Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 27.04.2002, Síða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er hægt að ganga út frá því sem vísu að í hvert sinn sem farið er að ræða pólitískar skoðanir Halldórs Laxness á opinberum vettvangi verður fjör og ef Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor er meðal frummælenda verður mik- ið fjör. Ég fór um síðustu helgi á Laxnessþing, sem var bráð- skemmtilegt og í alla staði vel heppnað. Á sunnudagsmorguninn voru fluttir þrír fyrirlestrar sem allir fjölluðu um pólitík Halldórs. Erindin fluttu Jón Ólafsson, for- stöðumaður Hugvísindastofn- unar, Hannes Hólmsteinn og Morten Thing, sem er danskur sagnfræð- ingur sem kynnt hefur sér vel póli- tísk afskipti Halldórs í Danmörku á fyrri hluta síðustu aldar. Thing benti í mjög fróðlegum fyrirlestri m.a. á að danskir kommúnistar hefðu hampað Hall- dóri mikið og þýtt verk hans. Þessar þýðingar og sú auglýsing sem Laxness fékk fyrir tilverkan danskra kommúnista hafi síðan átt mikinn þátt í að farið var að þýða verk hans um alla Skandin- avíu og síðar á enska tungu. Thing sagði líka að danskir kommúnistar hefðu haft mikil áhrif á Halldór þegar pólitískar skoðanir hans voru að mótast á þriðja áratugnum. Hannes Hólmsteinn rifjaði upp ýmis pólitísk ummæli Halldórs frá fyrri hluta síðustu aldar, þeg- ar trú hans á Stalín var hvað sterkust, og bar þau saman við ummæli ýmissa samtímamanna hans. Hann fullyrti að margir Ís- lendingar væru feimnir við að ræða pólitíska fortíð Halldórs og sagði jafnvel að menn vildu ekki horfast í augu við staðreyndir málsins. Greinilegt var að þessi ummæli Hannesar fóru mjög fyrir brjóst- ið á sumum ráðstefnugestum sem áttu erfitt með að hemja reiði sína í hans garð. Hann hafði snert einhvern viðkvæman streng í brjósti aðdáenda skáldsins og þeim sárnaði. Það kom fram hjá Morten Thing að danskir kommúnistar héldu mikið upp á Halldór Lax- ness og hömpuðu honum og verk- um hans, m.a. Gerska ævintýr- inu, sem þeim þótti afar gott áróðursrit. Hann sagði, líkt og margir aðrir hafa bent á, að Hall- dór hafi verið frábær áróð- ursmaður. Sumir hafa haldið því fram að Halldór Laxness hafi átt mjög stóran þátt í því að hér varð aldrei til stór og öflugur jafn- aðarmannaflokkur líkt og á hin- um Norðurlöndunum. Halldór hafi með sínum sterka áróðri fyr- ir hönd kommúnista styrkt mjög stöðu þeirra á Íslandi og þannig lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að jafnaðarmenn næðu að eflast. Þessu hafa m.a. sumir af forystumönnum jafn- aðarmanna á Íslandi haldið fram. Það má því kannski segja að Sjálfstæðisflokkurinn eigi Hall- dóri Laxness mikið að þakka. Fyrir hans tilstuðlan varð Sósíal- istaflokkurinn ekki smáflokkur líkt og á hinum Norðurlöndunum heldur flokkur sem var jafnstór og Alþýðuflokkurinn. Þetta tryggði sundrungu vinstrimanna og þar með Sjálfstæðisflokknum yfirburðastöðu í íslenskum stjórnmálum. Því hefur stundum verið haldið fram að vinstrimenn hafi ekki gert upp pólitíska fortíð sína með nægilega afgerandi hætti. Það kann að vera að þetta eigi við ein- hver rök að styðjast en mér hefur aldrei þótt þetta eiga við Halldór Laxness. Það vita það allir að hann var á yngri árum ákafur sósíalisti og stuðningsmaður Stal- íns. Hann gerðist síðan fráhverf- ur þessum skoðunum og skrifaði merka bók, Skáldatíma, þar sem hann gerði upp við þessar skoð- anir. Telji einhver að hann hafi ekki gert það nægilega vel er a.m.k. ljóst að tilgangslaust er að krefjast þess að hann