Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 20
„MIKLAR dagssveiflur hafa átt sér
stað á hlutabréfamörkuðum vestan
hafs að undanförnu og síðustu vik-
una hefur átt sér stað töluverð lækk-
un á helstu vísitölum. Þróunin hefur
litast af birtingu uppgjöra fyrir 1.
ársfjórðung og þar af leiðandi hefur
nokkur titringur verið meðal fjár-
festa.“, segir í nýrri skýrslu Íslands-
banka um erlend hlutabréf. Þar
kemur einnig fram að síðasta mán-
uðinn hafi allar helstu vísitölur
lækkað nokkuð, að Nikkei-vísitöl-
unni í Japan undanskilinni.
„Sjóðstjórar telja almennt að
meiri vaxtarmöguleikar leynist í
smærri fyrirtækjunum. Ef tekið er
mið af hlutfalli verðs og rekstrar-
tekna eru bréf smærri fyrirtækj-
anna að jafnaði 44% ódýrari en
þeirra stærri.“ Þá segir að þróun
hagvísa hafi haft heldur neikvæð
áhrif á hlutabréfamarkaðinn enda
hafi hægt á þeirri jákvæðu þróun
sem verið hefur frá áramótum.
„Þessi þróun hefur styrkt frekar
þær raddir sem halda því fram að
[bandaríska] hagkerfið eigi aðra nið-
ursveiflu fyrir höndum áður en jafn-
vægi kemst á að nýju en aðrir vilja
þó meina að aðeins sé um tímabund-
inn hægagang að ræða“, segir í
skýrslunni. Margt bendi til þess að
önnur niðursveifla sé í vændum en
einnig finnist sterk rök sem mæla
gegn því. Enn sé því karpað um hver
lendingin verði.
Stephen Roach, einn helsti hag-
fræðingur Morgan Stanley, er
nefndur sem einn þeirra sem segja
frekari niðursveiflu vera í vændum.
Þykir honum ólíklegt að svo væg
niðursveifla komi í kjölfar eins
mesta vaxtarskeiðs í sögu Banda-
ríkjanna.
„Roach telur miklar líkur vera á
því að stoðir hagkerfisins og þar með
uppsveiflunnar verði nokkuð veik-
burða enn um sinn og þar af leiðandi
þurfi ekki mikið til þess að viðsnún-
ingur niður á við verði raunin.“
Miðað við þann hægagang sem
verið hefur í bandaríska hagkerfinu,
versnandi ástand á vinnumarkaði og
lítinn verðbólguþrýsting er ekki bú-
ist við því að hreyft verði við stýri-
vöxtum í bráð, að því er segir í
skýrslunni en næsti vaxtaákvörðun-
arfundur bandaríska Seðlabankans
verður 7. maí.
Smærri fyrirtæki 44% ódýrari
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
gera gamla Sléttbak út enn um
sinn en hann gengur upp í kaup-
verð nýja skipsins. Hann er nú á
úthafskarfaveiðum á Reykjanes-
hrygg og er ráðgert að hann fari í
tvær veiðiferðir áður en hann
verður afhentur nýjum eigendum.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Sléttbakur EA heldur í sína fyrstu veiðiferð undir merkjum ÚA.
frá sama tíma árið áður. Heildar-
eignir samstæðunnar í lok mars
námu samtals 9 milljörðum króna,
skuldir 6,4 milljörðum og bókfært
eigið fé var tæpir 2,6 milljarðar
króna. Eiginfjárhlutfall samstæð-
unnar reyndist 28,5% og veltufjár-
hlutfall var 1,91.
Í áritun stjórnar í árshlutareikn-
ingi samstæðunnar kemur fram að
áfram hafi verið tekið tillit til áhrifa
verðlagsbreytinga í reikningum ÚA
þrátt fyrir breytingar á lögum um
ársreikninga, enda hafi bráða-
birgðaákvæði í lögunum heimilað
tveggja ára aðlögunartíma.
„Ef það hefði ekki verið gert
hefði það haft þau áhrif að hagn-
aður tímabilsins hefði orðið um 40
milljónum króna lægri eða um 451
milljón króna. Bókfært eigið fé
hefði orðið 63 milljónum krónum
lægra eða 2.494 milljónir króna,“
segir í árituninni.
