Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 29
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 8.maí í 2
vikur. Sumarið er komið, og hér getur þú notið veðurblíðu og
einstakra aðstæðna á einstökum kjörum.
Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir
brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvað þú býrð. Og
að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
Verð kr. 49.863
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360.
Verð kr. 59.950
M.v. 2 í íbúð, 8. maí, 2 vikur.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 62.950.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Stökktu til
Benidorm
8. maí í 2 vikur
frá aðeins 49.863
HANN kom til þín
núna um daginn og
fékk hjá þér þessa
venjulegu „hjálp“. Þú
ert honum alltaf innan
handar, tilbúinn þegar
hann þarf „á þér að
halda“. Það skiptir þig
engu máli hversu oft
hann kemur, þú tekur
honum alltaf opnum
örmum.
Hann var sólargeisl-
inn í lífi okkar, framtíð-
in björt og fögur. Við
sáum hann fyrir okkur
ungan glaðan dreng;
ungan glaðan mann
fullan áhuga á lífinu að
byggja upp framtíð sína og sinnar
eigin fjölskyldu; fullorðinn ábyrgan
mann með konu og börn; allt hlaut að
ganga vel.
Því miður bankaði sorgin snemma
á dyr, hann kynntist vímuefnum af
alls kyns tagi. Viljinn til að sleppa frá
óhugnaðinum var fyrir hendi en
kraftinn vantaði. Hann þreyttist
fljótt á að afla sér efna, fann það út að
hjá þér gæti hann fengið það sem
hann þurfti til að halda frá sér raun-
veruleikanum.
Baráttan hefur verið löng, mörg
ár, fjölskylda og vinir margoft lagst á
eitt til að hjálpa honum, einstakling-
ar, sjúkrahús, geðdeildir, meðferðar-
stofnanir bæði hérlendis og utan
lands, allir reynt að koma honum til
hjálpar. Baráttan hefur verið hörð og
erfið, oft upp á líf og dauða, en oft
stytt upp og litið út fyrir að nú væri
sigur unninn. Gleðin, vonin og bjart-
sýnin hafa þó alltaf haldist í hendur
við ósigurinn, sorgina og uppgjöfina,
hingað til hefur árangurinn ekki var-
að lengi. Vonleysi og skelfing eru
daglegt brauð bæði hjá honum og
ekki síður hjá aðstandendum hans.
Vikulega má lesa í dagblöðum um
ungt fólk sem komið er á leiðarenda í
lífinu vegna neyslu vímugjafa sem
það hefur fengið hjá þér – hvenær er
röðin komin að honum? Óttinn fylgir
hinu daglega lífi aðstandenda sem
ráðþrota standa og horfa á líf þessa
unga manns verða sífellt skelfilegra.
Enn hafa ekki liðið margir dagar
„edrú“ hjá honum áður en hann fer
til þín. Hann segir þér hversu kvíðinn
hann er og hræddur við að takast á
við lífið án vímu, hversu miklar kvalir
hans eru, hann finnur raunverulega
til, honum finnst maginn vera að snú-
ast við, höfuðið að springa. Bæði
hann og þú vitið að fjölskyldan hans
er öll reiðubúin að gera hvað sem er
fyrir hann, hjálpa honum á hvaða veg
sem er annan en að hjálpa honum að
komast aftur í vímu. Þú veist að hann
stendur ekki einn, þú veist að fjöl-
skylda hans á enga ósk heitari en þá
að nú gangi loksins vel hjá honum.
Þú veist að skelfing aðstandenda
hans er ógnvænleg og heilsa þeirra í
hættu. Því skiljum við ekki almenni-
lega afstöðu þína í þessu máli, þú ert
ávallt tilbúinn að láta hann fá lyf, þú
líklegast „skilur“ hann. Við fyllumst
algerri skelfingu, aftur og aftur, eftir
heimsóknir hans á læknastofu þína
og þær heimsóknir hafa verið marg-
ar. Við horfum varnarlaus og hjálp-
arvana á.
Þú skrifar fyrir hann ávísun á lyf
(lyfseðlar gefa læknum pening í aðra
hönd), sömu lyfin aftur og aftur, lyf
sem koma honum í vímu en fjöl-
skyldu hans í rúmið. Hversu oft höf-
um við ekki fyllst al-
geru vonleysi og skriðið
undir sæng og grátið
eftir „aðstoð“ þína við
hann. Þú segir að noti
hann lyfin rétt muni
þau hjálpa honum – eft-
ir margra ára tilraunir
ættir þú að vita jafnvel
og við að hann notar
lyfin ekki þannig. Þú
þekkir hann vel, hann
hefur komið til þín svo
oft, þú veist að hann
ræður ekki við fíknina.
