Morgunblaðið - 17.04.2002, Page 46

Morgunblaðið - 17.04.2002, Page 46
MINNINGAR 46 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Æskuleikfélagi minn, Gunnar Guð- mundsson, hefur verið burtu kallaður. Með þessum orðum minn- umst við samfylgdar hans á allt of stuttri vegferð. Við ólumst upp í sama húsi á Nönnugötu 9 en þá bjuggu þar fjórar fjölskyldur og tíu börn á ýmsum aldri og því oft líflegt þar á þeim árum. Lýðveldisbörn vorum við stundum kölluð þau sem fæddumst á fyrsta ári lýðveldisins. Skólinn okkar var Mið- bæjarskólinn við Tjörnina sem þá var fullur af börnum. Fjölbreytt kennsla var þar þegar á sjötta ára- tugnum svo sem bóknám, leikfimi, GUNNAR GUÐMUNDSSON ✝ Gunnar Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 22. október 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 8. mars. sund, teiknun og smíð- ar. Gunnar var góður námsmaður en þá þeg- ar fór ekki á milli mála hvar áhugasvið hans lá. Brúðugerð og teikning- ar hjá Jóni E., smíðar hjá Gauta og síðar tækjasmíði hjá Hall- dóri. Þetta voru hans uppáhaldsgreinar og kennarar hans sáu fljótt hversu óvenju laghentur og listrænn hann var. Heima á verkstæð- inu hjá Pétri og Guð- mundi föður hans snapaði hann kubba og nagla og skapaði m.a. ótrú- lega bíla með fjöðrum og öllum græj- um eins og við kölluðum það. Seinna voru það hjólin sem laga þurfti og snurfusa og gaman var að grípa til. Mér er sérlega minnisstætt eitt vor en þá vorum við 11 eða 12 ára gamlir og undum löngum stundum við að gera hjólabrautir á stórum moldarhaug á Landspítalalóðinni. Tímunum saman hjóluðum við upp og yfir þennan haug. En strax þegar skóla lauk á vorin tók sveitin við. Gunnar fór norður í Öxnadal en ég upp Kjós og til baka komum við ekki fyrr en um réttir á haustin. Þegar skyldunámi lauk hjá Gunn- ari tók við smíðanám og leiðir okkar skildi um tíma þegar fjölskylda mín flutti af Nönnugötunni en við hjónin komum þangað aftur og bjuggum þar fyrsta búskaparárið okkar. Þá bjó Gunnar þar enn og leit þá gjarn- an inn. Hann var glaðlyndur að eðl- isfari, hafði lifandi og skemmtilega frásagnarhæfileika og naut þess vel að ræða allt milli himins og jarðar. Þá var oft gaman að vera til og verða þessar stundir okkur ógleymanlegar. Okkur er og mjög minnisstæð stundin sem við áttum á 12 ára bekkjarmótinu í Miðbæjarskólanum og sú kvöldstund sem við áttum með þeim hjónum, Rögnu og Gunnari, ásamt bræðrum hans, Magnúsi og Jóni. Þetta var eftirminnilegt kvöld, fullt af glensi og húmor. Þá ræddum við um að við þyrftum að hittast oft- ar. Við kveðjum góðan dreng og send- um Rögnu, börnum þeirra, barna- börnum, móður hans, Önnu, bræðr- um hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum af alhug þessa allt of skömmu samfylgd. Einar Long og Sólveig Helga, Bristol. Þegar ’Abdu’l-Bahá (sonur Bahá’u’lláh, boðbera bahá’í trúar- innar) var staddur á meginlandi Evrópu fyrir nær einni öld lét hann eftirfarandi orð falla á fjölsóttri samkomu París: „Í þessari opinberun Bahá’u’lláh ganga konur og karlar hlið við hlið. Þær verða ekki eftirbátar þeirra á neinn hátt... Í öllu sem þær taka sér fyrir hend- ur, munu þær ná slíkum árangri að engu verður saman jafnað í heimi mannkynsins og þær munu láta til sín taka á öllum sviðum.