Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sælkera kaffi
og te.
sími 462 2900
Blómin
í bænum
verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 20.00
að Botni, Eyjafjarðarsveit.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar eru hvattir til að mæta,
nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir.
Stjórnin.
Aðalfundur Þroskahjálpar Norðurlandi eystra 2002
EYJAFJÖRÐUR SEM VAXTARSVÆÐI -
HVERT ER HLUTVERK AKUREYRAR?
Opinn stjórnmálafundur!
Byggðarannsóknastofnun boðar til opins stjórnmálafundar um byggðamál í Eyjafirði
þriðjudaginn 30 .apríl.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð, í sal L 201 og
hefst klukkan 20:00. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Fulltrúar þeirra flokka og framboða sem bjóða fram til bæjarstjórnar á Akureyri munu
flytja framsöguerindi í tveimur umferðum. Að lokinni fyrri framsögu gefst fundarmönnum
kostur á fyrirspurnum.
Fundarstjóri er Jóhann Ólafur Halldórsson.
Nánari upplýsingar í síma 463 0929, eða í netfangi gretar@unak.is
BJÖRN Steinar Sólbergsson org-
anisti við Akureyrarkirkju hlaut
starfslaun listamanns á Akureyri
en tilkynnt var um hver hlyti þá
nafnbót á Vorkomu menningar-
málanefndar sumardaginn fyrsta.
Björn útskrifaðist með einleik-
arapróf í orgelleik árið 1986. Hann
tók við stöðu organista og kór-
stjóra við Akureyrarkirkju þá um
haustið en kennir auk þess org-
elleik við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri. Hann er formaður Listvina-
félags Akureyrarkirkju, listrænn
stjórnandi Kirkjulistaviku í Ak-
ureyrarkirkju og Sumartónleika í
Akureyrarkirkju. Björn Steinar
hefur haldið fjölda einleikstónleika
hér heima sem og víða um heim. Þá
hefur hann leikið einleik með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, Kamm-
erhljómsveit Akureyrar og The
Cleveland Institute of Music Orch-
estra. Hann hlaut íslensku bjart-
sýnisverðlaunin árið 2001.
Aðalsteinn Vestmann hlaut við
sama tækifæri viðurkenningu
Menningarsjóðs fyrir framlag til
myndlistar á Akureyri. Hann hefur
verið frístundamálari og sýndi
fyrst árið 1952 og hefur upp frá því
tekið þátt í fjölda samsýninga auk
nokkurra einkasýninga. Aðalsteinn
hefur starfað hjá grunnskólum Ak-
ureyrar og hafa margir nemenda
hans unnið til viðurkenninga og
verðlauna á sviði myndlistar, m.a.
fékk einn þeirra gullverðlaun á
sýningu sem haldin var í tengslum
við Ólympíuleikana 1988.
Tvær viðurkenningar voru veitt-
ar fyrir byggingarlist, annars veg-
ar tengivirkishús á Rangárvöllum
á Akureyri hannað af Gísla Krist-
inssyni og Páli Tómassyni hjá
Arkitektur.is og hins vegar svo-
nefnt miðbæjarhús, Strandgata 3
hannað af arkitektunum Baldri Ó.
Svavarssyni, Jóni Þór Þorvaldssyni
og Loga Má Einarssyni hjá Úti og
inni, arkitektum.
Einnig voru veittar tvær við-
urkenningar Húsfriðunarsjóðs.
Aðra þeirra hlutu Berglind Vil-
hjálmsdóttir og Finnur Sigurðsson
fyrir hús sitt við Lundargötu 11 og
hina þau Karl Guðmundsson,
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir og Þór-
ir Sigurgeirsson fyrir húsið Að-
alstræti 15.
Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyrarkirkju, hlaut starfs-
laun listamanns en tilkynnt var um það á Vorkomu menningarmála-
nefndar Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta. Með honum á myndinni
er eiginkona hans, Hrefna Harðardóttir.
Björn Steinar hlaut
starfslaun listamanns
OPINN fundur um framtíð tóm-
stundamiðstöðvarinnar Punktsins
verður haldinn í húsakynnum
Punktsins í Kaupvangsstræti 12 á
Akureyri næstkomandi mánudags-
kvöld, 29. apríl, og hefst hann kl.
20.
Á fundinum verður m.a rætt um
hvernig bæjarbúar vilja sjá fram-
tíð miðstöðvarinnar fyrir sér.