Nú vitum við að það
eru fleiri læknar en þú
sem hann leitar til,
þetta er ekki allt þín
sök, en þið eruð ekki margir sem af-
greiðið sjúklingana ykkar svona. Við
vitum að þið eruð aðeins örfáir og að
hann dreifir heimsóknum sínum á
ykkur, hann hefur jafnvel farið út á
land einstaka sinnum til að dreifa
ábyrgðinni. En þú ert sá sem ættir að
byrja, þú ert sá sem gætir haft áhrif
ef þú hættir að ávísa á þessi lyf fyrir
vímuefnaneytanda – kollegar þínir
myndu kannski koma á eftir.
Þín afstaða kann að vera sú, að
með þessu móti komir þú í veg fyrir
innbrot og glæpi, við höfum heyrt þá
kenningu – okkur finnst þó eðlilegra
að fækka glæpum með því að fækka
þeim sem stunda þá – þ.e. fækka
vímuefnaneytendum með því að
hjálpa þeim til betra lífs. Við höfum
alltaf álitið að tilgangurinn með
læknanámi sé sá að lækna fólk, getur
verið að þú hafir farið einhvers stað-
ar út af sporinu? Áttar þú þig ekki á
því að þú ert að drepa fólk en ekki
lækna? Getur verið að þú hefðir
kannski frekar átt að gerast lög-
regluþjónn til að geta stöðvað glæpi?
Eða getur verið að þú sjálfur sért
glæpamaður – hefur þú nokkurn tím-
an leitt hugann að því? Ert þú
kannski sjálfur í skugga vímunnar og
í þeirri aðstöðu að vilja ekki láta
koma upp um þig? Vímuefnaheimur-
inn veit jú allt um þig. Við reyndum
að fá landlækni til að ræða við þig
málin, stöðva þig og leiða þér fyrir
sjónir hvað þú ert að gera en einhver
heldur yfir þér hlífiskildi og kemur í
veg fyrir að hægt sé að fara þá leið.
Þú ert enn að störfum, þú ert enn að
eyðileggja líf fjölda fólks.
Oft hefur það komið fram í fréttum
að læknar ávísa meira en eðlilegt er
af lyfjum til sjúklinga sinna, nú síðast
að læknir ávísar 920 morfíntöflum á
u.þ.b. 3 mánuðum til sama einstak-
lingsins. Landlæknir segir málið „af-
greitt“. Á hvern veg eru slík mál af-
greidd, er viðkomandi læknir enn að
störfum? Svarið er því miður að öll-
um líkindum já, af einhverjum ann-
arlegum ástæðum virðist ekki vera
hægt að stöðva ykkur í eyðilegging-
arferli ykkar. Þú ert alla vega enn að
starfa að „lækningum“. Ekki virðist
vera hægt að stöðva þennan háska-
lega feril þinn, því er okkur aðeins
ein leið fær og hún er þessi:
Við leggjumst á hnén fyrir framan
þig og biðjum: Þú ert menntaður
maður, hámenntaður, einmitt í þess-
um fræðum. Reyndu að hugsa málið
upp á nýtt, reyndu að sjá hlutina í
ljósi aðstandenda fíkilsins. Þú ert í
sjálfboðavinnu að hjálpa drengnum
okkar að eyðileggja líf sitt. Enginn
hefur farið fram á það við þig, þetta
er þín ákvörðun og hún hlýtur að
vera tekin án nægilegrar ígrundun-
ar.
Við lifum við þá skelfilegu stað-
reynd að í gegnum þig borgum við
vímuefnin sem hann er að nota.
Skattarnir okkar greiða niður lyfin
og við greiðum einnig örorkubæturn-
ar sem hann fær. Þú skrifaðir upp á
örorkuna fyrir hann og hirðir svo
hluta af bótunum í formi greiðslna
fyrir lyfseðla í hverjum mánuði.
Við grátbiðjum þig um að hugsa
málið upp á nýtt og hjálpa okkur í
þessu hræðilega böli.
Með von í hjarta og fyrir hönd ann-
arra aðstandanda vímuefnaneyt-
anda.
