Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 1

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 1
FYRRVERANDI nemandi réðst inn í Gutenberg-framhaldsskólann í borginni Erfurt í Þýskalandi í gær og varð 17 manns að bana en fyrirfór sér síðan. Ódæðismaðurinn var vopnaður skammbyssu og hagla- byssu og liðu um tvær stundir áður en lögreglumönnum tókst að króa hann af í einni skólastofunni en þá skaut hann sig. 13 þeirra sem féllu voru kennarar, einn var skólaritari, tveir voru nemendur og einn var lög- reglumaður. Aðkoman var sögð skelfileg, líkin lágu á víð og dreif um húsið, meðal annars á salerni og við aðaldyrnar. Ungi maðurinn, sem ekki var nafngreindur í fréttaskeytum, var rekinn úr skólanum fyrir nokkrum vikum. Fyrrverandi skólafélagi hans, Isabelle Hartung, sagðist vera skelfingu lostin eftir atburðinn. Hún skýrði frá því að maðurinn, sem var nítján ára, hefði oft lent í deilum við kennara fyrir að trufla kennsluna en hann hefði þrátt fyrir það verið „kát- ur, mjög greindur og í miklum met- um hjá vinum sínum“. Eitt sinn hefði hann sagt að sig langaði til að öðlast frægð. Hún sagðist ekki vita til þess að maðurinn hefði notað fíkniefni eða verið þekktur fyrir byssueign. Leitaði uppi kennarana Maðurinn var svartklæddur, með hanska og húfu er hann birtist í einni stofunni, að sögn eins nemandans og mun hafa laumast inn skólann, farið síðan stofu úr stofu og einkum miðað vopnum sínum á starfsmenn skólans. Um 750 nemendur eru í skólanum, flestir á aldrinum 12–16 ára og voru þeir í stærðfræðiprófi er maðurinn kom á staðinn. Flestir komust út en um 180 nemendur munu hafa verið innilokaðir í stofunum, sumir leituðu skjóls undir borðunum. Sjónvarps- stöðvar sýndu myndir af húsinu meðan átökin við manninn stóðu yfir og sást meðal annars spjald í einum glugganum með ákalli um hjálp. Fyrst í stað var talið að árásarmenn- irnir hefðu verið tveir og leitaði lög- reglan um hríð að öðrum manni en um misskilning mun hafa verið að ræða. Otto Schily, innanríkisráðherra Þýskalands, gaf skipun um að flagg- að yrði í hálfa stöng um landið allt á morgun, sunnudag, til að minnast hinna látnu. Gerhard Schröder kanslari sagðist „höggdofa og fullur hryllings“ vegna atburðarins og vottaði aðstandendum fórnarlamb- anna og nemendunum samúð sína. Neðri deild þýska þingsins sam- þykkti í gær frumvarp um herta skotvopnalöggjöf en svo vildi til að tillaga þess efnis var á dagskrá í gær. Fyrrverandi nemandi framdi fjöldamorð Reuters Nemendur í skólanum hugga hver annan í gær. 13 kennarar, tveir nem- endur, skólaritari og lögregluþjónn létu lífið auk morðingjans. 97. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. APRÍL 2002                              !"#$#%&                 Fjöldamorð/22 Erfurt, Berlín. AFP, AP. GRÍSKUR dómstóll dæmdi í gær átta breska og hollenska flugvéla- áhugamenn í þriggja ára fangelsi fyrir njósnir en mennirnir voru handteknir á herflugvelli í Grikk- landi á síðasta ári. Sex til viðbótar voru dæmdir í eins árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir aðild að mál- inu. Fólkinu var sleppt að lokinni dómsuppkvaðningu en það hefur áfrýjað dómnum. Fólkið var handtekið á flugsýn- ingu í Kalamata í suðurhluta Grikk- lands í nóvember í fyrra og ákært fyrir að taka myndir á hernaðar- svæði. Það fullyrti að það væri