Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 6
STARFSMÖNNUM þriggja skóla,
sem eru að öllu leyti eða að hluta til í
eigu endurmenntunarsjóða rafiðnað-
armanna, var sagt upp í gær.
Sjö starfsmönnum Rafiðnaðarskól-
ans var sagt upp af 20 manna starfs-
liði. Sigurður Geirsson skólastjóri
segir að engu að síður sé stefnt að því
að skólinn starfi af fullum krafti
næsta vetur. Umfangið kunni að
verða minna en að öðru leyti verði
starfsemin óbreytt. „Við getum ekki
tekið við jafnmörgum nemendum en
við munum áfram reka alla þá starf-
semi sem Rafiðnaðarskólinn hefur
verið með,“ sagði Sigurður. Stefnt er
að því að endurráða starfsfólk ef svig-
rúm er til þess.
Þrír starfsmenn Margmiðlunar-
skólans fengu uppsagnarbréf í gær.
Þar með hefur öllum starfsmönnum
skólans verið sagt upp en 10 manns
voru í fullu starfi við skólann um ára-
mót. Ingi Rafn Ólafsson, settur skóla-
stjóri, segir að ástæðan fyrir upp-
sögnunum sé sú að verið sé að
endurskipuleggja starf skólans.
Fimm af átta starfsmönnum Við-
skipta- og tölvuskólans var sagt upp í
gær en að sögn Jóns B. Georgssonar
skólastjóra stendur til að endurskipu-
leggja starfsemi skólans. Hann segir
að í gegnum árin hafi rekstur skólans
einkum byggst upp á lausráðnum
stundakennurum og fastráðnir
starfsmenn yfirleitt ekki fleiri en 3–4.
Með þessu sé verið að hverfa til fyrra
fyrirkomulags, fastráðnir starfsmenn
verði færri en stundakennarar fleiri.
Margmiðlunarskólinn er í eigu
Rafiðnaðarskólans og Prenttækni-
stofnunar en hinir skólarnir tveir eru
í eigu endurmenntunarsjóða rafiðn-
aðarmanna. Um áramót var fyrrver-
andi skólastjóra skólanna sagt upp
eftir að í ljós kom fjármálaóreiða í
rekstri skólanna. Sæta mál hans nú
lögreglurannsókn.
Uppsagnir
hjá skólum
rafiðnaðarins
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í KRINGUM 80% fylgismanna
beggja stóru framboðanna í Reykja-
vík hyggjast kjósa sama lista nú og
þeir kusu í síðustu borgarstjórnar-
kosningum, samkvæmt skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar fyr-
ir Morgunblaðið. Nýir kjósendur
skiptast hnífjafnt á milli framboð-
anna en fjórðungur þeirra ætlar ekki
að kjósa eða er óviss í sinni sök.
Félagsvísindastofnun gerði könn-
un á meðal 664 Reykvíkinga dagana
19.–28. apríl sl. og spurði um fylgi
framboða fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar. Fram kemur,
þegar spurt er hvað menn hafi kosið í
síðustu borgarstjórnarkosningum,
að 82,7% þeirra, sem síðast studdu
D-listann, ætla að kjósa hann nú.
Hins vegar ætla 6% þeirra að kjósa
R-listann og 3% Frjálslynda og
óháða. Af fylgjendum R-listans í síð-
ustu kosningum ætla 79,4% að kjósa
hann aftur, 8,8% segjast nú styðja
D-listann, 2,4% Frjálslynda og 1,8%
önnur framboð.
Af þeim, sem kusu annað hvort
stóra framboðið fyrir fjórum árum,
segist aðeins um 1% ekki ætla að
kjósa nú og um 7% segjast óviss eða
neita að svara. Þessi hlutföll eru mun
hærri hjá þeim, sem eiga nú í fyrsta
sinn rétt á að kjósa til borgarstjórn-
ar. Af þeim ætla 11,4% ekki að kjósa
og 14,3% eru óviss eða neita að
svara.
Nýju kjósendurnir skiptast hníf-
jafnt á milli stóru frambjóðendanna
tveggja, 34,3% þeirra hyggjast kjósa
hvorn lista um sig. Jafnframt segjast
2,9% styðja Frjálslynda og 2,9%
önnur framboð.
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar
Um 80% ætla að kjósa
það sama og síðast
TÆPLEGA sex tonna bátur sökk
við bryggju í Flatey á Breiðafirði
aðfaranótt mánudags og náðist hann
upp í gærdag. Hafsteinn Guð-
mundsson, bóndi í Flatey og eigandi
bátsins, segir tjónið tilfinnanlegt
enda sé báturinn nauðsynlegt sam-
göngu- og atvinnutæki hjá sér.
