Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 27 SVAVA Björnsdóttir og Jón Sigur- pálsson opna í dag kl. 16 sýningar í Listasafni ASÍ – Ásmundarsal við Freyjugötu. Svava Björnsdóttir sýnir í Ás- mundarsal sjö ný verk sem unnin eru úr pappír og litarefnum. Verk- in eru á mörkum þess að vera högg- myndir og málverk að sögn Svövu og mynda sterkt samhengi í sýning- arsalnum. Hún segir sýninguna marka ákveðin skil í sínum ferli, að því leyti að hún fáist nú við yf- irborðið og flötinn en ekki formið sem meginatriði. „Í verkunum er ég að reyna að brjótast úr viðjum ör- yggis í listsköpuninni og þróa hana áfram. Hér eru höggmyndirnar mínar í raun orðnar að mál- verkum.“ Svava og Jón stunduðu bæði framhaldsnám í myndlist í Hollandi og þekkjast vel. Þau hafa bæði haldið sýningar hér heima og er- lendis, og hafa starfað að myndlist- inni um árabil. Sýningarnar í Lista- safni ASÍ eru tvær aðskildar sýningar, en kallast engu að síður skemmtilega á að sögn Jóns Sig- urpálssonar. Verkin sem hann sýnir í Gryfju eru öll frá þessu ári, og ber sýningin yfirskriftina Vitar. Verkin eru unnin í járn og á silkiprentaðan pólýesterdúk og segist Jón hafa fengið hugmyndina að þeim þegar hann var að glugga í Ársrit sögu- félags Ísfirðinga frá árinu 1956. „Ég rakst þar á grein eftir Bjarna Sigurðsson, bónda í Vigur í Ísa- fjarðardúpi, um veðurfarslýsingar. Það vakti athygli mína hversu mörg hugatakanna úr þessum heimi ég þekkti ekki, en skynjaði engu að síður vel það ástand sem þau lýsa. Þessi myndrænu hugtök urðu mér þannig efniviður verka sem ég kalla fjórlínunga,“ segir Jón og bætir því við að verkin á sýning- unni séu talsvert frábrugðin því sem hann hefur unnið við fram til þessa. Sýningarnar til 12. maí og er Listasafn ASÍ opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Morgunblaðið/Golli Svava Björnsdóttir og Jón Sigurpálsson opna sýningar í Listasafni ASÍ í dag. Hér má sjá listamennina skrafa saman í Ásmundarsal. Höggmyndir verða að málverkum LaugardagurAmtsbókasafnið Akureyri kl. 11: Sögustund helguð þema vikunnar, Börn og bækur. Bókasafn Reykjanesbæjar kl. 14: Brúðuleikhúsið Tíu fingur sýnir Mjallhvít og dvergana sjö. Laxnesshátíð í Mosfellsbæ Gljúfrasteinn kl. 10: Gönguferð frá Gljúfrasteini að Helgufossi undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar. Rútu- ferð frá Hlégarði kl. 9:45. Álafosskvosin – opið hús kl. 13– 17: Sýningar á verkum listamanna ýmissa listamanna í sýningarsölum kvosarinnar. Myndlistarskóli Mosfellsbæjar kl. 13–17: Sýning nemenda. Handverkshús kl. 13–17: Sýning í Háholti 24. Kjarnatorg kl. 15: Fimm kórar Mosfellsbæjar syngja lög við ljóð skáldsins. Bæjarleikhúsið við Þverholt kl. 17: Endurtekin dagskrá frá 25. apríl. Vika bókarinnar HINAR tuttugu mest fluttu óp- erur síðustu 100 ára kváðu víst vera þau verk í klassískum tónbókmennt- um þar sem hlustendur velta hlut- fallslega minnst fyrir sér sjálfri tón- smíðinni en mest frammistöðu flytjenda, þ.e.a.s. einkum einsöngv- aranna. Einhver gárunginn líkti þessu við ólympískar leikfimiæfing- ar – þær væru löngu staðlaðar og basískt séð allar eins; áhorfið mið- aðist eingöngu við hvernig þær væru útfærðar. Hinir fjölmennu óperuunnendur sem nærri fylltu Háskólabíó í gær, hafa því væntanlega fyrst og fremst mætt til að sjá og heyra „sína menn“, ofangreinda íslenzka sólista af yngri kynslóð, enda bar til í of- análag að um konsertuppfærslu var að ræða á völdum vinsælum aríum úr tíu alþekktum óperum, með nokkrum forleikjum og millispilum á milli söngatriða. Fyrst var leikinn Forleikur úr Carmen Bizet, í allhressu, nærri því stressuðu tempói sem tók nokkuð hátíðarbraginn úr þessu glæsta stykki að manni fannst, án þess þó að væri kastað til höndum. Jón Rún- ar Arason reið síðan á vaðið með La fleur que tu m’avais jetée, svolítið innhverfur en fallega hljómandi. Ólafur Kjartan Sigurðarson briller- aði, ekki aðeins sem kvennagullið al- ræmda, heldur einnig sem mandól- ínleikari, í Deh vieni alla finestra úr Don Giovanni Mozarts, og leika honum varla margir það eftir að