geri það betur nú þegar hann er ekki lengur á meðal okkar. Sumir, m.a. Hannes Hólm- steinn, telja að menn séu að reyna að gera Halldór að ein- hvers konar dýrlingi og helst megi ekki minnast á pólitíska for- tíð hans af þeim sökum. Þetta hafa mér aldrei fundist sér- staklega sannfærandi rök. Póli- tísk fortíð Halldórs hefur marg- sinnis verið rifjuð upp og raunar miklu oftar heldur en sumra sam- herja hans, eins og t.d. Þórbergs Þórðarsonar eða Jóhannesar úr Kötlum, sem ekki voru síður virk- ir í baráttusveit sósíalista á fyrri hluta aldarinnar. Mér virðist einnig að menn séu sem betur fer ófeimnir við að ræða um skáldið á gagnrýninn hátt. Þetta sést m.a. á ágætum sjónvarpsþáttum Hall- dórs Guðmundssonar sem end- ursýndir voru í Ríkissjónvarpinu í vikunni. Þar er ekki verið að draga upp einhverja dýrlings- mynd af Laxness og aðdáendur hans eru óhræddir við að gagn- rýna verk hans. Allir sem þekkja eitthvað til Laxness vita að hann hefði ekki viljað láta taka sig í dýrlingatölu. Það má öllum vera ljóst að Halldór Laxness hafði rangt fyrir sér í pólitík. Þetta reynir Hannes Hólmsteinn að notfæra sér þegar hann rifjar upp pólitíska fortíð skáldsins. Fyrst þessi gáfaði maður, sem átti svo auðvelt með að koma fyrir sig orði, gat haft svona óskaplega mikið rangt fyrir sér, hvað má þá segja um þá gáf- uðu menntamenn sem enn þann dag í dag bera fram vinstrisinn- aðar skoðanir sem ættaðar eru frá sömu mönnum og Halldór barðist fyrir á sínum tíma? Hafa þeir ekki líka rangt fyrir sér? Hannes reyndi einmitt í fyr- irlestri sínum að útskýra hvers vegna gáfaðir vinstrisinnaðir menntamenn (jafnt í fortíð sem nútíð) aðhyllast þessar skoðanir og þá um leið hvers vegna þeir hefðu allir rangt fyrir sér. Kannski er það þetta sem aðdá- endum skáldsins sárnar, að nafn hans skuli vera notað í pólitísku dægurþrasi samtímans. Er Laxness enn í pólitík? Fyrst þessi gáfaði maður, sem átti svo auðvelt með að koma fyrir sig orði, gat haft svona óskaplega mikið rangt fyrir sér, hvað má þá segja um þá gáfuðu menntamenn sem enn þann dag í dag bera fram vinstrisinnaðar skoðanir… VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Bessastaðahreppur er sveitarfélag í mikilli uppbyggingu og mótun. Það kjörtímabil sem nú er að líða hefur verið mikið uppbyggingar- og framfaraskeið í sveitar- félaginu. Megináhersl- an og mestu fjármun- irnir hafa farið í að byggja upp öflugt leik- skóla- og grunnskóla- starf. Bæði leikskólinn og grunnskólinn hafa verið stækkaðir og starfið í báðum skólum eflt svo um munar. Íbúafjölgun hefur verið talsverð og á síðasta ári fjölgaði hlutfallslega mest í Bessa- staðahreppi af öllum sveitarfélögum á landinu. Fólk sækir í að búa í sveitar- félagi eins og Bessastaðahreppi sem býr yfir friðsæld og náttúrufegurð og veitir íbúum sínum öfluga og góða samfélagsþjónustu á öllum sviðum. Framþróun, ekki stöðnun Íbúar í Bessastaðahreppi kunna vel að meta þær framfarir sem fulltrúar Sjálfstæðisfélags Bessa- staðahrepps hafa haft frumkvæði að á umliðnum árum. Enda hafa þar farið saman framsýni, kraftur og þor í takt við vönduð vinnubrögð og metnaðar- fullar áherslur. Íbúarnir kunna að meta þá sveitarstjórnarmenn sem hafa áhuga á að þróa sveitarfélagið áfram á nýrri öld, í stað þess að draga störf og stefnu þess niður á neikvætt umræðuplan og boða hægagang og stöðnun. Íbúalýðræði Fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins hafa í verki sýnt íbúum Bessastaðahrepps fullt traust til að hafa með beinum hætti áhrif