Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. „Splunkunýtt framhald af ævintýri Péturs Pan!“ Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i.12.Vitnr.356 kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 363 Sýnd kl. 4.Ísl tal. Vit nr. 358. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Vit 335.  kvikmyndir.com  DV Eitt magnaðasta ævintýri samtímans eftir sögu H G Wells Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 337. Sýnd í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. ANNAR PIRRAÐUR. HINN ATHYGLISSJÚKUR. SAMAN EIGA ÞEIR AÐ BJARGA ÍMYND LÖGREGLUNNAR Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd kl. 4, 6 8 og 10. Enskt tal. Vit nr. 368.  kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Sýnd bæ ði með ísle nsku og e nsku tali. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit nr. 367. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimynd ársins. ENSKA ER OKKAR MÁL Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 enskuskolinn@isholf.is www.enskuskolinn.is 4ra vikna hraðnámskeið hefjast í maí Áhersla á talmál Innritun í fullum gangi Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. kvikmyndir.iskvikmyndir.com ÓHT Rás 2 tilnefningar til Óskarsverðlauna5 Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV SG DV Frá framleiðanda Snatch og Lock, Stock And Two Smoking Barrels kemur ný kvikmynd sem hittir beint í mark. Með hinum gallharða Vinnie Jones (Snatch, Swordfish).  SV Mbl Sýnd kl. 7.30 og 10. B.i. 12. Sýnd kl. 8. Síðasta sýning Sýnd kl. 5, 8 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 10. MYND EFTIR DAVID LYNCH Ævintýrið um Harry Potter og viskusteininn er nú komið aftur í bíó í örfáa daga. Ekki missa af því að sjá hana aftur á hvíta tjaldinu og nú á sérstöku 2 fyrir 1 tilboði. Henkel / Böðlar Sýnd kl. 5. 2 fyrir einn OFT ER lítil rökhugsun á bak við uppáhaldsbækur, ég á til að mynda erfitt með að útskýra hvers vegna ég hef svo mikið dálæti á Sælir eru miskunnsamir eftir ókunnan höf- und, sem segir frá atviki í ævi Kristjáns von Gellerts. Bókin, sem kom út 1926 sem kristileg dæmi- saga, er sannkölluð perla fyrir tæra bjartsýnina og trú á framtíð- ina og þrungin kalvínískum anda, en að sama skapi illa skrifuð og barnaleg. Aftur á móti er auðveldara að rökstyðja „gleymdar“ bækur eins og Salamöndrustríðið eftir Karel Capek, Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hasek, Bör Börsson eftir Johann Falkebjerget, Ættarsögu Borgarfólksins eftir Gunnar Gunn- arsson (Borgarættin í seinni út- gáfu), Hákarlalegur og hákarla- menn eftir Theódór Friðriksson, Allt í lagi í Reykjavík eftir Ólaf við Faxafen (Ólaf Friðriksson), Sælu- eyjuna eftir August Strindberg, Sylvanus Heythorp eftir John Gals- worthy, Hraunabræður eftir Árna Þorkelsson, Jerúsalem og Nilla Hólmgeirsson eftir Selmu Lagerlöf og Mannamun Jóns Mýrdals, svo dæmi séu tekin um bækur sem ætti að vera hægt að finna á forn- sölum hér á landi og sumar hafa komið út í fleiri en einni útgáfu, en eru þó margar illfáanlegar í dag. Týndar bækur Í bókinni Lost Classics sem kom út síðastliðið haust nefna fjölmargir rithöfundar og skáld bækur sem eru þeim kærar, höfðu áhrif á þá eða þeim finnst miður að séu ekki lengur lesnar. Ritstjórar bók- arinnar eru Michael Ondaatje, Michael Redhill, Esta Spalding og Linda Spalding og í inngangi að henni kemur fram sú skoðun þeirra að gleymdar bækur séu líkt og deyjandi tungumál; því færri sem muni eftir viðkomandi bók því lík- legra sé að hún hverfi að eilífu. Ritstjórarnir nefna sjálfir til bækur, en aðrir sem þátt taka eru meðal annars Margaret Atwood, Russell Banks, Anne Carson, George Elliott Clarke, Karen Connelly, Githa Hariharan, Steven Heighton, Nancy Huston, John Irving, Wayne Johnston, Philip Le- vine, David Malouf, Susan Mus- grave, Colm Toibin og Edmund White Uppáhaldsbók er persónuleg upplifun Ekki síst undirstrikar Lost Classics hve uppáhaldsbók er per- sónuleg upplifun, oftar en