Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 10
JÓN Kristjánsson heil-
brigðisráðherra upp-
lýsti nýverið á Alþingi
að hann hefði fengið
höfund skýrslu til Al-
þingis um ófrjósemisað-
gerðir, Unni Birnu
Karlsdóttur sagnfræð-
ing, til að gera frekari
úttekt á framkvæmd
laga nr. 16/1938 sem
heimiluðu ófrjósemisað-
gerðir í vissum tilvikum
til ársins 1975.
Eins og fram hefur
komið í Morgunblaðinu
kom m.a. fram í fyrr-
nefndri skýrslu Unnar
að 726 ófrjósemisaðgerðir hafi verið
framkvæmdar hér á landi á þeim 38
árum sem fyrrnefnd lög voru í gildi.
Skýrslan var lögð fram á Alþingi fyrr
í vetur en hún var unnin að beiðni
Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar.
Að sögn heilbrigðisráðherra hefur
Unnur m.a. fallist á að kanna frekar
þann mikla mun sem er á ófrjósem-
isaðgerðum kvenna og karla en í títt-
nefndri skýrslu kemur fram að 98%
þeirra 726 ófrjósemisaðgerða sem
framkvæmdar voru hér á landi hefðu
verið gerðar á konum. Auk þess hefur
Unnur tekið að sér að bera saman
með nákvæmari hætti framkvæmd
laganna hér á landi og svipaðra laga í
nálægum löndum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þakk-
aði ráðherra fyrir að fylgja skýrslunni
um ófrjósemisaðgerðir úr hlaði og
sagði skýrsluna um margt fróðlega.
Þórunn benti hins vegar á að lögin nr.
16/1938 hafi fallið úr gildi árið 1975
nema að því er varðaði afkynjanir.
„Ég vil nota tækifærið til að benda
háttvirtum þingmönnum á að afkynj-
anir eða geldingar, eins og þær heita
á mannamáli, eru enn heimilar sam-
kvæmt lögum á Íslandi. Án þess að
hafa kannað það sérstaklega leyfi ég
mér að efast um að slíkar aðgerðir séu
enn löglegar í nágrannalöndum okk-
ar,“ sagði Þórunn og spurði ráðherra
hvort hann hygðist beita sér fyrir því
að þetta „forna og villimanslega
ákvæði verði fellt úr gildandi lögum“.
Ráðherra svaraði því til að hann
hygðist láta Unni Birnu kafa frekar
ofan í tiltekna þætti umræddrar
skýrslu þannig að hægt yrði að vinna
áfram í málinu.
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Jón
Kristjánsson
Frekari úttekt á
framkvæmd laga um
ófrjósemisaðgerðir
Nordisk komite fundar í Reykjavík
FORELDRAR skóla-
barna á Íslandi eiga
samkvæmt lögum að
hafa með höndum eft-
irlit með því að unnið
sé eftir skólanáms-
skrá. Þetta segir for-
maður Heimilis og
skóla en Nordisk kom-
ite, sem eru norræn
samtök systursam-
taka foreldrasamtak-
anna Heimilis og
skóla, fundar í Reykja-
vík um helgina.
Jónína Bjartmarz,
formaður Heimilis og
skóla gegnir for-
mennsku í Nordisk komite um
þessar mundir. Að hennar sögn
funda formenn norrænu systur-
samtakanna tvisvar á ári og er
mikið rætt á þessum fundum um
mismunandi aðkomu foreldra og
áhrif þeirra á skólastarf. „Þetta er
heilmikið í umræðunni í sveitar-
stjórnarpólítíkinni og Björn
Bjarnason lýsti því oft yfir á meðan
hann var menntamálaráðherra að
hann vildi sjá foreldra stjórna
grunnskólanum. Og nú eru sveit-
arstjórnarmenn mikið spurðir að
því hvernig þeir vilja tryggja áhrif
foreldra.“ Jónína segir þó Heimili
og skóla aldrei hafa sett það á odd-
inn að foreldrar stjórni grunnskól-
anum þó þeir vilji hafa sín áhrif.