syngja og spila sjálfur undir í senn. Kjarnaaría tragíska trúðsins úr I pagliacci, Vesti la giubba, lék úr barka Jóhanns Friðgeirs Valdi- marssonar, að vísu með nokkru minni tilfinningatilþrifum en maður átti von á enda snemma á pró- gramminu. Hið kunna millispil úr Cavalleria rusticana Mascagnis barði þvínæst ljúflega eyru tónleika- gesta í meðförum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og setti tóninn fyrir ar- íuna Mamma, quel vino é generoso í viðkvæmri útfærslu Jóns Rúnars. Ólafur Kjartan fór þá með Vy mné pisali úr Évgení Onegín eftir Tsjækovskíj af þokka, og hann og Jóhann Friðgeir fóru síðast fyrir hlé með dúettinn Dio, che nell’alma infondere úr Don Carlos eftir Verdi af karlmannlegum þrótti. Forleikur Wagners að Tannhäus- er hljómaði fyrst eftir hlé, ágætlega leikinn en e.t.v. ofurlítið eirðarlaus á köflum. Hinn frægi óður Wolframs til kvöldstjörnunnar úr sömu óperu kvað næst við í meðförum Ólafs Kjartans af göfugleika, kannski burtséð frá votti af álagi á efstu nót- um. Meistari Puccini sá síðan um lokaatriði kvöldsins. Fyrst með vel móttekinni túlkun Jóhanns á Che gelida manina úr La Bohème og prýðisgóðum samsöng hans og Ólafs í O Mimì, tu più non torni úr sömu óperu. Eftir átakamikið millispil hljómsveitarinnar úr Manon Lesc- aut kom svo fruntavelheppnuð túlk- un Jóhanns á E lucevan le stelle úr Toscu og loks tignarleg útlegging Jóns Rúnars á Nessun dorma úr Turandot, sem kórónaði vel heppn- að óperukvöld þeirra þremenninga og Sinfóníuhljómsveitarinnar undir lipurri og fagmannlegri stjórn Pauls McGraths. Eftirlætisóperuaríur TÓNLIST Háskólabíó Vinsælar óperuaríur, dúettar, forleikir og millispil eftir Bizet, Mozart, Leoncavallo, Mascagni, Tsjækovskíj, Verdi, Wagner og Puccini. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Jón Rúnar Arason tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton; Sinfón- íuhljómsveit Íslands u. stj. Pauls McGraths. Fimmtudaginn 26. apríl kl. 19:30. ÓPERUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ERU prinsessur enn í tísku? er spurt í finnskum gesta- leik sem Totem-leikhúsið sýnir í Möguleikhúsinu í dag kl. 14. Totem hefur síðastliðin fimmtán ár skapað sér góðan orðstír í Finnlandi og víðar með farandsýningum fyrir börn þar sem öllum meðölum leikhússins er beitt öðrum en tungumálinu til að koma sögunum til skila. Leikritið POW – när vardagen slår knockout, eða BÚMM – þegar hið hversdaglega hrynur, segir á einlæg- an og broslegan hátt frá hversdagslífi mömmu og litla barnsins inni á heimilinu og ólíkum leiðum þeirra til þess að leysa þau vandamál sem koma upp í samskiptunum heima við. Þegar engar venjulegar leiðir duga til þess að leysa málin, þá fær hugmyndaflugið lausan tauminn og með aðstoð ólíkra vætta, verður hinn venjulegi dagur harla óvenjulegur… „Í sýningunni veltum við fyrir okkur þáttum eins og hvernig sögur fanga börn nú til dags. Hugmyndin að sýn- ingunni hefur þróast út frá eigin hugmyndum barna, sög- um þeirra og líkamstjáningu. Í gegnum samvinnu barna og listamanna fæddist þessi sýning, sem sameinar sterka líkamstjáningu, tónlist, dans, hlutaleiki og margmiðlun. Sýningin er hafin yfir hindranir tungumálsins og er hugsuð fyrir aldurshópinn 5–12 ára,“ segja þær Soila Valkama leikstjóri og Henna Hakkarainen og Päivi Riss- anen leikkonur sem unnið hafa handrit sýningarinnar eftir hugmynd Tove Appelgren. Sýningin hefur verið leikin í Finnlandi, Svíþjóð, Græn- landi og núna á Íslandi. Ferðalagið um Norðurlöndin hef- ur verið styrkt af Norræna menningarsjóðnum og Teater og Dans í Norden. Á Netinu er að finna hið gagnvirka Websäcken-spil, þar sem börn geta lifað sig inn í söguheima og skapað sín á milli, sína eigin menningarbrú. Spilið hentar einkum grunnskólanemendum og er að finna á heimasíðu leik- hússins á slóðinni www.dlc.fi/~totem. Sýningarnar á Ís- landi eru kostaðar af Möguleikhúsinu, Finnska sendi- ráðinu, Hátækni, Norræna húsinu og Flugleiðum. Gestaleikur í Möguleikhúsinu Leikarar Totem frá Finnlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.