþættir enn til staðar Moody’s lagði áherslu á að ýmsir óvissuþættir væru enn til staðar, sér- staklega verðbólguhorfur, þar sem kjarasamningar kynnu að verða laus- ir í maí. Vegna hárra erlendra skulda er sérstaklega mikilvægt að hæfilegt jafnvægi ríki á milli stefnunnar í rík- isfjármálum, peningamálum og kjaramálum til að sjálfbær hagvöxtur náist til lengri tíma litið. Fari t.d. svo að krónan haldi áfram að styrkjast, hagvöxtur verði meiri en áætlað er eða hafist verði handa við fjárfrekar framkvæmdir er óvíst að viðskipta- hallinn minnki frekar. Það myndi vekja upp áhyggjur um alvarlegri og sársaukafyllri aðlögun síðar meir. Við þetta bætast áhyggjur af bankakerf- inu sem jók erlendar skuldir sínar mjög á liðnum uppgangsárum. Af- leiðingin er lakari gæði eigna sem varð tilefni aukinna afskriftafram- laga þótt helstu bankarnir sem njóta lánhæfismats séu reknir með hagn- aði. Á heildina litið er Moody’s þeirrar skoðunar að aðlögunarhæfni Íslands í sögulegu tilliti dugi vel ef harðnar á dalnum. Traust staða opinberra fjár- mála og greiður aðgangur að erlendu lánsfé veita nægilegt svigrúm til að bregðast við erfiðleikum þrátt fyrir nokkra óvissu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum. Óbreytt lánshæfismat íslenska ríkisins hjá Moody’s Minnkandi þjóð- hagslegt ójafnvægi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.