Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 36

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að stóð næstum í mér súkkulaðið um helgina þar sem ég sat á kaffihúsi og fletti einu erlendu tísku- blaðanna. Það sem vakti þessi við- brögð mín var mynd af ungri konu sem var svo grönn að mér datt helst í hug að henni hefði verið haldið í svelti í marga mánuði. Eft- ir að hafa jafnað mig á þessari sorglegu mynd var það mín fyrsta hugsun að senda einhvern út af örkinni með mat og drykk handa kon- unni en eftir að hafa flett öllu blaðinu kom í ljós að fleiri konur hefðu þurft á slíkri hjálp að halda. Ég hefði líklega þurft að senda út fjölmennt hjálp- arlið. Í blaðinu gaf að líta hverja konuna á fætur annarri sem var svo grönn að það getur vart talist eðlilegt; maginn, lærin, handlegg- irnir, allt svo rýrt að það var satt best að segja óhugnanlegt; þær minntu helst á fanga sem hefðu hvorki fengið brauð né vatn svo mánuðum ef ekki árum skipti. Við nánari umhugsun er ég reyndar ekki frá því að þær séu fangar en þó í öðrum skilningi en við leggj- um venjulega í það orð, þær eru fangar tískuheimsins, þess heims sem finna má í tískublöðum og í kringum tískusýningar, þær eru fangar heims sem segir okkur að horaðar konur séu fallegar. Þær eru fangar heims sem ber þær uppi og hampar þeim ef þeim tekst að grenna sig þangað til lítið verður eftir nema skinnið og bein- in. Ef þeim tekst það prýða þær helstu tískublöð hins vestræna heims, þar eru þær fulltrúar þess sem fagurt er að mati þeirra sem skapa tískuna. Þar verða þær jafnframt fyrirmyndir milljóna stúlkna og kvenna um allan heim; svona vilja þær líta út – svona rosalega horaðar. Og til verða ýmsar leiðir sem eiga að hjálpa okkur hinum að líta út eins og fyr- irsæturnar, að verða jafn horaðar og þær; ég nefni til dæmis skyndi- lausnir á borð við pillurnar og duftið sem selt er víða um bæinn, líkamsræktarnámskeið sem bera heiti á borð við: Viltu komast í kjólinn fyrir jólin? og rafmeðferðir sem eiga að grenna fólk án mik- illar fyrirhafnar. Svo er til önnur leið sem alltof margar stúlkur og konur grípa til, en hún felst ein- faldlega í því að svelta sig. Miðað við þær myndir sem blasa við í tískublöðunum virðist það vera sú leið sem margar fyrirsætur velja einnig. Hún getur hins vegar haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, eins og dæmin um lystarstol og lotugræðgi sanna. En svona skapar tískuheim- urinn fyrirmyndir sem hafa áhrif víða um heim; staðlaða mynd af konu sem er grindhoruð og hefur hvorki brjóst, maga né læri, hvað þá hrukkur eða grá hár, enda eru konur eldri en þrítugt varla til í tískuheiminum í dag. Ég hugsa að mér stæði svosem á sama ef þessi staðlaða ímynd væri bara til í af- mörkuðum heimi, afmörkuðum heimi tískunnar. En svo er ekki. Þessi ímynd hefur áhrif á það hvernig og í hvaða stærðum fatn- aður er seldur í verslunum, hvers konar krem og snyrtivörur eru sett á markaðinn og hvernig útliti stúlkur og konur sækjast eftir þegar þær leggjast undir hnífinn; lýtalæknahnífinn. Og þessi kven- ímynd hefur áhrif á það hvers lags konur við sjáum í bíómyndum, hvers lags konur við sjáum í aug- lýsingum og í tónlistarmynd- böndum. En það sem verra er; þær hafa áhrif á hugmyndir ungra stúlkna. Eða hvers vegna skyldi átta ára gömul „venjuleg“ stúlka hafa sagt mér um daginn að hún væri í megrun? Eða önnur stúlka sem ég þekki koma miður sín heim eftir bæjarferð þar sem hún pass- aði ekki í fermingarfötin því ekki var gert ráð fyrir brjóstum eða mjöðmum? Og hvers vegna skyldi maður heyra æ ofan í æ af konum sem vilja ekki borða þetta eða hitt vegna þess að þær séu í megrun? Ég skal viðurkenna að ég er engin undantekning. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju að láta kvenímyndina sem við sjáum í tískublöðunum hafa áhrif á mig; hún hefur oft ýtt mér út í megrun sem hefur að vísu alltaf endað á einn veg; ég hef fall- ið í freistni þar sem mér finnst miklu betra að borða risastóra sneið af súkkulaðiköku en eitt lítið salatblað með fitusnauðri sósu. Ég tek þó fram að ég er ekki að gera lítið úr hollum mat eða hæfilegum skammti af hreyfingu en öllu má nú ofgera. Og nú er sá tími þegar fegurð- arsamkeppnir hér á landi komast í hámæli, einni slíkri keppni er að vísu lokið, keppninni um titilinn ungfrú Ísland punktur is, og und- irbúningur að hinni ungrú Ísland- keppninni, þar sem punktur is fylgir ekki með, virðist ganga ágætlega ef marka má fréttir. Ekki er ætlunin að gera lítið úr þeim stúlkum sem taka þátt í keppnum sem þessum en óneit- anlega hvarflar að manni sú spurning hvort verið sé að steypa allar stúlkurnar í sama mót; því allar eru þær ótrúlega líkar, mjög sætar en ótrúlega líkar. Í ljós kemur líka að þær eru látnar fara í líkamsrækt til að ná tilteknum vexti fyrir keppnina, væntanlega fara þær í ljós eða láta á sig brúnkukrem og síðan er það hárið sem er allt eins. Og þá á ég eftir að nefna förðunina. Línur settar hér og þar til að stækka varir og augu og útkoman er eins; allar ótrúlega líkar. Það er ekki verið að leggja áherslu á fjölbreytileika mannsins með keppnum sem þessum, nei það er verið að leita að fyrirmynd- inni að fegurðinni eins og hún er sköpuð einhvers staðar úti í heimi; í tískuheiminum. – Ég held ég fái mér bara eitt súkkulaði í viðbót! Fangar tísku- heimsins „Ég hef oft byrjað í megrun sem hefur að vísu alltaf endað með því að ég hef fallið í freistni þar sem mér finnst miklu betra að borða risastóra sneið af súkkulaði- köku en eitt lítið salatblað með fitu- snauðri sósu.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÉG VAR nýlega staddur á málþingi, sem haldið var af Land- vernd og Umhverfis- stofnun Háskóla Ís- lands, um bindingu kolefnis með land- græðslu og skógrækt. Binding á kolefni með þessum hætti er meðal þeirra leiða sem hægt er að nota til þess að draga úr styrk koldíox- íðs í andrúmsloftinu og þar með úr þeim gróð- urhúsaáhrifum sem lofttegundin veldur. Landgræðsla og skóg- rækt er þarfaþing á Ís- landi til þess að sporna við jarðvegs- rofi og því að mörgu leyti skiljanlegt að menn skuli líta á aðgerðir af þessu tagi sem lið í því að auðvelda okkur að uppfylla Kyoto-bókunina marg- frægu. Framsögumenn á málþinginu voru í megin atriðum sammála um að til þess að tryggja árangur sem erfiði væri þörf á mikilli undirbúnings- vinnu áður en hægt væri að ráðast í stór uppgræðsluverkefni. Á ráð- stefnunni kom einnig fram það sjón- armið að aðgerðir af þessu tagi væri flótti frá hinu raunverulega vanda- máli, þ.e. þörfinni á að draga úr út- blæstri. Þess má geta að í Svíþjóð ætla menn ekki að telja sér bundið kolefni í gróðri til tekna þegar kemur að því að uppfylla Kyoto-bókunina. Skuldbindingar þeirra verða upp- fylltar með því að draga úr útblæstri. Sé farið af stað með forsjá, fremur en kappi, má í einu og sama verkefn- inu stuðla að markmiðum þriggja hnattrænna samninga, þ.e. Kyoto- bókunarinnar, varna gegn eyðimerk- urmyndun og varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika. Sé forsjáin hinsvegar ekki höfð með geta aðgerðirnar bein- línis unnið gegn markmiðum Kyoto- bókunarinnar og samningsins um varðveislu líffræðilegs fjölbreyti- leika. Sé