Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 9

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 9 Ný sending Dress, bolir, jakkar, skyrtur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Strets-gallajakkar pils og buxur Kakíjakkar - pils og buxur Stærðir 36—56                Snyrtistofan Guerlain, Óðinsgötu 1, sími 5623220. Tilboð á andlitsböðum til 2. maíNý sending Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Anna Björnsdóttir yfir 20 ára yogareynsla innritun er hafin yogakennari flytjum 2. maí í Héðinshúsinu Seljavegi 2, 5 hæð stofnuð 1994 VESTURBÆJAR YOGASTÖÐ í nýtt og glæsilegt húsnæði í síma 511-2777 anna@yogawest.is YOGA þriðjud. og fimmtud. 10.30-11.30 þriðjud. og fimmtud. 12.00-13.00 mánud. og fimmtud. 17.25-18.25 þriðjudaga 17.30-19.00 fimmtudaga 18.35-20.05 mánud. og miðvikud. 19.00-21.00 GRUNNNÁMSKEIÐ HEFST 8. MAÍ: STUNDASKRÁ: JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra og Sigurður Guðmundsson landlæknir vilja á þessu stigi ekki gera upp á milli þess hvort miðstöð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja eigi að vera staðsett á Vogi eða Landspítalanum – háskóla- sjúkrahúsi. Heilbrigðisráðherra átti í gær fund með Sigurði landlækni og Hauki Valdimarssyni aðstoðar- landlækni þar sem þessi mál voru rædd. Jón Kristjánsson sagði við Morgunblaðið að þeim fundi lokn- um að hann þyrfti að láta skoða betur hugmyndir um þessa mið- stöð, hvað þær væru mannfrekar og kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Því gæti hann ekki tjáð sig frekar á þessu stigi. Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði við Morgunblaðið að tillaga um miðstöð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja hefði orðið til hjá embættinu fyrir nokkrum vik- um og viðræður m.a. átt sér stað við Læknafélag Íslands um málið. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á fimmtudag hefur Læknafélag Ís- lands sent ráðherra bréf þar sem farið er fram á að svona miðstöð verði starfrækt. Landlæknir sagðist á þessu stigi ekki geta gert upp á milli hvort miðstöð af þessu tagi ætti að vera staðsett á Vogi eða Landspítalan- um - háskólasjúkrahúsi, mest um vert væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd sem fyrst. Landlæknir sagði að fjöldi þeirra sem fá morfínskyld lyf til að mæta fíkn og venjast henni, væri því miður orðinn það mikill hér á landi að miðstöð af þessu tagi væri réttlætanleg. Um væri að ræða tugi fólks ef ekki meira. Á miðstöðinni myndu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, fé- lagsráðgjafi og sálfræðingur og sagði landlæknir þörfina væntan- lega ekki koma í ljós fyrr en mið- stöðin yrði komin á fót. Hann sagði miðstöðvar sem þessar algengar erlendis og hann hefði t.d. kynnst einni slíkri er hann var við nám í Bandaríkjunum. „Aðgerðir okkar til að stemma stigu við misnotkun lyfjanna mega ekki verða til þess að þeir sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda, einkum krabbameinssjúk- lingar, hafi gott aðgengi að þessari nauðsynlegu þjónustu,“ sagði Sig- urður en meðal tillagna hans og Læknafélags Íslands er að styrkja þá verkjameðferð sem er til staðar hjá Landspítalanum. Hann sagði mikilvægt að umræða um þessi mál yrði ekki til þess að krabba- meinssjúklingar færu að sjá sig í neikvæðu ljósi. Sama hvaðan gott kemur Hvað varðar staðsetningu mið- stöðvar fyrir neytendur morfín- skyldra lyfja sagði landlæknir að allt væri opið í þeim efnum. Rök væru fyrir því að hafa hana annað hvort á Vogi eða Landspítalanum. Á Vogi væri reynsla fyrir hendi og viss aðstaða í meðferðarúrræðum og á Landspítalanum væri mikil breidd til staðar og góð aðstaða. „Mestu skiptir að byrja að vinna að þessu og sjá þá hvar best sé að koma miðstöðinni fyrir með tilliti til sem flestra þátta. Sama er hvaðan gott kemur,“ sagði Sigurð- ur. Heilbrigðisráðherra og landlæknir um miðstöð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja Gera ekki upp á milli Vogs og Landspítalans HEIÐMERKURVEGUR sem var orðinn mjög holóttur á köflum var heflaður í vikunni en Vegagerðin hyggst í bráð ekki leggja í viðamik- ið viðhald á veginum þar sem leggja á nýjan veg. Bjarni Stefánsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Reykjanesi, segir að til standi að leggja nýjan veg frá Suðurlandsvegi og yfir brúna yfir álinn milli Helluvatns og Elliðavatns. Jafnframt eigi að byggja nýja brú. Af þessum sökum hafi Vegagerðin ekki viljað kosta miklu til viðhalds. „Mér finnst þetta ekki voðalega sterk afsökun,“ segir Vignir Sig- urðsson, umsjónarmaður Heið- merkur. „Þetta er fjölsóttasta úti- vistarsvæði landsins og ef vega- kerfið er í ólagi á að halda því við þótt til standi að gera þar eitthvað eftir eitt eða tvö ár.“ Hann bendir á að um 200.000 manns fari um Heiðmörk á ári hverju og helmingur þeirra komi inn á svæðið við Rauðhóla. Vegur- inn við Rauðhóla sé orðinn mjög lé- legur og fólksbílar hafi rekið „kvið- inn“ í þegar þeir fóru þar um. Ástandið sé þolanlegt eftir að veg- urinn var heflaður. Vignir segir að vegakerfi Heið- merkur sé að öðru leyti í ágætis lagi en það er að mestu í umsjón Gatnamálastjórans í Reykjavík. Þeir eru þó holóttir eins og gengur um malarvegi á vorin. Morgunblaðið/Þorkell Heflað í holurnar á Heiðmerkurvegi JEPPA var ekið út af Holtavörðu- heiði sunnanverðri í gærmorgun, skammt frá brúnni yfir Norðurá, og hafnaði ökutækið í ánni. Framkvæmdir standa yfir við brúna þessa daga og segir lögreglan í Borgarnesi að ökumaður jeppans hafi ekki tekið eftir viðvörunum um framkvæmdirnar með fyrrgreindum afleiðingum. Tveir menn voru í jepp- anum og sluppu þeir án meiðsla. Bílvelta undir Akrafjalli Lögreglan í Borgarnesi var kölluð út í annað umferðaróhapp upp úr há- degi í gær. Fólksbíll valt út af þjóð- veginum undir Akrafjalli, til móts við bæinn Bekansstaði, en ökumaður slasaðist ekki alvarlega. Honum var ekið til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akranesi. Jeppi í Norðurá ♦ ♦ ♦ SEXTÁN ára gamall piltur braut sautján rúður í fjölbýlishúsi á Höfn í fyrrinótt. Pilturinn skemmdi einnig bifreið sem lagt var á stæði við húsið. Nágrannar vöknuðu við hávaðann þegar pilturinn gekk berserksgang í kring um húsið en hann býr sjálfur í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn var pilturinn undir áhrifum áfengis. Braut sautján rúður Hornafirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.