Foreldrar stjórna
skólunum í Danmörku
Að sögn Jónínu er stjórnun skól-
anna með öðrum hætti á hinum
Norðurlöndunum. Í Danmörku eru
foreldrar í meirihluta í stjórnum
hvers grunnskóla þar sem er fjöl-
skipuð stjórn og bera þar faglega
og fjárhagslega ábyrgð. Í Noregi
er starfandi 14 manna nefnd sem
er skipuð af norska konungnum og
hún stjórnar þeim samtökum þar í
landi sem eru sambærileg Heimili
og skóla. „Hver ein-
asta króna til rekst-
urs og starfsemi kem-
ur af fjárlögum þar
og ég veit að t.a.m.
fyrir síðustualþingis-
kosningar í Noregi
gerðu þessi samtök
sig mjög gildandi og
voru með nokkrar
mjög almennar kröf-
ur um skólamál.“
Hún segir foreldra
á Íslandi þó ekki óska
eftir að stjórna skól-
unum faglega og fjár-
hagslega. „Þeir vilja
fyrst og fremst fá öfl-
ugt samstarf um einstaklinginn
sjálfan en einnig um tiltekin hags-
munamál skólans sem foreldrum á
að vera tryggð aðkoma að í gegn-
um foreldraráðin. Þannig að hjá
okkur hafa þetta ekki verið átök
um völd eins og þessu er gjarnan
stillt upp í Noregi og Danmörku.“
Erum að fikra okkur áfram
Jónína segir foreldra á Íslandi
hafa rétt til að skila umsögn um
skólanámsskrá. „Samkvæmt lög-
unum ber þeim líka að fylgjast með
því að eftir skólanámsskránni sé
unnið en það er varla farið að reyna
á það nokkurs staðar því við erum
enn að fikra okkur áfram með
þennan rétt að fá skólanámsskrána
til umsagnar meðan þetta er á
vinnslustigi.“
Á fundi Nordisk komite um
helgina verður meðal annars rætt
um að styrkja starfsemi samtak-
anna. „Fyrst og fremst er fólk að
skiptast á skoðunum og deila
reynslu en síðan höfum við vilyrði
fyrir því að nota allt útgefið efni frá
hinum Norðurlöndunum. Við Ís-
lendingar græðum óskaplega mik-
ið á þessu samstarfi enda erum við
komin heldur styttra á veg en hin-
ir.“
Foreldrar vilja
öflugt samstarf
við skólana
Jónína Bjartmarz
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐUR um frumvarp rík-
isstjórnarinnar um ábyrgð skulda-
bréfa vegna nýrrar starfsemi Ís-
lenskrar erfðagreiningar einkenndu
helst umræður á Alþingi þá viku
sem nú er að líða, ef frá er talinn
mánudagurinn, sem fór að mestu í
umræður um frumvarp sjáv-
arútvegsráðherra um auðlindagjald
í sjávarútvegi. Frumvarpið um rík-
isábyrgðina virðist ætla að verða það
frumvarp á þessu þingi sem hefur
vakið hvað mestar pólitískar deilur.
Lögin um Kárahnjúka og fyrr-
greint frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra um auðlindagjald eru
vissulega dæmi um þingmál sem
hafa valdið miklum deilum á þinginu
en frumvarpið um ríkisábyrgðina
virðist ekki ætla að standa þeim að
baki í þessum efnum. Annarri um-
ræðu um frumvarpið lauk í gær og
má búast við að það verði að lögum
eftir helgi; á mánudag eða þriðjudag
eða eftir því hvernig samningar tak-
ast á milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu um framhald þinghaldsins.
Eins og fram hefur komið var við
það miðað í starfsáætlun þingsins að
þingfrestun yrði sl. miðvikudag. Nú
standa hins vegar yfir viðræður milli
stjórnar og stjórnarandstöðu, eins
og áður var vikið að, um það hvaða
málum eigi að koma í gegnum þingið
áður en það fer í sumarfrí. Eftir því
sem næst verður komist virðist hins
vegar einhver kergja vera komin í
þær viðræður og í gærmorgun lýsti
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, því yfir í upphafi
þingfundar að stjórnarandstaðan á
þingi myndi aldrei láta það ganga yf-
ir sig að þeim málum sem biðu ann-
arrar eða þriðju umræðu yrði hleypt
í gegnum þingið „á einhvers konar
færibandi, umræðulaust eða um-
ræðulítið“, eins og hann orðaði það.
Þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins, Sigríður Anna Þórð-
ardóttir, virtist þó gefa lítið fyrir
þessi ummæli Ögmundar og tók
fram að eðlilegt væri að menn væru
bjartsýnir á að ljúka mætti þinginu á
næstu dögum. Kristinn H. Gunn-
arsson, þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins, tók hins vegar fram
að stjórnarandstaðan hefði fengið
þann ræðutíma sem hún hefði talið
sig þurfa til að ræða þau þingmál
sem til umræðu væru og næðist ekki
samkomulag um þinglok gætu þing-
menn bara haldið áfram að ræða
fram í sumarið. „Við höfum nógan
tíma.“
Almennt má þó segja að þögult
samkomulag sé um að þingið taki
sér hlé nokkrum vikum fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar til að gefa
þeim kosningum svigrúm á leiksviði
stjórnmálanna.
En aftur að umræðum þingmanna
um ríkisábyrgð til handa Íslenskri
erfðagreiningu. Þær umræður hafa
nefnilega verið um margt áhuga-
verðar. Fyrsta umræðan um frum-
varpið, sem fram fór í þarsíðustu
viku, einkenndist að mati undirrit-
aðrar af mikilli varfærni meðal þing-
manna; yfirlýsingar gegn frumvarp-
inu voru í lágmarki nema ef vera
skyldi frá einum þingmanni Sjálf-
stæðisflokksins, Pétri H. Blöndal, og
Sverri Hermannssyni, formanni
Frjálslynda flokksins. Þeir skýrðu
strax frá því og hafa ítrekað þau um-
mæli aftur og aftur í umræðunni að
þeir væru eindregnir andstæðingar
frumvarpsins. Formaður Samfylk-
ingarinnar, Össur Skarphéðinsson,
tók hins vegar fram að Samfylkingin
myndi ekki „bregða fæti fyrir af-
greiðslu frumvarpsins“.
Í fyrstu umræðunni bentu margir
þingmenn á, og þar á meðal þeir Pét-
ur H. Blöndal og Einar Oddur Krist-
jánsson, þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, að fyrir um tíu árum hefði
því verið lýst yfir að tími svonefndra
sértækra aðgerða væri liðinn, þ.e.
aðgerða sem gengju út á að styðja
einstök atvinnufyrirtæki. Töldu
margir þingmenn að með frumvarp-
inu um ríkisábyrgðina væri rík-
isstjórnin að sveigja út frá þeirri
stefnu. Athyglisvert er að þingmenn
Vinstri grænna, flokks sem sam-
kvæmt svokölluðum hægri og vinstri
skala stjórnmálanna ætti að vera
fylgjandi ríkisafskiptum, hafa síst af
öllum verið sparir á þá gagnrýni sína
að ríkisstjórnin og þar með Sjálf-
stæðisflokkurinn væri með frum-
varpinu að vinna gegn stefnu um
minni ríkisábyrgðir. Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi
þetta m.a. harkalega og sagði að
með frumvarpinu væri ríkisstjórnin
að fara út í ein „stórfelldustu ríkisaf-
skipti sögunnar“.
Að lokinni fyrstu umræðu fór um-
rætt frumvarp fyrir efnahags- og
viðskiptanefnd þingsins og hófst
önnur umræða um það sl. þriðjudag.
