Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Skeifan 17 • Sími 550 4000 • www.atv.is Morgunblaðið/Þorkell Barist í flúðunum ÞESSI kappi lét ekki hvítfyssandi strauma slá sig út af laginu í flúða- fimi Kajakklúbbsins, sem fram fór í Elliðaánum í gær. Þetta er í þriðja sinn sem klúbburinn stendur fyrir slíkri keppni í rafveitustrengnum fyrir neðan Elliðaárrafstöð Orku- veitu Reykjavíkur. Keppnin fer ávallt fram síðasta föstudag í apríl því 1. maí ár hvert er slökkt á Elliðaárstöð fyrir sumarið og þá styttist í að laxveiðimenn fari að sjást, kappklæddir í vöðlum og veiðivesti, úti í miðri á. ÍSLENSK stúlka sem yfirhershöfðingi kólumbíska stjórnar- hersins, Fernando Tapias, bendlaði við Írska lýðveldisher- inn (IRA) í vitnis- burði fyrir þingnefnd í Washington á mið- vikudag, kveðst enga hugmynd hafa um hvernig nafn hennar getur hafa blandast í umræðu um alþjóð- leg hryðjuverkasam- tök. Hún segist helst telja að í Kólumbíu hafi menn ruglað saman Íslandi og Ír- landi þegar hún var þar á ferð í fyrrasumar. Ferðuðust um yfirráðasvæði FARC-skæruliða Bresk blöð greindu frá því á fimmtudag að Margrét Ósk Steindórsdóttir hefði verið með- al sjö einstaklinga sem Tapias nafngreindi sem meinta liðs- menn IRA fyrir þingnefndinni bandarísku. Sagði í fréttum The Independent og The Guardian að Tapias hefði sagt að sjömenn- ingarnir hefðu veitt FARC- skæruliðahreyfingunni í Kól- umbíu aðstoð, m.a. þjálfað liðs- menn hennar í meðferð sprengi- efna. Þrír mannanna voru hand- teknir í fyrra og bíða enn dóms í Kólumbíu en í máli Tapias kom fram að fjórum til viðbótar hefði verið sleppt vegna skorts á sönnunargögnum, þ.á m. Margréti Ósk. Margrét kom af fjöllum þegar Morg- unblaðið náði sam- bandi við hana í gær en hún er stödd í Sydney í Ástralíu. Hún segist ekki hafa verið í slagtogi með neinum Írum er hún var á ferða- lagi um Kólumbíu heldur með dönsk- um unnusta sínum og tveimur Frökk- um. Voru þau yfirheyrð af kól- umbíska stjórnarhernum eftir að þau höfðu ferðast um svæði, sem laut yfirráðum FARC-manna, enda fannst þeim grunsamlegt að þau hefðu farið um svæðið án þess að verða meint af. Segir Margrét Ósk að þeim hafi hins vegar verið sleppt. Ef til vill hafi gögn hennar síðan lent í röngum bunka í höfuð- stöðvum kólumbíska hersins. „Það er allavega ekki um það að ræða að ég tengist einhverju svona,“ sagði Margrét Ósk. Hún segist munu leita til bandarísks sendiráðs til að reyna að leiðrétta misskilning- inn. Telur að menn rugli saman Ír- landi og Íslandi Bendluð við IRA á Bandaríkjaþingi Margrét Ósk Stein- dórsdóttir  Þóttu grunsamleg/4 ÓSKAR Jósefsson, forstjóri Lands- símans, segir að ekki hafi verið rætt um að draga til baka uppsagnir átta starfsmanna Landssímans á Akur- eyri sem sagt var upp störfum í síð- ustu viku. Hann segir Símann hafa hug á að skoða hvaða leiðir séu fær- ar til að nýta þá starfsaðstöðu sem fyrirtækið á og skapa ný störf á Ak- ureyri sem geti skilað fyrirtækinu og Norðlendingum árangri og arð- semi. Óskar var á Akureyri í gær og átti m.a. fund með Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra vegna þeirr- ar hörðu gagnrýni sem fram hefur komið á uppsagnir starfsfólksins. Haft var eftir bæjarstjóra í Morg- unblaðinu í gær að bærinn hygðist endurskoða og jafnvel segja upp viðskiptum sínum við Símann í kjöl- far uppsagnanna. Að sögn Óskars fóru þeir yfir málið án þess að ákveðin niðurstaða yrði af fundinum. ,,Við áttum ágætis fund, fórum yfir stöðuna og þá gagnrýni sem sett hefur verið fram og yfir stöðuna í okkar viðskiptum og áframhaldandi samstarfi,“ sagði Kristján eftir fundinn í gærkvöldi. ,,Ég hef fulla trú á að Síminn