Morgunblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KJARANEFND hefur úrskurðað
að greiða skuli heilsugæslulæknum
fyrir útgáfu læknisvottorða sam-
kvæmt gjaldskrá sem nefndin hefur
birt. Hefur kjaranefnd þar með snú-
ið við fyrri úrskurði sem nefndin
kvað upp 13. mars sl. um að öll vinna
heilsugæslulækna við útgáfu lækn-
isvottorða teldist hluti af aðalstarfi
þeirra og þeim væri því ekki heimilt
að taka sérstaka þóknun fyrir útgáfu
þeirra.
Fulltrúar í kjararáði og
viðræðunefnd segja af sér
Heilsugæslulæknar eru afar
óánægðir með þennan úrskurð, að
sögn Þóris B. Kolbeinssonar, for-
manns Félags íslenskra heimilis-
lækna. Stjórn félagsins fór yfir úr-
skurð kjaranefndar í gærkvöld. Allir
fulltrúar í kjararáði og viðræðu-
nefnd félagsins við kjaranefnd hafa
sagt af sér vegna óánægju með nið-
urstöður mála, að sögn Þóris en þeir
eru Ágúst Oddsson, formaður Fé-
lags íslenskra landsbyggðarlækna,
Haraldur Ó. Tómasson, formaður
kjararáðs FÍH, og Jón Steinar Jóns-
son læknir í Kópavogi. ,,Þeir telja að
þeirra sjónarmið og vinna sem þeir
hafa lagt í þetta hafi ekki skilað sér
og segja því bara upp störfum,“ seg-
ir Þórir.
Forsendur í fyrri úrskurði
bornar undir dómstóla
,,Við erum búnir að kæra forsend-
ur úrskurðarins frá 13. mars,“ segir
Þórir. ,,Búið er að dómtaka það mál
og fær það flýtimeðferð. Má vænta
þess að niðurstaða liggi fyrir síðari
hluta júní. Ef okkur tekst að
hnekkja málinu þá hryndi þessi úr-
skurður,“ segir hann.
Þórir segir nýjan úrskurð kjara-
nefndar þó staðfesta að heilsugæslu-
læknar eigi rétt á greiðslu fyrir út-
gáfu vottorða. Aðspurður segir hann
lækna telja að þær upphæðir sem
kjaranefnd ákveður að greiða skuli
læknum fyrir útgáfu einstakra vott-
orða séu almennt lægri en þeir fengu
áður greitt fyrir útgáfu vottorða.
Kjaranefnd virðist því ekki hafa tek-
ist uppfylla þau tilmæli sem heil-
brigðisráðherra hafi beint til nefnd-
arinnar að tryggja að læknar yrðu
ekki fyrir kjaraskerðingu.
Meiri tekjur af vott-
orðum en gengið var út frá
í úrskurði í mars
Í rökstuðningi fyrir hinum nýja
úrskurði, sem kveðinn var upp sl.
mánudag, kemur fram að af þeim
upplýsingum sem nefndin hafi feng-
ið sýnist ljóst að tekjur heilsugæslu-
lækna af vottorðunum hafi í raun
verið meiri en gengið var út frá við
uppkvaðningu úrskurðarins í mars
síðastliðnum.
,,Í máli heilsugæslulækna hefur
verið vísað til þess að löng hefð væri
fyrir því að læknar fengju greitt fyr-
ir vottorð frá viðkomandi einstak-
lingum, sbr. t.d. ályktun stjórnar
Læknafélags Íslands 19. mars 2002.
Það er mat kjaranefndar að sú hefð
hafi rofnað þegar lögum um Kjara-
dóm og kjaranefnd nr. 120/1992 var
breytt, með lögum nr. 150/1996, á
þann veg að kjaranefnd var falið að
ákveða laun og starfskjör heilsu-
gæslulækna og með úrskurði kjara-
nefndar í kjölfarið. Samkvæmt lög-
um um Kjaradóm og kjaranefnd og
lögskýringargögnum með þeim ber
kjaranefnd að ákveða heildarlaun og
starfskjör þeirra sem undir nefndina
heyra. Heilsugæslulæknar eru laun-
þegar hjá heilsugæslustöðvum eða
heilbrigðisstofnunum og þiggja fyrir
vinnu sína þar föst mánaðarlaun, eft-
ir atvikum fastar yfirvinnugreiðslur
og laun fyrir vaktir. Auk þess fá þeir
samkvæmt ákvörðun kjaranefndar
greiðslur frá Tryggingastofnun rík-
isins fyrir vitjanir og sérstök lækn-
isverk. Kjaranefnd hefur ekki áður
úrskurðað að greiða skuli sérstak-
lega fyrir þau vottorð sem hér um
ræðir, en við ákvörðun launa í úr-
skurði nefndarinnar um laun heilsu-
gæslulækna frá 3. mars 1998 var
meðal annars byggt á upplýsingum
sem heilsugæslulæknar víðs vegar
um landið gáfu um tekjur sínar af
vottorðum. Af þeim upplýsingum
sem nú liggja fyrir hjá kjaranefnd
sýnist hins vegar ljóst að tekjur
heilsugæslulækna af þessum vott-
orðum hafi í raun verið meiri en
gengið var út frá við uppkvaðningu
úrskurðarins. Með vísan til þessa og
að fengnum sjónarmiðum talsmanna
heilsugæslulækna og heilbrigðis-
ráðuneytisins er það nú mat kjara-
nefndar að greiða skuli heilsugæslu-
læknum sérstaklega fyrir lækn-
isvottorð [...] Með þessu móti telur
kjaranefnd að tekjur heilsugæslu-
lækna af vottorðaskrifum verði í
samræmi við fjölda vottorða og þá
vinnu sem þeir inna af hendi við skrif
þeirra. Því telur nefndin ekki þörf á
að kanna frekar hvaða tekjur ein-
stakir heilsugæslulæknar hafa haft
af vottorðaskrifum,“ segir m.a. í úr-
skurði kjaranefndar.
