Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 48
KIRKJUSTARF
48 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG, laugardaginn 27. apríl,
verður haldið í safnaðarsal Hall-
grímskirkju málþing um fátækt á
Íslandi. Málþingið hefst kl. 14.30 og
stendur til kl. 16.15.
Að málþinginu standa Samtök
gegn fátækt ásamt Laugarnes-
kirkju og Hallgrímskirkju. Fulltrú-
ar frá Félagi einstæðra foreldra,
Vin, athvarfi Rauða kross Íslands
fyrir geðfatlaða, Öryrkjabandalagi
Íslands og Félagi eldri borgara
munu flytja stutt erindi og gera
grein fyrir þeim fátæktargildrum
sem við blasa frá sjónarhóli fé-
lagsmanna sinna og skjólstæðinga.
Þá munu fulltrúar þeirra þriggja
lista sem bjóða fram til borg-
arstjórnar á þessu vori lýsa stefnu
sinni og viðhorfum. Að lokum verða
almennar umræður. Fundarstjórar
verða séra Bjarni Karlsson, sókn-
arprestur í Laugarnessókn, og séra
Sigurður Pálsson, sóknarprestur í
Hallgrímssókn.
Guðsþjónusta í
Mosfellskirkju til-
einkuð minningu
Halldórs Laxness
Á MORGUN, sunnudaginn 28. apríl,
verður guðþjónusta í Mosfellskirkju
kl. 11.
Guðsþjónustan er helguð minn-
ingu Halldórs Laxness í tilefni af
því að 100 ár eru liðin frá fæðingu
hans. Dr. Gunnar Kristjánsson, pró-
fastur á Reynivöllum, flytur predik-
un en doktorsritgerð sr. Gunnars
fjallar um trúarlega þætti í Heims-
ljósi eftir skáldið. Sigrún Hjálmtýs-
dóttir syngur einsöng, Sigurður I.
Snorrason leikur á klarinett og
Kirkjukór Lágafellsóknar syngur.
Flutt verða lög við ljóð Halldórs.
Organisti er Jónas Þórir og sókn-
arpresturinn sr. Jón Þorsteinsson
þjónar fyrir altari.
Að lokum mun Þröstur Karlsson,
forseti bæjarstjórnar, leggja blóm-
sveig frá sveitungum að leiði
skáldsins.
Eftir guðsþjónustuna verður
kirkjukaffi í safnaðarheimili Lága-
fellssóknar í boði sóknarnefndar.
Sóknarprestur – sóknarnefnd.
Fimmtíu ára
fermingarbörn í
Laugarneskirkju
SUNNUDAGINN 28. apríl kl. 11
kallar Laugarneskirkja á það fólk
sem fermdist vorið eða haustið 1952
og á því fimmtíu ára ferming-
arafmæli um þessar mundir. Það er
nú orðið að árlegri hefð að halda
messu af þessu tagi, því margt
skemmtilegt er í farvatninu þegar
gamlir félagar hittast og rifja upp
liðna tíð.
Við þetta tækifæri mun ljósmynd-
arinn Eggert Þór Jónsson stilla
hópnum upp og taka hópmynd sem
hægt verður að kaupa. En þess má
geta að hópmynd frá síðasta vori er
nú til sölu hjá Miðbæjarmyndum við
Lækjartorg, og geta þau sem áhuga
hafa snúið sér þangað.
Er ástæða til að hveta sem flest
fólk til að koma og njóta þessarar
sérstöku guðsþjónustu.
Fögnum sumri í
Seltjarnarneskirkju
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA
með mikilli hátíðarstemningu verð-
ur í Seltjarnarneskirkju sunnudag-
inn 28. apríl kl. 11.
Stundin er sniðin að þörfum
barnanna með léttu og notalegu
andrúmslofti. Helga Braga og Lár-
us Páll munu leika á létta strengi í
boðun orðsins. Barnakór kirkj-
unnar undir stjórn Vieru Manasek
syngur. Öll börnin fá blöðrufígúrur
sem og andlitsmálningu. Lalli pók-
us sýnir nokkur trix og Lúðrasveit
Tónlistarskóla Seltjarnarness tekur
nokkur létt lög undir stjórn Kára
Einarssonar. Boðið verður upp á
pylsur og svala svo enginn fari
svangur heim.
Verið öll hjartanlega velkomin í
Seltjarnarneskirkju.
Vorferð barnastarfs-
ins í Hjallasókn
SUNNUDAGASKÓLASTARFIÐ í
Hjallasókn fer í sína árlegu vorferð
til marks um lok vetrarstarfsins
sunnudaginn 28. apríl. Haldið verð-
ur af stað í ævintýralega óvissuferð
að þessu sinni, farið í heimsókn á
skemmtilega staði og leikið í sól-
ríkri náttúrunni. Lagt er af stað frá
Lindaskóla kl. 11.45 á sunnudag, og
frá Hjallakirkju kl. 12. Allir eru að
sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af holdi
og blóði. Þess vegna er hægt að
fara út úr kirkjubyggingum með
helgihald og fagnaðarerindið og
mæta fólki í dagsins önn.
Í tilefni af því bjóðum við til
messu í Kolaportinu sunnudaginn
28. apríl kl. 14. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prestur predikar og þjón-
ar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur
miðborgarpresti og Sólveigu Höllu
Kristjánsdóttur guðfræðinema,
Þorvaldur Halldórsson leiðir lof-
gjörðina. Áður en Kolaportsmessan
hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Hall-
dórsson flytja þekktar dæg-
urperlur. Þá er hægt að leggja inn
fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna
í messunni. Í lok stundarinnar verð-
ur blessun með olíu.
Messan fer fram í kaffistofunni
hennar Jónu í Kolaportinu sem ber
heitið Kaffi port, þar er hægt að
kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti
og eiga gott samfélag við Guð og
menn. Það eru allir velkomnir.
Miðborgarstarf KFUM&K.
Kópamessa
KÓPAMESSA verður í Kópavogs-
kirkju sunnudaginn 28. apríl kl.
20.30. Í henni er lögð áhersla á létt-
ari tónlist en í hefðbundnum mess-
um og almenna þátttöku kirkju-
gesta, bæði í söng og öðrum þáttum
helgihaldsins. Félagar úr kór Kópa-
vogskirkju leiða safnaðarsöng og
Sigríður Stefánsdóttir aðstoðar við
útdeilingu. Undirleik annast Krist-
mundur Guðmundsson sem spilar á
trommur og Julian Hewlett sem
leikur á píanó.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Gospelfjör í
Hjallakirkju
SANNKALLAÐ gospelfjör verður í
Hjallakirkju, Kópavogi á sunnu-
dagskvöld 28. apríl.
Gospelkór Reykjavíkur kemur í
heimsókn í kirkjunnar og syngur
og leiðir söng við undirleik Óskars
Einarssonar píanóleikara, og Jó-
hanns Ásmundssonar bassaleikara.
Kórinn hefur farið víða og sungið
og hvarvetna hlotið góðar viðtökur.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
leiðir stundina sem hefst kl. 20.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Æðruleysismessa
í Akureyrarkirkju
ÆÐRULEYSISMESSUR hafa unn-
ið sér fastan sess í helgihaldi Ak-
ureyrarkirkju undanfarin ár en sr.
Málþing
um fátækt
Morgunblaðið/Jim Smart
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
FRÉTTIR
I.O.O.F. 7 183427 H.F.*
Sunnudagur 28. apríl, Hafn-
arfjall Gengið verður á Hafnar-
fjall og er það um 4½—5 tíma
ganga. Verð kr. 1.800/2.100. Far-
arstjóri Sigurður Kristjánsson.
Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með
viðkomu í Mörkinni 6.
Miðvikudagur 1. maí — Önn-
ur afmælisganga FÍ — Gengið
um Hengilssvæðið. Fararstjóri
Eiríkur Þormóðsson. Verð kr.
1.500/1.800. Brottför frá BSÍ kl.
10.30 með viðkomu í Mörkinni 6.
28. apríl
Skemmtileg dagsferð um Reyni-
vallaháls að Fossá í Hvalfirði.
Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð
kr. 1.500 fyrir félaga/1.700 fyrir
aðra.
Fararstj. Hallgrímur Kristinsson.
1. maí
Helgafell sunnan Hafnarfjarðar
(Útivistarræktin).
Brottför á eigin bílum kl. 18:30
frá skrifstofu Útivistar.
Ekkert þátttökugjald.
5. maí
Reykjavegur — Þorbjarnarfell —
Méltunnuklif (R-2).
Önnur ferð af átta um Reykja-
veginn. Nú verður gengið Þor-
bjarnarfell — Méltunnuklif.
Farið frá BSÍ kl. 10:30.
Verð kr. 1.500 fyrir félaga, en kr.
1.700 fyrir aðra.
5.maí
Skemmtileg ganga um Skóg-
fellaveg.
Brottför frá BSÍ kl. 10:30.
6.maí
Myndakvöld mánudagskvöldið
6. maí kl. 20:00 í Húnabúð, Skeif-
unni 11. Skúli Sveinsson sýnir
myndir frá Borgarfirði eystra um
Víknaslóðir o.fl.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
mbl.is
ATVINNA
VATNAÍÞRÓTTIR og flest það sem
viðkemur sjó og vatni verður til
sýnis á sýningunni Vatnaveröld
sem haldin verður í Vetrargarði í
Smáralind um helgina.
Sýningin er á vegum Siglinga-
sambands Íslands og munu sigl-
ingafélögin ásamt Kajakklúbbnum
taka þátt í henni en auk þess verða
Snarfari og Sportkafarafélagið
með kynningu á sinni starfsemi.
Nokkur fyrirtæki sem tengjast
íþróttinni munu einnig sýna þar
vörur sínar og þjónustu. Sýningin
stendur dagana 27. og 28. apríl eða
í dag og á morgun.
Morgunblaðið/Jim Smart
Vatnaveröld
í Vetrargarði
Rangt letur
Í minningargrein Þuríðar Kristín-
ar Halldórsdóttur um Torfa Óldal
Sigurjónsson í Morgunblaðinu 16.
apríl síðastliðinn var vitnað í 23.
Davíðssálm og átti sá kafli að vera
með ljóðaletri en vegna mistaka við
vinnslu greinarinnar fórst það fyrir.
Þannig er tilvitnunin rétt:
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Hlutaðeigendur eru beðnir afsök-
unar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Á FJÓRÐU áskriftartónleikum
Tónlistarfélags Ísafjarðar, sem eru í
Hömrum í dag kl. 17 koma fram Þór-
unn Ósk Marinósdóttir víóluleikari
og Kristinn Örn Kristinsson píanó-
leikari og leika verk eftir Schumann,
Sjostakovitsj, Bruch og Hindemith.
Þórunn Ósk hefur komið fram sem
einleikari bæði hér heima og erlend-
is en þó fyrst og fremst starfað með
ýmsum kammermúsíkhópum. Hún
hefur verið fastráðin í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og leikið með
Kammersveit Reykjavíkur en með
þeirri síðarnefndu hefur hún einnig
komið fram sem einleikari í víólu-
konsert Hafliða Hallgrímssonar.
Kristinn Örn hefur komið víða
fram á tónleikum með ýmsum hljóð-
færaleikurum og söngvurum og leik-
ið inn á hljómdiska. Hann hlaut
starfslaun listamanna 1996 og starf-
ar nú sem verkefnisstjóri fyrir stjórn
Tónskóla Þjóðkirkjunnar og skrif-
stofu söngmálastjóra.
Tónlistarfélagið býður ellilífeyris-
þegum frítt á þessa tónleika.
Kammertón-
leikar á Ísafirði
Á HÓTEL Sögu, Súlnasal, verður
listmunauppboð Gallerís Foldar, á
morgun,sunnudag, kl. 19. Þar
verða í boði um 160 verk af ýmsum
toga og mun þetta vera stærsta list-
munauppboðið sem haldið hefur
verið hér á landi til þessa. M.a.
verður í boði fjöldi verka gömlu
meistaranna. Verkunum er skipt í
fjóra flokka: þrykk, prent og ljós-
myndir. Vatnslitamyndir, past-
elmyndir og önnur verk unnin á
pappír. Skúlptúrar og önnur þrívíð
verk og olíu- og akrylverk.
Uppboðsverkin verða til sýnis í
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14–16, í
dag kl. 10–17 og á morgun kl. 12–
17.
Heimasíða Gallerís Foldar er á
slóðinni www.myndlist.is.
Eitt verkanna sem verður á uppboðinu er eftir Ásgrím Jónsson.
160 verk á list-
munauppboði