á sýningunni í boði grískra stjórn- valda og hefði ekki aflað neinna leynilegra upplýsinga. En saksókn- arar sögðu við réttarhöldin að fólkið hefði vitað að það hefði brotið lög og athæfi þess gæti grafið undan ör- yggi gríska ríkisins. Kröfðust þeir þess að þeir úr hópnum, sem voru með upplýsingar um herflugvélar í fórum sínum, yrðu fundnir sekir um njósnir. Flugáhugamennirnir sátu í fimm vikur í fangelsi í Grikklandi en voru látnir lausir 14. desember sl. gegn tryggingu. Flugáhugi er sagður mikill í Bretlandi en í Grikklandi er nánast óþekkt að menn taki myndir af flugvélum og skrái flug- og teg- undarnúmer þeirra. Þar er hefð fyr- ir að mikil leynd ríki um hernaðar- mál enda hafa Grikkir lengi átt í illdeilum við nágranna sína, Tyrki. Flugáhuga- menn dæmdir fyrir njósnir Kalamata. AFP, AP. HAGVÖXTUR í Bandaríkjun- um var 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins 2002, að því er sagði í skýrslu viðskiptaráðuneytis landsins í gær. Var sveiflan meiri en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir en þeir gerðu ráð fyrir 5% vexti. Efnahags- og framfarastofn- unin (OECD), hefur varað við því að hætta sé á ofþenslu í bandarísku efnahagslífi. Stafar ótti manna af þeirri hættu sem getur skapast þegar hagkerfið tekur stóra sveiflu upp á við svo skömmu eftir samdráttarskeið eins og það sem ríkt hefur í Bandaríkjunum. Ignazio Visco, aðalhagfræðingur OECD, sagði að menn mættu þó ekki oftúlka niðurstöðuna. Ekki væri endilega víst að hér væri um varanlega þróun að ræða, sennilegra væri að hagkerfið jafnaði sig og að stöðugleiki kæmist á. Bandaríkin Mikill hagvöxtur Washington, París. AP, AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær enn á ný Ísraela til að hætta árásum á svæði Pal- estínumanna en skömmu áður höfðu ísraelskar hersveitir lagt til atlögu í borginni Qalqilya á Vest- urbakkanum. „Ég hef tjáð mig skýrt og nokkuð hefur þokast en nú er kominn tími til að binda al- gerlega enda á [árásirnar],“ sagði hann. Er þetta í annað sinn á tveim dögum sem Bush hvetur Ísr- aela til að hörfa með herinn frá hernumdu svæð- unum. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Wash- ington sagði í gær að á fimmtudag í næstu viku yrði haldinn fundur fulltrúa Bandaríkjamanna, Rússlands, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna til að ræða málefni Mið-Austurlanda. Frestað var í gær til sunnudags komu nefndar SÞ sem á að rannsaka fullyrðingar um fjöldamorð hersins í Jenin á Vesturbakkanum. Fulltrúadeild bandaríska þingsins tók í gær af dagskrá tillögu þar sem Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, var lýst sem hryðjuverkmanni. Heimildarmenn í þingdeildinni sögðu það hafa verið gert vegna þrýstings frá Bush sem hefði tal- ið tillöguna geta hamlað gegn friðartilraunum sín- um. Bush sagði í gær að hann furðaði sig ekki á því að þingmenn vildu sýna Ísraelum stuðning. „Ég vona einnig og tel að þingið horfist í augu við að við eigum hagsmuna að gæta á svæðinu, ekki einvörð- ungu gagnvart Ísrael, að við verðum að hafa góð samskipti við Sádi-Araba, Jórdaníumenn og Egypta og utanríkisstefna okkar hafi það að markmiði,“ sagði forsetinn. Bush hvetur Ísraela til að yfirgefa hernumdu svæðin Washington, Jerúsalem, Crawford í Texas. AP, AFP.  Powell/24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.