Svo virðist sem báturinn hafi fest
undir bryggjuþili þegar féll að að-
faranótt mánudags. Flaut hann því
ekki upp með flóðinu og fylltist af
sjó. Hafsteinn naut aðstoðar skip-
verja á Baldri á mánudag við að hífa
í bátinn en ekki tókst að ná honum
upp þá. Náðu heimamenn bátnum
síðan upp í fyrrinótt. Hafsteinn seg-
ir öll tæki í bátnum ónýt, svo sem
radar, siglingatæki, dýptarmæli,
síma, GPS og allt rafmagn við vél-
ina. Báturinn fer til Stykkishólms í
skoðun og segir Hafsteinn trygg-
ingafélag síðan ákvarða frekari við-
gerð. Hann býst þó ekki við bátnum
haffærum fyrr en eftir nokkrar vik-
ur.
Bátur sökk við
bryggju í Flatey
Morgunblaðið/jt
Hafsteinn Guðmundsson undirbýr björgun báts síns við bryggjuna.
15 starfsmönnum
DV sagt upp
FIMMTÁN starfsmönnum hjá DV
hefur verið sagt upp frá og með 1.
maí. Gripið er til þessara aðgerða
m.a. í hagræðingarskyni og vegna
samdráttar á auglýsingamarkaði, að
sögn Hjalta Jónssonar fram-
kvæmdastjóra DV. „Við höfum verið
að skoða rekstur blaðsins í heild og
endurskipuleggja og breyta í
ákveðnum deildum og þetta er hluti
af því,“ segir Hjalti. Hann segir frek-
ari uppsagnir ekki fyrirsjáanlegar á
næstunni og segir að blaðið muni eft-
ir fremsta megni aðstoða starfs-
mennina við að finna sér aðra vinnu.
„Það má vera að í einhverjum tilvik-
um sé um að ræða möguleika á end-
urráðningu, en það markast af þróun
á allra næstu mánuðum,“ segir hann.
Af þeim fimmtán starfsmönnum
DV sem sagt er upp eru ellefu á rit-
stjórn blaðsins, þar af átta blaða-
menn og tveir ljósmyndarar og fjórir
af öðrum deildum blaðsins.
Á skrifstofu DV á Akureyri verða
gerðar gagngerar breytingar með
því að þar verða tveir starfsmenn,
þar af einn á ritstjórn og annar í
dreifingu, en þremur verður sagt
upp að sögn Hjalta.
Níu manns sagt
upp hjá ANZA
NÍU manns hjá tölvuþjónustufyr-
irtækinu ANZA var sagt upp í gær
í kjölfar fyrirsjáanlegs samdráttar
í verkefnum fyrir viðskiptavini fyr-
irtækisins. Ástæður samdráttarins
má rekja til endurskipulagningar
og til þess að fyrirtæki hafa orðið
að minnka verulega alla aðkeypta
þjónustu vegna samdráttar í efna-
hagslífi þjóðarinnar á þessu og síð-
astliðnu ári, að því er fram kemur
í yfirlýsingu Guðna B. Guðnason-
ar, framkvæmdastjóra ANZA.
Eftir uppsagnirnar munu rúm-
lega 80 manns vinna hjá ANZA, en
fyrirtækið varð til við samruna
fjögurra upplýsingatæknifyrir-
tækja og sérhæfir sig í alhliða
tölvuþjónustu við fyrirtæki og
stofnanir.
Í yfirlýsingu Guðna B. Guðna-
sonar segir að fyrirtækið harmi
mjög að til uppsagnanna þurfi að
koma en þær séu óhjákvæmilegar.
Meðal þeirra sem sagt var upp í
gær er Paul R. Smith, sem starfað
hefur hjá fyrirtækinu frá stofnun
þess í fyrra en það er dótturfyr-
irtæki Landssímans, sem Paul
starfaði hjá í 16 ár. Hann segir að
ekki hafi liðið meira en fimm mín-
útur frá því að hann fékk að vita
um uppsögn sína og þar til hann
var kominn út úr húsi. „Það var
staðið yfir mér á meðan ég tæmdi
skrifborðið mitt og skilaði síma og
aðgangskorti. Síðan var mér fylgt
út og lokað á eftir mér,“ segir
Poul. Hann hefur annast hugbún-
aðarmál hjá ANZA og býst ekki
við að fá vinnu við sitt hæfi þar
sem hann fer á eftirlaun eftir hálft
fimmta ár. „Það eru skilmálar í
uppsagnarbréfi mínu sem Rafiðn-
aðarsambandið telur að séu rangir
miðað við langan starfsaldur minn
og ég á að minnsta kosti rétt á bið-
launum í sex mánuði.“
AÐ minnsta kosti þrjár aðferðir
eru mögulegar til að leysa reikn-
ingsdæmið úr samræmdu prófi í
stærðfræði sem nemendur 10.