muni bregðast við þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig,“ sagði bæj- arstjóri, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um viðræðurnar. Á hins vegar að gera þetta eins manneskjulega og hægt er Spurður um þá hörðu gagnrýni sem fram hefur komið á uppsagnir starfsmannanna og hvernig staðið var að þeim sagði Óskar að slík mál væru alltaf mjög viðkvæm, sérstak- lega úti á landsbyggðinni og því væri ósköp eðlilegt að menn brygð- ust við. Spurður hvort hann gæti fallist á að ranglega hefði verið að uppsögn- unum staðið svaraði Óskar því neit- andi. ,,Þetta er ferli sem alltaf er mjög viðkvæmt og sjálfsagt finnst öllum sem verða fyrir því að það hefði mátt gera öðruvísi og það er vissulega alltaf ástæða til þess að vera opinn fyrir gagnrýni og velta því fyrir sér hvort það hefði mátt geta hlutina öðruvísi. En það er nú ekki til nein ein góð uppskrift að því og þetta verður aldrei gert þannig að því verði tekið með neinum fagn- aðarlátum. Það á hins vegar nátt- úrlega að gera þetta eins mann- eskjulega og hægt er,“ sagði Óskar. Hann segir nú unnið að því að skoða framtíðarfyrirkomulag fyrir- tækisins og staðsetningu starfsþátta og það þjóni hagsmunum lands- byggðarinnar best að þar sé um starfsþætti að ræða sem standist hagræna skoðun. Hagsmunir Sím- ans og Akureyringa fari saman á mörgum sviðum og ekki standi ann- að til en að sú starfsaðstaða sem fyrirtækið á á Akureyri verði nýtt áfram. Skoða leiðir til að skapa ný störf Forstjóri Símans átti fund með bæjarstjóra Akureyrar vegna gagnrýni á uppsagnir SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir að ekkert verði gefið eftir til að uppræta eiturlyfja- vandann og þó að rætt hafi verið um að koma á fót miðstöð fyrir neyt- endur morfínskyldra lyfja þýði það ekki uppgjöf í baráttunni gegn eit- urlyfjum, því eiturlyf eigi ekki heima í samfélaginu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tekur í sama streng og segir að tilslakanir komi ekki til greina. Níundu borgarstjóraráðstefnu Samtaka evrópskra borga gegn eit- urlyfjum lauk á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Í ræðu dómsmála- ráðherra á ráðstefnunni í gær kom m.a. fram að þegar eiturlyf væru annars vegar væri um alþjóðlegt vandamál að ræða og því væri al- þjóðleg samvinna nauðsynleg til að vinna á vandanum. Sólveig Pétursdóttir sagði að að- gerðir íslenskra stjórnvalda í bar- áttunni gegn eiturlyfjum hefðu bor- ið árangur en koma þyrfti í veg fyrir eiturlyfjaneyslu í fangelsum og mik- ilvægt væri að beina eiturlyfjaneyt- endum á rétta braut á ný með markvissri endurhæfingu og nauð- synlegri aðstoð. Hún sagði að margir gagnrýndu stöðuna og segðu baráttuna tapaða en hún benti á að gagnrýnin ætti ekki rétt á sér. Í því sambandi spurði hún hver staðan væri ef eit- urlyfjum hefði verið leyft að flæða eftirlitslaust inn í landið, ef ekkert hefði verið gert til að vara fólk við hættum samfara eiturlyfjaneyslu, ef uppbygging lögreglu, tollgæslu og fleiri starfsstétta hefði ekki átt sér stað og ef ekkert hefði verið gert í sambandi við meðferðarstofnanir. Ógn við grundvallar- mannréttindi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var á sama máli og sagði að framleiðend- ur eiturlyfja, burðardýr og sölu- menn dauðans sem og þeir sem vildu lögleiða eiturlyf væru ógn við grundvallarmannréttindi sem væri frelsi frá eiturlyfjum. Gegn þeim þyrfti að berjast með samstilltu átaki og treysta mætti á Reykjavík í þeirri herferð. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra Ekkert gefið eft- ir í baráttu gegn eiturlyfjum  Engin uppgjöf/32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.