Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNA Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, gerði að
umtalsefni á Alþingi í gær að for-
sætisráðherra hafi neitað ósk henn-
ar um að ræða í utan dagskrár-
umræðu vaxandi fátækt sem blasir
við í þjóðfélaginu. „Samkvæmt upp-
lýsingum frá kirkjunni, Mæðra-
styrksnefnd og Félagsþjónustu
sveitafélaga hefur þeim fjölgað um
20–30% milli ára sem þiggja fjár-
hagsaðstoð sveitarfélaga og matar-
gjafir hjálparstofnana og snertir
þetta um 10–15 þúsund einstaklinga
og fjölskyldur.“
Jóhanna vakti athygli á því að í
dag, 1. maí, á hátíðardegi verka-
fólks, ætluðu verkalýðsfélög að mót-
mæla því að fullvinnandi fólk, lág-
launastéttir og lífeyrisþegar þurfi í
vaxandi mæli að sækja sér matar-
gjafir til líknarfélaga. Óskaði hún
eftir því við forsætisráðherra að
hann svaraði spurningu hennar um
hvort hann væri reiðubúinn að beita
sér fyrir því að fram fari heildar-
endurskoðun á öryggisneti velferð-
arkerfisins, „sem tryggja á að fólk
þurfi ekki að lifa við hungur og
skort“. Sagði Jóhanna að öryggisnet
þetta snerti mörg svið, hjá a.m.k.
sex ráðuneytum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði tvær ástæður fyrir því að
hann teldi ekki efni til þess að verða
við beiðni Jóhönnu; engar efnislegar
nýjar upplýsingar væru fram komn-
ar og að erindið félli ekki endilega
undir forsætisráðuneyti.
Jóhanna taldi viðbrögð forsætis-
ráðherra ámælisverð. „Fleiri sækja
um aðstoð en nokkru sinni fyrr. Lög
eiga að tryggja að fátækt fólk þurfi
ekki að lifa við örbirgð.“
Umræða
um fátækt
á Íslandi
ÞRIÐJA og síðasta umræða um
veiðigjaldsfrumvarpið svokallaða
hófst á Alþingi síðdegis í gær en í
frumvarpinu er m.a. lagt til að lagt
verði á 9,5% veiðigjald á handhafa
aflaheimilda. Stjórnarandstæðingar
ítrekuðu í umræðunni andstöðu
sína við frumvarpið og sögðu m.a.
að í því væri ekki að finna neinar
sáttatillögur í veiðigjaldsmálum.
Umræðan um frumvarpið stóð fram
eftir kvöldi í gær en stefnt er að því
að gera það að lögum á yfirstand-
andi þingi. Óvíst er þó hvenær það
getur orðið.
Engar sátta-
tillögur
MINNIHLUTI iðnaðarnefndar
Alþingis gagnrýnir harðlega til-
lögu iðnaðarráðherra, Valgerðar
Sverrisdóttur, um stefnu í byggða-
málum fyrir árin 2002-2005, en
meirihluti iðnaðarnefndar mælir
með samþykkt „hinna almennu
markmiða þingsályktunarinnar og
telur að í þeim felist mikil sókn-
arfæri til byggðaþróunar í land-
inu“, að því er segir í nefndaráliti
meirihlutans. Meirihlutinn leggur
til að tillaga ráðherra verði sam-
þykkt óbreytt en leggur þó til ell-
efu þætti sem hann mælir með að
ríkisstjórnin taki jafnframt til
skoðunar. Meirihlutinn telur m.a.
eðlilegt að skilgreina nokkra
byggðarkjarna og skilgreina hlut-
verk þeirra og stöðu í þjóðfélag-
inu. „Meirihlutinn tekur undir
hlutverk Akureyrar sem mótvægis
við höfuðborgarsvæðið,“ segir í
nefndaráliti meirihlutans. „Meiri-
hlutinn telur jafnframt að byggð-
arkjarnar skuli byggðir upp á Ísa-
firði og á Miðausturlandi. Með því
móti væru sköpuð boðleg búsetu-
skilyrði fyrir stærstu landshluta.“
Minnihluti iðnaðarnefndar skipt-
ist reyndar upp í tvo minnihluta
því fulltrúar Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs skiluðu sitthvoru nefnd-
arálitinu. Í nefndaráliti fulltrúa
Samfylkingarinnar, segir m.a. að
Samfylkingin geti tekið undir ým-
islegt sem fram kemur í tillögu
ráðherra. Sú tillaga lýsi þó al-
mennum markmiðum án út-
færslna. „Framkvæmdin er því al-
farið á ábyrgð stjórnvalda,“ segir í
nefndaráliti fulltrúa Samfylkingar-
innar. Þá átelur fulltrúi VG í iðn-
aðarnefnd „flaustursleg vinnu-
brögð við gerð áætlunarinnar og
umfjöllun um hana“, eins og segir í
áliti VG. „Í hana vantar stefnu og
heildarsýn varðandi byggð og bú-
setumál í landinu öllu. Það vantar
bæði áætlun um hvernig kjör fólks
skulu jöfnuð eftir aðstæðum og bú-
setu og áætlun um jöfnun sam-
keppnisstöðu atvinnulífs í hinum
dreifðu byggðum landsins. Á þeim
málum er ekkert tekið.“
Þingsályktun iðnaðarráðherra um stefnu í byggðamálum
Tillaga um fleiri byggðarkjarna
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á
Alþingi í gær að enn væri ráðgerð ferð hans til Ísr-
aels 26. maí og fundur með utanríkiráðherra Ísr-
aels, Shimon Peres, 27. maí. Össur Skarphéðins-
son, formaður Samfylkingarinnar, spurði Halldór
um ferðina, þegar verið var að ræða þingsályktun-
artillögu um deilur Ísraels og Palestínumanna.
