Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 17

Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 17 í Skútuvogi Laugardagur Sími 525 3000 • www.husa.is Brandur Gíslason garðyrkjumeistari leiðbeinir um val og notkun á trjáklippum frá kl. í verslun Skútuvogi 16. Hekkklippa 2.695 kr. (3.197) Greinaklippa 1.245 kr. (1.834) 12-14 Verið velkomin... JAZZDANSSKÓLI Emilíu frum- flutti á sumardaginn fyrsta söng- og dansleikinn Annie í Frumleik- húsinu í Keflavík. 55 stúlkur á aldrinum 6 til 15 ára taka þátt í uppfærslunni og er þetta stærsta verkefnið sem skólinn hefur ráðist í. Þetta er jafnframt annað stóra verkið sem ungmenni í Reykja- nesbæ setja upp á stuttum tíma, en aðeins rúmur mánuður er síðan nemendur í Myllubakkaskóla sýndu söngleikinn Bugsy Malone við frábærar undirtektir. Sam- anlagt telur fjöldi þátttakenda í sýningunum tveimur rúmlega 100 ungmenni og því má ljóst vera að menningarlíf ungs fólks í Reykja- nesbæ blómstri þessa dagana. Emilía Dröfn Jónsdóttir hefur rekið Jazzdansskóla Emilíu í 10 ár. Þegar starfsemin byrjaði sl. haust og 10 ára starfsafmæli að renna upp, var ákveðið að ráðst í stórvirki. „Annie hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og ég sá að þetta gæti alveg gengið. Ég fékk Jón Marinó Sigurðsson í lið með mér, en hann hefur mikið starfað með Leikfélagi Keflavíkur og hef- ur einnig reynslu af því að vinna með börnum. Ég fékk einnig ann- an danshöfund til liðs við mig, Berglindi Skúladóttur, ég og eig- inmaður minn, Skúli Bjarnason, réðumst í þýðingu á söngtextunum og starfsemi vetrarins hefur alveg verið helguð þessu verki. Strax í september byrjuðum við að æfa dans- og söngatriði en í janúar sl. byrjuðum við á sjálfu verkinu,“ sagði Emilía í samtali við Morg- unblaðið. Ekki óvön sviðinu Verkið fjallar um munaðarleys- ingjann Annie sem býr á mun- aðarleysingjahæli en leiðin liggur upp á við eftir að hún kynnist Vil- hjálmi sem er milljónamæringur. Jón Marinó samdi handritið, ásamt því að leikstýra. „Ég byggi þetta handrit á kvikmyndahandritinu, þ.e. sagan er í grófum dráttum sú sama, en ég legg áherslu á dans- og söngatriði og tengi þau saman með leik,“ sagði Jón Marinó. Annie er fyrsta stóra leik- stjóraverk Jóns Marinós en hann hefur áður leikstýrt grunn- skólabörnum í smærri skólaverk- efnum. Hann segir að æfingarnar hafi gengið erfiðlega fyrst, enda um stóran hóp að ræða, en það hafi einungis verið byrjunarörð- ugleikar. „Við erum öll mjög ánægð með árangur stelpnanna og hversu miklu við höfum náð út úr þeim, þó vissulega mæði mismikið á þeim. Díana Ívarsdóttir tón- menntakennari aðstoðaði okkur svo undir lokin til að hjálpa söngv- urunum að brjótast út úr skelinni. Undanfarna daga hafa þær verið á æfingum í allt að 3 klukkutíma á dag, sem er mikið fyrir ungt fólk, en þetta hefur gengið vel og jafn- framt verið mjög skemmtilegur tími,“ sagði Jón Marinó. Aðalleikkonan, Guðbjörg Guð- mundsdóttir sem er 10 ára, tekur undir orð leikstjórans. Guðbjörg hefur verið í Jazzdansskólanum frá 5 ára aldri og ekki alveg óvön því að koma fram. „Það eru nem- endasýningar í Jazzdansskólanum á hverju ári og ég hef einnig tekið þátt í smærri uppfærslum bæði í Jazzdansskólanum og grunnskól- anum, en þetta er fyrsta stóra ver- ið sem ég tek þátt í og í fyrsta sinn sem ég þarf að syngja ein,“ sagði leik- og söngkonan unga og er þar með rokin upp á svið og umbreytt í munaðarleysingjann Annie. Hún er örugg í hlutverkinu og ljóst að öll fyrri sviðsreynsla hefur verið gott veganesti. Næstu sýningar á Annie eru í dag og á morgun, næstkomandi miðvikudag, laugardaginn 4. maí og sunnudaginn 5. maí, allar klukkan 14. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Mikið mæðir á Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem leikur titilhlutverkið í Annie. Hér er hún með öðrum stelpum á munaðarleysingahælinu. Munaðarleysing- inn Annie á sviði Frumleikhússins Keflavík ÓLAFUR Þór Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerðisbæjar og stjórnmálafræðingur, er í efsta sæti Sandgerðis- listans sem er nýtt framboð á staðnum. Listinn mun bjóða fram undir listabók- stafnum Þ. Kosningaskrif- stofa Sandgerðis- listans var opnuð á Strandgötu 11 á sumardaginn fyrsta. Við það tækifæri var fram- boðslisti kynntur. Kosningaskrif- stofan er opin virka daga klukkan 18 til 22 og um helgar kl. 14 til 18, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Kosningastjóri er Guð- mundur Skúlason. Sandgerðislistinn hefur ekki áður boðið fram. Frambjóðendur eru margir ungt fólk, á aldrinum 20 til 30 ára. Á listanum er einnig Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fram- bjóðandi Frjálslynda flokksins, sem áður starfaði á vegum K-lista Al- þýðuflokks og óháðra í Sandgerði. Framboðslistinn er þannig skip- aður: 1. Ólafur Þór Ólafsson stjórn- málafræðingur, 2. Hallbjörn V. Rúnarsson leiðbeinandi, 3. Linda Björk Holm sjúkraliði, 4. Sigríður Ágústa Jónsdóttir forstöðumaður, 5. Hannes Jón Jónsson slökkviliðs- maður, 6. Ari Gylfason sjómaður, 7. Ólöf Ólafsdóttir hársnyrtisveinn, 8. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir tónlist- arnemi, 9. Jórunn Björk Magnús- dóttir leiðbeinandi, 10. Sigrún Pét- ursdóttir nemi, 11. Bragi Guð- jónsson viðskiptafræðingur, 12. Þorbjörg E. Friðriksdóttir af- greiðslumaður, 13. Grétar Mar Jónsson skipstjóri og 14. Haraldur Sveinsson eldri borgari. Ólafur Þór efstur Sandgerði Ólafur Þór Ólafsson SÝNINGIN Brúðkaup 2002 verður haldin í Reykjanesbæ á morgun, sunnudag, klukkan 11 til 19. Sýning- in fer fram í Heklusalnum á Fitjum í Njarðvík. Á fimmta tug verslana og þjón- ustufyrirtækja á Suðurnesjum bjóða upp á sýningu og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, allan daginn. Brúðkaupssýn- ing í Heklusal Njarðvík STEFNUSKRÁ Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir komandi kosn- ingar verður kynnt félagsmönnum á fundi í dag. Þá verður opnuð vefsíða, www.s-listinn.is. Í byrjun næstu viku kynna frambjóðendur stefnuskrána fyrir bæjarbúum og bera hana í hús. Gengið frá stefnu- skrá Samfylkingar Reykjanesbær MARGT er gert á viku bókarinnar sem lýkur í Bókasafni Grindavíkur um helgina til að auka bókaáhuga hjá bæjarbúum, meðal annars eru bækur Halldórs Laxness áberandi í uppstillingum og boðið er upp á hressingu á bókasafninu. Á degi bókarinnar voru flutt verk eftir Nóbelsskáldið, í fundarsal bæj- arstjórnar og var húsfyllir. Meðal annars lásu grunnskólanemendur úr verkum hans og leikin var tónlist. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Ungir gestir bókasafnsins fylgdust spenntir með þegar Hörður Torfa- son lék og söng lög við texta Halldórs Laxness, á degi bókarinnar. Gestir fá bókamerki með ljóðum Laxness Grindavík FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Reykjanesbæ heldur opinn fund um möguleika á notkun leigubíla í stað strætisvagna. Fundurinn verður næstkomandi mánudag í félagsheim- ili Framsóknarflokksins á Hafnar- götu 62 í Keflavík og hefst kl. 20. Fundur um leigu- bílaverkefnið Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.