t.d. „ráðist inn“ á svæði með gróðursetningu framandi tegunda sem samræmast illa því lífríki sem þar er fyrir kann sú „innrás“ að vinna gegn varðveislu líffræðilegs fjölbreyti- leika. Spurningunni um hvernig skógrækt geti unnið gegn markmið- um Kyoto-bókunarinn- ar mun ég reyna að svara hér á eftir. Jörðin endurvarpar hluta af þeim sólar- geislum sem á henni lenda og hefur slíkt endurvarp kælandi áhrif á lofthjúp jarðar. Hversu mikið endur- varpið er ræðst af eðli yfirborðsins. Sólar- geislar sem lenda á hvítu svæði, t.d. jökli eða snævi þöktu engi, endurspeglast að verulegu leyti en lendi geislarnir t.d. á svörtum sandi verður endur- speglunin mun minni. Hér er e.t.v. rétt að benda á hugtakið afturverkun eða „feedback“ en það eru áhrif sem verða af völdum hitastigsbreytinga og magna eða draga úr hitastig- saukningu. Dæmi um magnandi áhrif er t.d. bráðnun jökla og hafíss en sú bráðnun dregur úr endurvarpi jarðar og stuðlar þannig að enn frek- ari hlýnun. Nýlega birtist grein í tímaritinu Nature (408:187-190) þar sem færð voru rök fyrir því að skógrækt á norðlægum slóðum geti, í ákveðnum tilfellum, beinlínis unnið gegn mark- miðum Kyoto-bókunarinnar. Rök- semdafærslan gengur út á það að land sem er vaxið grasi, mosa, lyngi, hveiti, byggi eða öðrum lágvöxnum plöntum sé hulið snjó nokkra mánuði á ári. Snjór getur hinsvegar ekki hul- ið skóga með jafn afgerandi hætti. Þetta leiðir til þess að fyrrnefndu svæðin endurvarpa sólargeislum í meira mæli en skógarnir. Í greininni kemur fram að með bindingu kolefnis í skógi, á svæði sem áður var þakið lágvöxnum gróðri, í Norður-Evrópu sé af þess- um sökum einungis hægt að telja helminginn af bundnu kolefni til tekna m.t.t. hitastigsbreytinga. Í sjó- þyngri hluta þess snjóþunga lands Kanada er staðan verri. Þar eru nettó áhrifin af því að binda 60 tonn af kolefni í skógi þau sömu og ef ekki hefði verið ráðist í skógræktina en þess í stað hefðu 30 tonn af kolefni verið brennd. Með öðrum orðum veldur skógrækt á lágplöntusvæði í Kanada hlýnun, þvert á markmið Kyoto-bókunarinnar. Há bindingar- geta eldfjallajarðvegs og lítil gróð- urþekja víða á landinu leiða líklega til þess að hlutföllin hérlendis séu betri en víða annarstaðar á norðlæg- um slóðum. Ekki er þó gott að segja til um hver hlutföllin eru en mat á því ætti að vera sjálfsagður hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem fram- sögumenn voru sammála um að ráð- ast þyrfi í áður en hafist væri handa við stórfelld skógræktarverkefni. Nokkuð sem dregur enn fremur úr ágæti skógræktar í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin er sú staðreynd að binding kolefnis í skógum tekur mjög langan tíma en fljótlega dregur úr endurvarpinu. Eins og Kyoto-bókunin lítur út í dag telst binding á kolefni í skógi óskert til tekna, þ.e.a.s. tonn á móti tonni. Það er því undir umhverfis- og siðferðismeðvitund hverrar þjóðar komið hversu langt menn vilja ganga í að telja sér skógrækt til tekna. Til þess að forðast allan misskilning vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki mótfallinn skógrækt, síður en svo. Sé tilgangurinn hinsvegar að draga úr gróðurhúsaáhrifum kann skógrækt að vera sýnd en ekki gefin veiði. Ég ætla að ljúka þessari grein á lokaorðum greinarinnar úr Nature. „Þurfi að nota skógrækt til þess að draga úr hlýnun jarðar í stað þess einfaldlega að draga úr losun koldíoxíðs þarf að taka tillit til breyt- inga í endurvarpi jarðar.