Bréf til þín, læknir
Páll
Halldórsson
Lyfseðlar
Við grátbiðjum þig
um að hugsa málið upp
á nýtt, segir Páll
Halldórsson, og hjálpa
okkur í þessu
hræðilega böli.
Höfundur er fv. yfirflugstjóri
Landhelgisgæzlunnar.
BANDALAG íslenzkra lista-
manna efndi til málþings um Rík-
isútvarpið sl. sunnudag. Fór vel á
því að jafnfjölmenn samkoma og
þarna fór fram skyldi haldin í Þjóð-
menningarhúsinu. Stofnuð voru
hollvinasamtök Ríkisútvarpsins og
áréttað var í máli fjölmörgra ræðu-
manna að Ríkisútvarp-
ið væri útvörður þjóð-
armenningar
Íslendinga og ætti að
vera það áfram.
Menntamálaráðherra
lýsti viðhorfum sínum,
sem mjög eru í þessum
anda. Forvígismenn í
lista- og menningar-
málum þjóðarinnar
vilja veg Ríkisútvarps-
ins mikinn og var gott
að skynja eindreginn
stuðning við stofn-
unina, þó að fundið hafi
verið að ýmsu og deilt
á margt í dagskrá sjón-
varps og útvarps Rík-
isútvarpins eins og
gert hefur verið frá fyrstu tíð og
verður örugglega áfram. Heilbrigð
gagnrýni, sem vitnar um metnaðar-
fullar kröfur til þessa áhrifamesta
fjölmiðils landsins, er ávallt af hinu
góða og veitir starfsmönnum þess
aðhald.
Ríkisútvarpið á ekki einvörðungu
erindi við forystufólk í listum og
menningu. Áhorfs- og hlustenda-
kannanir sýna glöggt og ítrekað hve
sterklega Ríkisútvarpið höfðar til
þjóðarheildarinnar. Um 96% þjóðar-
innar horfðu eitthvað á sjónvarp
þess í vikunni, sem nýjasta könnunin
tók til. Það er hærra hlutfall en
mælist nokkurs staðar hjá almanna-
fjölmiðlum í Evrópu, þar sem staða
þeirra er þó sterkust. Um 45% horfa
að staðaldri á aðalfréttatíma Sjón-
varpsins og um 40% sáu helztu inn-
lendu þættina sem í boði voru. Hvort
tveggja er einstaklega sterk nálgun
við hinn almenna notanda, sem á
þessa stofnun og greiðir fyrir þjón-
ustu hennar. Þá er enn staðfest að
Rás 2 og Rás 1 Ríkisútvarpsins hafa
skýra yfirburði í útvarpshlustun í
landinu, þó að samkeppnin hafi farið
harðnandi og valkostum almennings
fjölgi sífellt. Þessu til viðbótar er
ástæða til að nefna, að fréttastofur
Ríkisútvarpsins njóta meira trausts
en aðrir fjölmiðlar í landinu.
Þetta ætti að vera fagnaðarefni og
því er tilefni til að vekja athygli á
þessum geysilega jákvæðu niður-
stöðum, sem eru þó ekkert nýmæli.
Staðreyndin er sú að Ríkisútvarpið
gerir lítið af því að hæla sjálfu sér í
eigin dagskrá og fréttum. Og það fer
fremur lítið fyrir hrósinu hjá flestum
öðrum fjölmiðlum. Enda varla ann-
ars að vænta af keppinautum í frétt-
um, dagskrárframboði og öflun aug-
lýsinga á markaðnum. Þess vegna er
oft á tíðum dregin upp mynd af Rík-
isútvarpinu, sem ekki er í neinu
samræmi við raunveruleikann. Hin
opinbera umræða snýst fyrst og
fremst um tímabundinn rekstrar-
vanda, sem er þó hlutfallslega ekk-
ert meiri en verið hefur hjá öðrum
menningarstofnunum ríkisins. Og
hann má auðveldlega leysa, ef
stjórnvöld horfast í augu við þá stað-
reynd að nýjum þjónustukröfum og
auknum fjárhagslegum skuldbind-
ingum verður ekki velt yfir á Rík-
isútvarpið nema auknar rekstrar-
tekjur geri því fært að rísa undir
þeim, eða þá á hinn bóginn, að starf-
semin verði meðvitað dregin saman
þegar hagræðing, sem stunduð hef-
ur verið mörg undanfarin ár, dugar
ekki til. Kallar það jafnan á hávær
mótmæli stórra þjóðfélagshópa þeg-
ar slík skref eru stigin, lítil eða stór.