á ákvarðanatökur í mik- ilvægum málum. Það var meðal annars gert á síðast- liðnu ári, þegar leitað var álits allra kosningabærra íbúa í skoðanakönnun, á því hvort fara ætti í sameiningarviðræður við Garðabæ. Ég árétta, einungis hvort fara ætti í viðræðurnar. Að skoð- anakönnuninni lokinni var tillaga fulltrúa Sjálf- stæðisfélagsins sú sama og íbúanna, þ.e. að hafna viðræðum um samein- ingu. Í þessu máli brá svo við að fulltrúar annarra framboða í hrepps- nefndinni greiddu at- kvæði gegn því að íbúar Bessastaðahrepps fengju að láta í ljós skoðun sína. Nú koma þessir sömu aðilar fram undir öðru nafni, sem Álftaneshreyfingin, og lofa góðu samstarfi við íbúana. Er þeirra orðum treystandi í þessu efni? Ég held varla, því þau hafa sýnt annað í verki, það skulum við öll muna. Menntun Fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins hafa á stefnuskrá sinni að grunnskólinn verði allur kominn í Álftanesskóla haustið 2006. Markviss vinna fer nú fram við undirbúning að því að þrír efstu bekk- irnir komi í Álftanesskóla úr Garða- skóla þar sem þeir hafa verið. Að und- irbúningi þessum koma fjölmargir aðilar sem hafa metnað til þess að vanda þennan áfanga í skólasögu Bessastaðahrepps sem allra best. Þar fara saman hagsmunir nemenda, for- eldra, starfsfólks og yfirvalda skóla og sveitarfélags. Þar ríkir áhugi og bjartsýni á gott og verðugt verkefni, en ekki úrtölur og neikvæðni. Minni íbúðir Fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins hafa unnið að því á undanförnum mánuðum með markvissum hætti, að skapa að- stöðu í sveitarfélaginu til að hafist geti sem fyrst byggingar smærri íbúða fyr- ir yngra fólk og þá eldri sem vilja minnka við sig. Öllum er ljóst að mikil eftirspurn er eftir slíkum íbúðum í hreppnum, bæði til eignar og leigu. Málið er einfalt, ef framboð Sjálf- stæðisfélagsins fær brautargengi í komandi kosningum verður eftir- spurninni mætt og íbúðir þessar verða að veruleika, annars ekki. Velkominn vertu Fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins hafa tekið vel á móti hverjum nýjum íbúa. Við fögnum því og skiljum að fólk sækist eftir því að búa hér í þessu ágæta sveitarfélagi. Hjá okkur mun áfram ríkja það viðhorf að bjóða nýja íbúa velkomna í hreppinn. Því við, sem höfum flutt hingað, vitum að það var okkur gert kleift vegna þess að dugmikið fólk með framtíðarsýn hefur byggt hér upp öflugt sveitarfélag sem mætir óskum okkar. Ef aðrir aðilar hefðu ríkt hér vær- um við sennilega ekki íbúar þessa góða hrepps. Þar á ég t.d. við þá sem nú hafa þá stefnu að draga úr eðli- legri íbúaþróun og hindra framþróun samfélagsins. Það er því nauðsynlegt, nú sem fyrr, að það fólk sem hefur frum- kvæði og atorku til að byggja hér upp fyrir íbúana fái til þess áfram brautargengi 25. maí nk. X-D. Að búa í Bessastaðahreppi Snorri Finnlaugsson Bessastaðahreppur Við fögnum því og skiljum, segir Snorri Finnlaugsson, að fólk sækist eftir því að búa hér í þessu ágæta sveitarfélagi. Höfundur er formaður hreppsráðs Bessastaðahrepps og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisfélagsins. Á SÍÐUSTU 11 ár- um hafa ríkisstjórnir undir forystu Davíðs Oddssonar (DO) unnið stórvirki í efnahags- og atvinnumálum á Íslandi með því að láta af sér- tækum aðgerðum og koma á eðlilegu laga- og rekstrarumhverfi á mörgum mikilvægum sviðum í þjóðlífinu. Það kom því óneitanlega á óvart þegar lagt var fyr- ir Alþingi frumvarp um ríkisábyrgð í því skyni að laða til landsins starfsemi hins nýja lyfjaþróunarfyrirtækis