Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 26
LISTIR
26 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
H
YR, heitir fyrsti þáttur
Sinfónískrar trílógíu
eftir Áskel Másson.
Hinir þættirnir heita
Rá og Hvel. Hyr verð-
ur frumfluttur af Sinfóníuhljómsveit
Íslands í Háskólabíói annað kvöld kl.
19.30, en það verður Richard Strauss
sem rammar Áskel inn, með Sjö-
slæðudansinum úr Salóme í upphafi
tónleika og Alpasinfóníunni eftir hlé.
Stjórnandi á tónleikunum verður
Petri Sakari, fyrrum aðalstjórnandi
hljómsveitarinnar.
„Það er töluverð reynsla og
ánægjuleg að heyra Hyr lifna við,“
segir Áskell Másson. „Það hefur ver-
ið töluvert mál að koma þessu öllu
saman, það vantaði bæði töluvert af
hljóðfærum, sem hljómsveitin varð
að leigja annars staðar, og svo að
koma saman þessum mannskap. Það
er stór hópur aukamanna sem leikur
með hljómsveitinni á þessum tónleik-
um og nú er bara að koma hljómi í
batteríið.“
Vildi skapa öðruvísi hljóðheim
Áskell hóf að semja Sinfoniu
Trílógíu í mars 1990, eða fyrir 12 ár-
um, og lauk við fyrsta þáttinn, Hyr, í
september sama ár. Verkinu í heild
sinni lauk hann svo tveimur og hálfu
ári eftir að fyrstu nóturnar voru sett-
ar á blað. Verkið krefst meira en
hundrað manna hljómsveitar og fjöl-
margra hljóðfæra sem sjaldséð eru á
sviði Háskólabíós, einkum slagverks-
hljóðfæra. „Það er margt í öllum
deildum, tréblásaradeildin er óvenju
stór, þar er ég til dæmis með kontra-
bassaklarinettu sem ekki heyrist oft
í; – alls verða þarna fimm klarinettur
allt frá þeirri minnstu til kontrabass-
ans. En upphaflega átti þetta að
verða lítið verk, kannski 10–12 mín-
útur að lengd, einhvers konar sinfón-
ískt ljóð. Ég var mikið að hugsa á
heimskpekilegum nótum þegar ég
var að skissa verkið. Ég var að hugsa
um manneskjuna og umhverfi henn-
ar og hvernig höfuðskepnurnar eru
oft tákngerðar fyrir ýmislegt í mann-
legu fari og notaðar í margs konar
merkingu í skáldskap og heimspeki:
þegar maðurinn fer að reyna að
skýra út hvaðan hann kemur, þá eru
útskýringarnar settar fram í ein-
hvers konar symbólisma. Hugsanir
mínar þegar ég hóf verkið voru eitt-
hvað á þessum nótum, en það eru
komin tuttugu ár síðan það var. Mér
gafst aldrei tími til að vinna verkið og
skissurnar lágu bara hjá mér, en það
bættist alltaf við þær. Þegar ég fékk
tóm til að vinna verkið, þá kom í ljós
að þetta yrði ekki lítið verk. Það var
alveg ljóst. Og þegar ég sá hvað hug-
myndin hafði bólgnað út, þá langaði
mig til þess að verkið yrði einhvers
konar ögrun um leið. Ögrun fyrir
mig, og hugsanlega hlustandann líka.