Vildi Össur vita hvort heimsókn til Palestínu væri
ennfremur á döfinni.
Halldór sagði að eins og mál stæðu í dag væri
gert ráð fyrir því að af heimsókninni yrði og ferð-
inni heitið bæði til Ísrael og Palestínu. Hann sagði
að dagskrá heimsóknarinnar væri ekki frágengin
að öðru leyti.
Vildu að fastar yrði að orði kveðið
Össur sagðist vilja að fastar hefði verið að orði
kveðið í þingsályktillögunni sem samþykkt var í
þinginu í gær og Steingrímur J.
Sigfússon, þingmaður Vinstri
grænna, sagði tillöguna mála-
miðlun og hefði viljað sjá harð-
ari fordæmingu á framgöngu
Ísraelsmanna. Sverrir Her-
mannsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, sagðist hafa
viljað sjá að í tillögunni væri
lýst andúð á framgangi Banda-
ríkjamanna og þeir hvattir til
að breyta stefnu sinni.
Í þingsályktuninni segir að
Alþingi lýsi áhyggjum sínum af
því ófriðarástandi sem nú ríkir fyrir botni Miðjarð-
arhafs og fordæmi það ofbeldi sem þar á sér stað.
„Alþingi leggur áherslu á að öryggi óbreyttra borg-
ara sé tryggt og alþjóðleg mannréttindi virt og tel-
ur brýnt að send verði eftirlits-
nefnd frá Sameinuðu þjóðunum
á svæðið í samræmi við ályktun
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna.
Alþingi krefst þess að öllum
ofbeldisverkum linni, þar á
meðal sjálfsmorðsárásum og
beitingu hervalds, að Ísrael
dragi herlið sitt til baka frá
sjálfsstjórnarsvæðum Palest-
ínumanna, að deiluaðilar semji
um vopnahlé og að hafnar verði
friðarviðræður um sjálfstætt
ríki Palestínumanna og öryggi Ísraelsríkis innan
alþjóðlegra viðurkenndra landamæra í samræmi
við nýjustu ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna,“ segir ennfremur í þingsályktuninni.
Utanríkisráðherra
fer til Ísraels 26. maí
FRUMVARP til laga um breytingar
á lögum um Steinullarverksmiðjuna
hf. á Sauðákróki var samþykkt á Al-
þingi í gær en breytingarnar fela í sér
að iðnaðarráðherra er veitt heimild til
að selja eignarhlut ríkisins í verk-
smiðjunni. Samkvæmt kaupsamningi
er söluverðmæti hluta ríkisins um 220
m.kr. Gert er ráð fyrir að verja 50% af
söluandvirðinu eða 110 m.kr. til sam-
göngubóta og atvinnuuppbyggingar í
þeim sveitarfélögum sem eiga veru-
legra hagsmuna að gæta vegna starf-
semi verksmiðjunnar á Sauðárkróki.
Ríkissjóður á um 30% í verksmiðj-
unni, Paroc Group um 28%, Bæjar-
sjóður Sauðárkróks um 24%, GLD
heildverslun um 12%, Kaupfélag
Skagfirðinga um 5% og aðrir um 1%.
Þingmenn vinstrigrænna og
Frjálslynda flokksins voru andvígir
sölu ríkisins á hlut þess í verksmiðj-
unni og vildu heldur að ríkið hefði
keypt hlut sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar í verksmiðjunni tímabundið,
en ástæða sölunnar væri bág fjár-
hagsstaða sveitarfélagsins.
