Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Saman-hópurinn stillir strengina
Styrkja og
styðja foreldra
SAMTÖK sem kallasig „Saman“ ætlaað láta til sín taka
við lok samræmdu próf-
anna á næstu dögum.
Ragnheiður Jónsdóttir,
verkefnisstjóri hjá Áfeng-
is- og vímuvarnaráði, er í
forsvari fyrir hópinn.
Hvenær var félagsskap-
urinn stofnaður, hverjir
eru í hópnum og um hvað
snýst starfið?
„Saman-hópurinn er
samstarfsvettvangur ým-
issa stofnana og samtaka
sem eiga það sammerkt að
vinna að velferð barna og
ungmenna. Í hópnum eru
fulltrúar frá Áfengis- og
vímuvarnaráði, Lögregl-
unni í Reykjavík, embætti
ríkislögreglustjóra, Fé-
lagsþjónustunni í Reykjavík,
Íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur, Félagsþjónustunni í
Kópavogi, Heimili og skóla,
SAMFOK, Fjölskylduráði,
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum,
Götusmiðjunni, Rauðakrosshús-
inu og Vímulausri æsku.
Forsaga hópsins er sú að um
áramótin 1999-2000 tók hópur
fólks, sem starfar að forvörnum,
sig saman og stóð að hvatningar-
átaki undir yfirskriftinni „Fjöl-
skyldan saman á tímamótum“.
Átakið fólst meðal annars í því að
póstkortum var dreift inn á heim-
ili landsmanna, auglýsingar birt-
ust í ýmsum fjölmiðlum og grein-
ar voru ritaðar í dagblöð. Átakið
var endurtekið ári síðar og í kjöl-
far þess ákvað hópurinn að vinna
saman að forvörnum í tengslum
við atburði þar sem líklegt er að
aukning verði á neyslu vímuefna
meðal ungmenna. Dæmi um slík-
an atburð eru samræmd próf, 17.
júní, verslunarmannahelgar og
áramót.“
Hver eru markmiðin með starf-
seminni?
„Meginmarkmið starfseminnar
er að auka samráð fólks sem
vinnur að forvarnarstarfi og sam-
nýta kraftana. Starf hópsins mið-
ar að því að styrkja og styðja for-
eldra í uppeldishlutverki sínu.
Foreldrar fái skýr skilaboð um
mikilvægi þess að axla ábyrgð og
verja tíma með börnum sínum.
Þeir fá skýr skilaboð um að kaupa
ekki eða veita ungmennum
áfengi, virða reglur um útivistar-
tíma og síðast en ekki síst er vak-
in athygli á þeim hættum sem
neysla áfengis og annarra vímu-
efna setur börn þeirra í. Auk þess
að beina sjónum að foreldrum
leitumst við við að höfða til barna
og ungmenna með fræðslu um
skaðsemi áfengis og annarra
vímuefna.“
Hverjar eru starfsaðferðirnar?
„Saman-hópurinn hittist á
mánaðarfresti til að bera saman
bækur sínar og skipuleggja
næstu verkefni. Stuðst er við
ýmsar leiðir til að koma skila-
boðum á framfæri. Athygli er
vakin á verkefnum
hópsins í fjölmiðlum,
t.d. með auglýsingum
sem fylgt er eftir með
greinarskrifum. Einn-
ig höfum við farið þá
leið að senda póstkort inn á heim-
ili landsmanna. Það hefur gefist
vel og er í raun ágætis trygging
fyrir því að hver og einn lesi þau
skilaboð sem við viljum koma á
framfæri. Undanfarin ár hefur
hópurinn fengið styrk úr For-
varnarsjóði sem gerir honum
kleift að standa straum af kostn-
aði verkefna, en hlutverk sjóðsins
er að styrkja verkefni á sviði
áfengis- og vímuvarna.“
Teljið þið að hópurinn hafi náð
umtalsverðum árangri og hvernig
metið þið þann árangur?
„Foreldrar hafa verið mjög
áhugasamir og þau skilaboð sem
við sendum virðast hafa borið ár-
angur. Undanfarin ár hefur nokk-
uð dregið úr drykkju meðal ung-
menna ef marka má kannanir.