REKSTUR Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. (ÚA) skilaði 491 millj-
ónar króna hagnaði á fyrsta árs-
fjórðungi. Það er verulegur bati frá
sama tímabili í fyrra en þá varð 117
milljóna króna tap af rekstrinum.
Umskiptin nema því um 600 millj-
ónum króna á milli ára. Í tilkynn-
ingu frá ÚA segir að þessa bættu
afkomu megi annars vegar rekja til
hærra afurðaverðs í íslenskum
krónum og hins vegar til gengis-
hagnaðar af skuldum félagsins.
Rektrartekjur fyrstu þriggja
mánaða ársins námu tæpum 1,9
milljörðum króna, sem er 49%
aukning frá sama tímabili í fyrra.
Rekstrargjöld jukust um 53% frá
fyrra ári og námu 896 milljónum
króna.
Hagnaður samstæðunnar fyrir
afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA, nam 481 milljón króna
fyrstu þrjá mánuðina í ár, eða 26%
af rekstrartekjum, en 330 milljón-
um króna á sama tímabili í fyrra.
Fjármagnsliðir voru jákvæðir um
218 milljónir króna en voru nei-
kvæðir um 251 milljón á sama tíma-
bili í fyrra. Breytingin til batnaðar
er rakin til þess að frá áramótum
hefur gengi íslensku krónunnar
styrkst en í fyrra hafði krónan
veikst á sama tímabili. Gengishagn-
aður nam nú 230 milljónum króna.
Hagnaður 40 milljónum lakari
ef hefði verið verðleiðrétt
Veltufé frá rekstri nam 421 millj-
ón króna og jókst um 167 milljónir
ÚA hagnaðist um hálfan
milljarð á fyrsta ársfjórðungi
Sléttbakur
byrjar á
grálúðu
SLÉTTBAKUR EA, nýr frystitog-
ari Útgerðarfélags Akureyringa
hf., er nú í sinni fyrstu veiðiferð
eftir að skipið var afhent nýjum
eigendum. Að sögn Sæmundar
Friðrikssonar, útgerðarstjóra ÚA,
er skipið nú á grálúðuveiðum
djúpt vestur af landinu, á svoköll-
uðu Hampiðjutorgi, en þar hefur
verið ágæt veiði undanfarnar vik-
ur. „Það hefur gengið vel, skipið
reynist eins og best verður á kosið
en auðvitað hafa komið upp smá-
vægilegir hnökrar í vinnslunni,
eins og við var að búast. Það er
helst að veðrið hafi sett strik í
reikninginn, þarna hafa verið
vond veður undanfarna daga og
hamlað veiðum á köflum,“ sagði
Sæmundur.
Hinn nýi Sléttbakur EA var
smíðaður í Danmörku fyrir fjórum
árum og hét skipið áður Sevryba
2. Það er 58 metra langt og 13,5
metra breitt og er með þeim
stærri í íslenska fiskiskipaflot-
anum. Það leysir af hólmi eldra
skip með sama nafni. ÚA mun þó
AOL Time
Warner
tapar miklu
BANDARÍSKI fjölmiðlarisinn AOL
Time Warner tilkynnti í vikunni um
54,2 milljarða Bandaríkjadala tap á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs, jafn-
virði um 5.200 milljarða íslenskra
króna. Samkvæmt fréttavef Yahoo er
þetta mesta ársfjórðungstap fyrir-
tækis í sögu Bandaríkjanna, en það
stafar af nýjum bókhaldsreglum sem
kveða á um að taka verði tillit til sölu-
virðis hlutabréfa fyrirtækis eftir sam-
runa. Gengi hlutabréfa AOL hefur
lækkað um meira en helming frá því
tilkynnt var um samruna fyrirtækj-
anna America Online og Time Warn-
er í janúar í fyrra.
Ef litið er framhjá tapi fyrirtæk-
isins vegna hinna nýju bókhalds-
reglna var tap AOL á fyrsta ársfjórð-
ungi 2002 um ein milljón
Bandaríkjadalir, eða í kringum 95
milljónir íslenskra króna. Tapið á
sama tíma í fyrra var 1,4 milljónir
dala eða rúmlega 130 milljónir ís-
lenskra króna.