ekki svo samofin lífshlaupi þess sem segir frá að ógerningur er fyrir aðra að skilja hana á sama hátt, hvað þá að hrífast svo af henni. Uppáhalds- bækur eru líkastil best geymdar innra með hverjum og einum, bæk- ur sem ylja og styrkja, leggja líkn með þraut eða auka gleði og galsa. Þannig segja skýringarnar af hverju viðkomandi tilnefna viðkom- andi bók yfirleitt meira um þann sem tilnefnir, sögu hans og þroska, en um bókina. Skáldin tala mest um sig sjálf, eins og skálda er siður og margir höfundanna nota það takmarkaða pláss sem þeir hafa til að stæra sig af því hversu merkilegir þeir séu, hvað þeir hafi verið að ganga í gegnum merkilegt skeið ævi sinnar og/eða hvað þeir hafi uppgötvað merkilegan rithöfund sem sé eig- inlega varla fyrir dauðlega að skilja. Sjá til að mynda skreytni Bryans Bretts og ótrúlega tilgerð George Elliott Clarke (sem er reyndar í samræmi við það sem tíðkast meðal bandarískra höfunda núorðið; aulalegar samlíkingar og flúraður innihaldslaus stíll, en það er annað mál). Brekkukotsannáll og Glas læknir Fjölmargar ábendingarnar eru þannig að mann langar mikið að lesa viðkomandi bók, en aðrar ylja um hjartaræturnar; gaman þegar einhver er sammála. Þannig var gaman að sjá Brekkukotsannál til- nefndan og ekki síður að sá sem nefndi hann kunni ekki að meta enskt heiti bókarinnar, The Fish Can Sing. Einnig kom skemmtilega á óvart að merkisbókin Glas læknir eftir Hjalmar Söderberg, sem til er á íslensku í snjallri þýðingu Þór- arins Guðnasonar, er nefnd af ein- um. Margir höfundanna eru þekktir, til að mynda Louis Aragon, Arnold Bennett, Mikhail Bulgakov, Paul Eluard, Ford Madox Ford, William Golding, Juan Goytisolo, James Hilton, Bohumil Hrabal, Flann O’Brian, Stendhal og James White, en aðrir minna þekktir þó þeir séu margir merkilegir, eða virðast svo af lýsingum að dæma. Ill- eða ófáanlegar, eða hvað? Eins og gefur að skilja eru flest- ar bókanna sem tilgreindar eru í Lost Classics ill- eða ófáanlegar eða voru það í það minnsta þegar höfundarnir tíndu þær til. Netið hefur aftur á móti gerbreytt að- stöðu bókavina, ekki bara með til- komu Amazon.com, stærstu bóka- búð veraldar, heldur einnig gert mönnum kleift að komast í forn- bókaverslanir ytra, sjá til að mynda bookfinder.com og einnig reyndar Used Books á Amazon. Tæknin gerir fyrirtækjum einnig kleift að gefa út bækur eftir pönt- un, „Print on Demand“ kallast það víst, sjá til að mynda vefsetur Wildside Press, wildsidepress.com, en á setrinu kemur fram að það gefi þannig út bækur sem seljist kannski ekki nema í 50 eintökum, of fáum til að borgi sig fyrir stór- fyrirtæki að gefa út, en er nóg fyr- ir útgáfu eftir hendinni. Vonandi kemur að því að íslensk fyrirtæki taki upp sömu háttu, enda grúi bóka íslenskra sem of dýrt er að gefa út aftur þó bókmenntalegt gildi þeirra sé ótvírætt. Þá er ekki annað eftir en skora á þá sem þetta lesa að senda línu um eigin týndar uppáhaldsbækur, ef þær eru þá nokkrar, á netfangið arnim@mbl.is. Lost Classics, safn greina um bækur. Ritstjórar Michael Ond- aatje, Michael Redhill, Esta Spald- ing og Linda Spalding. 288 síðna kilja. Anchor Books gefa út í ágúst 2001. Kostar 1.795 kr. í Pennanum Eymundsson. Mærðar týndar bækur Af öllum þeim grúa sem gefinn hefur verið út af bókum í gegnum aldirnar er ekki nema von að ein- hverjar gleymist eða týnist að ófyr- irsynju. Árni Matthíasson las bók sem helguð er „týndum“ bókum. Góði dátinn Svejk með vesen. Sögur Jaroslavs Haseks af þess- um einstæða hermanni hafa not- ið mikilla vinsælda hérlendis en eru, illu heilli, sjaldséðar í búð- um í dag. Ensk útgáfa af Brekkukotsannál frá árinu 2001 (t.v.). Þetta öndveg- isverk Halldórs Laxness er tiltekið í bókinni Lost Classics (t.h.). Morgunblaðið/Kristinn Verslanir með gamlar og sjaldgæfar bækur eru enn ekki af baki dottnar, og kemur þar til óvænt hjálparhella, sjálft Netið! Myndin er tekin í forn- bókabúðinni Bókavörðunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.