Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 31 HUGSUM okkur útgerðarfyrir- tæki sem á fjölveiðiskip. Á þessum tímapunkti er hagstæðast að halda skipinu út til togveiða, en það vill svo óheppilega til að einhver bún- aður sem nauðsynlegur er til þeirra veiða bilar. Útgerðin stendur að auki frammi fyrir þeim vanda að ekki er hægt að fá viðgerð á bún- aðinum fyrr en eftir átta mánuði. Mér þykir ólíklegt að stjórnendum útgerðarfyrirtækisins komi fyrst í hug að leggja skipinu þangað til hægt er að fá viðgerð á því. Lík- legra er að skipið sé sent til þeirra veiða sem hagstæðastar eru af þeim sem mögulegar eru. Í versta falli er líklegt að útgerðarfyrirtækið reyni að lágmarka tapið sem hlýst af því að ekki er unnt að fullnýta þá fjár- festingu sem fólgin er í skipinu. Í því að vera fatlaður felst það að skorta einhverja eiginleika eða hæfni sem fólk venjulega hefur. Það er þó ekki þar með sagt að fatlaður einstaklingur sé algerlega laus við hæfni og hæfileika. Það sama gildir um fatlaða og bilaða fjölveiðiskipið. Það sem gildir er að nýta það sem er fyrir hendi. Fatlaðir eru misvel staddir hvað það varðar að skorta hæfni og fólk lendir því miður í því að vera með verulega skerta getu á flestum sviðum. Eftir sem áður gild- ir það að það er í flestum tilvikum mjög einstaklingsbundið á hvaða sviði takmarkanir fatlaðra liggja. Þess vegna er ekki hægt að setja fram eina einfalda reglu um hvaða störf fatlaðir geta unnið með ár- angri. Ég held að það liggi mikill ónýtt- ur mannauður í hæfileikum þeirra sem teljast fatlaðir. Það þarf að koma þessu fólki í þau störf sem það getur unnið til jafns við aðra þrátt fyrir fötlun sína; störf sem eru raunverulega hagkvæm fyrir þjóð- félagið þannig að það ætti að vera hægt að greiða fötluðum starfs- mönnum markaðslaun rétt eins og öðrum. Samfélagið í heild þarf að hafa opin augun fyrir möguleikum og tækifærum sem bjóðast á al- mennum vinnumarkaði fyrir fatlaða í stað þess að skapa einhverjar sér- lausnir, sem oft á tíðum þarf að borga með. Það er kominn tími til að við hættum að einblína á þann mögu- leika að hið opinbera leggi fram fé í einhverjar sérlausnir í atvinnumál- um fatlaðra. Ef við tökum okkur á trúi ég því að hægt sé að finna störf sem henta fötluðum á almenna vinnumarkaðnum og það án þess að það þurfi að borga með þeim. Að vísu verða alltaf einhverjir svo illa staddir að ekki er hægt að veita þeim starf án sérlausna. Vandinn er í raun sá að almennt er fötlun og al- gert getuleysi lagt að jöfnu. Líkleg- ast stafar þetta mest af hugsunar- leysi. Heilastarfsemin í manni sem er bundinn hjólastól getur t.d. verið í mjög góðu lagi svo dæmi sé tekið. Ég held að skortur á sjálfstrausti sé oft stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir því að fatlaðir leiti eftir vinnu á almennum markaði. Þar hjálpa tæpast þær viðtökur sem þeir, sem reyna slíkt, fá oft. Þessi hópur fær líka gjarnan þau skilaboð frá þjóð- félaginu í heild að hann sé algerlega ósjálfbjarga og þurfi í öllu að treysta á aðra. Fagfólk á sviði umönnunar fatlaðra er oft ekki góð fyrirmynd hvað þetta varðar. Að ráða fatlaða í vinnu þarf ekki að vera góð- gerðarstarfsemi. Það sem þarf er víðsýni og opinn hugur vinnuveit- enda. Spurningin er hvort sá starfs- kraftur sem verið er að ráða þarfn- ist raunverulega þeirra eiginda sem tiltekinn fatlaðan einstakling skortir. Ég vil skora á at- vinnuveitendur að setja ekki atvinnu- umsóknir beint í pappírstætarann, að óathuguðu máli, þótt þær innihaldi orð eins og fatlaður og öryrki. Sömuleiðis skora ég á fatlaða að fylgjast með atvinnu- auglýsingum og sækja um þau störf sem þeir telja sig ráða við. Vinnumarkað- urinn og fatlaðir Hilmar Harðarson Atvinnutækifæri Að ráða fatlaða í vinnu þarf ekki að vera góðgerðarstarfsemi, segir Hilmar Harðarson. Það sem þarf er víðsýni og opinn hugur vinnuveitenda. Höfundur hefur óvirkan aðsóknar- geðklofa og er félagi í Klúbbnum Geysi. warrior@vortex.is. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 1 74 35 04 /2 00 2 Fr áb æ r st að se tn in g - B et ri að sta ða - Enn betri þjónusta fyrir heim ili og fy rirtæ k i. N ýt t og gl æ si le gt Ár bæ jarút ibú að Hraunbæ 119 Heitt á könnunni allan dag inn . Opið hús í sparisjóðnum 19 . ap ríl kl . 1 5. - 1 9. VEGNA FLUTNINGS VERÐUR LOKAÐ Í ROFABÆNUM Á MORGUN Afgreiðsla SPV í Rofabæ 39 verður lokuð á morgun, fimmtudaginn 18. apríl. OPNAÐ Í HRAUNBÆ 119 Á FÖSTUDAG Nýtt útibú SPV opnar í nýjum og glæsilegum húsakynnum að Hraunbæ 119 föstudaginn 19. apríl. Viðskiptavinum SPV í Árbæ er vinsamlegast bent á að nýta sér þjónustu Sparisjóðsins í Borgartúni 18 eða Síðumúla 1 eða þjónustuver SPV í síma 575 4100. Verið velkomin í ný húsakynni. Njótið betri þjónustu á betri stað. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.