Tekjur AOL á tímabilinu jukust
um 4% og námu 9,8 milljörðum
Bandaríkjadala, um 930 milljörðum
íslenskra króna. Áskriftartekjur fyr-
irtækisins jukust um 14% en auglýs-
ingatekjur drógust hins vegar saman
um 13%.
Haft er eftir talsmanni AOL á
fréttavef Yahoo að vandi fyrirtækis-
ins stafi af mesta samdrætti sem fjöl-
miðlar hafi orðið fyrir í áratugi. Kvik-
myndadeild AOL skilaði bestum
árangri á ársfjórðungnum af deildum
samsteypunnar með framhaldi á vel-
gengni kvikmyndanna Harry Potter
og viskisteinninn og Hringadróttins-
saga: Föruneyti hringsins.
Ekki sérstakar
ástæður að
baki lækkunar
á deCODE
GENGI hlutabréfa í deCODE Gen-
etics, móðurfélagi Íslenskrar erfða-
greiningar, hækkaði lítillega í við-
skiptum gærdagsins, eða um 1%,
eftir verðhrun síðastliðinna daga.
Við lokun markaða í gær var gengið í
5,05 Bandaríkjadölum.
Á fimmtudag lækkaði gengi bréf-
anna um 7,41% og á miðvikudag nam
lækkunin 10%. Í Morgunpunktum
Kaupþings í gær sagði að ekki væru
sérstakar ástæður baki þessari
lækkun nú en mörg líftæknifyrirtæki
hafi átt erfitt uppdráttar síðustu
misserin. „Nokkuð er um minni stöð-
ur verðbréfasjóða í hlutabréfum og
getur því verið um kerfisbundna sölu
að ræða. Einnig hafa bréf deCODE
hækkað eftir yfirtökuna á Medichem
og er söluhliðin með bréfin einfald-
lega sterkari en kauphliðin nú.“
Íslandspóstur
tapaði 180
milljónum
TAP af rekstri Íslandspósts nam 180
milljónum króna á árinu 2001.
Rekstrartekjur jukust um 3,4% á
milli ára og námu 4,3 milljörðum
króna. Rekstrarkostnaður Íslands-
pósts jókst hins vegar um tæp 7% og
nam tæpum 4,5 milljörðum í fyrra.
Íslandspóstur gerir ráð fyrir að á
þessu ári og þeim næstu fari magn
bréfasendinga hægt minnkandi, en
umfang bögglaþjónustu muni
aukast, m.a. vegna heimaverslunar
og þeirrar þjónustu sem henni fylgir,
að því er segir í tilkynningu sem gef-
in var út í kjölfar aðalfundar félags-
ins í gær. Félagið muni halda áfram
hagræðingu í rekstri og markmiðið
sé að ná enn frekar niður rekstrar-
kostnaði, sem sé forsenda þess að já-
kvæð afkoma fyrirtækisins verði að
veruleika á næstu árum.
Atvinnu-
leysi eykst
UM 1.800 fleiri voru atvinnulausir í
apríl í ár en í sama mánuði í fyrra.
Þetta kemur fram í vinnumarkaðs-
rannsókn Hagstofunnar sem birt var
í gær.
Samkvæmt rannsókninni voru
3,2% vinnuaflsins án vinnu og í at-
vinnuleit í apríl 2002, sem jafngildir
um 5.300 einstaklingum, en um 3.500
manns, eða 2,1%, voru án vinnu í
apríl 2001. Atvinnuleysið mældist
2,4% í nóvember á síðasta ári.
Í apríl 2002 var atvinnuleysi 3,0%
hjá konum og 3,4% hjá körlum. At-
vinnuleysið var mest meðal yngsta
aldurshópsins, 16–24 ára, eða 6,9%.
Atvinnuleysi karla í þessum aldurs-
hópi mældist 10,2% í apríl í ár en
4,5% í nóvember síðastliðnum.
Á höfuðborgarsvæðinu var at-
vinnuleysi 3,7% en 2,5% utan þess.
Skekkjumörk í niðurstöðum um at-
vinnuleysi eru plús eða mínus 0,8%.
Fjöldi þeirra sem voru starfandi í
apríl 2002 var 157.100 en 158.400 í
apríl ári áður. Starfandi fólki fækk-
aði því um 1.300 milli ára. Atvinnu-
þátttaka mældist 82,9% í apríl 2002
en 83,7% í sama mánuði 2001.