Notendur og velunnarar Punkts-
ins eru hvattir til að koma á fund-
inn til að segja skoðun sína og
sýna samstöðu um uppbyggingu
Punktsins.
Formlega verða boðaðir Karl
Guðmundsson, sviðsstjóri fé-
lagssviðs, og frambjóðendur til
næstu bæjarstjórnar. Fundarstjóri
verður Níels Hafstein, Safnasafn-
inu, Svalbarðsströnd.
Framtíð
Punktsins
FINNSKI ljósmyndarinn Pasi Autio
og sænska myndlistakonan Char-
lotta Östlund, sem dvalið hafa í
Gestavinnustofu Gilfélagsins síðast-
liðna tvo mánuði, opnuðu í gær sýn-
ingu í Ketilhúsinu.
Meginþema sýningarinnar er
hvaða ímynd Finnar og Svíar hafa
um Ísland og hver er afstaða Íslend-
inga til þessara ímynda. Einnig
verða ljósmyndir af Íslendingum á
förnum vegi, íslenskur dýragarður
og Íslandskort. Yfirskrift sýningar-
innar er „Works by guests“ og
stendur hún til mánudagsins 29. apr-
íl. Sýningin er opin frá kl. 12 til 18.
Ísland í augum
Finna og Svía
Brúðarsýning
BRÚÐARSÝNINGIN Brúðarvönd-
urinn 2002 verður haldin nú um
helgina í Býflugunni og blóminu við
Glerárgötu 36 á Akureyri.
Blómaskreytingafólk verslunar-
innar ásamt nýkrýndum Íslands-
meistara í blómaskreytingum, Vig-
dísi Hauksdóttur, sýna það nýjasta í
brúðarvöndum og skreytingum,
jafnframt því sem nýjustu brúðarbíl-
arnir frá Toyota verða sýndir. Jafn-
framt verður kynning á hinni ýmsu
þjónustu sem viðkemur brúðkaup-
inu. Sýningin stendur yfir frá kl. 12
til 18 í dag laugardag og eins á morg-
un, sunnudag.
ANNA Ólafsdóttir og Helga Er-
lingsdóttir hjúkrunarfræðingar
kynna nýja þjónustu sem nefnist
„Hjúkrun heim“ á félagsfundi Hetj-
anna, aðstandenda langveikra barna
á Akureyri og nágrenni, en hann
verður haldinn næstkomandi mánu-
dagskvöld, 29. apríl kl. 20.30 í Ein-
ingar-Iðju salnum við Skipagötu 14.
Hjúkrun heim er fyrir börn og ung-
linga frá 0 til 18 ára, þ.e. þeirra sem
þarfnast hjúkrunar í heimahúsum.
Hjúkrun heim
KARLAKÓR Akureyrar – Geysir
heldur vortónleika í Laugaborg,
Eyjafjarðarsveit, í dag og hefjast
þeir kl. 17. Fyrri vortónleikar kórs-
ins voru haldnir í Glerárkirkju sum-
ardaginn fyrsta, þeir voru fjölsóttir
og hlaut kórinn góðar viðtökur tón-
leikagesta, segir í frétt frá kórnum.
Efnisskrá er viðamikil og fjölbreytt
með íslenskum og erlendum kórlög-
um. Söngstjóri er Erla Þórólfsdóttir
og píanóleikari er Sólveig Anna
Jónsdóttir. Einsöngvarar eru allir úr
röðum kórfélaga en þeir eru Björn
Jósef Arnviðarson, Guðni H. Guð-
mundsson og Þorkell Pálsson.
Vortónleikar
Karlakór
Akureyrar – Geysir
HJÁLMAR Blomquist
Júlíusson lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri í gær, föstudag-
inn 26. apríl.
Hjálmar fæddist 16.
september 1924 á
Sunnuhvoli á Dalvík.
Foreldrar hans voru
Jónína Jónsdóttir, hús-
móðir, f. 7. apríl 1887, d.
1967, og Júlíus Jóhann
Björnsson, f. 15. júní
1885, d. 1946.
Systkini Hjálmars
voru Egill, f. 1908,
Nanna Amalía, f. 1909,
Sigrún, f. 1911, Hrefna, f. 1914, Bald-
ur Þórir, f. 1919, María, f. 1921, Gunn-
ar Skjöldur, f. 1931, öll látin, og Ragn-
heiður Hlíf, f. 1927, búsett á Akureyri.
