Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 faðir, synir og sonasyn- ir, 8 vélarhlutum, 9 grun- ar, 10 þakskegg, 11 dauf ljós, 13 glatar, 15 mergð 18 samfestingur, 21 ýlf- ur, 22 skordýrið, 23 dysj- ar, 24 hagkvæmt. LÓÐRÉTT: 2 svað, 3 rödd, 4 báta- skýli, 5 ilmur, 6 ljómi, 7 illgjarn, 12 reyfi, 14 vinnuvél, 15 bjáni, 16 ölæra, 17 dútla, 18 heila- brot, 19 fim, 20 sjá eftir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 demba, 4 hjarn, 7 lýgur, 8 eitur, 9 set, 11 rönd, 13 fann, 14 ótrúr, 15 fant, 17 álft, 20 æða, 22 rógur, 23 netið, 24 armar, 25 tindi. Lóðrétt: 1 dulur, 2 megin, 3 aurs, 4 hret, aftra, 6 nýrun, 10 eyrað, 12 dót, 13 frá, 15 ferja, 16 nógum, 18 lotan, 19 tíðni, 20 ærir, 21 annt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... AMMA Víkverja, sem komin erfast að níræðu, fékk undarlegt símtal fyrir ekki alllöngu. Á hinum enda línunnar var maður sem sagðist endilega vilja heimsækja hana og gefa henni mynd. „Af hverju langar þig að gefa mér mynd?“ spurði gamla konan undrandi, enda ekki vön því að fá símtöl frá bláókunnugum mönnum sem vilja gefa henni gjafir. „Hvað hangir á spýtunni?“ hélt hún áfram. Eftir dúk og disk fékk amma upp úr manninum að hann væri nú bók- sali og að hann hefði bók sem hann langaði að sýna henni. Byði hún hon- um að koma í heimsókn með bókina fengi hún myndina að launum. „Ég hef ekkert við fleiri myndir að gera,“ sagði amma enda myndir og málverk upp um alla veggi hjá henni. x x x Á ENDANUM lét hún þó undanog stóð bóksalinn á tröppunum hjá henni daginn eftir – með mynd- ina undir annarri hendinni og bókina undir hinni. Bókin fjallaði um ís- lenska náttúru og var ábyggilega hin ágætasta en gamla konan sagðist ekki hafa mikið við hana að gera. Hún ætti hillur fullar af bókum, margar einmitt um náttúru landsins. Hún væri frekar í því að gefa bækur úr safninu en sanka að sér nýjum. En sölumaðurinn ætlaði ekki að gefa sig. „Getur þú ekki gefið ein- hverjum þetta í fermingargjöf eða afmælisgjöf? Kannski þekkir þú ein- hvern sem er að fara að gifta sig,“ sagði bóksalinn ágengi. Gamla konan hugsaði með sér að þetta væri kannski ekki svo galin hugmynd og spurði um verðið. Hún ætlaði ekki að trúa eyrum sínum þegar bóksalinn ropaði verðinu kæruleysislega upp úr sér. „30 þúsund kall, kostakaup!“ Áfram gekk bóksalinn á ömmu sem tókst á endanum að ýta honum út, enn með bókina undir hendinni. Myndina skildi hann eftir þó gamla konan vildi helst að hann tæki hana með sér, enda hafði hún engan áhuga á myndinni sem var eftirprentun af ljósmynd tekinni í baðstofunni í Glaumbæ í Skagafirði. x x x VÍKVERJA finnst ófært ef far-andbóksölum finnst allt í lagi að bjóða sér heim til gamals fólks með gylliboðum af þessu tagi og falbjóða bækur fyrir tugi þúsunda. Amma Víkverja er sem betur fer eldklár og hress, hefur bein í nefinu og munninn fyrir neðan það. Eldra fólk hefur margt hvert smánarlega lítinn pening til ráðstöf- unar og er svívirðilegt ef bóksölu- menn eru farnir að notfæra sér að sumt gamalt fólk á erfitt með að reka ýtna sölumenn á dyr og velja eldra fólk sérstaklega úr þjóðskrá sem fórnarlömb. x x x SÍMSÖLUMENN eru reyndar aðverða sífellt meiri plága. Senni- lega er það fyrir kaldhæðni örlag- anna að meðan Víkverji sló inn þenn- an stutta pistil fékk hann þrjár upphringingar frá símsölufólki. Einu sinni frá Alþjóða fjárfestingarmiðl- uninni og í hin tvö skiptin frá Samlífi þar sem sölumaðurinn vildi forvitn- ast um tryggingamál, fyrst var beðið um Víkverja og seinna skiptið betri helming hans. Svarið var að sjálfsögðu það sama í öll skiptin: „Ég kaupi aldrei neitt í gegnum síma!