Vottorðatekjur lækna 206–585
þús. krónur árið 2001
Einnig kemur fram í greinargerð
að nefndin aflaði upplýsinga hjá
Tryggingastofnun um fjölda læknis-
vottorða frá einstökum heilsugæslu-
læknum og frá Heilsugæslunni í
Reykjavík um tekjur nokkurra
heilsugæslulækna af læknisvottorð-
um. ,,Kjaranefnd hefur reiknað
tekjur heilsugæslulækna af útgáfu
vottorða til Tryggingastofnunar rík-
isins út frá upplýsingum TR um
fjölda vottorða frá einstökum lækn-
um og ákvæði um gjöld sjúklinga
fyrir vottorð í fyrrnefndri reglugerð
um hlutdeild sjúkratryggðra í kostn-
aði við heilbrigðisþjónustu. Voru
þær árin 2000 og 2001 að meðaltali
um 80 þúsund krónur hvort ár mest
220 þúsund krónur á ári. Samkvæmt
upplýsingum Heilsugæslunnar í
Reykjavík voru tekjur lækna af
læknisvottorðum um 250 þúsund
krónur að meðaltali árið 2000 en um
330 þúsund krónur árið 2001. Voru
tekjurnar í flestum tilfellum mun
hærri árið 2001 en árið 2000 en það
var þó ekki algilt. Vottorðatekjur
voru á bilinu 128-398 þúsund krónur
árið 2000 en 206-585 þúsund krónur
árið 2001. Þessar tölur byggjast á
upplýsingum um vottorðatekjur 23
lækna í Reykjavík með þeim fyrir-
vara sem fram kom í bréfi forstjóra
Heilsugæslunnar,“ segir í greinar-
gerð úrskurðarins.
Þar segir einnig að við ákvörðun á
greiðslum fyrir einstök læknisvott-
orð hafi verið litið til umfangs þeirra
og þeirrar vinnu sem fólgin er í gerð
þeirra. Er vakin athygli á því að
greiðslur til lækna fyrir vottorð eru
launagreiðslur og beri læknar
hvorki kostnað af framlagi vinnu-
veitanda í lífeyrissjóð né öðrum
launatengdum gjöldum, né heldur
greiði þeir fyrir annan rekstrar-
kostnað.
Kjaranefnd hefur breytt fyrri úrskurði sínum í málefnum heilsugæslulækna
Heilsugæslulæknar
fái greitt fyrir
útgáfu vottorða
DREIFBÝLISMÓRI var kveðinn
niður með kröftugri galdraþulu
og mögnuðum særingum um nón-
bil í gær. Var þar að verki galdra-
maður af Ströndum, Sigurður
Atlason, sem kann ævaforn ráð til
að ráða niðurlögum móra og ann-
arra kvikinda. „Farðu! Farðu!
Farðu nú norður og niður! Náist
þér hvergi friður,“ gólaði galdra-
maðurinn og hefur móri vafalaust
haft sig á braut. Þegar mesti móð-
urinn hafði runnið af Sigurði
sagði hann blaðamanni að Dreif-
býlismórinn niðurkveðni væri sú
gjá sem stundum væri á milli þétt-
býlinga og þeirra sem búa í dreif-
býlinu og vildi hann með þessu
leggja sitt af mörkum til að brúa
bilið. Þess má geta að Sigurður er
einn af forsprökkum Galdrasýn-
ingarinnar á Ströndum og hefur
ekki galdramennskuna sem sitt
aðalstarf.
Perlan Vestfirðir
Særingarnar í gær voru liður í
sýningunni Perlan Vestfirðir sem
verður opnuð í Perlunni föstudag-
inn 3. maí og er síðan opin frá
klukkan 11 til 17 laugardag og
sunnudag. Viðstaddir voru þing-
menn sem væntanlega bjóða sig
fram í hinu nýja norðvest-
urkjördæmi og voru þeir að sögn
hrifnir af tiltækinu enda væri hér
verið að vekja athygli á merki-
legri sýningu. Um 100 vestfirskir
aðilar úr ferðaþjónustu, fisk-
vinnslu, hátækni, handverki,
menntun og menningu taka þátt í
sýningunni auk sveitarfélaga.