Forvarnarstarf í tengslum við
samræmd próf hefur borið sýni-
legan árangur. Dregið hefur úr
því að ölvuð ungmenni safnist
saman í því skyni að fagna próf-
lokum. Þetta var þekkt vandamál
fyrir ekki svo mörgum árum. Það
hefur færst í aukana að foreldrar,
félagsmiðstöðvar og skólar taki
höndum saman og hvetji ung-
menni til að halda upp á lok sam-
ræmdra prófa með uppbyggileg-
um hætti. Dæmi um þetta eru
vímulausar ferðir sem farnar
hafa verið strax að prófum lokn-
um.“
Verður hópurinn með eitthvað
á næstunni til að kynna verkefnin
og félagsskapinn?
„Já, það verður mikið að gerast
hjá okkur á næstunni. Þessa dag-
ana einbeitum við okkur að lokum
samræmdra prófa. Við hyggj-
umst beina skilaboðum til for-
eldra með auglýsingum og annars
konar umfjöllun í fjölmiðlum.
Einnig fengum við leyfi hjá
ÁTVR til að hengja upp vegg-
spjöld í verslunum þeirra þar sem
skilaboðin eru: „Gerðu ekki slæm
kaup! Áfengiskaup fyrir unglinga
eru lögbrot!“ Þessi spjöld voru
hluti af starfi verkefnisins Ísland
án eiturlyfja, sem lauk
nú á þessu ári. Með
þessum skilaboðum
viljum við benda á
ábyrgð þeirra sem eru
að útvega ungmennum
undir aldri áfengi. Meðal annarra
verkefna sem eru á döfinni má
nefna blaðamannafund sem hald-
inn verður í byrjun júní þar sem
athygli verður vakin á margvís-
legum hættum sem börn og ung-
lingar standa frammi fyrir yfir
sumartímann. Af því tilefni ætl-
um við að fara af stað með auglýs-
ingaherferð sem ætti ekki að fara
fram hjá neinum.“
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir er fædd
í Reykjavík 7. nóvember 1973.
Stúdent frá MS 1993, nam
frönsku fyrir útlendinga í Uni-
versité de Paul Valéry 1994-95 og
útskr. úr sálfræði við HÍ í febrúar
sl. Hefur starfað sem táknmáls-
túlkur hjá Hröðum höndum en er
nú verkefnisstjóri hjá Áfengis- og
vímuvarnaráði. Maki er Haraldur
Guðni Eiðsson verkefnisstjóri hjá
Teymi. Þau eiga eina þriggja ára
dóttur, Eygló Helgu.
Undanfarin ár
hefur dregið
úr drykkju
Það kom sér að það var búið að leyfa hnefaleika að nýju.
FLUGRÁÐ samþykkti á fundi sín-
um í gær ályktun þar sem segir að sú
ákvörðun borgaryfirvalda að leggja
niður eina flugbraut á Reykjavíkur-
flugvelli sé tekin án samráðs við
samgönguyfirvöld. Muni það þýða
skert flugöryggi sem samgönguyfir-
völd geti ekki sætt sig við.
Í ályktun Flugráðs segir meðal
annars:
„Í aðalskipulagi fyrir Reykjavík
sem samþykkt var í borgarstjórn 18.
apríl sl. kemur fram að Reykjavík-
urborg hefur einhliða og án nokkurs
samráðs við samgönguyfirvöld
ákveðið að eftir árið 2016 verði flug-
brautum á Reykjavíkurflugvelli
fækkað úr tveimur í eina. Áður hafði
verið tekin ákvörðun um fækkun úr
þremur flugbrautum í tvær,“ og seg-
ir að borgar- og skipulagsyfirvöldum
hafi ítrekað verið kynntar niðurstöð-
ur rannsókna á afleiðingum þess að
fækka flugbrautum á Reykjavíkur-
flugvelli. Sú niðurstaða sem fram
komi í aðalskipulaginu sé því óskilj-
anleg.
