Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 50
FRÉTTIR 50 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGASKÓLI í Reykjavík sigr- aði með yfirburðum á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór um síðustu helgi. Hagaskóli gjörsigr- aði alla andstæðinga sína og fékk hlaut 33 vinninga af 36 mögu- legum. Í öðru sæti varð sveit Ölduselsskóla með 22½ vinning, 10½ vinningi á eftir sigursveitinni. Í þriðja sæti varð svo sveit Mela- skóla með 21½ vinning. Lokastað- an á Íslandsmóti grunnskóla varð annars þessi: 1. Hagaskóli 33 v. af 36 2. Ölduselsskóli 22½ v. 3. Melaskóli 21½ v. 4. Landakotsskói 20½ v. 5. Hlíðaskóli 20½ v. 6. Rimaskóli 20½ v. 7. Varmárskóli 20 v. 8. Árbæjarskóli 20 v. o.s.fr. Eins og sjá má var hart barist um verðlaunasætin og vekur at- hygli að Melaskóli nær þriðja sæti, en hann er barnaskóli (nær einungis upp í 12 ára bekk). Rétt eins og í fyrra hlutu þeir Dagur Arngrímsson (Hagaskóla) og Guð- mundur Kjartansson (Árbæjar- skóla) verðlaun fyrir bestan ár- angur á fyrsta borði. Líkt og þá fengu þeir 8½ vinning í 9 skákum. Hilmar Þorsteinsson (Hagaskóla) fékk verðlaun fyrir bestan árang- ur á öðru borði en hann hlaut 7½ vinning. Með sigrinum öðlast Hagaskóli rétt til þess að tefla á Norður- landamóti grunnskólasveita sem fram fer í Finnlandi í haust. Haga- skóli er núverandi Norðurlanda- meistari grunnskóla, en Norður- landamótið var einmitt haldið í Hagaskóla í fyrra. Miðað við ár- angur Melaskóla lítur út fyrir að framtíð Hagaskóla í skákinni sé björt, enda hefur uppistaðan úr liði skólans verið skipuð nemend- um sem fluttust í Melaskóla að af- loknum barnaskólanum. Þjálfari beggja skólanna er Arngrímur Gunnhallsson. Eins og fram hefur komið í skákþættinum er kvenna- skákin einnig öflug í Melaskóla, en stúlkurnar mörðu sigur á Íslands- móti grunnskólasveita fyrr í mán- uðinum eftir æsispennandi keppni. Alls tóku 19 sveitir þátt í mótinu frá 13 skólum. Skákstjórar voru Haraldur Baldursson, Ólafur H. Ólafsson og Sigurbjörn J. Björnsson. Íslandsmót stúlkna 2002 – einstaklingskeppni Íslandsmót stúlkna (grunn- skólamót) fyrir árið 2002 verður haldið sunnudaginn 20. apríl nk. í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 13 og verða tefldar 10 mínútna skákir. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Skráning fer fram hjá Skák- sambandi Íslands í síma 568 9141 og með tölvupósti: siks@simnet.is. Evrópumótið – undankeppni heimsmeistaramótsins Evrópska skáksambandið hefur ákveðið að Evrópumótið í skák verði haldið í Batumi í Georgíu 11.–27. júní. Mótið er opið öllum evrópskum skákmönnum. Efstu 5 skákmennirnir fá rétt til þátttöku í heimsmeistaramótinu í skák 2003/2004. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 5. maí. Sigurbjörn Björnsson og Páll Agnar efstir í auka- keppni áskorendaflokks Sigurbjörn J. Björnsson og Páll Agnar Þórarinsson standa best að vígi í aukakeppni áskorendaflokks um sæti í landsliðsflokki þegar 4 umferðum af 6 er lokið. Sigur- björn er efstur í keppninni með 3 vinninga. Páll Agnar Þórarinsson er annar með 2½ vinning. Snorri Bergsson er þriðji með 1½ vinn- ing, en Sævar Bjarnason er neðst- ur með 1 vinning. Guðmundur Kjartansson og Gylfi Davíðsson sigruðu á skólaskákmóti Reykjavíkur Guðmundur Kjartansson og Gylfi Davíðsson sigruðu á skóla- skákmóti Reykjavíkur sem fram fór í síðustu viku. Guðmundur sigraði í eldri flokki, Dagur Arn- grímsson varð í öðru sæti og Aron Ingi Óskarsson varð þriðji. Gylfi Davíðsson sigraði í yngri flokki, Ásgeir Mogensen varð ann- ar og Hjörvar Steinn Grétarsson þriðji. Þessi sex ungu og efnilegu skákmenn verða fulltrúar Reykja- víkur á landsmótinu í skólaskák sem haldið verður á Vestfjörðum 9.