Þá var ljóst að meiri andstaða var
við það innan þingsins en ætla mátti
í fyrstu umræðunni. Þingmenn
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs hafa lýst andstöðu við það
og ljóst er að Samfylkingin mun
ekki, að því er fram kemur í nefnd-
aráliti Jóhönnu Sigurðardóttur og
Össurar Skarphéðinssonar, þing-
manna flokksins, styðja málið, þrátt
fyrir yfirlýsingar Össurar í fyrstu
umræðu um að Samfylkingin myndi
ekki bregða fæti fyrir afgreiðslu
þess. Hefur Össur reyndar gefið þá
skýringu í Morgunblaðinu að það
þýði að Samfylkingin muni ekki
beita málþófi til að koma í veg fyrir
frumvarpið. Hvað sem því líður hef-
ur Jóhanna lýst því yfir að hún muni
greiða atkvæði gegn frumvarpinu og
ljóst má vera að fleiri þingmenn
Samfylkingarinnar munu gera slíkt
hið sama. Einhverjir þeirra munu þó
sitja hjá, þar á meðal Össur.
Víst er að flestir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins munu styðja frum-
varpið þótt einhverjir þeirra kunni
að hika. Að minnsta kosti lýsti Ásta
Möller, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, því yfir á heimasíðu sinni
nýlega að sem talsmaður einka-
framtaks og minni ríkisumsvifa hlyti
hún að hika þegar ríkisábyrgð til
einkafyrirtækis væri annars vegar.
Hún tekur þó fram að í umræddu til-
viki sé til mikils að vinna að hagn-
aður af starfsemi lyfjaþróunarfyr-
irtækis ÍE verði eftir í landinu. Það
muni leiða til aukinnar hagsældar.
Athygli hefur hins vegar vakið að
enginn þingmaður Framsókn-
arflokksins hefur kvatt sér hljóðs í
umræðunni um ríkisábyrgðina nema
Kristinn H. Gunnarsson, en það
gerði hann síðla dags í gær í and-
svari við ræðu Kolbrúnar Halldórs-
dóttur, þingmanns VG. Í máli hans
kom m.a. fram að vissulega fylgdi
umræddu frumvarpi áhætta en það
breytti því ekki að hann væri frum-
varpinu fylgjandi.
Umræður um ríkisábyrgð áberandi í vikunni
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
arsson, Framsóknarflokki, og kváð-
ust þeir fylgjandi frumvarpinu.
Kristinn sagði m.a. að frumvarpinu
fylgdi vissulega áhætta en hann væri
því samt fylgjandi.
Ríflega sextíu þingmál voru á dag-
skrá þingfundar í upphafi fundarins
á Alþingi í gær en ekki tókst að taka
neitt þeirra mála á dagskrá sökum
þess að umræður um frumvarpið um
ríkisábyrgðina tóku allan daginn.
Verða þau þingmál aftur á dagskrá
þingfundar á Alþingi í dag.
ANNARRI umræðu um frumvarp
ríkisstjórnarinnar um að heimilt
verði að veita 20 milljarða ríkis-
ábyrgð vegna fyrirhugaðrar upp-
byggingar lyfjaþróunardeildar á
vegum Íslenskrar erfðagreiningar
lauk síðdegis í gær. Gert er ráð fyrir
því að þriðja og síðasta umræða um
frumvarpið fari fram eftir helgi.
Umræður um frumvarpið stóðu
yfir í allan gærdag. Tóku þar m.a. til
máls þeir Gunnar I. Birgisson, Sjálf-
stæðisflokki, og Kristinn H. Gunn-
Yfir 60 mál á dagskrá
– aðeins eitt var rætt
ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl.
tíu í dag. Fimmtíu og átta þingmál
eru á dagskrá fundarins og er fyrsta
málið frumvarp sjávarútvegsráð-
herra um fiskveiðar utan lögsögu Ís-
lands.
Má gera ráð fyrir því að þingfund-
ur standi fram eftir degi og að síðan
verði boðað til fundar á mánudag.
Fimm frum-
vörp að lögum
FIMM frumvörp urðu að lögum frá
Alþingi í gær. Má þar m.a. nefna
frumvarp til tollalaga en samkvæmt
þeim er tollstjórum nú heimilt að
ljúka málum með sektarboði sem
nemi allt að 300.000 kr. í stað 75.000
kr. áður. Ennfremur fellur niður
með tollalögunum 10% tollur af
barnabílstólum sem viðurkenndir
eru samkvæmt tilteknum stöðlum.