Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 51 Sumarlitirnir í eru komnir Miðvikudag 17. apríl Hagkaup, Smáralind. Fimmtudag 18. apríl Libia, göngugötu Mjódd. Gallery Förðun, Keflavík. Föstudag 19. apríl Libia, göngugötu Mjódd. Húsavíkurapótek. Laugardag 20. apríl Libia, göngugötu Mjódd. Sérfræðingar frá MARBERT veita faglega ráðgjöf um liti og notkun þeirra. Kaupauki Við tökum á móti sumri með opnum hug og látum hugmyndaflugið njóta sín með fallegum pastellitum fyrir augu, kinnar, varir og neglur. ALÞJÓÐLEGA barna- og ung- lingadanskeppnin í Blackpool var haldin með pompi og prakt sl. páska. Að venju fór dágóður hópur ís- lenzkra dansara og aðstandenda til Englands. Þessi keppni hefur verið haldin í áraraðir og þykir ein sú allra sterkasta sem haldin er í heiminum í þessum aldursflokkum. Íslendingar hafa fjölmennt á þessa keppni í gegnum árin, þó svo hópurinn hafi verið í fámennara lagi að þessu sinni. Í flokki barna 11 ára og yngri voru 3 íslenzk pör, en í eldri hópnum, 12–15 ára, voru 9 pör. Íslenzk danspör hafa í nokkur skipti hampað verðlaunum í þessari virtu keppni í gegnum árin, bæði í flokki 11 ára og yngri og eins í flokki 12–15 ára. Að sögn Jóns Péturs Úlfljótssonar var keppnin nú sú allra sterkasta sem hann hefur upplifað í Blakcpool. „Keppnin var sterk í fyrra, en ennþá sterkari í ár! Ég veit bara ekki hvar þetta endar. Austantjaldsþjóðirnar voru gríðarlega sterkar þó svo pörin þaðan væru svolítið vélræn að sjá, tæknilega hliðin var hinsvegar frá- bærlega leyst. Það sem heillaði mig þó mest voru ítölsku pörin, þau voru ákaflega lifandi á gólfinu og voru músíklega séð mun sterkari en pörin austan að, hvort heldur í suður-am- erísku dönsunum eða þeim sígildu.“ Þessi keppni tekur 6 daga og er því með lengri keppnum sem haldn- ar eru. Að vísu eru eins og tveggja dansa keppnir suma dagana að ógleymdum landakeppnum, sem setja mjög skemmtilegan svip á keppnina. Hér á eftir verður gengi íslenzku dansaranna rakið í stuttu máli. Mánudagur: Hópur 11 ára og yngri keppti í jive þennan dag og voru 3 íslenzk pör skráð til leiks af um 70 pörum. Tvö íslenzku pörin komust í 48 para úrslit, en þar við sat. Það voru Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjónsdóttir og Sig- tryggur Hauksson og Eyrún Stef- ánsdóttir og Magnús Kjartansson og Ragna Bernburg. Það voru Bretarn- ir Kyle Taylor og Lauren Boakley sem fóru með sigur af hólmi í þess- um flokki. Hópur 12–15 ára dansaði vínar- vals. Í heildina voru 170 pör skráð, þar af 8 íslenzk. Það er skemmst frá því að segja að einungis eitt íslenzkt par komst í þriðju umferð eða 48 para undanúrslit, en það voru Frið- rik Árnason og Sandra Júlía Bern- burg. Þriðjudagur: Hópur 11 ára og yngri keppti í 4 sígildum samkvæm- isdönsum. Tvö af þremur íslenzku paranna komust í aðra umferð og annað þeirra í 27 para úrslit, þau Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjóns- dóttir. Sigurvegararnir komu frá Englandi, þau Kyle og Lauren. Að sögn Jóns Péturs er þetta sterkasta par í þessum hópi sem Bretar hafa átt lengi. „Hvort menn eru svo sam- mála úrslitunum er svo annað mál!“ Hópur 12–13 ára keppti í cha cha og rúmbu. Um 60 pör voru skráð til leiks, þar af 4 frá Íslandi og komust Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarna- dóttir og Stefán Claessen og María Carrasco áfram í 48 para úrslit og síðan ekki söguna meir. Sigurveg- ararnir voru Rússarnir Roma Shatr- ov og Kesinia Rusaleeva. Hópur 12–15 ára keppti í Samba. Um 200 pör voru skráð til keppn- innar, þar af 9 íslenzk. Í aðra umferð komust 4 íslenzku paranna og eitt þeirra komst í 42 para úrslit, þau Sigurður Ragnar Arnarsson og Sandra Espersen. Enn og aftur voru það Rússar sem sigruðu, þau Andrei Kisselev og Daria Zviaguina. Einnig keppti lið Íslands í landa- keppni 7 landa. Ítalska liðið fór með sigur af hólmi, mjög verðskuldað að sögn Jóns Péturs. Miðvikudagur: Hópur 11 ára og yngri keppti í cha cha cha. Tvö ís- lenzk pör, Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjónsdóttir og Magnús Kjartansson