Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 27
FERÐASKRIFSTOFA
GUÐMUNDAR
JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is
ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS – Almenn farseðlaútgáfa, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir, ferðaráðgjöf, hótelbókanir. Ofangreind verð miðast við uppgefnar forsendur.
ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU
Berlín, Prag, Búdapest og Vínarborg
Vikuferð, 2. – 10. ágúst
Eins og undanfarin ár, munum við bjóða vikuferð til Prag í
ágúst á sérstaklega hagstæðu verði. Flogið verður með
Flugleiðum og gist á Hótel Pyramida, sem er þægilegt og
vel staðsett nýlega endurnýjað hótel með rúmgóðum og
vel búnum herbergjum.
Á hótelinu er sundlaug, líkamsræktaraðstaða o.fl.
Í Prag, höfuðborg Tékklands, búa 1.2 milljónir manna.
Borgin, forn og sögufræg var til skamms tíma höfuðborg
sambanslýðveldisins Tékkóslóvakíu og áður konungsríki
Bæheims, sem um aldir var hluti af veldi
Habsborgarættarinnar.
Innifalin er skoðunarferð um Prag og er sú ferð farin á
fyrsta degi. Þá verður ekið um borgina auk þess sem
gengið verður um Kastalahæðina, Gamla bæinn og
Gyðingahverfið. Meðan á dvöl stendur verða einnig
boðnar skoðunarferðir til Karlstejn-kastala, Terezín, Cesky
Krumlov, Cesky Budejovice og til Kutna Hora, sem bókast
og greiðast hjá fararstjóra.
VERÐ 71.500 kr. á mann
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting
í tveggja manna herbergi, morgunverður, yfirgripsmikil skoðunarferð
um Prag og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er
14.400 krónur. Verð miðast við gengi 18. mars 2002
Vikuferð 10. ágúst, síðdegisflug
Annað árið í röð bjóðum við Berlínarferðir í beinu síðdegisflugi
með Flugleiðum. Gist verður á Hótel Crowne Plaza, sem er
fjögurra stjörnu hótel rétt við Minngarkirkjuna, dýragarðinn og
Kurfürstendamm.
Boðnar verða ýmsar skoðunarferðir, m.a. til Dresden og
Potsdam sem bókast og greiðast sérstaklega hjá fararstjóra.
Verð frá 83.200 kr. á mann
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting
í 2ja manna herbergi með baði, morgunverður, skoðunarferð um Berlín og
íslensk fararstjórn.
Verð miðast við gengi 28. janúar 2002
Beint leiguflug til Prag í ágúst
Vikuferð, brottför föstudaginn 10. maí
Morgunflug með Flugleiðum til Frankfurt, ekið til Prag, höfuð-
borgar Tékklands, og gist þar næstu 6 nætur. Á heimleiðinni er
komið við í hinni sögufrægu borg Karlovy Vary (Karlsbad) og gist
síðustu nóttina í Þýskalandi. Heimflug er frá Frankfurt. Ferðir okkar
til Prag hafa hlotið mikið lof fyrir fararstjórn og skipulag, allt frá
fyrstu ferðinni árið 1996.
Litrík saga borgarinnar setur sterkan svip á menningu og þjóðlíf.
Sagan, söfnin, byggingarnar, mannvirkin...
Verð 79.900 kr. á mann
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Frankfurt og Prag, gisting í 2ja
manna herbergi, morgunverður, skoðunarferð um Prag og ísl. fararstjórn.
Aðrar skoðunarferðir greiðast sérstaklega.
Frábær vorferð til Prag þann 10. maí
Vikuferðir 23. apríl og 1. október
Flogið með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og áfram með SAS
til Búdapest og dvalið þar í 6 nætur á Hotel Novotel í göngufæri
við sögustaði og verslanir. Til Vínarborgar er svo ekið á næst
síðasta degi og gist þar eina nótt. Flogið heim á leið í gegnum
Kaupmannahöfn daginn eftir.
Í Búdapest mætir austrið vestrinu í einni elstu borg Evrópu sem
geymir einar fegurstu mannlífsminjar í veröldinni. Vínarborg er
háborg menningar í Evrópu, þar sem listir og menning tengjast í
aldagömlum höllum og skrúðgörðum, kirkjum og söfnum.
Verð 89.900 kr. á mann
Innifalið í verði er flug til Búdapest og heim frá Vínarborg, flugvallaskattar,
akstur milli Búdapest og Vínarborgar, gisting í 2ja manna herbergi, morgun-
verður, skoðunarferðir um báðar borginar, og íslensk. fararstjórn. Aðrar
skoðunarferðir greiðast sérstaklega.
Búdapest og Vínarborg í einni ferð
Beint til Berlínar í ágúst
Sjöunda árið í röð bjóðum við vikuferð til Prag í beinu leiguflugi
með flugvél Flugleiða 2. – 10. ágúst, 2002. Einstakt tækifæri á hagstæðu verði.
UPPLÝSINGA- OG BÓKUNARSÍMI 511 1515
EFNT verður til fimm daga hátíðar
í Mosfellssveit, heimasveit Halldórs
Laxness, í tilefni af aldarafmæli
skáldsins í næstu viku. Hátíðin,
sem ber yfirskriftina Laxnesshátíð
í Mosfellsbæ, hefst á afmælisdegi
skáldsins, hinn 23. apríl, með op-
inni hátíðardagskrá í Hlégarði þar
sem fram koma landskunnir lista-
menn sem flytja verk eftir skáldið.