–12. maí. Úrslit í eldri flokki: 1. Guðmundur Kjartansson (Ár- bæjarskóli) 5½ v. af 6 2. Dagur Arngrímsson (Haga- skóli) 5 v. 3. Aron Ingi Óskarsson (Haga- skóli) 3½ v. 4. Hjörtur Ingvi Jóhannsson (Ölduselsskóla) 3 v. Þátttakendur voru sjö. Í yngri flokki urðu úrslit þessi: 1. Gylfi Davíðsson (Breiðagerðis- skóla) 8½ v. af 9 2. Ásgeir Mogensen (Austurbæj- arskóla) 7 v. 3. Hjörvar Steinn Grétarsson (Rimaskóla) 6½ v. 4. Helgi Brynjarsson (Hlíðaskóla) 6 v. 5. Haraldur Franklín Magnús (Melaskóla) 6 v. 6. Dofri Snorrason (Melaskóla) 6 v. 7.–9. Árni Freyr Snorrason (Mela- skóla), Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir (Melaskóla) og Ingvar Ásbjörnsson (Rimaskóla) 5½ v. Þátttakendur voru 31. Skák- stjóri var Ólafur H. Ólafsson. VN-mótaröðin: Hrókurinn leitar að snjallasta hraðskákmanninum Viðskiptanetið mun í samvinnu við Skákfélagið Hrókinn efna til skákhátíðar, sem hefst næsta laugardag, með það fyrir augum að finna snjallasta hraðskákmann landsins. Þátttökurétt hafa allir skákmenn og heildarverðlaun eru mjög vegleg: 120 þúsund króna inneign á Viðskiptanetsreikningi. Fyrstu verðlaun eru 70 þúsund skiptikrónur, en allir keppendur eiga möguleika á verðlaunum. Laugardagana 20. og 27. apríl, klukkan 14 fara fram tvö úrtöku- mót á Grandrokk, Smiðjustíg 6. Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá Róbert Harð- arsyni í síma 696 9658 eða í net- fanginu chesslion@hotmail.com. Tefldar verða níu umferðir á úr- tökumótunum og komast átta efstu menn af hvoru móti áfram í úrslitakeppni sem haldin verður laugardaginn 4. maí. Þar keppa sextán skákmenn með útsláttar- fyrirkomulagi, fjórar skákir í hverri umferð, uns einn stendur uppi sem sigurvegari með nafn- bótina VN-meistarinn 2002. Sá sem lendir í öðru sæti hlýtur 20 þúsund króna inneign á Viðskipta- netsreikningi en auk þess verður dregið um hvaða tveir keppendur til viðbótar úr 16 manna úrslit- unum hljóta 15 þúsund króna inn- eign hvor. Fyrst var teflt um VN-meist- aratitilinn á síðasta ári, og sigraði Jón Viktor Gunnarsson eftir úr- slitaeinvígi við Arnar Gunnarsson. Í fréttatilkynningu frá Við- skiptanetinu segir að með VN- mótaröðinni vilji fyrirtækið leggja sitt af mörkum til eflingar al- menns skákáhuga í landinu og framgangi þessarar göfugu íþrótt- ar. Voratskákmót Hellis Hið árlega voratskákmót Tafl- félagsins Hellis hefst mánudaginn 22. apríl. Því verður svo fram haldið mánudaginn 29. apríl. Um- hugsunartími er 25 mínútur á skák. Samkvæmt auglýstri dag- skrá er gert ráð fyrir þremur skákum hvort kvöld. Til greina kemur þó að hafa fjórar skákir seinna kvöldið þannig að alls verði tefldar sjö umferðir, ef keppendur hafa áhuga á því. Keppendur ákveða hvor leiðin verður valin. Guðmundur Kjartansson sigraði á voratskákmótinu í fyrra. Þátttökugjald er kr. 400 fyrir félagsmenn og kr. 600 fyrir utan- félagsmenn sextán ára og eldri. Þeir yngri greiða kr. 200 ef þeir eru í félaginu en annars kr. 400. Verðlaunapeningar verða fyrir þrjú efstu sætin. Mótið er öllum opið. Teflt verð- ur í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a í Mjódd. Sami inngangur og hjá SPRON og er gengið á efstu hæð. Yfirburðasigur Haga- skóla á Íslandsmóti grunnskólasveita Gullsveit Hagaskóla, frá vinstri: Víkingur Fjalar Eiríksson, Arn- ljótur Sigurðsson, Hilmar Þorsteinsson, Dagur Arngrímsson og Aron Ingi Óskarsson. SKÁK Skákmiðstöðin Faxafeni 12.