Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 17 í Skútuvogi Laugardagur Sími 525 3000 • www.husa.is Brandur Gíslason garðyrkjumeistari leiðbeinir um val og notkun á trjáklippum frá kl. í verslun Skútuvogi 16. Hekkklippa 2.695 kr. (3.197) Greinaklippa 1.245 kr. (1.834) 12-14 Verið velkomin... JAZZDANSSKÓLI Emilíu frum- flutti á sumardaginn fyrsta söng- og dansleikinn Annie í Frumleik- húsinu í Keflavík. 55 stúlkur á aldrinum 6 til 15 ára taka þátt í uppfærslunni og er þetta stærsta verkefnið sem skólinn hefur ráðist í. Þetta er jafnframt annað stóra verkið sem ungmenni í Reykja- nesbæ setja upp á stuttum tíma, en aðeins rúmur mánuður er síðan nemendur í Myllubakkaskóla sýndu söngleikinn Bugsy Malone við frábærar undirtektir. Sam- anlagt telur fjöldi þátttakenda í sýningunum tveimur rúmlega 100 ungmenni og því má ljóst vera að menningarlíf ungs fólks í Reykja- nesbæ blómstri þessa dagana. Emilía Dröfn Jónsdóttir hefur rekið Jazzdansskóla Emilíu í 10 ár. Þegar starfsemin byrjaði sl. haust og 10 ára starfsafmæli að renna upp, var ákveðið að ráðst í stórvirki. „Annie hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og ég sá að þetta gæti alveg gengið. Ég fékk Jón Marinó Sigurðsson í lið með mér, en hann hefur mikið starfað með Leikfélagi Keflavíkur og hef- ur einnig reynslu af því að vinna með börnum. Ég fékk einnig ann- an danshöfund til liðs við mig, Berglindi Skúladóttur, ég og eig- inmaður minn, Skúli Bjarnason, réðumst í þýðingu á söngtextunum og starfsemi vetrarins hefur alveg verið helguð þessu verki. Strax í september byrjuðum við að æfa dans- og söngatriði en í janúar sl. byrjuðum við á sjálfu verkinu,“ sagði Emilía í samtali við Morg- unblaðið. Ekki óvön sviðinu Verkið fjallar um munaðarleys- ingjann Annie sem býr á mun- aðarleysingjahæli en leiðin liggur upp á við eftir að hún kynnist Vil- hjálmi sem er milljónamæringur. Jón Marinó samdi handritið, ásamt því að leikstýra. „Ég byggi þetta handrit á kvikmyndahandritinu, þ.e. sagan er í grófum dráttum sú sama, en ég legg áherslu á dans- og söngatriði og tengi þau saman með leik,“ sagði Jón Marinó. Annie er fyrsta stóra leik- stjóraverk Jóns Marinós en hann hefur áður leikstýrt grunn- skólabörnum í smærri skólaverk- efnum. Hann segir að æfingarnar hafi gengið erfiðlega fyrst, enda um stóran hóp að ræða, en það hafi einungis verið byrjunarörð- ugleikar. „Við erum öll mjög ánægð með árangur stelpnanna og hversu miklu við höfum náð út úr þeim, þó vissulega mæði mismikið á þeim. Díana Ívarsdóttir tón- menntakennari aðstoðaði okkur svo undir lokin til að hjálpa söngv- urunum að brjótast út úr skelinni. Undanfarna daga hafa þær verið á æfingum í allt að 3 klukkutíma á dag, sem er mikið fyrir ungt fólk, en þetta hefur gengið vel og jafn- framt verið mjög skemmtilegur tími,“ sagði Jón Marinó. Aðalleikkonan, Guðbjörg Guð- mundsdóttir sem er 10 ára, tekur undir orð leikstjórans. Guðbjörg hefur verið í Jazzdansskólanum frá 5 ára aldri og ekki alveg óvön því að koma fram. „Það eru nem- endasýningar í Jazzdansskólanum á hverju ári og ég hef einnig tekið þátt í smærri uppfærslum bæði í Jazzdansskólanum og grunnskól- anum, en þetta er fyrsta stóra ver- ið sem ég tek þátt í og í fyrsta sinn sem ég þarf að syngja ein,“ sagði leik- og söngkonan unga og er þar með rokin upp á svið og umbreytt í munaðarleysingjann Annie. Hún er örugg í hlutverkinu og ljóst að öll fyrri sviðsreynsla hefur verið gott veganesti. Næstu sýningar á Annie eru í dag og á morgun, næstkomandi miðvikudag, laugardaginn 4. maí og sunnudaginn 5. maí, allar klukkan 14. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Mikið mæðir á Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem leikur titilhlutverkið í Annie. Hér er hún með öðrum stelpum á munaðarleysingahælinu. Munaðarleysing- inn Annie á sviði Frumleikhússins Keflavík ÓLAFUR Þór Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerðisbæjar og stjórnmálafræðingur, er í efsta sæti Sandgerðis- listans sem er nýtt framboð á staðnum. Listinn mun bjóða fram undir listabók- stafnum Þ. Kosningaskrif- stofa Sandgerðis- listans var opnuð á Strandgötu 11 á sumardaginn fyrsta. Við það tækifæri var fram- boðslisti kynntur. Kosningaskrif- stofan er opin virka daga klukkan 18 til 22 og um helgar kl. 14 til 18, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Kosningastjóri er Guð- mundur Skúlason. Sandgerðislistinn hefur ekki áður boðið fram. Frambjóðendur eru margir ungt fólk, á aldrinum 20 til 30 ára. Á listanum er einnig Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fram- bjóðandi Frjálslynda flokksins, sem áður starfaði á vegum K-lista Al- þýðuflokks og óháðra í Sandgerði. Framboðslistinn er þannig skip- aður: 1. Ólafur Þór Ólafsson stjórn- málafræðingur, 2. Hallbjörn V. Rúnarsson leiðbeinandi, 3. Linda Björk Holm sjúkraliði, 4. Sigríður Ágústa Jónsdóttir forstöðumaður, 5. Hannes Jón Jónsson slökkviliðs- maður, 6. Ari Gylfason sjómaður, 7. Ólöf Ólafsdóttir hársnyrtisveinn, 8. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir tónlist- arnemi, 9. Jórunn Björk Magnús- dóttir leiðbeinandi, 10. Sigrún Pét- ursdóttir nemi, 11. Bragi Guð- jónsson viðskiptafræðingur, 12. Þorbjörg E. Friðriksdóttir af- greiðslumaður, 13. Grétar Mar Jónsson skipstjóri og 14. Haraldur Sveinsson eldri borgari. Ólafur Þór efstur Sandgerði Ólafur Þór Ólafsson SÝNINGIN Brúðkaup 2002 verður haldin í Reykjanesbæ á morgun, sunnudag, klukkan 11 til 19. Sýning- in fer fram í Heklusalnum á Fitjum í Njarðvík. Á fimmta tug verslana og þjón- ustufyrirtækja á Suðurnesjum bjóða upp á sýningu og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, allan daginn. Brúðkaupssýn- ing í Heklusal Njarðvík STEFNUSKRÁ Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir komandi kosn- ingar verður kynnt félagsmönnum á fundi í dag. Þá verður opnuð vefsíða, www.s-listinn.is. Í byrjun næstu viku kynna frambjóðendur stefnuskrána fyrir bæjarbúum og bera hana í hús. Gengið frá stefnu- skrá Samfylkingar Reykjanesbær MARGT er gert á viku bókarinnar sem lýkur í Bókasafni Grindavíkur um helgina til að auka bókaáhuga hjá bæjarbúum, meðal annars eru bækur Halldórs Laxness áberandi í uppstillingum og boðið er upp á hressingu á bókasafninu. Á degi bókarinnar voru flutt verk eftir Nóbelsskáldið, í fundarsal bæj- arstjórnar og var húsfyllir. Meðal annars lásu grunnskólanemendur úr verkum hans og leikin var tónlist. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Ungir gestir bókasafnsins fylgdust spenntir með þegar Hörður Torfa- son lék og söng lög við texta Halldórs Laxness, á degi bókarinnar. Gestir fá bókamerki með ljóðum Laxness Grindavík FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Reykjanesbæ heldur opinn fund um möguleika á notkun leigubíla í stað strætisvagna. Fundurinn verður næstkomandi mánudag í félagsheim- ili Framsóknarflokksins á Hafnar- götu 62 í Keflavík og hefst kl. 20. Fundur um leigu- bílaverkefnið Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.