Morgunblaðið/Golli
Galdrastafir, særingar, gól og þulur voru notuð til að kveða niður dreifbýlismóra. Þingmennirnir Guðjón Guð-
mundsson, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson og Magnús Stefánsson fylgjast grannt með.
Vestfirðingar leggja
undir sig Perluna
BORGARRÁÐ frestaði í gær til
fundar í næstu viku að afgreiða
viljayfirlýsingu um stofnun félags
um byggingu hjúkrunarheimilis á
20 þúsund fermetra lóð í Soga-
mýri, austan við Mörkina. Tillaga
Júlíusar Vífils Ingvarssonar,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, um að óska eftir frekari upp-
lýsingum um kostnað verkefnisins
frá embættismönnum borgarinn-
ar var samþykkt. Á kostnaðar-
áætlun að vera tilbúin fyrir næsta
borgarráðsfund.
Júlíus Vífill sagði í samtali við
Morgunblaðið að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri hlynntur því að
reisa hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða, enda væri þörfin mjög brýn.
En það gengi ekki að leggja fram
ófullnægjandi upplýsingar í borg-
arráði til samþykktar þar sem
skuldbindingar borgarinnar væru
óljósar. Kostnaður væri sömuleið-
is óljós. Júlíus sagði Reykjavíkur-
listann greinilega ætla að dusta
rykið af gömlum áformum um
byggingu hjúkrunarheimila. Þessi
málaflokkur hefði verið vanrækt-
ur á valdatíma Reykjavíkurlist-
ann og nú ætti að gera bragarbót
skömmu fyrir kosningar.
Að viljayfirlýsingunni standa,
auk borgarinnar, Frumafl hf., sem
rekur hjúkrunarheimilið Sóltún,
og sjálfseignarstofnunin Markar-
holt. Hlutur Reykjavíkurborgar í
umræddu félagi á að vera 40%,
hlutur Frumafls hinn sami og
Markarholt er með 20% hlut. Við
byggingu hjúkrunarheimila legg-
ur ríkið fram 40% af stofnkostnaði
þannig að félagið mun skipta á
milli sín hinum 60 prósentunum.
Félagið á jafnframt að beita sér
fyrir byggingu þjónustuíbúða á
lóðinni, sem félagsmenn Markar-
holts eiga að hafa forgang að. Íbú-
ar þjónustuíbúðanna munu eiga
kost á þjónustu frá hjúkrunar-
heimilinu samkvæmt samningi
þar um.
100 hjúkrunarrými
og 50 þjónustuíbúðir
í fyrsta áfanga
Helgi Hjörvar, forseti borgar-
stjórnar, sagði að um nokkurt
skeið hefði staðið til að reisa
hjúkrunarheimili og þjónustu-
íbúðir á þessum stað af hálfu
Markarholts, sem væru samtök
íbúa í hverfinu. Búið væri að veita
samtökunum fyrirheit um lóðina í
Sogamýri. Að sögn Helga er
reiknað með um 100 rýmum á
hjúkrunarheimilinu í fyrsta
áfanga og um 50 þjónustuíbúðum
hið minnsta. Kostnaður við bygg-
ingu heimilisins gæti orðið svip-
aður og hjá Sóltúni, eða um 1,4
milljarðar króna. Hlutur ríkisins
þar af yrði um 560 milljónir og
hlutur byggingarfélagsins um 840
milljónir. Helgi sagði að heilbrigð-
isráðuneytinu væri kunnugt um
að viðræður hefðu farið fram um
byggingu hjúkrunarheimilisins.
Helgi sagði óráðið hvernig að
fjármögnuninni yrði staðið, þ.e.
hve mikið yrði gert með eigin
framlögum og hve mikið fyrir
lánsfé.
Bygging þjónustuíbúðanna
gæti kostað allt að einum milljarði
króna, að sögn Helga, en gert
væri ráð fyrir því að þær fjár-
mögnuðu sig sjálfar.
Borgarráð ræðir tillögu um bygg-
ingu hjúkrunarheimilis í Sogamýri
Óskað eftir
upplýsingum
um kostnað
ÖKUMAÐUR bifreiðar slapp með
ótrúlegum hætti eftir bílveltu í vest-
anverðu Ólafsvíkurenni um hádegið í
gær. Hann missti stjórn á bifreið
sinni í krapa og hálku á veginum og
fór út af háum vegkanti niður í grjót
þar sem bifreið hans lenti á þakinu
og er ónýt.
Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík
slapp hann með skrámu á enni. Í
tengslum við óhappið varð árekstur
uppi á veginum þegar ökumaður
stöðvaði bifreið sína til að kanna með
afdrif þess sem fór útaf. Kom aðvíf-
andi bifreið og lenti á þeirri fyrr-
nefndu en ekki urðu slys a fólki.
Slapp
ómeiddur
eftir bíl-
veltu