Lengra verður ekki haldið á þeirri
braut „hrossalækninga“, en það orð
notaði forsætisráðherra einmitt til
varnaðar, þegar hann gerði grein
fyrir afturköllun afnotagjaldshækk-
unar Ríkisútvarpsins í febrúar og
staðfesti að hún yrði bætt upp með
öðrum hætti. Til glöggvunar skal
þess getið að skv. orðabók Menning-
arsjóðs er merking orðsins „hrossa-
lækning“ í þessu sambandi: „harð-
neskjuleg eða subbuleg (oft
vafasöm) læknisaðferð eða -aðgerð.“
Væri það meðvituð stefna stjórn-
valda að ætla Ríkisút-
varpinu minna hlut-
verk en það hefur nú
myndu þau væntanlega
segja það umbúðalaust.
Það hefur ekki verið á
dagskrá, heldur hafa
fráfarandi og núver-
andi ráðherrar
menntamála þvert á
móti lýst eindregið
þeim vilja sínum að
Ríkisútvarpið verði
áfram rekið sem öflug-
ur fjölmiðill í almanna-
þágu og eigu þjóðar-
innar, meðal annars til
að tryggja mótvægi
gegn greinilegri og að
mörgu leyti ógnvæn-
legri samþjöppun í fjölmiðlarekstri,
sem er hættuleg lýðræðinu.
Menn hafa gefið sér langan tíma
til að ákvarða hin ytri skilyrði Rík-
isútvarpsins, skipulag og tekju-
stofna til frambúðar. Ýmsum verður
tíðrætt um að allur vandi verði leyst-
ur með því að Ríkisútvarpið hverfi af
auglýsingamarkaði, afnotagjöld
verði lögð af og stofnunin fari á fjár-
lög. Hvaða skötulíki stæði þá hugs-
anlega eftir? Ríkisútvarpið hefur
getað stundað sitt þróttmikla starf
af því að það hefur alla tíð í 70 ár
haft tekjur af auglýsingum. Þær
nema um 800 milljónum á ári. For-
ráðamenn annarra fjölmiðla fá vatn í
munninn við tilhugsunina og sú
kirtlastarfsemi fær útrás í umfjöllun
þeirra.
Sannast sagna er afskaplega ólík-
legt að Ríkisútvarpinu yrðu tryggð-
ar nýjar 800 milljónir ef því yrði vís-
að út af auglýsingamarkaðnum.
Allra sízt myndi Ríkisútvarpið þar
með öðlast aukinn þrótt til meiri inn-
lendrar dagskrárgerðar, sem gerð
er skýlaus krafa um. Líklegra er að
umsvifin myndu stórminnka og
starfsorka dragast saman sem þessu
næmi. Þá er hætt við að skírskot-
unin til hins breiða hóps hlustenda
og áhorfenda yrði ekki jafnsterk og
fyrr. Keðjuverkunin getur hæglega
orðið sú að almenningur, kjósend-
urnir í landinu, finni ekki lengur til
hins nána sambands við Ríkisút-
varpið sem nú er fyrir hendi. Hvaða
áhrif hefði það á afstöðu þingmanna
við afgreiðslu fjárlaga? Ekki skal
fjárlagaleiðin endanlega afskrifuð.
En ég hef sagt og segi enn að þrátt
fyrir annmarkana á afnotagjaldinu
hefur það þó ekki lækkað í krónutölu
milli ára en slík geta afdrif hinna
margvíslegu fjárveitinga orðið á
stóru heimili, þegar útgjöld hvers
árs eru ákveðin á fjárlögum, eins og
dæmin sanna.
Ríkisútvarpið þarf að geta gert
langtímáætlanir og þörf er skil-
greiningar löggjafans á framtíðar-
hlutverki þess til samræmis við hinn
fjárhagslega ramma sem vilji er til
að sníða því. Það er gamaldags að
öflugur nútímafjölmiðill á sam-
keppnismarkaði sé opinber stofnun
að formi til. Sjálfstæði Ríkisútvarps-
ins þarf að auka. Það á að vera þjóð-
areign áfram en rekstrarforminu
þarf að breyta.
Eindreginn
stuðningur
Markús Örn
Antonsson
Höfundur er útvarpsstjóri.
RÚV
Sjálfstæði Ríkis-
útvarpsins, segir
Markús Örn Antonsson,
þarf að auka.
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050