Ég vildi reyna að skapa öðruvísi
hljóðheim en í fyrri verkum mínum,
og ég er ekki frá því að vinnsla þessa
verks hafi haft mikil áhrif á það sem
seinna kom, og hafi orðið til þess að
breyta áherslum í mínum tónsmíða-
stíl. Áhrifin af þessu verki má
kannski helst heyra í þeim hljóm-
sveitarverkum sem ég samdi í kjöl-
farið, ef ég hefði ekki samið annan
þátt þessa verks, Rá, þá hefði ég aldr-
ei samið hljómsveitarverkið Rún á
sama hátt og ég gerði; þar er auðvelt
að sjá viss tengsl. Ég gæti nefnt fleiri
verk þar sem má finna þessi áhrif,
einleikskonsertana mína, til dæmis
Canto Nordico sem Cristian Lind-
berg frumflutti hér í fyrra, og stóra
slagverkskonsertinn minn sem ég
samdi fyrir Evelyn Glennie. En það
er orðið langt síðan ég kláraði Trílóg-
íuna og mörg verk hafa orðið til síðan
og stíll minn hefur enn breyst. Síð-
ustu árin hef notað íslensk þjóðlög
sem efnivið í nánast hverju einasta
verki, sem ég gerði aldrei áður, það
eru engar slíkar tilvitnanir í Trílóg-
íunni. En það var mjög sérstakt fyrir
mig að komast loks til þess að semja
þetta verk. Að sumu leyti var ég að
fást við eitthvað sem var á einhvern
undarlegan hátt eins og gamall kunn-
ingi, þótt það væri auðvitað algjör-
lega nýtt fyrir mér. Kannski var það
vegna þess hvað ég hafði langan tíma
til að hugsa um það. Áratugur er ansi
langur umþóttunartími frá því að
hugmyndin verður til, og þar til verk-
ið er smíðað. Og nú er kominn ára-
tugur síðan ég lauk verkinu. Að heyra
verkið frumflutt núna er því mjög
sérstök tilfinning. Ég ræddi einu
sinni við Þorbjörgu Leifs, ekkju Jóns
Leifs, og sagði henni frá þessu verki.
Hún sagði við mig að ég skyldi ekki
búast við því að það yrði flutt meðan
ég lifði. Það var skiljanlegt frá henn-
ar bæjardyrum séð. Ég er því ákaf-
lega ánægður með að hljómsveitin
skyldi hafa afráðið að ráðast í þetta
núna. Það hefur ekki verið tekin end-
anleg ákvörðun um flutning hinna
þáttanna tveggja, en ég vonast til að
það verði gert á næstu starfsárum.“
Óendanleg palletta af litum
Áskell Másson er jafnan með mörg
járn í eldinum og afköst hans eru
mikil. Hann er nýbúinn með stóran
fiðlukonsert sem hann samdi fyrir
Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sinfóníu-
hljómsveitina, og hann er að smíða
tvöfaldan konsert fyrir slagverksleik-
arana Evelyn Glennie og Gert Mort-
ensen sem verður frumfluttur í Dan-
mörku í febrúar á næsta ári, en
Evelyn Glennie og Gert Mortensen,
heimsfrægir slagverksleikarar bæði
tvö, hafa sýnt verkum Áskels mikinn
áhuga og leikið þau víða. Áskell segir
að jafnvel í því verki megi greina
áhrif frá Trílógíunni, þótt þau séu
ekki jafnaugljós og t.d. í Rún. Það má
því segja að áhrif Trílógíunnar í öðr-
um verkum hafi orðið heyranleg áður
en hún sjálf hefur heyrst.
Áskell talaði um symbólisma og
heimspeki og segir að þetta tvennt sé
gjarnan ofarlega í huga hans. Nor-
ræna goðafræðin er honum líka hug-
leikin eins og nöfn margra verka hans
gefa til kynna. „Ég samdi til dæmis
kórverk sem ég kallaði Fjörg, með
ljóðum úr Völsupá, og í fleiri verkum
mínum hef ég verið að hugsa á sömu
nótum. En það er öðruvísi að semja
hljóðfæraverk byggt á svona hug-
myndum en verk með texta, ég held
að það viðurkenni allir sem hafa
reynt. Þegar maður tónsetur texta,
skiptir hann miklu máli, og maður
verður að koma honum vel á fram-
færi, þótt það sé þannig að textinn
hafi líka áhrif á tónlistina sjálfa. En
þegar maður er bara með hljóðfæri,
þá er maður frjálsari og ekki bundinn
orðunum. Það er margt hægt að gera
með kór, en þegar maður er að semja
fyrir svona stóra hljómsveit, þá er
maður með slíka pallettu af litum að
það er nánast óendanlegt og ég reyni
að nýta mér það. En þetta með nöfn-
in. Ég get sagt þér að ég les eiginlega
ekkert nema ljóð og heimspeki. Þar
liggur bókmenntaáhugi minn og það
endurspeglast í tónlistinni. Ég vel
verkum mínum stutta titla, oftast
rammíslenska og þótt aðalútgefandi
minn sé í Sviss og verk mín fari á al-
þjóðlegan markað, þá hef ég oft viljað
halda titlum verka minna óþýddum; –
á íslensku. Blik, Teikn, Fjörg, Hrím,
Frum, Rún, Sýn, Hvörf, og svo auð-
vitað Hyr, Rá og Hvel, nöfn þáttanna
þriggja í Trílógíunni; – þetta eru
dæmi um nöfn á verkum mínum, önn-
ur heita eftir náttúrufyrirbærum eins
og Maes Howe og enn önnur bera
dæmigerða titla tónverka, eins og
Lamento.“
Eftir fyrstu æfingu Hyrjar á
mánudagsmorgni er Áskell mjög
ánægður og segir það spennandi að
fylgjast með hljómsveitinni á þessu
vinnsluferli. Slagverkið er áberandi
þegar horft er á hljómsveitina úr
salnum.