“ Konur hafa gegnt lykilhlutverki í þróun bahá’í trúarinnar hérlendis ekki síður en annars staðar. Saga trúarinnar fyrstu áratugina eftir að hún náði fótfestu á Íslandi byggist á fórnum, þrautseigju og fordæmi kvenna, sem margar hverjar voru af erlendu bergi brotnar. Nokkrar þeirra eru nú látnar og þær hafa skilið eftir sig dýrmætan arf og óafmáanleg spor í sögu íslenska samfélagsins. Nokkrar þeirra voru brautryðjendur frá Kanada og Nor- egi, en meðal öflugustu og virkustu bahá’ía á þessum fyrstu áratugum voru konur sem komu hingað til lands frá Þýskalandi eftir stríðsárin og gengu bahá’í trúnni á hönd eftir að hafa kynnst henni hjá erlendum brautryðjendum og ferðakennurum. Meðal þeirra var kær vinur okkar, Liesel Becker. Liesel var 88 ára gömul þegar hún lést, aldursforseti bahá’í samfélags- ins og sá einstaklingur sem lengst hefur þjónað málstaðnum á Íslandi. Hún var rétt rúmlega þrítug þegar hún ákvað að fara til Íslands. Hún hafði þá af eigin raun kynnst hörm- ungum tveggja heimsstyrjalda. Í Þýskalandi hafði Liesel verið við verslunarnám en styrjöldin batt enda á tilraunir hennar, eins og svo margra annarra hæfileikaríkra ung- menna, til að afla sér framhalds- menntunar við æðri skóla í heima- landinu. Liesel tók ákvörðun um að fara til Íslands í stríðslok eftir að henni bár- ust orðsendingar frá vinum og vel- LIESEL BECKER ✝ Liesel Beckerfæddist 28. jan- úar 1914 í bænum Bünde í Westpfalen í Þýskalandi. Hún lést á Elliheimilinu Grund aðfaranótt 26. febrúar og fór útför hennar fram í Foss- vogskapellu 5. mars. Hún var ógift og barnlaus. unnurum hér, og þá fyrst og fremst boð frá Marie Schwiebert, sem starfaði í Reykjavík. Marie var móðursystir Ericu Pétursson, sem einnig kom frá Þýska- landi um þetta leyti. Náin og innileg vinátta tókst með Ericu og Liesel, en kynni þeirra hófust þó áður en Lies- el kom til Íslands. Mar- ie útvegaði Liesel starf í versluninni Brynju við Laugaveg í Reykja- vík og þar starfaði hún lungann úr starfsævi sinni, eða í hartnær þrjá áratugi. Örfáum árum síðar kom Monica Ríkharðsdóttir einnig hingað frá Þýskalandi. Örlög þessara þriggja kvenna og annarra sem komu til Íslands eftir stríðið samtvinnuðust á einstæðan og mjög sögulegan hátt, því það féll í þeirra hlut að leggja grunninn að samfélagi þessara ungu trúarbragða á Íslandi og vera í forystusveit þeirra sem tókust á hendur það tor- sótta verk að vinna trúnni braut- argengi á erfiðum tíma í mótunar- sögu hennar. Erica Pétursson og Moníka Ríharðsdóttir eru báðar látnar eftir langa og dygga þjónustu á Íslandi og merkilegt brautryðj- endastarf í öðrum löndum. Komu Lieselar hingað til lands og veru hennar hér verður án efa minnst í framtíðinni sem merks við- burðar því saga hennar er samofin helstu viðburðum og sigrum trúar- innar. Liesel segir frá því í blaða- viðtali sem var tekið í tilefni áttræð- isafmælis hennar 28. janúar 1995 hvernig hún komst í kynni við bahá’í trúna. Hún hafði eignast hér skoska vinkonu, sem þekkti Margréti Ahlman, fyrsta kanadíska braut- ryðjandann sem hingað kom. Liesel hreifst af Margréti: „Hún var svo glöð og ánægð þrátt fyrir fátæklegt umhverfið sem hún bjó í,“ segir Liesel í viðtalinu. Hún komst einnig í kynni við annan brautryðjanda, norska stúlku, Kirsten Bonnevie að nafni, sem vann merkilegt starf á sínum tíma. Liesel segir frá því að sér hafi fundist þessar vinkonur sín- ar búa yfir einhverju sem sig vant- aði og komst brátt að raun um að það var trúin sem þær áttu. Liesel kynntist bahá’í trúnni fyrst árið 1954 en hún tók sér nokkurn umþóttunartíma og gerðist form- lega bahá’íi átta árum síðar, árið 1962. Hún var í svæðisráðinu í Reykjavík í 28 ár, frá stofnun þess og allt þar til hún þurfti