Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 57

Morgunblaðið - 27.04.2002, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 57 forsala hafin heimsfrumsýnd 3. maí Munið gömlu dansana í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg í kvöld kl. 21.30 Félag harmonikuunnenda Hljómsveitir Ingvars Hólmgeirssonar og Þorsteins Þorsteinssonar ásamt Villa Guðmunds leika fyrir dansi. Mætum öll – tökum með okkur gesti. Á DÖGUNUM varð stórviðburður í skátastarfi á Íslandi þegar DS- gangan fór fram á Hellisheiði. Um er að ræða póstakeppni sem er að forminu til eins og risastór ratleikur með erfiðum verkefnum á hverjum pósti og keppast liðin við að safna stigum sem þau hljóta fyrir úrlausn verkefna, samstarf, skátaanda, ferðamennsku og fleira. Póstunum var dreift um alla Hellisheiði, allt frá Hveradölum yfir í Reykjadal og að Kömbunum og var því mikið verk fyrir metnaðarfulla dróttskátana að gera ferðaáætlun sem gerði þeim kleift að leysa sem flesta pósta á þeim 30 klukkustund- um sem þeir höfðu úr að moða. Sjö lið mættu til keppni, DS Astmi frá Hraunbúum í Hafnarfirði, Team CCR úr ungliðum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, Cinquecento úr Landnemum í Reykjavík og Vífli í Garðabæ, Beygla frá Kópum í Kópa- vogi, Team SAAB frá Klakki á Ak- ureyri og Þjarkur og Litla gula hæn- an frá Hamri í Reykjavík. Liðin mættu í skálann Dalakot á föstudagskvöldinu og þar mætti þeim fyrsta verkefnið, en það fól í sér að staðsetja alla póstana og semja ítarlega leiðarlýsingu sem þau áttu að fylgja yfir helgina. Stóð það verk fram á nótt og því voru fæstir úthvíldir þegar hin eiginlega keppni hófst kl. 6 á laugardagsmorgni. Í rigningu eða slyddu, ákaflega blautu færi og svartaþoku örkuðu liðin milli póstanna frá dagrenningu og fram yfir kvöldmatarleytið. Fyrir flesta var það alveg ný reynsla að ganga í óbyggðum með nokkurra metra skyggni og ekkert haldbært nema punkta á korti, áttavita og hugsanlega GPS staðsetningartæki. Fæstir höfðu heldur nokkurn tím- ann gengið jafn langt á svo stuttum tíma og ekki var færið heppilegt til göngu, hvorki á skíðum né tveimur jafnfljótum. Það voru því örþreyttir, blautir og svangir skátar sem mættu í skálana Þrymheim á Hengils- svæðinu og í skála Orkuveitunnar í Reykjadal um kvöldið. Stemmningin var þó góð og menn í keppnisskapi enda gangan ekki nema rúmlega hálfnuð. Mestu keppnismennirnir drifu sig á fætur fyrir allar aldir og héldu keppninni áfram en aðrir dekruðu við sig og slepptu nokkrum póstum til að njóta lífsins eilítið leng- ur í skálanum. Öllum var þó stefnt aftur í Dalakot á hádegi og áttu allir hópar að vera mættir þangað fyrir kl. 2. Flestum hópum seinkaði miðað við áætlaða tíma en allir skiluðu sér þó að lokum í markið og var þá haf- ist handa við að reikna út árangur liðanna. Upp úr kafinu kom að liðið Beygla hafði náð besta heildar- árangrinum í keppninni og hlaut að launum glæsilegar Cintamani Har- aldur flíspeysur í boði Sportís ehf. auk þess sem Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur gaf sigurlið- inu árskort í skíðalönd Reykvíkinga næsta vetur. Bandalag íslenskra skáta veitti sigurliðinu einnig að gjöf hina veglegu bók Skátahandbókina. Sérstök aukaverðlaun, útsýnisflug í boði Flugskóla Íslands, hlaut Ak- ureyrarliðið Team SAAB fyrir frá- bæran árangur þrátt fyrir að þekkja ekkert til staðhátta á Hellisheiði. Einnig hlaut lið Cinquecento sérstök aukaverðlaun, þriggja mánaða klif- urkort frá Klifurhúsinu, fyrir besta keppnisandann og ánægjuleg sam- skipti við keppnisstjórn. Aðstandendur keppninnar eru þakklátir nokkrum aðilum sem hjálpuðu til við að koma keppninni í framkvæmd. Hjálparsveit skáta í Reykjavík, Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveit Hafn- arfjarðar lögðu til björgunarbif- reiðar og aðstoðarfólk og Björg- unarsveitin Suðurnes lagði til tvo vélsleða auk mannskaps við keppn- ina. Eiga þessar sveitir miklar þakk- ir skildar fyrir liðlegheit og sam- starfsvilja. Göngugarparnir í Team CCR létu sig ekki muna um að stilla sér upp fyrir fram- an snjólistaverkið sitt. Litla- Skarðsmýrarfjall í baksýn. Knár Akureyringur í Team SAAB veður Hengladals- ána upp á miðja kálfa.Skátar í erfiðum ratleik á Hellisheiði Keppendur og hjálparsveitarfólk við Dalakot að keppni lokinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.