Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 39
ÞAÐ er til marks
um málefnafátækt
sjálfstæðismanna, að
þeir neita að viður-
kenna, að tap Orku-
veitu Reykjavíkur á
síðasta ári hafi mest
megnis stafað af geng-
istapi. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgar-
fulltrúi, sem bæði á
sæti í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur og
Landsvirkjun, heldur
því fram, að tapið stafi
af greiðslu Orkuveit-
unnar í borgarsjóð á
liðnum árum.
Nú vill svo til, að
Landsvirkjun tapaði 1.840 milljón
krónum samanborið við 530 milljóna
króna tap Orkuveitunnar. Ekki
íþyngja arðgreiðslur þó Landsvirkj-
un að neinu marki, því að Lands-
virkjun er einungis að greiða
Reykjavík
Orkuveitan,
segir Alfreð Þorsteins-
son, hefur verið
að græða 10 milljónir
króna hvern einasta
dag frá áramótum.
Reykjavíkurborg um
100 milljón krónur á
ári.
Röksemdafærsla
Vilhjálms gengur því
greinilega ekki upp.
Enda liggur fyrir nú,
að þegar þetta geng-
istap hefur gengið til
baka, að hagnaður
Orkuveitu Reykjavík-
ur þrjá fyrstu mánuði
þessa árs nemur 900
milljónum króna. Það
þýðir, að Orkuveitan
hefur verið að græða
10 milljónir króna
hvern einasta dag frá
áramótum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi ætti að ganga í smiðju til
flokksbróður síns Geirs Haarde
fjármálaráðherra og fræðast um
þessi mál og spyrja hann um við-
snúning ríkissjóðs, sem lýtur ná-
kvæmlega sömu lögmálum og Orku-
veitan hvað erlend lán varðar.
900 milljóna
króna hagnaður
Orkuveitunnar
Alfreð
Þorsteinsson
Höfundur er borgarfulltrúi og
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 39
Netsalan ehf. Garðatorgi 3, Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333,
fax 544 4211 netsalan@itn.is
Þjónustuaðili
Opið virka daga frá kl. 10–18, laugardag frá kl. 11–17 og sunnudaga kl. 13–17.
Sýning um helgina
THERE’S ONLY ONE
KNAUS sport
traveller 500
ER KOMINN
Til sýnis
um helgina
Verð aðeins
3.995.000
COMBI-
CAMP
Vinsælasti tjaldvagninn
Eigum til Grand Cherokee
til afgreiðslu í maílok
Við gætum fyllsta öryggis:
öll fellihýsi með bremsum
og CE merkingum.
Óheimilt er að afhenda
tæki sem brenna gasi án
CE merkingar, þetta á
einnig við um ísskápa í
fellihýsum.
Ný tegund af VIKING fellihýsum með miklum breytingum
Þrjár nýjar tegundir af hjólhýsum sem ekki hafa sést áður á Íslandi
KNAUS 400
T@B
KNAUS Sport & fun
SEM höfuðborg og
stærsta sveitarfélag
landsins á Reykjavík
að vera í forystu að því
er varðar þjónustu og
aðbúnað þeirra sem
hér búa. En er það
staðan og eru Reykvík-
ingar ánægðir með
þjónustuna sem borg-
aryfirvöld veita? Ef
marka má viðhorfs-
könnun, sem gerð var á
vegum Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Ís-
lands og birt er í ný-
legri bók Gunnars
Helga Kristinssonar,
Staðbundin stjórnmál,
virðist svo ekki vera.
Aðeins 48% ánægð
með þjónustuna almennt
Í umræddri könnun voru íbúar í
stærri sveitarfélögum landsins
spurðir um það hvort þeir væru
ánægðir, hlutlausir eða óánægðir
með þjónustu sveitarfélagsins al-
mennt. Í Reykjavík segjast 48% íbúa
ánægð með þjónustu borgarinnar.