Íslenskrar Erfðagreiningar (ÍE). Segja má að allt þjóðfélagið hafi verið á öðrum endanum út af málinu á meðan forsætisráðherra var, að því er virtist, að spóka sig áhyggjulaus í út- löndum. Verslunarráð með helstu við- skiptajöfra landsins tók forystuna í andstöðu við málið og ekki vantaði stuðning við þau sjónarmið frá spek- úlöntum í spjallþáttum og heitum pottum. Frægust er auðvitað gull- skipssamlíkingin, sem hver veit hver á höfundarrétt af. Jafnvel harðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hoppað uppá þennan hljómsveitarvagn og líkt DO við forvera sinn Steingrím Her- mannsson, en hinn síðarnefndi er nú orðinn nokkurs konar persónugerv- ingur sértækra aðgerða í íslenskri pólitík. Nú eru ýmsir vinstri menn orðnir kaþólskari en páfinn (DO) í andstöðu við hvers konar afskipti rík- isins af atvinnurekstri með þessum hætti. Öðru vísi mér áður brá. Aðeins eitt vandamál er við þennan málflutning allan saman. Þessir menn hafa yfirleitt ekki hundsvit á líftækni og læknavísindum og þeim möguleikum sem nú kunna að vera þar í sjónmáli. En hvað ætli hafi hér gerst? Er það raun- verulega svo að for- sætisráðherra sé farið að förlast og að hann sé búinn að gleyma því hvernig hann komst á þann stall í íslensku þjóðlífi sem raun ber vitni. Er þetta merki um værukærð eða ör- væntingar-full aðgerð til að koma með útspil í atvinnumálum eftir að virkjunar- framkvæmdir við Kárahjúka fóru tímabundið í bið. Ég efast um það og á öðru að venjast frá DO. Mér finnst allt benda til þess, eins og þetta mál er vaxið, að DO og rík- isstjórnin kunni að hafa ákveðnar upplýingar, en geti ekki opinberað þær eins og er eða að þær eigi eftir að þróast ef svo má að orði komast. Þetta er að mínu mati eina raunhæfa skýr- ingin á frumvarpi til laga um ríkis- ábyrgð til handa ÍE vegna tilkomu lyfjaþróunarfyrirtækisins. Tilgangur- inn sé að hámarka ávinning íslensk efnahagslífs til framtíðar með því að tryggja að fyrirtækið verði staðsett hér á landi. Hér verður að hafa í huga að líf- tækniiðnaðurinn er mjög sérhæft fyr- irbæri, sem er í örri þróun og mikil verðmæti geta orðið og hafa orðið til á stuttum tíma t.d. með einni mikil- vægri vísindalegri uppgötvun. Þetta hefur gerst margoft í sögu vísinda og tækni. Þeir sem búa yfir vitneskju um slíka uppgötvun standa vel að vígi að meta hvort tiltekin fjárhagsleg áhætta er líkleg til þess að borga sig eða ekki. Þá er rétt að gera sér grein fyrir því að ÍE er í dag öflugasta fyrirtæki sinnar tegundar í veröldinni með bestu tæknina, bestu ættfræðiupplýs- ingarnar, bestu tölvuforritin og svo mætti lengi telja. Tími eru peningar í þessum bransa og það er líklegt að heppilegasta leiðin til þess að koma uppgötvunum ÍE í verð sem fyrst sé einmitt sú leið sem fyrirtækið hyggst fara þ.e. að hafa þessa þróun innan sinna vébanda. Ekki má heldur gleyma því að líftækni iðnaðurinn get- ur hæglega ef vel gengur orðið jafn mikilvægur fyrir íslenskt efnahagslíf í framtíðinni og sjávarútvegurinn er núna. Ég tel því að menn eigi ekki að vanmeta ríkisstjórnina í þessu máli heldur gera ráð fyrir því að ríkis- stjórnin geti séð lengra fram á veginn en okkur grunar. Vanmetum ekki ríkisstjórnina Steinn Jónsson Stjórnmál Menn eigi ekki að van- meta ríkisstjórnina í þessu máli, segir Steinn Jónsson, heldur gera ráð fyrir því að rík- isstjórnin geti séð lengra fram á veginn en okkur grunar. Höfundur er læknir og dósent í lyf- lækningum og lungnasjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.