–14. apríl 2002 ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA Daði Örn Jónsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Félags ungra lækna: „Stjórn Félags ungra lækna mót- mælir harðlega þeim aðförum að kjörum heilsugæslulækna sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra stóð fyrir með reglugerð 19. desem- ber 2001. Viljum við þess vegna beina þeirri spurningu til heilbriðgis- og trygg- ingamálaráðherra hvort það sé stefna hans að leggja niður heilsugæslu í landinu í framtíðinni. Ástæða þess að við leggjum fram þessa spurningu er sú að nýmönnun í heilsugæslulækningum hér á landi er hlutfallslega miklu lægri en á hinum Norðurlöndunum og að staðreynd er að sífellt fleiri heilsugæslulæknar færa sig yfir í aðrar sérgreinar. Hér á landi er hlutum þannig hátt- að í dag að heilsugæslulæknar sitji ekki við sama borð og aðrir sérfræð- ingar m.a. hvað varðar eigin rekstur. Teljum við þá þannig þvingaða til vinnu fyrir hið opinbera sem launar þeim með viðlíka gerðum og að skerða laun þeirra fyrirvaralaust eins og ráðherra stóð fyrir hinn 19. desem- ber sl. Vegna þessa sýnist okkur framtíð heilsugæslunnar hér á landi ekki björt. Starfsumhverfið er að verða verra og verra. Sífellt færri læknar verða til að sinna störfum og þannig eykst álagið mikið. Í dag er nokkuð um ósetnar stöður á heilsu- gæslustöðvum og nær vonlaust að fá aðra en læknanema í afleysingar lækna. Þetta starfsumhverfi skilar sér í því að ungir læknar hér á landi sækja frekar í aðrar sérgreinar lækn- isfræðinnar en heilsugæslulækningar og er það okkur áhyggjuefni.“ Ungir læknar mótmæla aðför að kjörum ALÞJÓÐAHÚS, Hverfisgötu 18, fer um þessar mundir af stað með fræðslufundi um íslenskt samfélag fyrir fólk af erlendum uppruna. Fræðslan fer fram á íslensku og túlkað verður á ensku, rússnesku og pólsku. Fyrsti fræðslufundurinn um ís- lenskt samfélag þar sem starfsemi Alþjóðahúss og áhrif nýrra kosning- arlaga á rétt erlendra ríkisborgara til kosningaþátttöku verða kynnt, í dag, miðvikudag, 17. apríl kl. 20, í Al- þjóðahúsi, Hverfisgötu 18. Fræðslan fer fram á íslensku og verður túlkuð á rússnesku. Þáttaka er ókeypis, segir í fréttatilkynningu. Fundur um ís- lenskt samfélag í Alþjóðahúsinu Á FUNDI orlofsnefndar húsmæðra í Kópavogi var tekin sú ákvörðun að ekki yrðu neinar utanlandsferðir á þessu ári og að ekki yrðu greiddar niður slíkar ferðir kvenna úr Kópa- vogi, þótt þær kysu að fara í ferðir nefnda í öðrum sveitarfélögum. Held- ur skuli nefndin einbeita sér að eigin landi og leggja þá fjármuni sem henni eru faldir að lögum, í innlenda ferða- þjónustu. Áætlað er að fara í ferð að Kirkju- bæjarklaustri 13.-15. júní og gista tvær nætur að Hótel Eddu, 30 konur komast í þá ferð. Hvíldar- og hress- ingardvöl að Laugarvatni, 24.-30. júní, gist á Hótel Eddu, 40 konur munu komast í þá dvöl. Ferð í Skaga- fjörð 22.-24. ágúst, gist að Hótel Varmahlíð og komast 30 konur í þá ferð. Í landslögum segir að sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili for- stöðu, án launa fyrir það starf, skuli eiga rétt á orlofi. Þær konur sem ekki hafa farið í orlof síðustu 2-3 ár hafa forgang í ferðir og dvöl á vegum nefndarinnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Birna Árnadóttir og Ólöf Þorbergs- dóttir veita allar upplýsingar og ann- ast innritun frá 18. apríl til 10. maí. Utanlands- ferðir ekki styrktar MÁLÞING Íslandsdeildar Amnesty International um talsmenn mann- réttinda verður í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 18. apríl kl.20. Yfir- skrift málþingsins er: Gættu þín – þú talar of mikið! Fjallað verður um talsmenn mannréttinda, störf þeirra, ofsóknir gegn þeim og skyldur stjórnvalda samkvæmt alþjóðalögum. Talsmenn mannréttinda er fólk, er hefur skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd þeim markmiðum um réttindi til handa öllum, sem tryggð eru af Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn mannréttinda eru í auknum mæli reknir í útlegð eða neyddir til að lifa við ómennskar og niðurlægjandi að- stæður, segir í fréttatilkynningu. Frummælendur á málþinginu eru Delphine Roch lögfræðingur og starfsmaður Amnesty International í Frakklandi og Ragnar Aðalsteins- son hæstaréttarlögmaður. Málþingið er öllum opið. Málþing Íslands- deildar Amnesty SVANHILDUR Árnadóttir bæjar- fulltrúi skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningar í Dalvíkur- byggð í vor. Framboðslistinn var samþykktur nú nýlega. Jónas M. Pétursson er í öðru sæti, en Kristján Snorrason, sem setið hefur sem fulltrúi D-lista gaf ekki kost á sér á listann. Í þriðja sæti er Dórothea Jó- hannsdóttir, Arngrímur Baldursson í fjórða, Ásdís Jónasdóttir í því fimmta og Dagmann Yngvason í sjötta sæti. Yrsa Hrönn Helgadóttir er í sjöunda sæti, Friðrik Vilhelms- son í áttunda og Hólmfríður A. Gísla- dóttir skipar níunda sætið. Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Dal- víkurbyggð AÐALFUNDUR Svæðisráðs IOGT var haldinn nýlega og var eftirfar- andi tillaga samþykkt á fundinum: „Aðalfundur Svæðisráðs IOGT í Reykjavík árið 2002 varar við þeim sjónarmiðum sem felast í því að ryðja burt takmörkunum á sölu áfengis. Það muni, ef í framkvæmd kemst, auka stórlega vandann sem við er að glíma vegna afleiðinga áfengisneyslu fólks á öllum aldri. Fundurinn harmar að umboðs- mönnum áfengis og áhangendum þeirra hefur, því miður, tekist með fagurgala svokallaðs frelsis að blekkja marga til fylgis við stefnu sem leiðir til mikils ófarnaðar. Það hefur reynslan sýnt á liðnum árum. Þau varnaðarorð bindindishreyfing- ar og annarra um að tilslakanir á sölu, t.d. áfengs öls, myndu leiða til aukins vanda hafa öll ræst. Fund- urinn skorar því á allan almenning að vera vel á verði og hugleiða í hvert óefni verður stefnt, ef fyrirætlun umboðsmanna frjálsrar sölu á áfengi nær fram að ganga. Áhugi á umhverfisvernd; gróður- vernd, skógrækt og annarri land- græðslu fer vaxandi hér á landi. Það skýtur því skökku við að á sama tíma skuli stefnan tekin á eyðingu mann- legra verðmæta sem leiðir af auknu aðgengi fólks að áfengi og vaxandi neyslu þess.“ Vilja viðhalda takmörkunum á sölu áfengis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.