“ Byggingar geta verið andlit þjóðar ÉG ER ein þeirra, sem hafa leitað til Velvakanda með áhyggjur mínar af opinberum málum. Þann- ig var það í ágúst 2000 að ég lýsti vanþóknun minni á hugsanlegri sölu Val- hallar á Þingvöllum. Ég gat ekki með neinu móti sætt mig við að eignar- réttur Íslendinga á þess- um stað yrði borinn fyrir borð. Nú hefur málið fengið góðan endi og vil ég þakka fyrir það. En nú vil ég vekja Reykvíkinga af værum blundi og minna á bygg- ingu okkar margum- rædda Tónlistarhúss. Það er ótrúlegt hvað borg- arbúar hafa sætt sig við seinaganginn í þeim efn- um. Nú er loksins komið grænt ljós. En þá er það staðsetning hússins. Fyr- ir fáum dögum komu tveir arkitektar fram í Kastljósinu og ræddu þeir um framkvæmdir varðandi ytri umgjörð svæðis í kringum húsið. Þótt ég vilji styðja konur til góðra verka þá verð ég að segja, að ég var á bandi Péturs Ármannssonar, hvað varðar heildar- myndina. Ég var mjög undrandi þegar húsinu var valinn staður þarna við höfnina, vegna þess, hve dýrt það hlýtur að verða að hreinsa þarna til. Ég vann á þessu svæði í 13 ár og þekki því vel til. Ef húsið á að fá fallega umgjörð, verður að mínu mati að fjarlægja allar byggingar á stóru svæði, hvort sem það eru íbúðir eða vinnustarfsemi. Og spurning um, hvað á að gera með Örfirisey, allt þetta gamla fiskvinnslu- og útgerðarsvæði mun blasa við frá gluggum þessa nýja húss. Þetta eru gamlar og lúnar byggingar og geta ekki fallið inn í þanna ramma sem svona nýtískulegt stórhýsi krefst, sem teikning Tónlistarhússins ber með sér. Ef menn sjá fyrir sér mynd, sem líkist umhverfi tónlistarhúss þeirra í Sydney þá verður að umbylta öllum gamla vesturbænum og tengja hið nýja inn til tjarnarinn- ar. Það væri auðvitað gaman að gera svona byltingu ef borgin hefur efni á því. Þetta kostar einfald- lega of mikla peninga. Ég hefði kosið að velja þessu húsi stað í Laugardaln- um, þar sem svæðið er nokkuð snyrtilegt fyrir, til að hlífa skattborgurun- um á þessum tímum óstöðugleika í fjármálum. Ég vil þakka borgar- stjórn fyrir mikið og gott átak við enduruppbygg- ingu við Skúlagötu og margt hefur verið lagfært og snyrt á undangengn- um árum. En nú er mikið í húfi varðandi staðsetn- ingu þessa nýja húss, sem á jafnframt að verða ráð- stefnu- og tónlistarhús, svo og glæsilegt hótel. Með þökk fyrir birt- inguna. María K. Einarsdóttir. Einstök húðvörn ÉG hef til margra ára fengið kláðaköst í andlit og því fylgt ónot og van- líðan. Sem ég stend í einu slíku kasti og klóra mér hringir pósturinn dyra- bjöllunni og afhendir mér pakka sem reyndist vera frá Guðrúnu Grétu Tóm- asdóttur á snyrtistofunni Safír. Í pakkanum var húðvörn er hét Proderm, sem ég prófaði tafarlaust að bera á mig. Ég vil kalla þetta kraftaverkalyf, því árangurinn var slíkur. Með réttri notkun má segja að ég sé laus við kláðann og vanlíðanin horfin. Þetta er húðvörn sem ég get tvímælalaust mælt með og þessa send- ingu fæ ég seint fullþakk- að. Stella. Tapað/fundið Snjóbretti týndist SNJÓBRETTI, fullorð- ins, týndist af bíl á leið- inni í Skálafell sl. sunnu- dag, 14. apríl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 897 6880. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Puente Sabaris, Arnomendi P-63 og Akraberg. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Ludvik Andersen væntanlegt og Selfoss kemur til Straumsvíkur. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin alla miðvikud. kl. 14–17, flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka s. 552 5277 eru opin annan og fjórða hvern mið. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa og postulínsmálun. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 op- in smíðastofan. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 16 handavinna, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–16.45 handavinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara Garðabæ. Félagsfundur verður í Kirkjuhvoli laugard. 20. apríl kl. 14. Myndasýning. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist í Kirkjuhvoli 23. apríl kl. 19.30, uppskerudagar sýningar á tómstunda- starfi vetrarins 22.–24. apríl kl. 14–18. Fjöl- breyttar sýningar og skemmtidagskrá. Kaffi- veitingar. Garðaberg, ný félagsmiðstöð á Garða- torgi. Opið kl. 13–17. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Línudans kl. 11, myndlist og gler- skurður kl. 13, pílukast kl 13.30. Skoðunarferð að Kleifarvatni í dag, lagt af stað frá Hraunseli kl. 13. Kaffi í Kænunni í lok ferðar. Skráning í Hraunseli s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9:45. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línu- danskennla Sigvalda kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45, umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Farin verður skoðunarferð um Reykjavík á vegum Fræðslunefndar FEB í dag, brottför frá Ás- garði, Glæsibæ kl. 13.30. Skráning á skrifstofu FEB. Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB á morgun, fimmtu- dag, kl. 10.30–12, panta þarf tíma. Fimmtudag- ur: Brids kl. 13 og brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Ferðakynning á innan- landsferðum félagsins sumarið 2002 ásamt myndasýningu úr eldri ferðum verður haldin í Ásgarði, Glæsibæ, föstu- daginn 19. apríl kl. 16. Kynnir Sigurður Krist- insson, ásamt öðrum leiðsögumönnum fyr- irhugaðra ferða. Söguslóðir á Snæfells- nesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, 3 daga ferð 6.–8. maí, gisting á Snjófelli á Arnarstapa, farið verður á Snæfells- jökul, leiðsögn Valgarð Runólfsson. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. í síma 588 2111. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Kl. 14 spiluð félagsvist alla miðvikudaga í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, postulín, mósaík og gifsafsteypur. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband og alm. handavinna. Kl. 10.15 létt leikfimi. Kl. 14 sagan. Dansleikur verð- ur í kvöld kl. 20. Hljóm- sveitin Í góðum gír leik- ur fyrir dansi. Veitingar. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 14 kóræfing. Veitingar í Kaffibergi. Tónleikar laugardaginn 20. apríl í Fella- og Hólakirkju kl. 16. Fjölbreytt efnisskrá. Allir velkomnir. Nánar kynnt síðar. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10. boccia, kl. 11 hæg leik- fimi, kl. 13 félagsvist FEBK og glerlist, kl. 15.15. söngur, Guðrún Lilja mætir með gít- arinn, kl. 15–16 viðtals- tími FEBK, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Miðvikud. 24. apríl verð- ur farin ferð um nýju hverfin í Garðabæ og Hafnarfirði. Lagt af stað frá Hraunbæ 105 kl.13.30. Skráning fyrir 22. apríl á skrifstofu s. 587 2888. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur – klippimyndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teikning og málun. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun á Korp- úlfsstöðum kl. 10. Kaffi- stofan er opin. Allir vel- komnir. Uppl. veitir Þráinn Hafsteinsson S. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9.15–16 postu- línsmálun og mynd- mennt, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 10 morgunstund, bók- band og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Bústaðakirkja, starf aldraðra. Spilað, föndrað helgistund og gáta. Gest- ur: Þorvaldur Hall- dórsson. Þið sem viljið láta sækja ykkur látið skrá ykkur hjá kirkju- verði s. 553 8500 eða Sig- rúnu í s. 864 1448 Barðstrendingafélagið. Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Allir vel- komnir. Öldungaráð Hauka. Fundur verður miðviku- daginn 17. apríl kl. 20 á Ásvöllum. Fjölmennum. Hringurinn. Aðalfundur verður haldinn í Ársölum Hótel Sögu í kvöld kl. 19. Kvöldverður. Félag eldri borgara Sel- fossi. Mörkinni 5. Hand- verkssýning eldri borg- ara á Selfossi í austurenda Hótels Sel- foss, 13.–21. apríl kl. 14– 18. Ættfræðifélagið heldur félagsfund í fundarsal Þjóðskjalasafnsins á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfundur flyt- ur fyrirlestur um Guðríði Símonardóttur, uppruna hennar og líf, herleið- ingu og hjónaband. Hús- ið verður opnað kl. 19.30. Hana-nú Kópavogi. Fundur í Bókmennta- klúbbi Hana-nú kl. 20 í kvöld á Lesstofu Bóka- safnsins. Soffía Jak- obsdóttir mætir. Munið námskeiðið í hlátri í Hláturklúbbi í Gull- smára kl. 20 á fimmtu- dagskvöld. Skráning í s: 554 4000 og 564 5261. Verð 500 kr., hressing innifalin. Leiðb. Val- gerður Snæland Jóns- dóttir. Í dag er miðvikudagur 17. apríl, 107. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og hann tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10, 16.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.