„Þó ég hafi samið mikið fyrir slag-
verk, er ég yfirleitt mjög sparsamur á
slagverkið í hljómsveitarverkum
mínum, þar til í þessu verki. Í þessu
verki læt ég allt gossa. Ég er með sex
slagverksleikara, þar af tvo pákuleik-
ara og það er gífurlega mikið af alls
konar málmgjöllum, alls konar gong
og tamtam. Ég tek fram um hvert
einasta tamtam og gong nákvæmlega
af hvaða gerð það eigi að vera. Ég er
með eina og hálfa áttund af svoköll-
uðum evrópskum gongum og aðra
eina og hálfa áttund, áttund ofar af
gongum frá Asíu, sem eru allt öðru
vísi bæði í útliti og í hljómi. Það sama
er aða segja um tamtam-in, þau koma
víða að og eru ólík. Þótt þessi hljóð-
færi séu ekki til hér á landi, og maður
sé ekki alltaf að umgangast þau, þá
þekki ég þau vel. Ég þekki líka marga
slagverksleikara og sumir þeirra eiga
alveg gífurlegan fjölda hljóðfæra. Ég
get nefnt Kroumata-hópinn, sem hef-
ur komið hingað. Þeir eru með flug-
skýli fullt af alls konar slagverki og
Evelyn Glennie, hún á gríðarlega
mikið af hljóðfærum og er með
hljóðfæralagera á þremur stöðum í
heiminum – það er svo dýrt að flytja
þetta langar leiðir. Hún er að spila úti
um allan heim og þarf að hafa hljóð-
færin sem næst sér hvert sem hún
fer. En öll gegna þessi hljóðfæri
sterku hlutverki í verkinu mínu, og
slagverkspartarnir eru mjög krefj-
andi og erfiðir, ekkert síður en það
sem skrifað er fyrir önnur hljóðfæri.“
Tónlistarhúsið mikilvægt
Áskell Másson nýtur velgengni og
talsvert mikið er um það að hljóð-
færaleikarar, hljómsveitir og aðrir
panti hjá honum verk til flutnings.
Stutt er síðan Aura, verk fyrir
klukkuspil og crotales var frumflutt í
Norræna húsinu. Ásamt því sem þeg-
ar er upptalið, er Áskell að semja
verk fyrir Listahátíð í Reykjavík;
Tromma heitir það, og verður frum-
flutt af tveimur slagverksleikurum.
Þá er á biðlistanum hjá honum verk
fyrir saxófón og slagverk, sem hann
hefur verið beðinn að semja og
Kroumata-hópurinn pantaði um síð-
ustu helgi stórt verk af Áskeli, en það
verður samið fyrir slagverkshópinn
og sinfóníuhljómsveit, og þegar ljóst
að þar mun Osmo Vänskä verða við
stjórnvölinn. „Í dag skiptir mestu
máli að Sinfóníuhljómsveitin er að
færa upp þetta stóra verk mitt, og ég
er mjög ánægður með hljómsveitina;
hún er mjög góð. Ég hef töluverða
reynslu af hljómsveitum erlendis,
þegar verk mín hafa verið flutt þar og
mér finnst hljómsveitin okkar stand-
ast fyllilega samanburð við margar af
þeim góðu hljómsveitum sem þar eru.