Ríkið hafnaði tilboði um
kaup á hlut sveitarfélagsins
Í nóvember 2001 gerði sveitarfé-
lagið Skagafjörður öðrum hluthöfum
skriflegt tilboð um að kaupa hlut
sveitarsjóðsins í verksmiðjunni. Af
hálfu ríkisins var tilboðinu hafnað. Í
desember gerðu GLD heildverslun og
Kaupfélag Skagfirðinga sameiginlegt
tilboð í 52% hlut sveitarfélagsins og
Paroc Group í fyrirtækinu. Ef tilboð-
inu hefði verið tekið hefði hlutur GLD
heildverslunar og Kaupfélags Skag-
firðinga orðið tæp 70%. Í kjölfarið
óskaði ríkið eftir fundi með aðilum
hluthafasamkomulagsins til að ræða
breyttar forsendur sem upp væru
komnar og framtíðareignarhald á fé-
laginu. Lýstu fulltrúar ríkisins því yf-
ir að ríkið vildi taka til athugunar að
selja sinn hlut. Jafnframt var því lýst
yfir að ríkið vildi láta á það reyna
hvort hægt væri að ná samstöðu um
að bjóða bréf ríkisins, sveitarfélagsins
og jafnvel Parocs til sölu með sameig-
inlegu útboði. Af hálfu sveitarfé-
lagsins og Paroc var þeirri leið hafn-
að. Í febrúar sl. bárust ríkinu, Paroc
Group og sveitarfélaginu kauptilboð í
eignarhluti sína í Steinullarverk-
smiðjunni frá Húsasmiðjunni hf.,
BYKO hf. og Kaupfélagi Skagfirð-
inga. Í mars sl. náðist samkomulag
milli þessara aðila um söluna en heild-
arfjárhæðin sem kemur í hlut ríkisins
verði af þessum viðskiptum nemur
rúmlega 232 millj. kr.
Í samkomulaginu voru sett fram
ákveðin skilyrði sem þyrfti að upp-
fylla áður en gengið yrði endanlega
frá samningi um viðskipti, t.d. að sam-
keppnisyfirvöld banni ekki kaupin og
að Alþingi staðfesti og heimili kaupin.
Þá er sett fram það skilyrði að kaup-
andi gefi skriflega yfirlýsingu um þá
ætlun sín að halda áfram rekstri fé-
lagsins á Sauðárkróki.
Standa ber að vega-
bótum með öðrum hætti
Í umræðum á Alþingi um frum-
varpið í gær kom fram í máli þing-
manna vinstrigrænna og frjálslyndra
að breytingar á lögum sem heimiluðu
sölu á hlut ríkisins í Steinullarverk-
smiðjunni væru tilkomnar vegna
bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins
Skagafjarðar. Betra hefði verið að
ríkið leysti til sín bréf sveitarfélagsins
um stundarsakir. Árni Steinar Jó-
hannsson, þingmaður vinstrigrænna,
sagði að standa bæri að vegabótum
með eðlilegum hætti í vegaáætlun en
ekki með þeim hætti sem gert væri
með frumvarpinu. Þá var gagnrýnt að
ekki skyldi leitað álits Samkeppnis-
stofnunar áður en frumvarpið yrði að
lögum. Iðnaðarráðherra benti á að til-
greint væri í skilmálum að álit sam-
keppnisyfirvalda þyrfti að liggja fyrir
áður en gengið yrði frá sölunni.
Samþykkt að selja
Steinullarverksmiðjuna
Morgunblaðið/Golli
Nú styttist í þingfrestun en ljóst er að enn bíða mörg þingmál þess að verða afgreidd frá Alþingi. Hér ræða sam-
an þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Kristján Pálsson, Drífa Hjartardóttir og Guðmundur Hallvarðsson.
♦ ♦ ♦
KOSTNAÐUR Tryggingastofnun-
ar ríkisins af heimafæðingum er
mun lægri en sá kostnaður sem
fylgir fæðingum á sjúkrahúsum.
Þessar upplýsingar koma fram í
svari heilbirgðisráðherra við fyr-
irspurn frá Svanfríði Jónasdóttur
og Þórunni Sveinbjarnardóttur,
þingmönnum Samfylkingarinnar.
Í svarinu kemur fram að á árinu
2001 var meðalkostnaður við
heimafæðingu rúmar 40 þúsund
krónur. Þegar bætt hefur verið við
kostnaði við þrjár vitjanir fyrir
fæðingu og ellefu vitjanir eftir
fæðingu er kostnaðurinn 91.619
krónur. Meðalkostnaður við eðli-
lega fæðingu án fylgikvilla á Land-
spítala er hins vegar 147.900 krón-
ur. Um 75% allra fæðinga á
spítalanum eru eðlilegar án fylgi-
kvilla. Kostnaður við keisaraskurð
er hins vegar á bilinu 324.000–
446.000 krónur. 17,2% af öllum
fæðingum á Landspítala eru keis-
araskurðir.
Heimafæð-
ingar eru
ódýrari
♦ ♦ ♦