Meðalfjöldi vinnustunda reyndist
vera 42,8 hjá þeim sem voru við
vinnu í viðmiðunarvikunni en 43,7
stundir í apríl 2001. Meðalfjöldi
vinnustunda í aðal- og aukastarfi var
48,5 klukkustundir hjá körlum en
36,3 stundir hjá konum.
Rannsókn Hagstofunnar fór fram
dagana 13.–24. apríl 2002 og tók til
stöðu á vinnumarkaði 6.–19. apríl.
Krónan
styrkist enn
GENGI íslensku krónunnar styrkt-
ist um 0,04% gær eftir talsverðar
sveiflur innan dagsins. Í lok dags
stóð gengisvísitala krónunnar í
130,76 stigum en þá hafði hún sveifl-
ast allt frá 129,95 stigum upp í 131,25
stig. Alls námu viðskipti dagsins
röskum 7 milljörðum króna.
FARÞEGUM Flugleiða til og frá Ís-
landi fækkaði um 6,2% í mars en
þeim sem fljúga yfir Norður-Atl-
antshafið um Ísland fækkaði um
32,5% í sama mánuði. Í heild fækk-
aði farþegum í millilandaflugi félags-
ins um 20,6% % í mars sl. í sam-
anburði við mars á síðasta ári. Voru
þeir nú um 91 þúsund talsins en
tæplega 115 þúsund í fyrra. Farþeg-
um á almennu farrými fækkaði um
20,5% en 21,6% á viðskiptafarrými í
mars.
Á fyrstu þremur mánuðum ársins
fækkaði farþegum í millilandaflugi
Flugleiða í heild um 21,3% frá sama
tímabili í fyrra. Farþegum á leiðum
yfir Norður-Atlantshafið um Ísland
fækkaði um 36,9% en um 4,9% fækk-
un varð á farþegum til og frá Íslandi.
Sætanýting dróst saman um 1,5% en
félagið dró sætaframboð alls saman
um 22,3% á fyrsta ársfjórðungi til að
mæta minnkandi eftirspurn.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir niðurstöð-
urnar í samræmi við breyttar
áherslur í markaðsstarfi félagsins á
erlendum mörkuðum.
„Við sáum fram á minnkandi far-
þegafjölda í vetur, eins og fram hef-
ur komið, og ákvörðun var tekin um
að draga úr framboði í áætlunarflug-
inu um fimmtung, fækka ferðum á
nokkra staði, hætta alveg flugi til
Halifax og á þessum fyrsta ársfjórð-
ungi var flug til New York einnig
fellt niður í tvo mánuði. Stefnt var að
því með auknu sölustarfi að láta
þennan samdrátt hafa sem minnst
áhrif á fjölda farþega til og frá Ís-
landi en að draga fremur úr flutningi
farþega sem fljúga yfir hafið en eiga
ekki erindi til Íslands annað en að
skipta um flugvél á Keflavíkurflug-
velli, enda eru það þeir farþegar sem
skila félaginu og ferðaþjónustunni
minnstum verðmætum. Jafnframt
var lögð aukin áhersla á að finna
verkefni á leiguflugsmarkaði fyrir
vélar og áhafnir félagsins. Þetta er
að ganga nokkurn veginn eftir.“
Samdráttur í frakt- og
innanlandsflugi
Fluttum tonnum hjá Flugleiðum-
Frakt, dótturfyrirtæki Flugleiða,
fækkaði um 21,3% í mars og farþeg-
um í innanlandsflugi Flugfélags Ís-
lands, dótturfyrirtækis Flugleiða
fækkaði um 13,1%.
„Þessar tölur koma ekki á óvart.
Forsendur hafa breyst frá upphafi
síðasta árs bæði í innanlandsflugi og
inn- og útflutningi og þeim er mætt
af hálfu þessara fyrirtækja með við-
eigandi hagræðingaraðgerðum“,
segir Guðjón.
Farþegum Flugleiða í mars
fækkaði um 21% milli ára
Farþegum yfir
Norður-Atlants-
hafið fækkaði
um 37% á fyrsta
ársfjórðungi
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