Fram til laugardagsins 28. apríl
verður síðan staðið fyrir uppá-
komum víðs vegar um bæinn. Opn-
uð verður sýning á persónulegum
munum fjölskyldunnar á Gljúfra-
steini í bókasafni Mosfellsbæjar,
haldnir verða tónleikar, leiksýn-
ingar og upplestrar tengdir verk-
um skáldsins í kaffihúsum, skólum
og Bæjarleikhúsinu við Þverholt,
svo dæmi séu nefnd. Þá verður efnt
til gönguferða um slóðir skáldsins
og haldin vegleg Listahátíð barna
og ungmenna í Mosfellsbæ. Hátíð-
inni lýkur sunnudaginn 28. apríl
með messu í Mosfellskirkju helg-
aðri Halldóri Laxness.
Samráð um Laxnesssetur og
varðveislu Gljúfrasteins
Fulltrúar bæjarráðs Mosfells-
bæjar, fjölskyldu Halldórs Laxness
og skipuleggjenda kynntu hátíðina
á fundi í félagsmiðstöðinni Hlé-
garði í gær. Við sama tækifæri
greindi Jóhann Sigurjónsson bæj-
arstjóri Mosfellsbæjar frá sam-
þykkt bæjarstjórnar um að koma á
fót Laxnesssetri í Mosfellsbæ.
Benti hann á að í tengslum við
sérstaka hátíðardagskrá sem hald-
in verður hinn 21. apríl, muni
fulltrúar ríkisstjórnar undirrita
samning um kaup á Gljúfrasteini, í
því skyni að varðveita húsið sem
heimili og vinnustað skáldsins. Við
sama tækifæri verður undirritaður
samningur milli Mosfellsbæjar, ís-
lenska ríkisins og fjölskyldu
skáldsins um samráð við uppbygg-
ingu í kringum Gljúfrastein og
Laxnesssetur í Mosfellsbæ á næstu
árum. Kynnti bæjarstjórinn jafn-
framt skýrsluna „Halldór á heima-
slóðum“ sem unnin hefur verið af
sérstakri Laxnessnefnd sem skipuð
var á vegum bæjarstjórnar Mos-
fellsbæjar vorið 2001.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Jóhann það ánægjulegt að tekið
verði þetta stóra skref í átt að upp-
byggingu starfsemi tengdri minn-
ingu skáldsins og verka hans í
heimasveitinni á aldarafmælinu.
„Ekki er langt síðan að óvissa ríkti
um framtíð Gljúfrasteins og áform
um uppbyggingu minjasafns um
skáldið og verk hans í heimasveit-
inni. Síðan Laxnessnefndinni var
komið á fót til að vinna að mótun
Laxnessseturs og hátíðarhalda
tengdum aldarafmælinu hefur mik-
ið vatn runnið til sjávar. Nú liggur
fyrir að taka ákvarðanir um til-
högun uppbyggingarinnar, og höf-
um við lagt áherslu á góða sam-
vinnu við fjölskyldu skáldsins og
ríkisyfirvöld í því starfi,“ sagði Jó-
hann. Í tilefni af kynningu Lax-
nesshátíðar og áforma um Lax-
nesssetur í Hlégarði í gær afhenti
Pétur Már Ólafsson frá Eddu miðl-
un og útgáfu, Laxnesssafni gjafir
frá bókaforlaginu og Guðný Hall-
dórsdóttir afhenti safninu persónu-
lega muni tengda skáldinu fyrir
hönd fjölskyldu þess og óheftan að-
gang að kvikmyndum gerðum eftir
verkum skáldsins fyrir hönd kvik-
myndafélagsins Umba. Að lokum
opnaði Auður Laxness, ekkja
skáldsins, nýja heimasíðu sem ber
yfirskriftina Skáldið og sveitin og
fjallar um tengsl Halldórs við Mos-
fellssveit og -bæ. Heimasíðuna er
að finna á slóðinni www.mos.is/
laxness en Mosfellsbær stendur að
gerð hennar.
Umfangs-
mikil hátíð í
heimasveit
skáldsins
Morgunblaðið/Ásdís
Kynnt voru áform bæjarráðs Mosfellsbæjar um hátíðarhöld tengd aldarafmæli Halldórs Laxness í Hlégarði.
SÍÐUSTU sýningar á gaman-
leikritinu Með vífið í lúkunum,
eftir Ray Cooney, verða á
föstudag og annan föstudag, 26.
apríl. Leikritið hefur verið á
Stóra sviði Borgarleikhússins
frá því í maí á síðasta leikári.
Með helstu hlutverkin fara
Steinn Ármann Magnússon,
Helga Braga Jónsdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Eggert
Þorleifsson.
Leikstjóri er Þór Tulinius.
KARLAKÓR Selfoss og Jóru-
kórinn á Selfossi efna til sameig-
inlegra tónleika í tónlistarhús-
inu Ými á föstudagskvöld, kl.
20.30.
Á tónleikunum má finna úrval
þeirrar tónlistar sem er á efnis-
skrá kóranna í vetur og vor, en
einnig mun allt söngfólkið taka
lagið saman og munu þá nær
100 manns standa saman á svið-
inu.
Jórukórinn fagnaði nýlega 5
ára afmæli sínu en í vetur hafa
um 50 konur frá Selfossi og ná-
grenni æft með Jórukórnum
undir stjórn Helenu Káradóttir.
Undirleikari er Þórlaug Bjarna-
dóttir.
Um 50 karlar syngja nú í
Karlakór Selfoss, en stjórnandi
hans er Loftur Erlingsson og
undirleikari Helena Káradóttir.
100 radda
kórar í Ými
Vífið
af sviðinu