Það var stór stund um daginn þegar
samningurinn um tónlistarhúsið var
undirritaður. Óneitanlega hlakka ég
mikið til að sjá hvernig til tekst með
það, það er mjög spennandi. Vonandi
verður tækifærið þá notað til að
stækka hljómsveitina upp í fulla
stærð, og tónskáld ráðið til hljóm-
sveitarinnar eins og ráð er fyrir gert.
En mér virðist vera stutt í land með
þessa hluti alla. Það þarf góðan vilja
til, en verði hann fyrir hendi, þá ætti
þessari hljómsveit að ganga allt í hag-
inn og hún og tónlistarhúsið að verða
okkur til mikils sóma.“
Þetta verk er ögrun
Hyr er fyrsti þáttur Sinfónískrar trílógíu eftir Áskel Másson. Verkið verður frumflutt á Sin-
fóníutónleikum annað kvöld. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við tónskáldið um verkið sem var
til í huga hans í tíu ár áður en það komst á blað, og beið í önnur tíu ár eftir því að verða flutt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
begga@mbl.is
ABSTRAKTMÁLVERK þeirra
Árna Bartels og Dominick Gray
eru merkileg fyrir þær sakir að
þeir mála þau í sameiningu og upp-
hefja þannig persónuleg sérkenni
höfundarins sem talin eru aðal og
frumforsenda slíkra verka. Ex-
pressjónísk abstraktlist hefur oft
verið talin hápunktur myndlistar-
legrar sjálfstjáningar, jafnvel loka-
hnykkurinn í langri sókn listarinn-
ar til dýrðar hinum sanna innri
manni.
Þeir Árni og Dominick hafa
þessar forsendur að engu en halda
þó formrænni skelinni til streitu
sem daufum og holum endurómi
þess sem í öndverðu var til sáð.
Með því að kalla málverk sín
portrett hafa þeir lagsbræður
sömuleiðis að engu þá reglu að
portrettið sé af einhverjum
ákveðnum einstaklingi. Vissulega
má sjá hausa út úr formsveiflum
félaganna en þær eru of almennar
til að geta verið myndir af
ákveðnum einstaklingum.
Þannig má segja að þeir Árni og
Dominick sniðgangi alla þá þætti
sem lúta að upprunalegum forsend-
um þeirrar myndgerðar sem þeir
fást við. Eftir er einungis aðferðin
án raunverulegs inntaks. Það er
eins og að taka sveiflu, eða öskra
án þess að meina nokkuð með því.
Fyrir vikið verða verkin fimmtán
of hol að innan þótt aðferðin og
tæknin séu að mörgu leyti góðra
gjalda verð. Má vera að Akkilles-
arhæll nútímamyndlistar sé hve að-
ferðin útheimtir mikið ofurkapp á
kostnað allra annarra þátta? Var
það ef til vill það sem olli Picasso
hugarangri þegar hann kvartaði
sem mest undan því að hann væri
búinn að tæma verkið þótt hann
væri varla byrjaður á því?
Eitt af portrettum Árna Bartels
og Dominick Gray í Galleríi
Reykjavík.
Portrett
Halldór Björn Runólfsson
MYNDLIST
Gallerí Reykjavík
Til 17. apríl. Opið virka daga frá kl. 12–
18; laugardaga frá kl. 12–16.
MÁLVERK
ÁRNI INGVAR BJARNASON BARTELS
DOMINICK BELORGEY GRAY
Neskirkja
Kamm-
ertónleikar Tón-
listarskólans í
Reykjavík verða
kl. 20.30.
Á efnisskrá er
Strengjakvartett
nr. 37 í B-dúr
eftir Joseph
Haydn,
Strengjakvartett í a-moll op. 51
nr. 2 eftir Johannes Brahms og
Tríó fyrir flautu, selló og píanó
eftir Bohuslav Martinu.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Joseph Haydn