“ Skógrækt og gróðurhúsaáhrif Bergur Sigurðsson Umhverfi Á norðlægum slóðum getur skógrækt, segir Bergur Sigurðsson, beinlínis unnið gegn markmiðum. Höfundur er umhverfisefnafræð- ingur og starfsmaður hjá Heilbrigð- iseftirliti Suðurnesja. ÞAÐ ER ótrúleg glæframennska að ætla íslenzka ríkinu að ganga í ábyrgð fyrir 20.000.000.000.00. – tuttugu þúsund milljón- um króna – til handa deCode, fyrirtæki sem hefir verið á hríðfall- anda fæti fjárhagslega hin síðari árin. Það var nógu hátt á því skrúfið, þegar það nam fyrst land í ís- lenzku fjármálakerfi, en fljótlega fengu um- svif þess á sig svipmót fjárglæfra. Í upphafinu keyptu trúgjarnir menn hluti í félaginu á svimandi háu gengi, allt upp í 60, og fóru margir flatt á. Í þeim efnum drógu ýmsir fjárhættu- spilarar fjármálafyrirtækja ekki af sér í meðmælunum enda orðið mörg- um auðtrúa mönnum ærið þungir í skauti, einnig í öðrum málum. Nú hefir um langa hríð þótt frétt ef gengi hluta í fyrirtækinu hefir farið upp fyrir sjö, og mun nú vera 5,5. Í hvert skipti sem gengið hefir fallið hafa áróðursmeistararnir frá Chicago sent frá sér fréttir um áfangasigra dótturfyrirtækisins á Ís- landi, og hafa enda haft á fullum höndum við þann starfa. Allt bendir til að deCode sé komið að fótum fram, enda virðast þeir ekki hafa mátt til að ráðast í stofnun lyfja- fyrirtækis nema íslenzka ríkið hlaupi undir bagga með ábyrgðum sem nema tæpum 300.000 – þrjúhundruð þúsund krónum – á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þeir deCode-menn þykjast vera að gera Íslending- um greiða. Lýsa yfir að ódýrara sé að stofna slíkt fyrirtæki í Banda- ríkjunum, en vilji vinna gustukaverk á eyþjóð- inni, ef hún vilji í stað- inn selja þeim próventu sína. Staðreynd er að stór- fyrirtæki fá aldrei til þess leyfi eigenda sinna að vinna góðverk. Þeim er stjórnað af miskunn- arlausri kröfuhörku hluthafanna. Verði fyr- irtæki uppvíst að því að velja dýrari fjárfestingarkost en í boði er þurfa yfirmenn þess ekki að kemba hærurnar. Staðreyndirnar virðast blasa við: deCode hefir ekki lánstraust í Banda- ríkjunum vegna slakrar fjárhags- stöðu. Þessvegna – og eingöngu þess- vegna – leita þeir eftir ábyrgð Íslands. Yfirskinið er svo greiðasemi við landann. Þetta ætti ekki að blekkja neinn nema sem vill blekkj- ast láta. Þeir, sem snúast gegn slíkri ósvinnu sem þetta ábyrgðarmál er, verða úthrópaðir sem atturútsiglarar og dragbítar á mikilsverðar framfarir í þjóðfélaginu og nýjungar. Með leyfi að spyrja: Hver er sá maður með heilli há, sem ekki vill uppbyggingu og framfarir í landi sínu; að ekki sé um að tefla nýja og mikla möguleika í framleiðslu og tækni? Ofan á allt annað bætist svo, að um víða veröld mun ekki fyrirfinnast áhættusamari iðnaður, en sá, sem Ís- lendingar eru nú beðnir að taka fjár- hagsábyrgð á. Sá, sem hér heldur á penna, ætti að öðru jöfnu að láta sér í léttu rúmi liggja þótt núverandi ríkisstjórn fremji afglöp, sem hér um ræðir, og allar líkur eru á að verði pólitískur banabiti hennar. En þannig hugsa að vísu ekki aðrir en ábyrgðarlausir menn, sem reiðubúnir eru að láta fjöl- ina fljóta þótt í ófæru stefni. Það er hins vegar borin von að neitt verði á aðvaranir hlustað. Enda hlusta stjórnarherrarnir ekki einu sinni á eigin menn þá sjaldan þeir þora að láta í ljósi skoðanir á stórmálum, hvað þá heldur mann í stjórnarand- stöðu. Það verður því miður ekki feigum forðað í þessu fráleita máli sem á ís- lenzkar fjörur hefir rekið. Glæfraspil Sverrir Hermannsson Áhætta Ofan á allt annað bætist svo, segir Sverrir Hermannsson, að um víða veröld mun ekki fyrirfinnast áhættusamari iðnaður, en sá, sem Íslendingar eru nú beðnir að taka fjárhagsábyrgð á. Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.