„Alþjóðaflugmálastofnuninn gerir
kröfu til þess að nýtingahlutfall flug-
vallar með tilliti til hliðarvinds sé við-
unandi ef völlurinn er nýtanlegur
meira en 95% tímans fyrir þær flug-
vélar sem hann á að þjóna.
Í skýrslu sem unnin var af verk-
fræðideild Háskóla Íslands (febrúar
2000) kemur fram að nýtingahlutfall
Reykjavíkurflugvallar muni verða
82% þ.e. flugvöllurinn ónothæfur í 64
daga eða rúma tvo mánuði á ári verði
austur/vestur flugbrautin eina flug-
braut flugvallarins. Borgaryfirvöld-
um er kunnugt um þessar niðurstöð-
ur.
Það hefur einnig verið sýnt fram á
að áhætta vex með auknum hliðar-
vindi. Það er því ekki að ástæðulausu
sem Alþjóðaflugmálastofnunin gerir
kröfu til 95% nýtingarhlutfalls flug-
valla.
Ákvörðun borgaryfirvalda sem
tekin er án nokkurs samráðs við
samgönguyfirvöld mun því þýða
skert flugöryggi sem fram hefur
komið að samgönguyfirvöld geta
ekki sætt sig við.
Það er skoðun flugráðs að standi
sú ákvörðun sem kemur fram í að-
alskipulagi muni Reykjavíkurflug-
völlur ekki þjóna atvinnuflugi eftir
árið 2016. Borgaryfirvöld eru því að
vísa innanlandsflugi brott frá
Reykjavíkurflugvelli með tilheyr-
andi afleiðingum bæði fyrir Reykja-
víkurborg og landsbyggðina.
Flugráð telur að eðlilegt hefði ver-
ið fyrir borgaryfirvöld að tilkynna
lokun flugvallarins fremur en bjóða
upp á lausn sem skerðir flugöryggi
verulega.“
Flugráð ályktar um framtíð Reykjavíkurflugvallar
Telja flugöryggi skert
með fækkun brauta
SÁ ER bauð 60 milljónir króna í víkingaskipið Íslending
á netmarkaðnum ebay.com hefur ekki haft samband við
eiganda skipsins, Gunnar Marel Eggertsson, og staðfest
tilboðið. Gunnar Marel sagðist í samtali við Morgun-
blaðið líta svo á að tilboðið væri runnið út í sandinn. Það
hefði ekki verið bindandi þar sem það hefði verið undir
þeim mörkum sem hann hefði sett sér að fá í skipið.
Örlög víkingaskipsins eru því enn óráðin en það hef-
ur staðið ónotað í geymslu skammt frá New York í
Bandaríkjunum eftir siglinguna frá Íslandi sumarið
2000 í tilefni landafundahátíðarinnar. Gunnar Marel
sagði sölu skipsins óháð þeim viðræðum sem hann hefði
átt við íslensk stjórnvöld um að koma til móts við hann
um greiðslu skulda vegna siglingarinnar. Gunnar Marel
sagði skuldir sínar nema á bilinu 12–15 milljónir króna.
„Það er misskilningur að ég hafi eingöngu verið að
reyna að selja Íslending, ég hef fyrst og fremst verið að
reyna að rétta skuldirnar af. Mér finnst það óréttlátt að
ég skuli sem einstaklingur úti í bæ þurfa að greiða 12–
15 milljónir á móti ríkinu vegna siglingarinnar. Þetta er
stórfé fyrir mig. Skuldunum hefur verið blandað við
söluverð skipsins en það skiptir mig í raun engu máli
hvort einstaklingar eða íslensk stjórnvöld hafi áhuga á
því að kaupa Íslending til landsins. Skipið er alfarið mín
eign og engum kemur við öðrum en mér hvort ég fer á
hausinn með það eða ekki. Ég er ekki að þrýsta á stjórn-
völd um að kaupa skipið heldur aðeins að koma til móts
við mig vegna siglingarinnar,“ sagði Gunnar Marel.
Ekki staðið við tilboðið á ebay.com
Morgunblaðið/Einar Falur