Hjálmar ólst upp á Dalvík og hóf
snemma að aðstoða föður sinn við út-
gerðina. Hjálmar hafði mikinn áhuga
á leiklist og hafði fengið inngöngu í
Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar í
Reykjavík. Vegna veikinda föður síns
þurfti hann frá að hverfa, hélt norður í
land og tók við búskap á Karlsá, norð-
an Dalvíkur, þar sem fjölskyldan bjó
um þær mundir.
Hjálmar aflaði sér vélstjórnarrétt-
inda og starfaði sem vélstjóri, bæði til
sjós og lands, um árabil.
Hann átti heimili á Ak-
ureyri um skeið og ók
þá leigubifreið, en því
starfi gegndi hann einn-
ig þann tíma sem fjöl-
skylda hans átti heima í
Reykjavík.
Hjálmar var einn af
stofnendum Leikfélags
Dalvíkur og starfaði
hann með félaginu sem
leikari og leikstjóri um
langa hríð. Þótti hann
fara feikivel með hlut-
verk Börs Börssons og
er heimamönnum eftir-
minnilegur í því hlutverki.
Hjálmar lék einnig með Leikfélagi
Akureyrar. Hann söng með Karlakór
Dalvíkur og síðar með Karlakórnum
Geysi og Gömlum Geysisfélögum. Þá
var hann félagi í Kiwanisklúbbnum á
Dalvík til fjölda ára.
Eiginkona Hjálmars var Sólveig
Eyfeld frá Reykjavík. Hún lést árið
1981. Þau eignuðust sex börn. Hjálm-
ar og Sólveig voru umboðsmenn
Morgunblaðsins á Dalvík í mörg ár.
Hjálmar sá síðar um dreifingu Morg-
unblaðsins til blaðbera á Akureyri.
Unnusta Hjálmars síðustu tæpa tvo
áratugi er Jódís Kristín Jósefsdóttir.
Andlát
HJÁLMAR BLOM-
QUIST JÚLÍUSSON
EKKI hefur farið mikið fyrir hestum
og hestamennsku í Grímsey síðustu
árin. Hestaíþróttin sem sport hefur
lítið fest rætur. Þó hefur einn hestur
verið hér til nokkurra ára, hestur
hreppstjórans, Bjarna Magnússonar
í Miðtúni.
En nú hefur orðið breyting á. Þess-
um fyrrum þarfasta þjóni mannsins
fjölgar á eyjunni grænu við heim-
skautsbaug með fjórum nýjum hest-
um sem Gylfi Gunnarsson skipstjóri
og Rannveig Vilhjálmsdóttir tengda-
dóttir hans eiga. Nú er ekki óalgeng
sjón að sjá hestamenn ríða um, á vilj-
ugum fákum, íbúum í Grímsey til
gleði og augnayndis. Gylfi segir
hestamennskuna svo heillandi að
hann megi hafa sig allan við að sækja
sjóinn af sama kappi og áður!
Hrossum
fjölgar í
Grímsey
Morgunblaðið/Helga Mattína
Gylfi Gunnarsson, skipstjóri í
Grímsey, einn fárra hestamanna
í eynni, reynir hér fáka sína.
Grímsey
ÁRLEGT 1. maí hlaup Ung-
mennafélags Akureyrar verður nú
næstkomandi miðvikudag. Um er
að ræða götuhlaup og hefst það kl.
13, en keppendur eru beðnir að
mæta í síðasta lagi hálftíma fyrir
hlaupið. Rásmark er við Sportver á
Glerártorgi og endamark við Greif-
ann. Hlaupalengdir eru 2 kílómetr-
ar fyrir krakka í 10. bekk eða
yngri, 17 ára og eldri geta valið um
4 kílómetra eða 10 kílómetra leið.
Skráning er hafin í Sportverki,
en þar verður hægt að skrá þátt-
töku fram til keppnisdags, en þann
dag verður hægt að skrá sig á
staðnum frá kl. 10 til 11.30. Þó er
óskað eftir að sem flestir skrái sig
með fyrirvara til að auðvelda úr-
vinnslu. Verðlaunaafhending fer
fram strax að hlaupi loknu, og
verður boðið upp á pítsur og svala.
Götuhlaup 1. maí
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