bekkjar þreyttu á mánudag og birt
var á baksíðu Morgunblaðsins í
gær. Nemendur voru beðnir um að
finna út hversu langt frá jörðu
reipin sem eru bundin úr toppi
trjánna yfir í rætur hins skerast.
Út frá Pýþagórasarreglunni er
hægt að reikna út hinar óþekktu
stærðir. Þá er byrjað á því að að
reikna út fjarlægðina frá F til C.
Lengdarhlutföllin milli þríhyrning-
anna A-E-B og D-E-C eru 3/2, ann-
að tréð er 30 m hátt og hitt 20 m.
Því má skipta fjarlægðinni frá A til
C í fimm hluta. Tveir fimmtu hlut-
ar af grunnfletinum eru 16 metrar,
sem er fjarlægðin milli F og C.
Næsta skref er að finna fjar-
lægðina milli E og C. Tveir fletir á
þríhyrningnum A, B og C eru
þekktir, 30 m milli A og B og 40 m
milli A og C. Regla Pýþagórasar
A²+B²=C² er notuð til að finna
lengdina milli B og C. 30²+40² gera
2500 og er kvaðratrótin af því 50.
Þá er hægt að finna fjarlægðina
milli E og C á sama hátt og fjar-
lægðin milli F og C var fundin.
Tveir fimmtu af 50 eru 20 metrar
sem er fjarlægðin milli E og C.
Í síðasta skrefinu, til að finna út
hversu langt frá jörðu reipin sker-
ast, er formúlu Pýþagórasar snúið
við C²-B²=A². A² eru 144 og er
kvaðratrótin af því 12, sem er því
rétta svarið við spurningunni.
Sigurgrímur Skúlason, sviðs-
stjóri hjá Námsgagnastofnun, seg-
ir að önnur aðferð sem beita megi
sé að setja upp jöfnuhneppi með
tveimur óþekktum stærðum og
notfæra sér að þetta eru einslaga
þríhyrningar til að finna út hvað
litlu þríhyrningarnir eru stórir.
Þriðja aðferðin er að teikna dæmið
upp í réttum hlutföllum, t.d. 3 cm í
stað 30 m og svo framvegis og
mæla fjarlægðina með reglustiku.
!
"#
$ % & ' (
)
*
+ ,
-
.
Þrjár aðferðir
mögulegar við
lausn dæmisins
VIÐ stórslysi lá á Siglufirði í gær
þegar stórt járnstykki úr drátt-
arkrók þeyttist tugi metra og inn
um stofuglugga einbýlishúss við
Hólaveg. Vinnuvél var að draga
fólksbíl úr snjóskafli fyrir framan
húsið þegar dráttartaug slitnaði
með þessum afleiðingum. Vinnu-
vélin hafði þá unnið við snjó-
mokstur í götunni eftir fannfergið
í sumarbyrjun.
Að sögn Ómars Haukssonar
húsráðanda kom stykkið í gegnum
litla rúðu fyrir ofan stofuglugg-
ann, upp undir þaki, og hafnaði
beint á vegg þar
sex metrum fyrir
innan án þess að
brjóta innanstokks-
muni í stofunni.
Rúðan hins vegar
mölbrotnaði og
glerbrotin dreifðust
um allt.
„Það má mikil
mildi teljast að eng-
inn varð fyrir þessu
járnstykki. Konan
stóð við eldhús-
gluggann þegar
þetta gerðist og heyrði
brothljóðin. Hefði ein-
hver verið í stofunni
hefði getað farið illa.
Sem betur fór er tjónið
hverfandi,“ sagði Ómar.
Hann taldi fannfergið
á Siglufirði þessa dag-
ana hið mesta sem kom-
ið hefði á nýliðnum
vetri. Til marks um það
sagði Ómar að snjó-
dýptin á sólpallinum
sunnan við húsið væri
vel á annan metra.
Við stórslysi lá í ófærðinni á Siglufirði
Járnstykki úr dráttarkrók
þeyttist inn um stofuglugga
Ómar Hauksson