og Ragna Bernburg, komust í aðra umferð eða 45 para undanúrslit. Það voru svo Bretarnir Kyle og Lauren sem sigruðu enn einu sinni. Hópur 12–15 ára átti fyrir hönd- um langan og strangan dag. Hóp- urinn keppti í öllum sígildu sam- kvæmisdönsunum fimm. Um 200 pör voru skráð til leiks, þar af 7 íslenzk. Þrjú íslenzk pör komust í aðra um- ferð, 104 para úrslit. Að sögn Jóns Péturs var þessi keppni skuggalega sterk og unun á að horfa. Með sigur af hólmi fóru Eistarnir Roger Niit- mea og Kerttu Tanav. Í þessum úr- slitum var margt sem kom á óvart, t.d. var eitt parið með þrisvar sinn- um 1. sæti og 4 sinnum 8. sætið. „Það segir svolítið um styrkleikann í þess- um flokki,“ sagði Jón Pétur. Fimmtudagur: Hópur 11 ára og yngri keppti í vínarvalsi. Til leiks voru skráð um 60 pör, þar af 3 ís- lenzk. Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjónsdóttir komust í 3. um- ferð, 26 para úrslit. Kyle og Lauren sáu um að sigra í þessum hópi, af gömlum vana! Hópur 12–15 ára keppti í suður- amerísku dönsunum fimm. Um 220 pör voru skráð, þar af 9 íslenzk. Megnið af pörunum var frá Austan- tjaldslöndum, eða nálægt 40% og mjög sterk að sögn Jóns Péturs. Tvö íslenzk pör komust í aðra umferð eða 102 para úrslit. Marc Ballas og Jul- anne Houge frá Englandi fóru með sigur af hólmi. Að sögn Jóns Péturs dönsuðu þau gríðarlega vel. „Ég hef aldrei séð aðra eins framför hjá nokkru pari á einu ári.“ Í öðru og þriðja sæti voru pör frá Rússlandi, einnig gríðarlega sterk og vel dans- andi að sögn Jóns Péturs. Landakeppni yngri paranna fór fram á fimmtudeginum. Þar sem ís- lenzku pörin voru einungis 3 í Blackpool, fór stjórn keppninnar þess á leit að Íslendingarnir fengju lánað par til að geta tekið þátt. Leit- að var hófanna hjá frændum vorum Finnum sem tóku bón Íslending- anna vel og fannst heiður að fá að fylla skarð þeirra sem ekki komu. Það er skemmst frá því að segja að Rússneska sveitin sigraði með „bravör“. Föstudagur: Hópur 11 ára og yngri stóra keppti í fjórum suður- amerískum dönsum. Þrjú íslenzk voru skráð af þeim 60 sem dönsuðu. Karl Bernburg og Helga Soffía Guð- jónsdóttir og Magnús Kjartansson og Ragna Bernburg dönsuðu í 42 para úrslit. Enn og aftur voru það Bretarnir Kyle og Lauren sem sigr- uðu. Hópur 12–15 ára keppti í jive. Til leiks voru skráð 190 pör, þar af 9 ís- lenzk. Fimm þeirra komust í aðra umferð, 102 para úrslit. Sigurveg- ararnir voru Anton Marchuk og Elena Kalugina frá Rússlandi. Laugardagur: Hópur 11 ára og yngri keppti í enskum vals. Um 60 pör voru skráð. Öll íslenzku pörin 3 komust í aðra umferð, Magnús Kjartansson og Ragna Bernburg, Sigtryggur Hauksson og Eyrún Stefánsdóttir, Karl og Helga Soffía komust svo alla leið í 26 para úrslit. Enn og aftur voru það Bretarnir Kyle og Lauren sem sigruðu. Hópur 12–13 dansaði foxtrot og tangó. Um 60 pör voru skráð, þar af 3 íslenzk. Björn Einar Björnsson og Herdís Helga Arnalds og Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir komust í 38 para úrslit eða aðra um- ferð. Andrey Sirbu og Anna Mart- senko frá Rússlandi fóru með sigur af hólmi. Hópur 12–15 ára keppti í quick- step. Um 140 pör voru skráð, átta ís- lenzk. Í aðra umferð fóru 5 pör, eitt þeirra fór svo í 3. umferð eða 53 para úrslit, en það voru þau Sigurður Ragnar Arnarsson og Sandra Espersen. Enn á ný voru það Rússar sem hrepptu gullið. Að fara á keppni sem þessa í Blackpool skapar keppendum gríð- arlega reynslu. Það er keppt á hverj- um degi í 6 daga. Þó ekki gangi vel einn daginn þá geturðu alltaf náð þér upp daginn eftir. Eins skapar svona keppni keppendum sjálfs- traust og öryggi til að takast á við stranga keppni. Tólf íslensk pör kepptu í Blackpool DANS Blackpool ALÞJÓÐLEG BARNA- OG UNGLINGA- DANSKEPPNI Haldin 1.–6. apríl. Sigurður Ragnar Arnarsson og Sandra Espersen komust einna lengst íslenzku paranna í hópi tólf til fimmtán ára. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjónsdóttir náðu bestum árangri yngri paranna í hópi ellefu ára og yngri. Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.