að hætta af heilsufarsástæðum fyrir níu árum. Hún var ritari fyrsta landsþingsins sem haldið var á Íslandi og var í kjölfarið kosin til fyrsta Andlega þjóðarráðsins árið 1972. Hún þjón- aði samfélaginu sem ritari þjóðar- ráðsins í sjö ár. Liesel eignaðist fjölda vina hér á Íslandi og víða um heim og átti í reglulegum bréfaskriftum við þá. Hún tók ástfóstri við land og þjóð, var mikill náttúruunnandi og gerði sér far um að kynnast landinu og staðháttum þess. Hún hafði mikla tungumálahæfileika til að bera, var vel mælt á megintungur Vesturálfu og talaði góða og vandaða íslensku. Allir sem kynntust Liesel hrifust af ljúfmennsku hennar, hógværð og nægjusemi. Virðing hennar og væntumþykja í garð annarra kom ekki síst í ljós í umgengni hennar við börn og unglinga. Það var gott að vera í návist þessarar góðu og heil- steyptu konu, þar ríkti friður, kær- leikur og mikil einlægni hjartans. Náin vinátta og mikill samgangur var með mörgum af fyrstu kynslóð bahá’ía á Íslandi. Það átti ekki síst við um erlendu bahá’íana sem hing- að komu og lögðu grunnin að bahá’í samfélaginu eins og við þekkjum það í dag, þar á meðal Liesel, Ericu Pétursson og marga aðra. Liesel tók sérstöku ástfóstri við dóttur Ericu, Renate Steingrímsdóttur. Renate hefur ásamt eiginmanni sínum, Jóni Ólafssyni, Anitu dóttur þeirra og sonunum Róberti, Örlygi og Snorra annast Liesel af mikilli natni og um- hyggju alla tíð, en á aðstoð þeirra og alúð reyndi ekki síst eftir að Liesel varð óvinnufær vegna blindu og las- leika. Andlegt þjóðarráð bahá’ía og Bahá’í samfélagið á Íslandi vilja með þessum minningarorðum þakka þeim hjónum og börnum þeirra þann mikla stuðning sem þau veittu Liesel og óska þeim blessunar um leið og Liesel er þökkuð samfylgdin í hálfa öld. Andlegt þjóðarráð bahá’ía á Íslandi. Það var okkur mikil sorgarfrétt að heyra af andláti Liesel Becker. Hún var staðföst þerna trúarinnar og þjónaði með miklum sóma allt sitt bahá’í-líf. Sem einn af stofnmeð- limum fyrsta svæðisráðsins á Ís- landi og sem meðlimur Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Íslandi til margra ára átti hún ríkan þátt í að leggja grunn að stjórnkerfi trúar- innar á Íslandi. Minnst er með þakk- læti þeirrar staðfestu og elju sem einkenndi starf hennar og Allsherj- arhús réttvísinnar mun biðja heitt og innilega við hina helgu fótskör fyrir þroska sálar hennar í öllum veröldum Guðs. Allsherjarhús réttvísinnar, Haifa – Ísrael.        .+,-,2* *$!$ 8! ""$"$ $!$  %  ,   ,      4        .          )     44/  "$  "( 8  ! "   ;  " ($$%  "( 8)  " ($$%  "( " ( ! " 4" " (  ") ( %+$"2  "( 8  $;" * 6  '     3   $  & 3&     $  "   "  . 1H # 11,   L ;8*  "$  ! " "@ /* " ($$% #!$% (@"( + (:  $ ! "  "$ 8'$% 28) ' #!$ ! " #!@$$%  ( " "1  $  ! " * 6  ' #  3  $  & 3 &     $      "   "   .H ,# 11,  ' !@": (" " ("* .%  '    "    + ,  -   .  " #!@+$$% " D+$ ! " + (:  $  ! +$$% ; " ( ! " ." 8)  !:+$ ! " "+  $$% % '(+$$%  ! $ ! "     ) %     ) * 6  '    '   3   $  & 3&     $    "      +H  $"M$ 8!   '%$!$" $($  "@":""$' "$  " ("* 7     %      89:#  (       "     7      5 ,    ,      ' ! #    '   &    &       & 4 "  $ 4 +  $ ! " &!   $ ! " 8 $ +$"  $$% ;4/"  $ ! "  %   $ ! " 28 ".": $$%    "  $$% +" 9 D( ;2% ! "   ) %     ) * 6  '    '   3 &   $       $ "   "   1H  .+,+4. 11, 3 $$ )( :.. 4;88 ( $" * .%  '   !  !    "     #   & #!&! ( ! "  2%$% " @&! ( ! " 2" " &! ( $% @"( &! ( ! "  "( "#!$$%   ) %8)$; 9" *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.