Þessi niðurstaða getur ekki talist
viðunandi, enda aðeins eitt sveitarfé-
lag þar sem mældist meiri óánægja.
Í helstu nágrannasveitarfélögunum
var niðurstaðan allt önnur og sem
dæmi má nefna að 66% íbúa í Hafn-
arfirði sögðust ánægð með þjón-
ustuna almennt og 72% íbúa á Sel-
tjarnarnesi.
Aðeins 52% ánægð
með félagsmálin
Þegar íbúar voru spurðir um
ánægju með félagsþjónustuna í
þeirra sveitarfélagi kom Reykjavík
verst út af öllum þeim sveitarfélög-
um sem skoðuð voru í könnuninni.
52% aðspurðra Reyk-
víkinga sögðust ánægð
með félagsþjónustuna í
borginni. Ef litið er til
nágrannasveitarfélag-
anna kemur í ljós önn-
ur staða, því ánægja
með félagsmálin í
sveitarfélögum á borð
við Seltjarnarnes og
Hafnarfjörð er yfir
70%.
Aðeins 53% ánægð
með skólamálin
Þegar skoðuð er af-
staða íbúa til skólamála
kemur í ljós að aðeins
53% þeirra sem búa í
Reykjavík eru ánægð með stöðu
þeirra mála í Reykjavík. Þessi nið-
urstaða er alvarleg vegna þess að
skólamálin eru eitt af mikilvægustu
málum hvers sveitarfélags og það
hlýtur að vera krafa okkar sem í
borginni búum að þar fái börnin
okkar bestu fáanlegu menntun. Aft-
ur er munur á milli Reykjavíkur og
nágrannasveitarfélaganna og sem
dæmi um það má nefna að 82%
þeirra sem búa á Seltjarnarnesi
segjast ánægð með skólamálin og
88% þeirra sem búa í Garðabæ.
Aðeins 39% ánægð með
bygginga- og skipulagsmálin
Í þessari könnun Félagsvísinda-
stofnunar var að endingu spurt um
afstöðu íbúa til skipulags- og bygg-
ingamála. Þar kemur í ljós að ein-
ungis 39% íbúa í Reykjavík segjast
ánægð með það hvernig haldið er á
þessum málum í borginni. Enn á ný
er þetta hlutfall mun lægra en í
nágrannasveitarfélögum Reykja-
víkur, því í Kópavogi segist 71%
bæjarbúa ánægt með þennan mála-
flokk og 74% þeirra sem búa í Garða-
bæ.
Reykvíkingar
eiga betra skilið
Eins og ofangreindar tölur sýna
virðast borgarbúar ekki ánægðir
með grunnþjónustu borgarinnar.
Þrátt fyrir það að borgin sé stærri en
önnur sveitarfélög og það geti skap-
að ákveðna fjarlægð frá þjónustunni
sem veitt er er það ekki skýringin á
þessari óánægju. Meirihlutinn í
borginni hefur einfaldlega ekki sett
fyrsta flokks þjónustu við borgarbúa
í forgang, sem sést best á því að bið-
listar eftir þjónustu hafa aldrei verið
lengri. Það þekkja þau börn sem bíða
eftir leikskólaplássum, þeir eldri
borgarar sem bíða eftir hjúkrunar-
rýmum, þeir einstaklingar sem bíða
eftir félagslegu húsnæði og sá stóri
hópur borgarbúa sem ekki fær lóðir í
borginni. Borgarbúar eiga ekki að
sætta sig við það að njóta lakari
þjónustu en íbúar nágrannasveitar-
félaganna. Reykvíkingar eiga betra
skilið og þeir eiga skilið að Reykjavík
sé sett í fyrsta sæti á ný.
Gerum betur!
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Reykjavík
Því miður eru
borgarbúar ekki, segir
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, ánægðir
með grunnþjónustu
borgarinnar.
Höfundur er í 4. sæti á lista sjálf-
stæðismanna fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar. Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll