Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 53
ÁTTHAGAFÉLAG Sandara stend-
ur fyrir kynningu á þjóðgarðinum
Snæfellsjökli í Litlu-Brekku (hús á
bak við veitingahúsið Lækjar-
brekku í Bankastræti 2), sunnudag-
inn 28. apríl kl. Heiðursgestir verða
Kristján Þorkelsson og Sigríður
Markúsdóttir. Ræðumaður verður
Finnur Guðsteinsson. Dagskráin
hefst með stuttum aðalfundi félags-
ins og síðan tekur við kynning á
þjóðgarðinum og um hana sjá Guð-
björg Gunnarsdóttir þjóðgarðs-
vörður og Skúli Alexandersson hót-
el- og ferðamálastjóri á Hellissandi.
Einnig verður kynnt árshátíð
Átthagafélagsins sem verður hald-
in 4. maí og ferð félagsins á fornar
slóðir helgina 12. – 14. júlí í sumar.
En þá ætla burtfluttir Sandarar að
fylkja liði vestur og halda þar hátíð
með frændum okkar og vinum á
Hellissandi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Kynning á
þjóðgarðinum
Snæfellsjökli
AÐALFUNDUR Heilsuhringsins
verður haldinn í Norræna húsinu í
dag, laugardaginn 27. apríl, kl. 13.
Að loknum aðalfundarstörfum kl.
14 verða flutt þrjú erindi: Gunnar
Eyjólfsson, leikari, um lífsleikni,
Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringar-
þerapisti ræðir um samstillta horm-
óna með réttu mataræði og Ævar Jó-
hannesson ræðir um hvað náttúru-
legt prógesteron er.
Tímaritið Heilsuhringurinn kem-
ur út tvisvar á ári, vor og haust. Þar
er leitast við að miðla fræðslu um
heildrænar leiðir til að viðhalda heil-
brigði og benda á áhugaverðar nýj-
ungar á sviði lækninga, segir í frétta-
tilkynningu.
Aðalfundur
Heilsuhringsins
UNIFEM á Íslandi heldur aðalfund
mánudaginn 29. apríl kl. 19.30 á
Laugavegi 7, 3. hæð.
Fyrri hluta fundarins verða hefð-
bundin aðalfundarstörf, en að honum
loknum um kl. 20:30 heldur Jónína
Einarsdóttir doktor í mannfræði er-
indi um hvernig þróunaraðstoð komi
að bestum notum. Einnig mun hún
segja frá starfi sínu með Papel-kon-
um í Gíneu-Bissá.
UNIFEM er þróunarsjóður á veg-
um Sameinuðu þjóðanna. Markmið
félagsins er þríþætt; að styrkja fjár-
hagslega stöðu kvenna, hvetja konur
til forystustarfa og stjórnunar og
berjast fyrir almennum mannrétt-
indum konum til handa.
Fundurinn er öllum opinn, segir í
fréttatilkynningu.
Aðalfundur
UNIFEM
SÍÐASTLIÐIÐ sumar var haldið í
tengslum við Evrópska tungumála-
árið námskeið í frönsku og íslensku
með áherslu á matarmenningu
beggja landa. Námskeiðið var haldið
á frönsku eyjunni île d’Oléron.
Valfríður Gísladóttir frönsku-
kennari, Ragnar Wessman mat-
reiðslumeistari og Inga Karlsdóttir
íslenskukennari, öll starfandi við
Menntaskólann í Kópavogi, ætla að
endurtaka námskeiðið í sumar með
áherslu á vettvangskennslu þar sem
nemendur takast á við verkefni, fara
í námstengdar skoðunarferðir og
kitla bragðlaukana um leið en hér-
aðið er til dæmis þekkt fyrir sjáv-
arsælgæti, segir í fréttatilkynningu.
Frönskunám
í Frakklandi
FYRIRLESTUR um loftslagsbreyt-
ingar verður haldinn í Lögbergi,
stofu 101, Háskóla Íslands, mánudag-
inn 29. apríl. kl. 16. Eru tengsl milli
breytinga á loftslagi og aukins styrks
gróðurhúsalofttegunda í andrúms-
lofti? Ef sú er raunin er hægt að
draga úr þessum breytingum? Þetta
eru spurningar sem dr. Rolf Skrinde
mun fjalla um á fyrirlestri sínum.
Rolfe Skrinde er prófessor í um-
hverfisverkfræði við Seattle-háskóla
í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað
við rannsóknir, kennslu og ráðgjöf í
umhverfis- og orkumálum í meira en
40 ár. Hann dvelur nú á Íslandi sem
Fulbright-styrkþegi við Háskóla Ís-
lands.
Fyrirlesturinn er á vegum Um-
hverfisstofnunar HÍ og verkfræði-
deildar, umhverfis- og byggingar-
fræðiskorar. Aðgangur er ókeypis og
öllum opinn, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur
um loftslags-
breytingar
NEMENDASÝNING Dansskóla
Jóns Péturs og Köru verður haldin í
Broadway á Hótel Íslandi sunnudag-
inn 28. apríl.
Þar munu allir nemendur í barna-
og unglingahópum skólans ásamt
nokkrum fullorðinshópum koma
fram með sýnishorn af því sem þeir
hafa lært í vetur. Meðal þeirra sem
koma fram á sýningunni eru marg-
faldir Íslandsmeistarar og núver-
andi Norðurlandameistarar í dansi.
Húsið verður opnað kl. 12 og hefst
sýningin kl.13.
Miðar á sýninguna og keppnina
verða seldir á Hótel Íslandi 28. apríl
og hefst miðasala kl. 12. Frítt er fyrir
11 ára og yngri en aðgangseyrir fyrir
12 ára og eldri er 500 kr., segir í
fréttatilkynningu.
Dansskóli
Jóns Péturs og Köru
Nemendasýning
FERÐAFÉLAG Íslands stendur
fyrir göngu á Hafnarfjall við Borg-
arfjörð sunnudaginn 28. apríl.
Þetta er um 4 tíma ganga og
gönguhækkun er um 740 m. Fjallið
er rofleif úr jaðri megineldstöðvar
sem talin er um fjögurra milljóna ára
gömul. Útsýni af fjallinu er mikið,
allt Snæfellsnes, yfir Faxaflóann og
langt eftir Norðurlandi og vestan-
verðu miðhálendinu.
Ferðin kostar kr. 1.800 fyrir fé-
lagsmenn en kr. 2.100 fyrir aðra.
Fararstjóri verður Sigurður Krist-
jánsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30
með viðkomu í Mörkinni 6, segir í
fréttatilkynningu.
Gengið á
Hafnarfjall
FRAMBOÐSLISTI Framsóknar-
flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingar á Siglufirði 25. maí var sam-
þykktur á fundi trúnaðarráðs 17.
apríl sl.
Listann skipa: 1. Skarphéðinn
Guðmundsson kennari, 2. Guðrún Ó
Pálsdóttir bankamaður, 3. Kristinn
Bogi Antonsson fiskeldisfræðingur,
4. Þorgeir Bjarnason málarameist-
ari, 5. Ásdís Magnúsdóttir skrif-
stofumaður, 6. Rósa Jónsdóttir
stuðningsfulltrúi, 7. Margrét Gunn-
arsdóttir starfsmaður íþróttahúss, 8.
Herdís Erlendsdóttir bóndi, 9. Þor-
steinn B.Bjarnason hjúkrunarfræð-
ingur, 10. Freyr Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri, 11. Sigríður Björns-
dóttir húsmóðir, 12. Adolf Árnason
lögregluþjónn, 13. Kristín Bogadótt-
ir skrifstofumaður, 14. Þorsteinn
Sveinsson verkamaður, 15. Aðal-
björg Þórðardóttir starfsmaður heil-
brigðisstofnunar, 16. Sveinn H.
Zophaníasson verktaki, 17. Þóranna
Óskarsdóttir leiðbeinandi og 18.
Sverrir Sveinsson veitustjóri.
Listi Framsóknar-
flokksins
á Siglufirði
MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði á
vegum Rannsóknarstofnunar í
hjúkrunarfræði verður haldin mánu-
daginn 29. apríl , kl. 12.15 í stofu 6 á
1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34.
Erla Kolbrún Svavarsdóttir dós-
ent flytur fyrirlesturinn: Þróun
hjúkrunarmeðferðar fyrir fjölskyld-
ur barna- og unglinga með krabba-
mein. Tilgangur rannsóknarinnar
var að meta umönnunarálag for-
eldra, almenna líðan þeirra og skynj-
un foreldranna á heilbrigðisástandi
barnsins á þremur tímapunktum yfir
eins og hálfs árs tímabil, segir í
fréttatilkynningu.
Málstofan er öllum opin.
Málstofa í
hjúkrunarfræði
LANDSKEPPNI framhaldsskóla-
nemenda í efnafræði árið 2001–
2002 lauk helgina 6. og 7. apríl. Í
forkeppninni 6. nóvember síðastlið-
inn kepptu samtals 116 nemendur
frá ellefu skólum um land allt.
Í úrslitakeppnina voru svo boð-
aðir efstu 24 nemendurnir úr for-
keppninni. Keppnin fór fram í
framhaldsskólunum laugardaginn
9. mars. Að teknu tilliti til árangurs
og aldurs voru valdir efstu ellefu
keppendur af þessum 24 sem síðan
þreyttu keppni í verklegri efna-
fræði. Sú keppni fór fram í Háskóla
Íslands dagana 6. og 7. apríl. Að
lokinni keppninni voru valdir fjórir
nemendur í keppnislið Íslands, sem
tekur þátt í 34. Ólympíuleikunum í
efnafræði sem fram fara í Hollandi
dagana 5.–14. júlí nú í ár.
Efstu nemendur í úrslitakeppn-
inni voru sem hér segir: 1. Erlendur
Jónsson frá Menntaskólanum í
Kópavogi, 2. Kristján Alexanders-
son frá Menntaskólanum á Akur-
eyri, 3. Helga Dögg Flosadóttir frá
Menntaskólanum í Reykjavík, 4.
Gunnar Þorgilsson frá Mennta-
skólanum á Akureyri, 5. Lydía Ósk
Ómarsdóttir frá Menntaskólanum í
Reykjavík, 6. Húni Sighvatsson frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Vegna þátttöku Kristjáns Alex-
anderssonar og Gunnars Þorgils-
sonar í eðlisfræðikeppninni í Indó-
nesíu í sumar munu þau Lydía Ósk
Ómarsdóttir og Húni Sighvatsson
ásamt þeim Erlendi Jónssyni og
Helgu Dögg Flosadóttur keppa fyr-
ir Íslands hönd á Ólympíuleikunum
í efnafræði. Nemendurnir munu fá
þjálfun við Háskóla Íslands um
hálfs mánaðar skeið fyrir keppnina
í Hollandi.
Efnafræðifélag Íslands og Félag
raungreinakennara hafa skipulagt
landskeppnina í efnafræði, sem
fram fór í fyrsta sinn síðastliðið
haust. Markmið keppninnar er að
efla áhuga framhaldsskólanema á
raungreinum. Nokkrir kennarar
við Háskóla Íslands sömdu verk-
efnin og fóru yfir úrlausnirnar
ásamt nefndarmönnum í Ólympíu-
nefnd Íslands í efnafræði.
Aðalstyrktaraðili keppninnar er
menntamálaráðuneytið og greiðir
það allan fararkostnað á Ólympíu-
leikana.
Aðrir styrktaraðilar eru Íslensk
erfðagreining hf., Tandur hf.,
Ensímtækni ehf., Sementsverk-
smiðjan hf. og Mál og menning, sem
gaf bækur til verðlaunahafa, segir í
fréttatilkynningu.
Þátttakendur í úrslitakeppninni undirbúa verklega hluta keppninnar.
Landskeppni í efnafræði
ÍSLANDSMÓTIÐ í kjokpa (brot)
fer fram í dag, laugardaginn 27. apr-
íl, kl. 13-14.30 í Engjaskóla, Grafar-
vogi. Keppendur munu koma til með
að brjóta spýtur, steina og fleira.
Keppt verður í nokkrum beltaflokk-
um. Kl. 12 fer fram Íslandsmót í
púmse (form) þar sem keppendur
gera eitt form til stiga. Sú keppni
gengur mjög hratt fyrir sig og ætti
að klárast á 40-50 mínútum, segir í
fréttatilkynningu.
Íslandsmót
í brotum
ÓHÁÐ framboð á Seyðisfirði. Þinn
flokkur, Þ-listinn á Seyðisfirði, hélt
félagsfund sunnudaginn 21. apríl,
þar sem tillaga að framboðslista fyr-
ir komandi kosningar til bæjar-
stjórnar var samþykkt. Jón Þór Ey-
þórsson, viðskiptalögfræðingur,
skipar efsta sæti Þ-listans á Seyð-
isfirði. Jón Þór er jafnframt bæjar-
stjóraefni framboðsins.
Framboðslisti Þ-listans vegna
bæjarstjórnarkosninga á Seyðisfirði
er sem hér segir: 1. Jón Þór Eyþórs-
son viðskiptalögfræðingur, 2. Þor-
geir Sigurðsson verktaki, 3. Sigurjón
Guðmundsson lögregluþjónn, 4.
Kristinn Valdimarsson öryrki, 5.
Hallgrímur Jónsson frumkvöðull og
nýherji, 6. Haraldur Sigmarsson út-
gerðarmaður, 7. Halldóra Eiríks-
dóttir matreiðslukona, 8. Stefán Ó.
Sigurðsson verkamaður, 9. Sigurður
S. Stefánsson framhaldsskólanemi,
10. Lilja Björk Birgisdóttir húsmóð-
ir 11. Sigurbergur Sigurðsson verk-
taki og 12. Eyþór Þórisson hótel-
stjóri.
Þ-listinn á
Seyðisfirði
BIRTUR hefur verið Ó-listi, listi
óháðra, í nýju sameinuðu sveitarfé-
lagi í vesturhluta Rangárvallasýslu,
en í sveitarstjórnarkosningunum í
vor verður í fyrsta sinn kosið eftir
sameiningu þriggja hreppa, þ.e.
Rangárvallahrepps, Djúpárhrepps
og Holta- og Landsveitar, en samein-
ingin tekur gildi eftir kosningar.
Listinn er þannig skipaður: 1.
Heimir Hafsteinsson oddviti, Djúp-
árhreppi, 2. Elísabet S. Jóhannsdótt-
ir kennari, Holta- og Landsveit, 3.
Eggert V. Guðmundsson verkstjóri,
Rangárvallahreppi, 4. Þröstur Sig-
urðsson framkvstjóri, Rangárvalla-
hreppi, 5. Margrét Eggertsdóttir
bóndi, Holta- og Landsveit, 6. Þor-
björg Atladóttir ferðaþjbóndi, Rang-
árvallahreppi, 7. Halldóra Gunnars-
dóttir verslunarstjóri, Djúpárhreppi,
8. Gunnar Guttormsson kúabóndi,
Holta- og Landsveit, 9. Gísli Stefáns-
son kjötiðnaðarmaður, Rangárvalla-
hreppi, 10. Guðný R. Tómasdóttir
skrifstofumaður, Rangárvallahreppi,
11. Anna L. Torfadóttir leikskóla-
stjóri, Djúpárhreppi, 12. Gestur
Ágústsson skólabílstjóri, Djúpár-
hreppi, 13. Ólafur Andrésson bóndi,
Holta- og Landsveit, 14. Jón Jónsson
bifvélavirki, Rangárvallahreppi, 15.
Ómar Diðriksson rakari, Djúpár-
hreppi, 16. Sigurjón Helgason nemi,
Holta- og Landsveit, 17. Steindór
Tómasson verkamaður, Rangárvalla-
hreppi, 18. Sigrún Haraldsdóttir
matráðskona, Holta- og Landsveit.
Óháð framboð
í vesturhluta
Rangárþings
Hellu. Morgunblaðið.